Morgunblaðið - 03.10.2008, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöllinni
á Íslandi í gær námu 74,3 millj-
örðum króna. Þar af voru viðskipti
með skuldabréf fyrir 61,3 milljarða
og viðskipti með hlutabréf fyrir 12,5
milljarða.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 5,9% í
gær og er lokagildi hennar 3.134
stig. Mest lækkun varð á hlutabréf-
um Glitnis banka, en þau lækkuðu
um 13,9%, og næstmest lækkun
varð á bréfum Exista, 13,8%. Þá
lækkuðu bréf Spron um 13,2% og
Bakkavarar um 10,5%. Bréf Eik
banka hækkuðu um 6,1% og Eim-
skips um 0,5%. gretar@mbl.is
Lækkun í Kauphöllinni
● VÖRUSKIPTI
við útlönd voru
næstum því í jafn-
vægi í sept-
embermánuði.
Þau voru óhag-
stæð um ein-
ungis tæpa 0,3
milljarða króna,
samkvæmt
bráðabirgðatölum
frá Hagstofu Íslands.
Vöruútflutningur í september nam
42,3 milljörðum króna og innflutn-
ingur tæpum 42,6 milljörðum.
Í tilkynningu frá Hagstofunni segir
að vísbendingar séu um aukinn inn-
flutning á eldsneyti og aukinn útflutn-
ing sjávarafurða og áls í september
miðað við ágúst. gretar@mbl.is
Vöruskipti við útlönd
næstum í jafnvægi
● LANDSFRAMLEIÐSLAN á árinu
2007 jókst um 4,9% frá fyrra ári að
raungildi. Þetta kemur fram í Hagvísi
Hagstofu Íslands. Var lands-
framleiðslan í fyrra 1.293 milljarðar
króna.
Hagstofan segir að vöxtur lands-
framleiðslunnar á liðnu ári sé eink-
um drifinn af auknum útflutningi,
sem jókst um 11%, og einkaneyslu,
sem jókst um 4,3%. Á sama tíma
hafi fjárfesting hins vegar dregist
saman um 13,7% og innflutningur
um 1,4%. Er landsframleiðslan talin
hafa vaxið um 5,0% að raungildi á
öðrum fjórðungi þessa árs.
gretar@mbl.is
Landsframleiðslan
jókst um 4,9%
ÍSLAND á við gjaldeyriskreppu að
stríða og framundan eru harðar að-
gerðir Seðlabanka og yfirvalda til
þess að renna stoðum undir krónuna
sem um þessar mundir er í frjálsu
falli. Þetta er mat sænskra bankahag-
fræðinga sem Svenska Dagbladet
(SvD) hefur rætt við.
„Þetta er vegna þess hve lának-
reppan hefur haft mikil áhrif á Ísland
og sérstaklega banka landsins,“ segir
Karl-Johan Bergström, greinandi hjá
Swedbank, í samtali við SvD sem seg-
ir hið mikla vægi bankanna í íslenska
hagkerfinu rót vandans. Í sama
streng tekur Carl Hammer hjá SEB,
sem segir gengishrun krónunnar til
marks um að fjármálaheimurinn setji
spurningarmerki við getu íslenska
fjármálakerfisins.
Kreppuverðbólga
„Ísland er lítið opið hagkerfi sem er
mjög háð innflutningi. Þetta [geng-
ishrunið] mun leiða til mikillar
kreppuverðbólgu. Innan þriggja
mánaða verður verðbólga orðin 15-
20% og Seðlabankinn reiknar með
samdrætti árin 2009 og 2010,“ segir
Hammer og bætir við að atvinnuleysi
muni aukast hratt.
Bæði Bergström og Hammar telja
víst að stjórnvöld muni grípa til fleiri
aðgerða á borð við yfirtökuna á Glitni.
Hammer nefnir að möguleg lausn á
vandanum verði að erlendur banki
kaupi íslenskan. Ísland var áberandi í
sænskum fjölmiðlum framan af ári en
síðan hefur lítið verið fjallað um efna-
hagsástand hér á landi. Það hefur þó
breyst í kjölfar yfirtökunnar á Glitni.
sverrirth@mbl.is
Harðar aðgerðir
stjórnvalda framundan
Sænskir bankahagfræðingar segja horfur dökkar á Íslandi
um sem metnar eru mjög traustar,“
bætti hann við. Ekki fengust upplýs-
ingar um hversu mikið sjóðir bank-
ans ættu af skuldabréfum útgefnum
af Stoðum.
Innan vikmarka eigin stefnu
Í frétt Morgunblaðsins í gær um
peningamarkaðssjóði Glitnis kom
fram að eignasamsetning Sjóðs 9 er
verulega frábrugðin þeirri stefnu
sem sjóðurinn hefur sett sér. Stefna
sjóðsins er að skráð skuldabréf fyr-
irtækja skuli nema 10% af eignum en
þau eru í reynd 23% af eignasam-
setningu. Í tilkynningu frá Glitni
sem barst í gær segir að fjárfesting-
ar Sjóðs 9 séu í fullu samræmi við lög
og reglur sem gilda um sjóðinn og
innan vikmarka þeirrar stefnu sem
hann hafi sett sér.
Glitnir tekur tapið
vegna bréfa Stoða
Keypti öll bréf útgefin af Stoðum áður en sjóðir voru opnaðir
Morgunblaðið/Kristinn
Glitnir Engin skuldabréf útgefin af Stoðum eru nú í peningamarkaðssjóðum
Glitnis. Bankinn mun taka á sig tap vegna þessara skuldabréfa.
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
ENGIN skuldabréf útgefin af Stoð-
um eru nú í peningamarkaðssjóðum
Glitnis. Samkvæmt upplýsingum frá
höfuðstöðvum Glitnis mun bankinn
taka sjálfur á sig tapið sem verður
vegna þessara skuldabréfa en bank-
inn keypti öll skuldabréfin áður en
sjóðirnir voru opnaðir að nýju í
fyrradag.
„Á þessari stundu vitum við ekki
hversu mikið tapið verður en bank-
inn mun taka það á sig,“ segir Már
Másson, forstöðumaður samskipta-
sviðs Glitnis.
Engin bréf í sjóðum Kaupþings
„Það eru engin skuldabréf útgefin
af Stoðum í peningamarkaðssjóðum
Kaupþings, enda þurfti Kaupþing
ekki að lækka gengi sjóðanna eftir
atburði undanfarinna daga,“ segir
Þórarinn Sveinsson, framkvæmda-
stjóri eignastýringar og einkabanka-
þjónustu hjá Kaupþingi. „Afleidd
áhrif af greiðslustöðvun Stoða á pen-
ingamarkaðssjóði Kaupþings eru því
engin,“ bætir Þórarinn við.
„Fjárfestingarstefna peninga-
markaðssjóða Landsbankans hefur
verið varfærin og unnið hefur verið
að því að takmarka þá fyrirtækja-
áhættu sem í sjóðunum er eins og
kostur er,“ segir Stefán H. Stefáns-
son, framkvæmdastjóri eignastýr-
ingar hjá Landsbankanum. „Virk
stýring peningamarkaðssjóðanna
hefur skilað jafnri og góðri ávöxtun
hingað til. Peningamarkaðssjóðirnir
eiga skuldabréf útgefin af Stoðum og
eru með tryggingar fyrir þeim kröf-
SEÐLABANKI Íslands hefur ákveðið að selja
innstæðubréf, óverðtryggð verðbréf með líftíma
til mars á næsta ári, og geta fjármálafyrirtæki
keypt þau að eigin frumkvæði frá og með deginum
í dag.
Í Morgunkorni Greiningar Glitnis í fyrradag
sagði að mikil eftirspurn væri eftir ríkisbréfum, en
fjárfestar hefðu undanfarna daga flutt sig í mikl-
um mæli yfir í öruggar fjárfestingar í því umróti
sem verið hefur á fjármálamörkuðum. Telur
Greiningin að meira framboð ríkisbréfa sé æski-
legt við núverandi kringumstæður. Í Morgunkorni
í gær segir að deildin telji líklegt að þessi viðbót-
arútgáfa Seðlabankans muni hljóta góðar viðtök-
ur, jafnt frá innlendum sem erlendum fjárfestum.
Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningar-
deildar Kaupþings, sagði á fundi þegar hagspá
deildarinnar var kynnt í fyrradag, að hagstjórn-
aryfirvöld hefðu þrengt mjög að lausafjárstöðu á
fjármálamarkaði með útgáfu ríkistryggðra bréfa.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, hagfræðingur hjá
Greiningu Glitnis, segir það rétt hjá Ásgeiri, að út-
gáfa ríkisbréfa dragi úr lausafé í krónum þegar
lausaféð fari í kaup á ríkisskuldabréfum. „Seðla-
bankinn þarf því samfara útgáfu þessara inn-
stæðubréfa að grípa til ráðstafana sem leiða til
þess að útgáfan kreppi ekki að lausafjárstöðu fjár-
málafyrirtækja. Það má til að mynda gera með því
að víkka þau viðmið sem Seðlabankinn notar á
veðhæfum lánum í endurhverfum viðskiptum fjár-
málafyrirtækja við bankann. Það er því rétt hjá
Ásgeiri að þessi áhrif af útgáfu ríkisbréfa eru
óæskileg og Seðlabankinn þarf að vinna á móti
því.“ gretar@mbl.is
Gefa út ríkisbréf
Aðgerðir Seðlabankans þrengja að lausafjárstöðu á
fjármálamarkaði að mati sérfræðinga bankanna
Morgunblaðið/Golli
Ríkisútgáfa Eftirspurn eftir ríkisverðbréfum
dregur lausafé út úr bankakerfinu.
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
AÐ sögn franska rithöfundarins
Henri Lepage má finna skýringar á
núverandi vandamálum á fjár-
málamörkuðum í aðgerðum stjórn-
valda. Lepage flutti fyrirlestur í
Þjóðminjasafninu í gær en hann
hefur komið víða við í umfjöllun um
þjóðfélagsmál og í ríkum mæli
fjallað um klassíska frjálshyggju.
Að sögn Lepage má rekja upphaf
þess sem á sér stað núna til slæmra
ákvarðana í stjórnmálum og of mik-
ils reglufargans. Hann sagði að
undirmálslánin í Bandaríkjunum
væru í rauninni rótin að vanda nú-
verandi efnahagsástands. Of rík
áhersla hefði verið lögð á það í rík-
isstjórn Bills Clintons um miðbik tí-
unda áratugar síðustu aldar að
tryggja öllum húsnæði og sú áætlun
hefði gengið of langt. Settar voru
reglur um jafnt aðgengi [e. equal
access policy] sem fólu í sér að
dregið var úr kröfum um lánstraust
og of mörgum ótraustum lántak-
endum var veitt húsnæðislán.
Lepage gagnrýndi einnig björg-
unartilraunir bandarískra stjórn-
valda, sagði þær mismuna bönk-
unum. Bankar frestuðu í reynd
endurskipulagningu með björgun
og hún veitti þeim falskt öryggi.
Í Morgunblaðinu á mánudaginn
verður umfjöllun um Lepage.
Rót vandans
má rekja
til ríkisins
Henri Lepage
!!"
!
6 7 8
6
9:& 8
,
;< 9:& 8
5= 8
9" %"
8
5
& > !"
?7" 9:& 8
@:&A" ,"
8
B"%"
!" 8
* 8
4CD)0
4::,:( 2( % 8
E: 8
"##!$%&'
6"7 6.F
6"7 C: CG2
5
,"
2HF ,"
0I8 8
3F 8
J"":<" 8
( &) #*
K":F 6:": K
, 9" 8
&" 8
+',-
.'
#$"
$
%"$(
$#%
$
$
%"$(
##$
%'$(
$"
$!
"$%"
'$
%'$
%%$
%"!$
%#$
%$"
%$
$(
"'$
J
&
"
3% '
@:& 4
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
2<
;
&
-""
;
;
63
63
63
● Alþjóðlega matsfyrirtækið
Moody’s Investors Service hefur tek-
ið lánshæfiseinkunn sérvarinna
skuldabréfa Kaupþings til endur-
skoðunar vegna hugsanlegrar lækk-
unar, en bréfin hafa nú Aaa lánshæf-
iseinkunn. Þessi ákvörðun kemur í
kjölfar þeirrar ákvörðunar Moody’s
að taka til endurskoðunar lang-
tímaeinkunn Kaupþings (A1),
skammtímaeinkunn bankans (P-1)
og einkunn vegna fjárhagslegs styrk-
leika (C-), vegna hugsanlegrar lækk-
unar, að því er fram kemur í tilkynn-
ingu til Kauphallar Íslands.
Moody’s endurskoðar
einkunn Kaupþings
Fjármálaeftirlitið segir að
fjárfestingar Sjóðs 9 hjá Glitni
hafi verið í samræmi við regl-
ur sjóðsins og ákvæði laga.
Það sýndi úttekt á sjóðnum
sem fram fór í lok árs 2007.
Fjármálaeftirlitið fylgist
reglulega með þessu.
Fylgja lögum
og reglum