Morgunblaðið - 22.06.2008, Page 38
38 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
AFMÆLI
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. - Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
MIÐBRAUT - SELTJARNARNESI
NÝTT OG GLÆSILEGT PARHÚS
Nýtt og glæsilegt parhús, tvær hæðir auk kjallara á sunnan-
verðu Seltjarnarnesi. Húsið er, hannað af Zeppelin arkitektum
og eru stærri íbúðin um 330 fm og minni íbúðin um 300 fm.
Sameiginleg bílageymsla í kjallara. Afhendist fullbúið að utan
með grófjafnaðri lóð, en fokhelt að innan.
Verð á stærra húsi kr. 85 millj. og á minna húsi 80,0 millj.
Nánari upplýsingar á skrifstofu.
ÖLDUGATA
Glæsilegt um 300 fm einbýlis-
hús sem er kjallari, tvær hæðir
og ris á þessum eftirsótta stað
í vesturborginni að meðtöld-
um 17,4 fm bílskúr. Sér 2ja
herb. Íbúð með sér inngangi er
í kjallara hússins. Húsið er ný-
lega málað að utan og inn-
keyrsla nýlega endurnýjuð.
Verðtilboð.
HOLTASEL
Fallegt og vel skipulagt einbýl-
ishús með innb. bílskúr. Eignin
er mikið endurnýjuð og innrétt-
uð á vandaðan og smekklegan
hátt og skiptist m.a. í eldhús,
rúmgóða stofu og borðstofu
með arni, sólskála með útg. á
timburverönd, 5 herbergi,
sjónvarphol og baðherbergi með gufu. Góð staðsetn., stutt í
skóla og leikskóla. Verð 78,0 millj.
SÓLEYJARGATA
Virðulegt og glæsilegt einbýlis-
hús á þessum eftirsótta stað í
miðborginni. Eignin er 3 hæðir
og kjallari um 365 fm auk 24
fm bílskúrs. Fjórar stórar stof-
ur, tvö eldhús og fjöldi her-
bergja. Aukin lofthæð á aðal-
hæð um 2,75 metrar. Stórar svalir úr stofum aðalhæðar, svalir
út af tveimur herbergjum 2. hæðar og útgangur á þrennar svalir
úr stofum 3. hæðar. Lóðin er eignarlóð 826 fm að stærð. Nánari
uppl. á skrifstofu.
SUMARBÚSTAÐALÓÐ
Á ÞINGVÖLLUM
1.400 fm sumarbústaðalóð við Valhallarstíg, innan þjóð-
garðs á Þingvöllum. Samþykktar teikningar að 100 fm húsi á
lóðinni. Nánari uppl. á skrifstofu
Þegar ég lít yfir
stjórnmálaferil Stein-
gríms Hermannsson-
ar sýnist mér að hann
hafi náð hápunkti í
forsætisráðherratíð
hans fyrir vinstri-
stjórninni 1988 sem
sat út það kjörtímabil
til 1991. Það voru
helstu kostir Stein-
gríms, bæði sem
manns og stjórnmála-
manns sem gerðu
honum kleift að vinna
það afrek að halda
saman þriggja flokka
vinstristjórn – og á tímabili fjögurra
flokka stjórn – út kjörtímabilið með
góðum árangri. Þeir voru skipulögð
vinnubrögð, sanngirni í samskiptum
við samherja og andstæðinga og
einlægni í málflutningi gagnvart
þjóðinni. Þessi vinstristjórn mun fá
þann dóm í sögunni að vera eina
vinstristjórnin á öldinni sem leið,
sem reis undir nafni, fyrir utan „rík-
isstjórn hinna vinnandi stétta“1934-
37 í miðri heimskreppunni undir
forsæti föður hans, Hermanns Jón-
assonar. Þar með sannaði Stein-
grímur að hann var enginn ættleri.
Stærstu mistökin á stjórn-
málaferli Steingríms voru að mínu
mati þau að falla í þá freistni fyrir
örlagaríkar kosningar 1991 að leyfa
lykilmönnum í flokki sínum að snú-
ast af fullkomnu ábyrgðarleysi gegn
EES-samningnum sem efnislega
var að mestu leyti fullsaminn í tíð
ríkisstjórnar Steingríms. Þar með
gerðu þeir Steingrímur og Ólafur
Ragnar, fyrrverandi framsókn-
armaður en þáverandi formaður Al-
þýðubandalagsins, mér ókleift að
halda áfram vinstristjórnarsam-
starfi eftir kosningar, eins og hugur
minn hefði annars staðið til. Þessi
mistök drógu langan slóða á eftir
sér og breyttu gangi stjórnmálasög-
unnar frá því sem ella hefði orðið.
Með þessum mistökum lögðu
flokksformennirnir óvitandi í raun
og veru grundvöllinn að löngum
valdaferli Davíðs Oddssonar. Eftir á
að hyggja þykir mér líklegt að báðir
telji þeir nú að þetta hafi verið mis-
ráðið.
Fyrstu kynni mín af Steingrími
Hermannssyni voru ekki góð. Ég
kynntist honum fyrst sem keppi-
naut fyrir tvennar kosningar, 1974
og 1978, á Vestfjörðum. Mér duldist
ekki fremur en öðrum, sem þurftu
við hann að kljást, að Steingrímur
hefði erft keppnishörku föður síns
og að hann væri ekkert lamb að
leika við. Hins vegar þóttu mér póli-
tískar hugmyndir hans helst til fá-
tæklegar, eins og ég lýsi nánar í Til-
hugalífi. Og sem málflytjandi þótti
mér hann heldur bragðdaufur,
svona miðað við minn vestfirska
smekk. Það fór því ekkert sér-
staklega vel á með okkur framanaf.
Eftir að Steingrímur hafði tekið
við forystu Framsóknarflokksins af
Ólafi Jóhannessyni, sem hann
gegndi í tæpan hálfan annan áratug,
urðum við óhjákvæmi-
lega harðir andstæð-
ingar. Sem ritstjóri Al-
þýðublaðsins og síðar
formaður Alþýðuflokks-
ins var ég óvægnasti
gagnrýnandi Fram-
sóknarflokksins og alls
þess sem mér sýndist
hann standa fyrir. Þetta
var á framsókn-
aráratugnum. Það sem
var m.a. merkilegt við
þennan áratug var að
hann stóð illu heilli í
hálfan annan, frá 1971
til 1987. Á þessu tíma-
bili var Framsóknarflokkurinn því
sem næst óslitið við völd, framan af
undir forystu Ólafs Jóhannessonar,
en síðan undir forystu Steingríms.
Það var á þessum tíma sem verð-
bólgan varð kerfislæg í stjórn-
arfarinu. Og stjórnmálamenn kunnu
það helst til ráða að bregðast við
með gengisfellingu, þegar allt var
komið í óefni. Þjóðin var lokuð inni í
vítahring óðaverðbólgu, sem undir
lokin var við það að fara úr bönd-
unum. Framsóknarflokkurinn leit á
það sem sitt helsta hlutverk að gæta
viðskiptahagsmuna SÍS í helm-
ingaskiptum við íhaldið. Sameig-
inlega stóðu þessir flokkar vörð um
úrelt landbúnaðarkerfi sem þjónaði
hvorki hagsmunum bænda né neyt-
enda í reynd. Á seinni hluta þessa
tímabils gegndi Steingrímur flest-
um þeim ráðherraembættum sem
máli skiptu – nema fjármálaráðu-
neytinu. Ábyrgð hans var því mikil.
Þetta heimasmíðaða ráðstjórn-
arkerfi var sýnilega komið í þrot
fyrir kosningarnar 1987. Það var
ekki hægt að lappa upp á það miklu
lengur. Hin skammlífa ríkisstjórn
Þorsteins Pálssonar réð ekki við
vandann. Þegar hún gafst upp sner-
um við Steingrímur Hermannsson,
hinir fornu féndur, bökum saman.
Vinstristjórnin 1988-91 undir for-
ystu Steingríms og með aðild Al-
þýðuflokks og Alþýðubandalags
reyndist vandanum vaxin. Þessi rík-
isstjórn skapaði þau pólitísku skil-
yrði sem þurfti til að ná þríþættu
samkomulagi verkalýðshreyfingar,
vinnuveitenda og ríkisvalds til þess
að brjótast út úr vítahring verðbólg-
unnar með hinum frægu þjóðarsátt-
arsamningum. Steingrímur átti þar
persónulega góðan hlut að málum.
Það var þessi ríkisstjórn sem kom
verðbólgunni niður fyrir tveggja
stafa tölu í fyrsta sinn frá því á við-
reisnarárunum.
Þessi ríkisstjórn kom fram marg-
víslegum hagstjórnarumbótum í
frjálsræðisátt. Hún tók fyrstu skref-
in í átt til einkavæðingar banka- og
fjármálakerfis, losaði um höft og
bætti skilyrði heilbrigðs atvinnulífs.
Þess ber að minnast að það var í tíð
þessarar ríkisstjórnar, sem EES-
samningurinn var að mestu efn-
islega fullfrágenginn, þótt sú kerf-
isbreyting í starfsumhverfi atvinnu-
og viðskiptalífs, sem í samningum
fólst, kæmi ekki fram fyrr en síðar.
Vinstristjórn Steingríms Her-
mannssonar (1988-91) og fyrsta rík-
isstjórn Davíðs Oddssonar (1991-95)
voru við völd á kreppuárum. Á þess-
um árum 1988-94 var við að fást
dýpstu efnahagslægð lýðveldistím-
ans og þá sem varði lengst. Skýring-
anna er að hluta til að leita í al-
þjóðlegri efnahagslægð sem bættist
ofan á hrun íslenska flokksræð-
iskerfisins, sem ekki var lengur á
vetur setjandi. Báðar þessar rík-
isstjórnir sýndu í verki að þær voru
vandanum vaxnar. Þetta voru um-
bótastjórnir, sem breyttu þjóðfélag-
inu mjög til hins betra, hvor með
sínum hætti.
Það var víst Churchill sem sagði
að hann hefði engar áhyggjur af
dómi sögunnar um sig, því að hann
ætlaði að skrifa söguna sjálfur. Án
þess að ég ætli að bera Steingrím
saman við þetta mikilmenni breskr-
ar sögu sakar ekki að geta þess að í
öryggisskyni hefur Steingrímur
sjálfur sagt sögu sína í þremur
miklum bindum, það er að segja
hann sagði söguna Degi B. Eggerts-
syni sem endursagði okkur. Þar
með gerði Steingrímur skyldu sína
gagnvart sögunni. Það er svo sagn-
fræðinganna að taka við og raða
upp heildarmyndinni úr brotasilfri
samtímans. Mér segir þó svo hugur
um að dómur sögunnar um Stein-
grím verði honum vilhallari þegar
fram líða stundir, vegna sam-
anburðar við eftirmenn hans. Mann-
kostir Steingríms, sanngirni í garð
samstarfsmanna jafnt sem andstæð-
inga, einlægni í málflutningi og vel-
vild gagnvart þeim sem höllum fæti
standa, muni þá verða metin að
verðleikum.
Sú var tíð að Framsóknarflokk-
urinn var stórveldi í íslenskum
stjórnmálum. Nú er ljóst orðið að
Steingrímur var sá seinasti af þeim
formönnum Framsóknarflokksins
sem héldu við völdum og áhrifum
flokksins á öldinni sem leið, jafnvel
lengur en efni og rök stóðu til. Þess-
ir tímar eru liðnir og koma aldrei
aftur. Það þrautseiga fólk, sem enn í
dag gegnir kalli Framsóknarflokks-
ins, hefur því ríkulega ástæðu til að
líta með söknuði til baka til stór-
veldistímabils Steingríms Her-
mannssonar.
Jón Baldvin Hannibalsson.
Steingrímur Hermannsson þótti
hafa næstum strákslegt yfirbragð
þegar hann varð fyrst forsætisráð-
herra Íslands og tók að mæta sem
slíkur á vettvangi norrænnar sam-
vinnu 1983. Hann var þá í blóma
lífsins, vörpulegur keppnismaður og
annálaður dugnaðarforkur til
hverra þeirra verka sem hann gekk.
Um þetta leyti hófust okkar kynni
fyrir alvöru, þau urðu snemma vin-
samleg og hafa ekkert gert nema
batnað með árunum.
Þótt aldurinn sæki auðvitað að
nafna mínum eins og okkur öllum,
þá er enn grunnt á stráknum í hon-
um og dugnaðurinn og hugurinn er
Steingrímur Hermannsson
áttatíu ára
Á afmælishátíð Reykjavíkur 200 ára á Arnarhóli Davíð Oddsson borgarstjóri, frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti
Íslands, Ástríður Thorarensen, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Edda Guðmundsdóttir.
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
www.sjofnhar.is
Fáðu úrslitin
send í símann þinn