Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bjóðum til sölu rekstur sælgætisverslunar. Mjög traustur og hagstæður lei- gusamningur við húseiganda, sem er Reykjavíkurborg. Söluturninn er þekktur í hverfinu og rótgróinn. Reksturinn hefur verið í öruggum höndum sömu aðila í mörg ár. Mánaðarvelta er um 5,0 millj og verðhugmynd er 12,0 millj. FRÁBÆRT ATVINNUTÆKIFÆRI. STÖÐUG OG TRAUST VELTA. GÓÐ STAÐSETNING. NÁNARI UPPLÝSINGAR HJÁ KJÖREIGN. Söluturn - Langholtsvegur Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 jöreign ehf Kristinn Valur Wiium Ólafur Guðmundsson sölumaður s. 896-6913 sölustjóri s. 896-4090 Bergstaðastræti 9A – 101 Rvk. Opið hús í dag milli kl. 14:00 og 16:00 Berg fasteignasala, Bolholt 4 Sími 588 5530 • Netfang: berg@berg.is Pétur Pétursson löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali Sjarmerandi 91 fm íbúð á neðstu hæð með sérinngangi. Íbúðin skiptist í 2-3 svefnher- bergi, endurnýjað baðherbergi, fallegt eld- hús og rúmgóða stofu. Stór garður í góðri rækt. Um er að ræða bjarta og fallega íbúð sem er laus við kaupsamning. V. 24,9 Hagstætt áhvílandi lán frá LSR að upp- hæð 13,5 milj. Áhugasamir velkomnir. M b l 1 01 67 50 Glæsilegt og vel staðsett atvinnuhúsnæði í fallegu lyftuhúsnæði. Í dag er húsnæðið innréttað sem veislusalir og skrifstofur. Um er að ræða samtals 635,6 fm og eru 479,9 fm á 2. hæð en 155,7 fm á 3. hæð. Húsnæðið skiptist m.a. í veislusali, fundasali, skrifstofur, fatahengi, snyrtingar, eldhús o.fl. Húsið er steinsteypt og byggt árið 1990. Húsnæðið hentar einkar vel fyrir hverskonar félagsstarfsemi eða sem skrifstofuhúsnæði. Frábær staðsetning. Engjateigur – Kiwanishúsið Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • S . 588 9090 • fax 588 9095 www.eignamidlun. is • e ignamidlun@eignamidlun. is Sverr ir Kr ist insson, löggi ltur fasteignasal i ÞAÐ er stundum sagt að maður þyrfti að flytja að minnsta kosti á 5 ára fresti til þess að losa sig við uppsafnað dót sem enginn notar lengur. Við erum örugglega heimsins duglegasta þjóð í að kaupa dót. Þeir sem hafa tekjur af því að flytja inn dót hafa haft það mjög gott. Það þarf svo lítið til að telja fólki trú um að nauð- synlegt sé að eiga hitt og þetta. Sem betur fer erum við fámenn þjóð því annars værum við fyrir löngu komin í þrot með frágang og förgun á rusli. Undanfarin ár hefur verið flutt inn mikið af stóru dóti: jeppum, torfæru- og fjórhjólum, götumótorhjólum, skemmtibátum, sæþotum og vél- sleðum. Jafnvel 6 ára börn sem eru varla búin að ná góðum tökum á að hjóla geta fengið pínu-torfæruhjól. Gott og vel að eiga svona dót ef maður hefur efni á því. En hvar á allt þetta dót að vera? Torfærukappar þurfa auðvitað sitt æfingasvæði eins og allir íþróttamenn. En þetta virðist ekki duga mörgum til. Hugsa sér að láta sér detta í hug að fá leyfi til að krossa um hálendið, jafnvel á einhverjum kindastígum. Þetta er auðvitað tóm della. Það sér hver hugsandi mað- ur hvernig þróunin verður: Mikil landspjöll og fjallakyrrðin fyrir bí. Sumir vélsleðamenn eru fyrir löngu orðnir til vandræða því þegar loksins snjóar ráða þeir sér ekki fyrir kæti og bruna um hvar sem er. Á friðsælum vötnum geysast sæ- þotur fram og til baka og stórir vél- bátar halda sína sýningu á góðviðr- isdögum. Hvar er kyrrðin, slökunin og hvíldin sem svo margir sækjast eftir? Hér er auðvitað ekki meiningin að ásaka fólkið sem á þessi afþreying- artæki almennt. Flestir haga sér vel og sýna tillitssemi. Aðalvandamálið er að það er nú þegar allt of mikið til af þessu dóti og í raun og veru ekki pláss fyrir þetta allt. Stjórnvöld hafa verið sofandi gagnvart óheftum innflutningi allra þessa tækja og það er ekki til al- mennileg reglugerð um notkun þeirra. Þetta er allt meira eða minna eftirlitslaust. Mörg þeirra tækja eru óskráð og ótryggð. Aftanívagnar af öllum stærðum og gerðum þurfa ekki að fara í skoðun. Það vantar skýr lög um hámarkshraða og há- marksdesibel vélbáta á vötnunum. Það vantar að skilgreina betur hvað telst til utanvegaaksturs og hvaða viðurlög verði beitt ef lögunum er ekki hlýtt. Hér er verkefni fyrir um- hverfisráðuneytið að vinna sem er mjög aðkallandi ef ekki hreint og fagurt land heyrir bráðum sögunni til. Að leyfa óheftan innflutning og sölu auk takmarkalausrar notkunar alls þessa dóts hefur ekkert með frelsi að gera. Frelsið nær nefnilega bara það langt að réttur og öryggi annarra verði ekki skert. Hvar á allt dótið að vera? Úrsúla Jünemann skrifar um ofgnótt af dóti » Stjórnvöld hafa verið sofandi gagnvart óheftum innflutningi allra þessara tækja... Úrsúla Jünemann Höfundur er kennari og leið- sögumaður. Á NORÐURLÖND- UM má fólk tjá sig um flest sem því dettur í hug. Helsti fyrirvari í þessu efni er að aðgát skal höfð í nærveru sál- ar. Á Norðurlöndum teikna menn myndir af þekktum og óþekktum, forsetum og konungum og guðum líka og þykir það ekkert merkilegra en tilefnið. Við Íslendingar þurftum að færa fórnir til að þóknast trúarhöfðingjum. Það þurftu þó margir að fórna miklu meiru en við í þeirri þóknun. Bar- áttan gegn þessari nauðung varð til þess að við sem lifum nú, höfum öðl- ast þann rétt sem svo margir músl- ímar vilja sækja til Norðurlanda í dag. En samt vilja þeir draga hingað til okkar úreltan draug. Við sem hér höfum þraukað um aldir höfum ekki bara rétt heldur skyldu til að hafna fólki sem vill taka frá okkur andlega sigra forfeðra okkar og frelsi. Arabískur uppvakningur Danir eru spaugsamir, frjálslyndir og umburðarlyndir og gera sér litla rellu af því þó að einhverjir hafi aðra skoðun en þeir, enda er þar skoð- unarfrelsi eins og annarstaðar á Norðurlöndum. Mér hefði því getað hugkvæmst að teikna mynd af hinum löngu dauða Múhameð eins og hinum þróttmikla Þór. Hef ég þó ekki hug- mynd um hvernig þeir litu út þessir karlar, enda mjög langt síðan að Þór var uppi og svo er bannað að teikna mynd af Múhameð en það má þó skrifa um hann. Það er skrítið! Lýsing með orðum eða mynd, hver er mun- urinn? Múslímar tala um að Vesturlandabúar líti niður á þá. Enga hugmynd hef ég um, hvernig því hefur verið háttað hér til en aldeilis er ljóst að ekki hafa ýmsir atburðir síðustu ára orðið til að auka þeim virðingu. Klömbruð trúarbrögð Trúarbrögð voru stjórnkerfi sam- félaga á löngu þróunarskeiði manna og þau þróuðust með þjóðinni. En seinna urðu til einskonar heimasmíð- uð trúarbrögð eða samsafns- trúar- brögð, þar sem safnað var saman allri visku sem mönnum á að koma við um alla tíma. Þessi sannleikur er geymdur í bókum krotuðum af ein- hverjum körlum og textinn sagður hinn eini sannleikur og þar með heil- agur. Sá virðist vera eiginleiki text- anna í þessum skruddum að prestar eða dómarar þessara trúarbragða virðast geta túlkað þá rétt eins og að textinn breytist eftir því hver les. Hranalegir dómar öfgafulls réttar- fars í nafni trúar, sem síðar hafa sannast vera rangir staðfesta þetta. Þar má svo augljóslega nefna galdra- brennur, drekkingar vegna barn- eigna og höfnun á staðreyndum um sólkerfið. Froðufellandi kolbítar Hér er trúfrelsi en pólitísk kjörin stjórnvöld eru meginleggur sam- félagsins og hafa því tekið við upp- runalegu hlutverki trúarbragða. Mönnum er því heimilt að vera eins auðtrúa eða vantrúa og þeim hentar sjálfum. Það kemur þó í ljós að þroskinn og skilningurinn í sand- kassanum er ekki allur eins. Teikn- ing á blaði vekur upp drauga forn- aldar í líki froðufellandi kolbíta sem eyðileggja allt. Hús verða að rústum, fólk slasast og deyr og lífláts hót- unum og dómum rignir um allt. Svo mikill er atgangurinn og björt sam- viska dómaranna að það lítur út fyrir að við séum aftur kominn inn í trúar- rugl miðalda. Í þeirri draugaveröld þar sem ekkert er heilagt nema trúarskruddan, draugurinn og hinir hrokafullu dómarar, þar er mikil þörf á að skilja að þeir eru öflugir heimsk- ingjar. Af nefndum ástæðum er rétt að hafa í huga að trú er bara trú og því ekki endilega raunveruleiki, þó hún geti verið það. Trú eða raunveruleiki Hrólfur Hraundal skrifar um trú fyrr og nú »Mönnum er því heimilt að vera eins auðtrúa eða vantrúa og þeim hentar sjálfum. Hrólfur Hraundal Höfundur rekur vélsmiðju á lands- byggðinni. @
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.