Morgunblaðið - 22.06.2008, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 22.06.2008, Qupperneq 60
60 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is ÍSLENDINGAR sem dvalið hafa í Bandaríkjunum um lengri eða skemmri tíma kann- ast flestir við Whole Foods- verslanakeðjuna og sakna hennar margir mjög þegar heim til Íslands er komið. Í verslununum er lögð áhersla á ferska gæðamatvöru, helst líf- rænt ræktaða. Í hillur Whole Foods kemst til dæmis ekkert sem inniheldur bragðaukann MSG eða sætuefnið aspartam og almennt eru viðbótarefni og mikið unnar matvörur ekki á boðstólum þar. Það kitlar þjóð- erniskenndina að í gegnum nálarauga keðjunnar hafa kom- ist tvær tegundir af skyri, önn- ur er flutt út héðan en hin framleidd ytra af framtaks- sömum Íslendingi. En hvað um það, þessar matgæðingaverslanir er ekki að finna hér á landi, en Íslend- ingar geta þó notfært sér eitt af því sem þær bjóða upp á. Á heimasíðu verslananna er nefnilega að finna frábært safn uppskrifta, nógu margar til þess að fylla nokkrar mat- reiðslubækur. Rétt er að taka fram að Whole Foods leggur áherslu á hollan og ferskan mat, en ekki meinlætafæði. Þarna eru jafnt uppskriftir að grænmetissúpum, súkku- laðibrúnkum, grillkjöti og ýms- um dýrindisréttum sem bragð- ast vel og eru líka í heilsusamlegri kantinum. Uppskriftunum er skipt í einfalda flokka, vel er hugað að grænmetisætum og ódýrar uppskriftir eru sérstaklega merktar. Til að auðvelda skipu- lagið er hægt að byggja upp sitt eigið uppskriftabox á síð- unni og halda þar utan um þær uppskriftir sem gefist hafa vel og aðrar sem áhugi er fyrir að prófa. Auk uppskriftanna hefur síð- an að geyma fjölmargar grein- ar um heilbrigt mataræði og góða viðskiptahætti við rækt- endur sem verslanirnar leggja sig fram um að stunda. Gómsætir réttir úr gæðahráefni Lax Fjölmargar sumarlegar uppskriftir er að finna á vefsíðu verslanakeðjunnar bandarísku Whole Foods. www.wholefoodsmarket.com ÞEGAR Jay-Z stígur á svið á Gla- stonbury-hátíðinni um næstu helgi verður það í fyrsta skipti sem rappari er aðalnúmerið á hátíð- inni. Nokkur kurr hefur verið vegna þessa í fastagestum sem vilja meina að Glastonbury sé hreinræktuð rokkhátíð og rapp eigi þar ekki heima. Gamla Oasis- kempan Noel Gallagher blandaði sér í slaginn og sagði Jay-Z ekki rétta manninn til þess að bera uppi dagskrána. Rapparinn lét sér fátt um finn- ast og sagði í samtali við BBC: „Þetta er út í hött, ef það á að forðast nýjungar, hvernig á þá að verða einhver framþróun? Ég hef aldrei lent í neinu svona löguðu fyrr.“ Miðar á hátíðina í ár hafa þó ekki selst jafn vel og áður, en að- standendur segja skýringuna liggja í leiðinlegu veðri á síðustu hátíðum frekar en djörfu tónlistar- vali. En rapparar hafa í gegnum tíðina fengið misjafnar viðtökur á tónlistarhátíðum í Bretlandi. Skemmst er þess að minnast þeg- ar 50 Cent var púaður af sviðinu af óánægðum gestum á Reading- hátíðinni 2005 og Jay-Z afboðaði komu sína á sömu hátíð 2003. Hins vegar hefur sveitunum Pu- blic Enemy, The Beastie Boys og Cypress Hill verið vel fagnað. Vilja ekki rapp á Glastonbury Óvelkominn Fastagestir á hátíðinni vilja hafa rokkara en ekki rapp- arann Jay-Z í aðalhlutverki. VEFSÍÐA VIKUNNAR» WWW.WHOLEFOODSMARKET.COM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.