Morgunblaðið - 22.06.2008, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 22.06.2008, Qupperneq 34
34 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Til leigu í Mjódd Til leigu 228 fm á efri hæð við göngugötu ásamt 145,5 fm í kjallara. Ýmsir möguleikar á skiptingu húsnæðisins. Afhending í júlí. Til leigu á Suðurlandsbraut Til leigu 195 fm verslunar- eða skrifstofupláss á jarðhæð á Suðurlandsbraut 12. Mjög bjart og huggulegt rými, laust strax. Langtímaleiga. Til leigu Nánari upplýsingar í síma 891-6625. FAXAR eignarhaldsfélag Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. Borgartúni 22 • 105 Reykjavík • Fax 5 900 808 fasteign@fasteign.is • www.fasteign.is 5 900 800 SÖLUSÝNING Í DAG KL: 15–16:00 Sölumenn á staðnum M b l993780 Sýnum glæsilegt og vandað 90,4 fm vel skipulagt heilsárshús við Lækjarmýri 10 í landi Mýrarkots rétt við Hraunborgir, hús stend- ur á 10.300 fm eignarlóð. Húsið er byggt á staðnum og er úr fyrs- ta flokks harðvið, reist á steyptum sökklum og eru allar hitalagnir í gólfplötu. Húsið er fullbúið að utan sem innan með innréttingum, lóð grófjöfnuð. Leiðarlýsing: Ekið er í átt að Kiðjabergi & beygt til vinstri af vegi, skilti við gatnamót. Verð kr: 27.9 millj. Tilboðsverð út júní 2008 kr: 20.9 millj. Upplýsingar: Sveinn Eyland gsm: 6-900-820 frá fasteign.is TIL SÖLU LAUGARÁSVEGUR 3JA HERBERGJA Til sölu 3ja herb. 100 fm. íbúð á efstu hæð við Laugarásveg. Fallegt útsýni. Stórar svalir. Upplýsingar í síma 892 0160. ÞAÐ er ótrúlegt að umfjöllun um Afríku þurfi alltaf eða oft vera með þeim neikvæða og sorglega hætti eins og við fáum að lesa eða horfa á. Maður les aft- ur og aftur um fólk frá einhverjum löndum sem heimsækir álfuna en það fær umfjöllun í blöðum bara út af því að það gaf einhverju þorpi í Afríku eitthvað. Tónlistarmenn eins og Bono og Bob Geldof eru frægir fyrir að halda tónleika til að safna fé fyrir fátækt fólk í Afr- íku. Gott og vel. En sannleikurinn er einfaldlega sá að þetta hjálpar því miður ekki mikið. Það er alvitað að staðan í Afríku breytist ekki ef þeir sem hafa efnahagsvöldin í heiminum halda áfram að mismuna Afríkubúum. Háir tollar og skattar sem settir eru á vörur og innflutn- ing frá til dæmis Afríku til Evrópu og Norður-Ameríku gerir það að verkum að menn græða ekki neitt efnahagslega. Það þýðir að fjár- magn sem vantar til að þróa, bæta, byggja upp og breyta hlutunum næst aldrei. Vissulega er það líka staðreynd að leiðtogar og stjórn- málamenn hafa mjólkað og stolið pening frá mörgum löndunum, sem alveg er til skammar. Það má held- ur ekki gleyma því að tíðari borg- arastríð hafa oft á tíðum gert efna- hagsástandið slæmt. En það breytir sannleikanum og staðreyndunum ekki neitt. Ég las greinina um stelpuna sem fór til Ghana en sú grein gladdi mig lítt. Ég hefði viljað senda stelpunni tölvupóst ef hægt væri. En hún fær vonandi að lesa um þetta seinna í Mogganum. Það er frekar pirr- andi þegar fólk ferðast til Afríku og dvelur þar í nokkra daga og skrifar svo grein um dvölina eins og þeim einum er lagið. Fólk sem greinilega veit ekki neitt um stað- reyndirnar áður en það skrifar. Þessi stelpa vildi meina að hún fór alla leið til Afríku til að kenna skólabörnum á tölvu og senda tölvupóst þó svo að hún sé enginn tölvusnillingur. Stoppum að- eins við, gott fólk! Með öðrum orð- um þá vildi hún meina að það gæti hver sem er farið til Ghana eða ein- hvers lands í Afríku og kennt börn- um án sérstakrar menntunar eða þekkingar. Hljómar þetta ekki frek- ar niðurlægjandi? Og þarf ég endi- lega að taka það fram að það sé til fullt af hámenntuðum tölvusnill- ingum í Ghana? Ef menn vilja ferðast til annarra landa til að kenna eitthvað þá þarf það ekki að vera fréttaefni með þessum hætti. Ég skil ekki af hverju fólk vill fara þangað en koma svo til baka með þessar nei- kvæðu athugasemdir í farteskinu. Vissulega er Ghana ekki eins og Ísland þegar efnahagsástand og fleiri þættir eru annars vegar en Ghana er ekki heldur vanþróað og þessi stúlka vill gefa það til kynna. Það fer svo sannarlega í taugarnar á mér að hlusta á fólk sem býr ekki á staðnum, en heimsækir landið í stuttan tíma og hagar sér svo eins og sérfræðingur um hvernig lífs- kjör fólks sem þar búa eru. Menn virðast oft uppteknir af því að tala bara um neikvæðu hlutina sem eru í Afríku heldur en allt það ævintýri sem maður upplifir þar. Við skulum líka hafa það á hreinu að Afríka er ekki bara eitt stórt land með sama fólkinu, lífsvenjum eða lífskjörum hvar sem litið er. Þetta er bara fá- fræði að hálfu fólks sem ferðast þangað og veit ekki neitt um heims- álfuna. Það er ekkert sérstak við það að fólk frá Evrópu ferðist til Afríku og hitta fólk fyrir sem vill yfirgefa álfuna. Það er ekkert nýtt við það og þarf ekki að koma nein- um sérstaklega á óvart. En þetta eru einmitt þeir sem eru líka jafn- illa upplýstir um Evrópu og halda að allt leysist með því að búa í Evr- ópu. Þau eru jafnilla upplýst og þau sem heimsækja löndin í Afríku og haga sér eins og sérfræðingar um álfuna. Þess má geta að þessi stelpa var bara í Ghana en ekki í öllum lönd- um álfunnar. Og það sem gerist í Ghana gerist ekki endilega á öðrum slóðum álfunnar. Er ekki kominn tími til að fólk heimsæki Afríku og bara njóti dvalarinnar? Það væri svo sannarlega ánægju- legt að heyra frá fólki sem þangað fer, ef það talaði um gestrisnina sem þeim er oft ef ekki alltaf sýnd. Og svo er það líka staðreynd að Evrópubúar og reyndar ferðamenn sama hvaðan þeir koma upplifa varla kynþáttafordóma af einhverju tagi í Afríku. Jafnmikið og Afr- íkubúar upplifa það í Evrópu. Ég er bara einfaldlega búinn að fá nóg af þessari vitleysu og langar þar af leiðandi að koma athugasemdum mínum á framfæri. Hvað vita menn um Afríku sem þar ferðast Akeem Cujo Oppong gerir athugasemd við það hvernig fjölmiðlar fjalla um Afríku Akeem Cujo » ...að fólk heimsæki Afríku og njóti dvalarinnar? Höfundur er fæddur í Ghana. EFTIR umfangs- mikla umfjöllun í fjöl- miðlum undanfarna daga, um landgöngu ís- bjarna á Skaga 3. og 16. júní og stóryrtar yf- irlýsingar ýmissa áhugamanna um fram- göngu yfirvalda örygg- ismála í stóra ísbjarn- armálinu, langar mig að koma á framfæri sjón- armiði Íslendings í Grænlandi inn í um- ræðuna. Í þessari umfjöllun finnst mér vanta ýmis grundvallaratriði sem ég hef upplifað og kynnt mér við störf á vest- urströnd Grænlands síðastliðinn vet- ur þar sem varð vart ferða ísbjarna þegar hafísinn lagðist upp að strönd- inni. Ísbjörninn er villt rándýr, eitt af þeim stærstu og sterkustu á jörðinni. Hann nærist aðallega af hráu, rauðu kjöti sem hann veiðir sér til matar með því að neyta mikils aflsmunar, rota bráðina eða rífa hana á hol. Hann vill helst veiða seli við haf- ísrönd eða vök í ísnum. Ísbjörn getur legið hreyfingarlaus við vök eða ís- röndina tímum saman til að bíða eftir að selur komi úr kafi. Ef hafís leggst að landi, gengur ísbjörninn gjarnan á land til veiða. Ísbjörninn er yfirleitt mannafæla við sínar eðlilegu að- stæður á hafísnum þegar hann getur náð sér í uppáhaldsbráðina sel. Við breyttar aðstæður þegar hann geng- ur á land í leit að veiðibráð fer hann ekki í manngreinarálit og komi til þess að maður standi frammi fyrir ísbirni sem er svangur, er það spurning um hvor drepur hvorn. Ef mað- urinn hefur engin vopn eða öruggt skjól þá er leikurinn vonlaus fyrir hann því ísbjörn er mjög sterkur og grimmur. Það hleypur engin manneskja und- an ísbirni í eltingarleik. Það að ísbjörn er grimmur er honum eðl- islægt og ekkert við því að gera. Ég þekki þessar að- stæður af eigin raun og þurfti að gera ráðstaf- anir á vinnustað í Grænlandi í febrúar síðastliðnum til að tryggja öryggi starfs- manna þegar fréttist af landgöngu ísbjarna í næsta nágrenni við vinnustaðinn sem er annars langt frá annarri mannabyggð. Ráðstaf- anir sem við gerðum var í fyrsta lagi að gera viðbragðsáætlun og upplýsa alla starfsmenn um hver hugsanleg hætta væri á ferðum, upplýsa um og gera ráðstafanir ef hugsanleg áhætta yrði að veruleika. Sem betur fór kom enginn ísbjörn inn á vinnustaðinn. Ég hvet löggæsluyfirvöld og um- hverfisyfirvöld að setjast nú niður og semja viðbragðsáætlun við ísbjarn- arvá þar sem hún er raunveruleg. Þetta er ekki nýtt vandamál og er vel þekkt þar sem fara saman manna- byggðir og norðurslóðir. Á Grænlandi þar sem ísbirnir og menn eiga heima við eðlilegar að- stæður gilda ákveðnar samskipta- reglur þó að ísbirnir séu friðaðir. Ef ísbjörn gengur á land nálægt byggð á Grænlandi, er mönnum uppálagt að reyna að fæla hann á brott með ein- hverjum hætti, t.d. með því að skjóta aðvörunarskoti eða með öðrum há- vaðavöldum. Hafi aðvörunarskot ekki áhrif skal aflífa ísbjörninn svo öryggi manna verði ekki ógnað. Að skjóta ísbirni með deyfilyfjum og koma þeim til sinna eðlilegu heim- kynna er að mínu viti ekki til i orða- bókinni um ísbirni á Grænlandi sem er þó þeirra eðlilegu heimkynni. Heimastjórn Grænlendinga úthlutar veiðileyfum til atvinnuveiðimanna fyrir ákveðinn fjölda ísbjarna hvert ár. Í þeim tilfellum þegar nauðsyn- legt hefur þótt að fella ísbirni í ör- yggisskyni, er tekið tillit til þess við úthlutun veiðileyfa næsta árs og veiðileyfum fækkað um sama fjölda. Í nágrannaþorpum vinnustaðar okk- ar þurfti að fella 2 ísbirni nýliðins vetrar í öryggisskyni þrátt fyrir að vera á Grænlandi. Þessir atburðir þóttu ekki sérstaklega merkilegir í Grænlandi og engum datt í hug að kalla eftir sérfræðingum með deyfi- lyf og gera þannig tilraun til að „bjarga“ dýrunum og koma þeim á þeirra heimaslóðir sem voru þó við bæjardyrnar. Heimspressan skipti sér heldur ekki af þessum tilfellum. Aðgerðir voru yfirvegaðar örygg- isráðstafanir til verndar mönnum. Umfjöllun um björgun á villuráf- andi ísbjörnum á Norðurlandi í leit að æti eða bráð undanfarið einkenn- ast af annarlegum sjónarmiðum um villidýraverndun á kostnað öryggis manna að mínu mati. Ísbirnir sem villast frá sínum eðlilegu heimkynn- um eru ekki vinalegir bangsar heldur stórhættuleg og óútreiknanleg rán- dýr. Mér finnst lögregluyfirvöld og um- hverfisyfirvöld hafa metið aðstæður á Norðurlandi af skynsemi í und- anförnum tveimur tilfellum og bíð spenntur eftir að sjá „viðbrags- áætlun“ vegna ísbjarnarhættu líta dagsins ljós. Maður eða ísbjörn? Guðmundur Þórðarson skrifar varnaðarorð vegna landgöngu ísbjarna. Guðmundur Þórðarson » Ísbjörninn er villt rán- dýr, eitt af þeim stærstu og sterkustu á jörðinni. Höfundur er tæknifræðingur og starfar á Grænlandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.