Morgunblaðið - 03.10.2008, Side 10

Morgunblaðið - 03.10.2008, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Ummæli Þorgerðar KatrínarGunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins og mennta- málaráðherra, um Davíð Oddsson, formann bankastjórnar Seðlabank- ans, sæta verulegum tíðindum.     Ummælin féllu ítilefni af frétt- um um að Davíð hefði velt upp þeim möguleika að mynduð yrði þjóð- stjórn til að taka á efnahagserfiðleik- unum.     Menn verða að vita hvert þeirrahlutverk er hverju sinni og hlutverk seðlabankastjórnar og -stjóra er að huga að peninga- málum og sinna því en ekki að vera að blanda sér í pólitík,“ sagði Þorgerður Katrín við Morg- unblaðið í gær. „Og menn eru að gera það með þessum hætti.“     Í seinni fréttum Sjónvarpsins ígær sagði Geir H. Haarde for- sætisráðherra að ummæli Davíðs hefðu verið misskilin; hann hefði ekki verið að stinga upp á þjóð- stjórn.     En jafnframt sagði forsætisráð-herra: „Embættismenn eru ekki aðilar að stjórnarmyndunum.“     Líklega eru þessi ummæli ráð-herranna aðeins toppurinn á ís- jakanum. Í báðum stjórnarflokkum gætir vaxandi pirrings í garð for- manns bankastjórnar Seðlabank- ans.     Við núverandi aðstæður má þjóð-in og efnahagslífið sízt við því að ekki ríki fullkomið traust á milli ríkisstjórnarinnar og bankastjóra Seðlabankans.     Það er á ábyrgð beggja aðtryggja að það traust haldi. STAKSTEINAR Ríkir traust? Davíð Oddsson                      ! " #$    %&'  (  )                        *(!  + ,- .  & / 0    + -                              12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (            ! "  ! "  ! "             :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?     #  $ $ #     #  #   #                       *$BC                    !  "# $ %&    "        # '  (   %)      !   !     *! $$ B *! % & '! &!  ( )! *) <2 <! <2 <! <2 %(!'+ " ,- ). D$ -                B     * &   %) +!  !     # *  ,&  -  # , !.  "    # * !)   !        # ' -    /      /     /    # ,      !      .! '  (     & # /0  )11 )!  2 ) )+ " Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is STAÐA þeirra sveitarfélaga sem hafa verið í mikilli þenslu og vexti að und- anförnu er og verður erfiðari en hjá öðrum sveitarfélögum þar sem upp- bygging hefur verið minni. Þenslunni fylgi mikil skuldsetning með tilheyr- andi lántökukostnaði. Þetta segir Hall- dór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Eins og stað- an í dag lítur þetta ekki nógu vel út.“ Halldór bendir hins vegar á að staða íslenskra sveitarfélaga sé afar misjöfn. Sum sveitarfélög séu t.d. ekki með nein erlend lán á bakinu, en þau séu hins vegar fá. Þónokkur séu með lítið hlutfall í erlendum lánum, en svo séu til dæmi um sveitarfélög sem eru með nánast alla lántöku í erlendri mynt. Sama staða og hjá öðrum „Sveitarfélögin eru í sömu stöðu og fyrirtæki og almenningur. Skuldirnar hafa aukist alveg gríðarlega út af þess- ari gengisfellingu,“ segir Halldór og bætir við að menn bíði nú og voni að gengið muni styrkjast. Ná jafnvægi á nýjan leik. „Ef þetta fer ekki til baka erum við að tala um alveg gríðarlega skuldaaukningu hjá mörgum sveit- arfélögum,“ segir Halldór, án þess að nefna sérstök dæmi. Hann líkir ástandinu við óveður sem menn verði að bíða af sér. „Sveitarfélögin hafa engin önnur tæki en þau að fresta framkvæmdum og draga úr ein- hverjum umsvifum. Og þau eru að gera það.“ Fundað um fjármál Spurður út í það hvort einhver sveit- arfélög séu komin í mikil vandræði sökum skuldsetningar, þ.e. í ljósi þess að erlend lán hafa hækkað gríðarlega, segir Halldór að það sé ótímabært að segja nokkuð um slíkt. Halldór segir aðspurður að sveitarfélögin hafi ekki fundað með formlegum hætti um núverandi efnahagsástand, en hann bendir á að árleg fjár- málaráðstefna sveitarfélaga 2008 fari fram í Reykjavík 13. og 14. nóvember nk. Þar verði væntanlega ítarlega rætt um stöðu krónunnar og efnahagslífs- ins, með tilliti til sveitarfélaganna. Halldór segir að næstu misserin verði það verkefni hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, að örva efnahags- lífið. „Þegar við erum búin að átta okkur á því hvernig þessi krísa fer þá verðum við að horfa til framtíðar og leita leiða til þess að örva efnahags- lífið, af því að það er okkar hlutverk.“ Erlendu lánin íþyngjandi Morgunblaðið/ÞÖK Kreppa „Þegar við erum búin að átta okkur á því hvernig þessi kreppa fer verðum við að horfa til framtíðar og leita leiða til þess að örva efnahagslífið, af því að það er okkar hlutverk,“ segir Halldór Halldórsson.  Staða íslenskra sveitarfélaga afar misjöfn  Sveitarfélög farin að fresta fram- kvæmdum og draga úr umsvifum  Sum þeirra með nánast allt í erlendum lánum Halldór Halldórsson Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að í meðalstóru íslensku sveitarfélagi búi á bilinu fjögur til fimm þúsund manns, en alls eru sveitarfélögin á landinu 78 talsins og hefur farið ört fækkandi. „Segjum að það [meðalstórt sveitarfélag] skuldi tvo milljarða, þar af eru 40% í erlendum lánum. Þá ertu kominn með 800 milljónir króna þar. Á síðustu tveimur til þremur mánuðum hafa þær hækk- að um fjörutíu prósent,“ segir Halldór spurður um dæmi. Hann segir að um 40% lána Ísafjarðarbæjar séu í erlendri mynt. Hann segir dæmi um að sum sveitarfélög á landinu séu með nær öll lán í erlendri mynt, og ljóst er að skuldastaða þeirra hefur versnað verulega að und- anförnu. Þegar þetta er skrifað er geng- isvísitalan rúm 200 stig og hefur aldrei verið hærri. Dalurinn er um 115 kr., pundið um 200 kr. og evr- an tæpar 160 kr. Halldór segir að sveitarfélögin verði nú að bíða af sér mesta storminn. Svo verði menn að leita allra leiða til að örva efnahags- lífið. Hann segir ef að gengið gangi ekki til baka á næstu vikum og mánuðum þá sé ljóst að skuldir fjölmargra sveitarfélaga muni aukast gríðarlega. Skuldirnar hafa hækkað gríðarlega VEÐUR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR ELDUR kom upp í fólksbíl á ferð um Vatnagarða í Reykjavík um klukk- an eitt í gær. Ökumaðurinn slapp ómeiddur úr bílnum sem varð alelda á skömmum tíma. Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu gekk vel að slökkva eldinn en upptök hans eru ókunn. „Bíllinn var á ferð þannig að líklegt er að um einhverskonar vél- arbilun hafi verið að ræða,“ sagði varðstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Á mánudaginn var kom eldur upp í bíl í Laugardalnum í Reykjavík og var karlmaður fluttur á slysadeild í kjölfarið. Eldurinn læsti sig einnig í nálægan bíl. Er talið að kviknað hafi í út frá gassprengingu í öðrum bílnum. Nágrannar sögðu mikla sprengingu hafa orðið og vegfarandi kom manninum til bjargar. Bílarnir eyðilögðust báðir. Enn kviknar í bifreið um hábjartan dag í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.