Morgunblaðið - 22.06.2008, Page 12

Morgunblaðið - 22.06.2008, Page 12
12 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í nám fyrir komandi vetur og hefur verið lokað fyrir skráningu hjá flestum skólum. Þó að þau Ásgerður, Halla, Tyrfingur, Katrín og Kári hafi lokið svipuðu námi, stefna þau hvert í sína áttina varðandi framhalds- nám. Guðný Hrafnkelsdóttir talaði við þau. Stefnan eftir stúdentspróf Halla Þórlaug Óskarsdóttir útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík nú í vor, af eðlisfræðibraut. Hún hefur nú ákveðið að venda kvæði sínu í kross og fara í fornám við Myndlistaskólann í Reykjavík. „Myndlist hefur verið mitt aðaláhugamál frá því að ég man eftir mér, ég var alltaf að teikna og lita.“ Halla kemur af miklu menntafólki og hafa systkini hennar öll út- skrifast af eðlisfræðibraut og farið beint yf- ir í verkfræði. Halla vildi sýna í verki að hún gæti útskrifast af eðlisfræðibraut, þó að það hefði lítið með áhugamálið að gera. Hún útilokar þó ekki að það verði síðar fyr- ir valinu að fara í frekara raungreinanám. „Ég vil sjá hvort að listatengt nám henti mér og hvort ég vilji starfa við myndlist í framtíðinni. Annars get ég farið í öðruvísi nám að þessu ári loknu.“ Auk þess sem Halla hefur dundað sér sjálf við að teikna, hefur hún tekið stutt námskeið í myndlist og leirlist, svo að dæmi séu tekin. Þar að auki tók hún eina önn í Iðnskólanum í Reykjavík í kvöldskóla, sam- hliða eðlisfræðinni. „Ég var á braut sem kallast sjónlist og þar var kennt allt milli himins og jarðar sem tengist myndlist. Sú önn hjálpaði mér mikið fyrir inntökuprófið.“ Aðspurð um hvort hún myndi velja í dag, raungreinar eða myndlist, segir Halla að draumurinn sé að starfa við myndlist. En þrátt fyrir það er öruggara að velja nám í raungreinum og hafa myndlist sem áhuga- mál. „Það er auðveldara að mála í frítíma sínum, en að aðaláhugamálið sé eðlisfræði,“ segir Halla. Hún segist líka vera til í að hafa myndlist sem aukastarf, sérstaklega ef hún gæti fengist við að myndskreyta barna- bækur. Hún hefur þó háleita drauma um fram- haldsnám, ef að henni líkar vel við und- irbúningsnámið. Hugurinn stefnir þá helst til Parísar, þar sem virtu listaháskólarnir Beaux-Arts og Parsons eru staðsettir. „Franska var uppáhaldsfagið mitt í mennta- skóla og í hana lagði ég mesta vinnu. Þess vegna vil ég prófa að búa í París og kynn- ast tungumálinu og menningunni enn bet- ur.“ Morgunblaðið/Frikki Nýstúdent Margir eiga erfitt með að velja námsleið að loknu stúdentsprófi. Valið milli myndlistar og eðlisfræði Nýverið útskrifaðist Katrín Erna Þorbjörns- dóttir af málabraut frá Menntaskólanum á Ak- ureyri. Í haust stefnir hún á frekara tungu- málanám, en hún hefur skráð sig í finnsku við Háskóla Íslands. „Ég hef ekki heyrt af neinum öðrum á leið í finnsku, en það eru vonandi fleiri.“ Katrín er mikil tungumálamanneskja og hún hlakkar til að takast á við námið. Hún hefur ágætisgrunn til að byggja á, en þegar hún var sautján ára var hún þar í Finn- landi sem skiptinemi. Þar bjó Katrín í litlum bæ, Tuusula, rétt utan við Helsinki. „Ég get bjargað mér að einhverju leyti á finnsku,“ seg- ir Katrín, en bætir því við að margir jafnaldrar hennar í Finnlandi tali ágætisensku, svo hún hafi líka notað hana. „Finnar eru að mörgu leyti líkir Íslendingum og ég var fljót að aðlag- ast landi og þjóð.“ Hún bendir líka á að Íslend- ingar eigi auðvelt með að læra finnsku, þeir eigi auðvelt með framburðinn og að orðin séu borin fram eins og þau eru skrifuð. Aðspurð um hvað Katrín hafi hugsað sér að gera að finnskunáminu loknu, segist hún ekki vera viss. „Nám í finnsku við HÍ er ekki alveg fullt nám til BA-gráðu, svo ég stefni á að taka íslensku með.“ Hún segist vel geta hugsað sér að flytja til Finnlands og fara í frekara nám þar, en þó sé ekkert ákveðið í þeim efnum. Þá hefur hún helst hugsað sér að flytja til Helsinki eða til Norður-Finnlands, þar sem sé strjálbýlt, mörg minni þorp og mikil náttúrufegurð. „Ég vil aðallega fara í nám í finnsku til að geta bjargað mér betur á tungumálinu. Von- andi næ ég það mikilli færni að ég geti talað reiprennandi.“ Til að viðhalda tungumálinu segist Katrín aðallega hafa gluggað í orðabæk- ur, en hún hafi einnig talað við finnska mág- konu sína. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Enginn túristi Katrín segir að Íslendingum sé oft ruglað saman við innfædda í Finnlandi. Gluggar í finnskar orðabækur Kári Emil Helgason er nýútskrifaður frá Menntaskólanum í Reykjavík af forn- málabraut. Í haust ætlar hann að láta gaml- an draum rætast og fara í hönnunarskóla, Fashion Institute of Technology, á Man- hattan í New York. Þar stefnir hann á að ljúka BFA-gráðu í grafískri hönnun. Kári hefur lengi haft áhuga á hönnun og því kemur það á óvart að fornmálabraut í MR hafi orðið fyrir valinu. „Mig langaði í hönnun þegar ég var yngri. Þegar kom að því að velja framhaldsskóla var ég á báðum áttum, en endaði á fornmálabraut. Þá var ég að hugsa um að leggja stund á málvís- indi eða eitthvað slíkt,“ segir Kári, sem sér þó ekki eftir valinu. Auk umsóknar fyrir FIT þurfti hann að skila til skólans möppu, eins og svo oft er með listaskóla. Með möppunni fékk Kári tækifæri til að sýna fram á færni sína á ýmsum sviðum, til að mynda í formi teikn- inga og tímarita. Auk þess setti hann í möppuna sína sýnidæmi frá því að hann var í leikfélagi MR, Herranótt, en þá hannaði hann öll leikgervi í tölvu. Námið sem Kári er að fara í tekur fjögur ár, en fyrstu tvö árin minna um margt á framhaldsskóla hér, enda skólakerfi Íslands og Bandaríkjanna ólík. „Fyrstu tvö árin þarf ég að fara í stærðfræði, ensku og leikfimi. En þó er þetta frekar eins og sérhæft framhalds- skólanám, sem miðar að námi í hönnun.“ Kári getur hugsað sér að læra ýmislegt að BFA-gráðu fenginni, enda margt í boði. „Í augnablikinu hef ég mestan áhuga á að starfa annaðhvort við að hanna tímarit eða upphafskynningar í bíómyndum. Ég væri reyndar líka til í að læra herrafatahönnun, enda held ég að það séu fáir slíkir á Ís- landi.“ Það verður allavega um nóg að velja fyrir Kára í FIT, því skólinn býður upp á svo margar brautir að hann hefur ekki skoðað nema lítið brot af þeim. Kári bíður spenntur eftir að flytja út, sem verður þó ekki fyrr en í lok sumars. Hann mun búa með kærasta sínum, sem lærir þar kvikmyndagerð og segist hlakka til að standa á eigin fótum. Spurður um vænt- ingar til námsins segir Kári að námið sé öðruvísi en það sem hann hafi áður prófað og vonandi skemmtileg breyting frá ströngu námi í MR. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tíska Kári er spenntur fyrir skólanum og hlakkar til að takast á við líf í nýju landi. Hönnunarnám á Manhattan Tyrfingur Tyrfingsson lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð vorið 2007, af félagsmálabraut. Hann hefur lengi haft áhuga á leikhússtarfi, þó hann hafi engan áhuga á að verða leikari. Leikstjórn og skrif eru það sem hann stefnir frekar á. Nýlega var hann valinn í tíu manna hóp sem hefur nám við fræði og framkvæmd við Listaháskóla Íslands kom- andi haust. Árið 2006 kom upp hneykslismál, varðandi gjörning nokkurra nemenda af brautinni. „Þeir klipptu af einni stelpunni hárið og pissuðu á hana. Þá varð ég heillaður af þessu námi og hef stefnt að því síðan,“ seg- ir Tyrfingur, sem að vonum er ánægður með að hafa komist inn í skólann. Námsbrautin er ung, en hún hefur verið starfrækt frá árinu 2005 og í vor útskrifuðust fyrstu nemarnir þaðan. Tyrfingur tók þátt í örleikritasamkeppni fræðsludeildar Þjóðleikhússins og leiklist- ardeildar LHÍ árið 2007. Verkið hans; Eins og einn þig lenti þar í öðru sæti. Hann hefur einnig tekið að sér leikstjórn, en hann leiddi Austurbæjarskóla til sigurs í Skrekk árinu áður. Í sumar heldur Tyrfingur til Hollands ásamt leikskáldinu Þórdísi Elfu Bachmann til að taka þátt í vinnusmiðju fyrir ung leikskáld, Interplay Europe, með verðlaunaverkið sitt í farteskinu. Tyrfingur er spenntur fyrir náminu í LHÍ, en á brautinni er kennd femínísk og öðruvísi nálgun á leiklistina. „Einu væntingarnar sem ég geri til námsins er að ég finni í mér píkuna og fái á hana verð,“ segir Tyrfingur að- spurður um námið. Námið tekur þrjú ár, þar af ein önn við erlendan skóla. „Mig langar helst að fara til Kína, annaðhvort þessa einu önn eða í framhaldsnám,“ segir Tyrfingur. Hann bætir því við að sá sem útskrifist með BA í fræði og framkvæmd fái ekki þar með einhvern titil, heldur fari flestir í framhalds- nám. Námið er því helst grunnur fyrir frek- ara nám á erlendri grundu. Morgunblaðið/Frikki Ungskáld Áður en nám hefst í LHÍ fer Tyrf- ingur til Hollands í listasmiðju ungskálda. Upprennandi leikskáld Ásgerður Snævarr útskrifaðist af forn- málabraut frá Menntaskólanum í Reykjavík í maí sl. Hún hyggur á frekara tungumálanám og heldur til Nanjing í Kína í lok sumars. Þar mun hún leggja stund á kínversku fyrir út- lendinga. Hana hafði lengi langað til að læra tungumál sem færri legðu stund á, svo að frek- ara nám í ensku og dönsku kom ekki til greina. „Kína er stækkandi land á alþjóðamarkaði og það kemur að því að það verði verðmætt að kunna kínversku,“ segir Ásgerður. „Það er spennandi að fara út og prófa eitthvað alveg nýtt og öðruvísi.“ Hún frétti af náminu í gegnum vin sinn, sem hefur verið þar undanfarið. Til að byrja með ætlar hún að vera úti í eitt ár og sjá svo til hvernig gengur, bæði með námið og að standa á eigin fótum. „Ég fékk að stúdentsgjöf bók sem heitir Learn Mandarin Chinese in 30 Da- ys og hún mun væntanlega koma að góðum notum fyrst um sinn. En ef ég ætla að vera þarna til lengri tíma þarf ég að vera dugleg við námið og leggja mig alla fram.“ Þegar Ásgerður leitaði að skólum í Kína, var höfuðborgin Peking efst á lista. En er hún hafði talað við fólk í námi þar í bæ, kom í ljós að þar yrði of auðvelt að bjarga sér á ensku. Borgin Nanjing er töluvert minni, íbúafjöldinn er nokkrar milljónir manna, en þar eru mun færri sem tala ensku. Það er kostur ef farið er út í tungumálanám að ekki sé hægt að bjarga sér á ensku, fyrir vikið nær fólk mun fyrr tök- um á tungumálinu. Það kemur á óvart hversu ódýrt námið er, miðað við háskólanám í öðrum löndum, en skólagjöld fyrir tvær annir eru um tvö hundr- uð þúsund krónur. „Ég stefni á að vera í Kína í að minnsta kosti eitt ár og ég kem ekki heim um jólin. Ef vel gengur gæti farið svo að dvölin lengist. Ég hef heyrt frá þeim sem eru í Kína núna að útlendingar falli fyrir landi og þjóð og flestum þyki erfitt að halda heim á leið. Þess vegna ætla ég ekki að taka neinar ákvarðanir um framhaldið núna, heldur láta það ráðast.“ Morgunblaðið/Valdís Thor Kína Það ku vera fallegt í Kína og Ásgerður á spennandi ár í vændum. Verðmætt að kunna kínversku

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.