Morgunblaðið - 03.10.2008, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 53
REYKJAVÍK-Rotterdam er aug-
lýst sem spennumynd með gam-
ansömu ívafi, og henni tekst mikið
til þetta áætlunarverk sitt. Ofbeld-
isvinklinum er strax komið að en
síðan er stígandin látin vera fremur
hæg. Baltasar Kormákur leikur ör-
yggisvörðinn Kristófer. Hann á í
basli. Til að redda því ákveður
hann að fara eina ferð með fragt-
skipi og smygla til að rétta úr kútn-
um. Kona hans, Íris (Lilja Nótt
Þórarinsdóttir), er ekki par hrifin
af þessu þar sem Kristófer hefur
farið illa út úr slíku áður, en hann
fer. Aðallega þar sem hann er
studdur af vininum Steingrími
(Ingvari E. Sigurðssyni) sem vinn-
ur við Sundahöfn. Það gefur auðvit-
að auga leið að ekkert fer eins og
það á að fara í siglingu Kristófers.
Hann kemst að því að hann getur
ekki treyst hverjum sem er í
smyglinu. Allt stendur og fellur
með honum. Baltasar fær að sýna á
sér ýmsar hliðar sem Kristófer.
Hann er dagfarsprúður fjöl-
skyldumaður, útsjónarsamur
smyglari, og hetja sem getur sleg-
ist. Á meðan tekst Ingvar upp að
marki á við gamalt hlutverk sem
hann lék á móti Baltasar þegar þeir
voru í Nemendaleikhúsinu. (Nú
loka þeir augunum sem vilja ekki
vita of mikið um gang mála en ég
er að tala um Íagó.) Nema það er
eins og vanti eitthvað til að halda
persónu Steingríms saman. Sem er
synd því maður þarf að trúa for-
sögu þeirra svo sagan gangi upp.
Aftur á móti er Baltasar ágætur og
Lilja Nótt fín sem parið sem lenda
í öllum þessum hremmingum.
Reykjavík-Rotterdam er kvik-
mynd sem er áferðarfalleg og
snyrtileg. Henni tekst að skemmta
áhorfendum á átakalausan hátt.
Það er helst óþarflega langt gengið
í því að ógna varnarlausu kvenfólki
og börnum. Sérstaklega af því að
það er svo augljóst hver er höf-
uðpaurinn. Enda er myndin þegar
upp er staðið kannski ekki stórvirk
spennumynd. Það sést kannski best
á hasaratriðinu í Rotterdam. Þar er
áherslan meira á grín en hasar
þegar upp er staðið. En það sýnir
einmitt vel að það er Óskar sem er
leikstjórinn, enda er hann þekktari
sem gamanleikstjóri.
Ágætis grín og reddingar
Kaldir karlar Reykjavík-Rotterdam er áferðarfalleg og snyrtileg mynd að mati gagnrýnanda.
KVIKMYND
Háskólabíó
Leikstjóri: Óskar Jónasson. Leikarar:
Baltasar Kormákur, Ingvar E. Sigurðs-
son, Lilja Nótt Þórarinsdóttir. Ísland. 90
mín. 2008.
Reykjavík-Rotterdam
bbbnn
Anna Sveinbjarnardóttir
LEIKARINN Ro-
bert Downey Jr.
hefur látið þau
stóru orð falla að
hann muni leika
Sherlock Holmes
betur en nokk-
urn tímann hafi
verið gert, en
hann túlkar hinn
breska spæjara í
nýrri mynd Guys Ritchies.
Hinn 43 ára leikari hefur ekki
áhyggjur af því að feta í fótspor
Charltons Hestons, Edwards
Woodwards og Ruperts Everetts
vegna þess að hann ætlar að koma
með nýja túlkun á hlutverkinu.
„Ég er miklu hæfari í að leika að-
alhlutverk núna en ég var í fortíð-
inni. Auðvitað ætla ég að gera þetta
betur en það hefur verið gert áður.
Því meira sem ég les um Sherlock
Holmes, því betri grein geri ég mér
fyrir þyngd hlutverksins og þeim
fjölda fólks sem mun fylgjast með
hvort ég geri þetta ekki rétt.“
Myndin verður byggð á skáldsög-
um sir Conans Doyles. „Ég þekki
Sherlock Holmes af kassettum þar
sem ég var ekki mikill lestr-
arhestur. Það sem ég hef í huga er
ekkert líkt því sem hefur áður verið
fest á filmu,“ sagði Ritchie.
Ætlar að
gera betur
Robert Downey Jr.
/ SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI
SÝND Í KRINGLUNNI
STÆRSTA OPNUN Á ÍSLANDI FYRR OG SÍÐAR. YFIR 69.000 MANNS
EIN BESTA MYND ÁRSINS!
GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
BABYLON A.D. kl. 8 - 10 B.i. 16 ára
WILD CHILD kl. 6 - 8 B.i. 16 ára
CHARLIE BARTLETT kl. 10 B.i. 12 ára
SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í KRINGLUNNI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
ALLS EKKI FYRIR
VIÐKVÆMA!
AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Á LUAGD. OG SUNUD.
SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í SELFOSSI
EIN FLOTTASTA ÆVITÝRAMYND ÁRSINS
MEÐ ÍSLENSKU LEIKKONUNNI ANÍTU BRIEM
Í EINU AF AÐALHLUTVERKUNUM.
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMBÍÓUNUM
ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SPARBÍÓ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
SÝND Í ÁLFABAKKA
550 krr
SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI
SÝND Á LUAGD. OG SUNUD.
ÍSLE
NSK
T TA
L
FRÁ MANNÖPUNUM
SEM FÆRÐU OKKUR
SHREK
20% afsláttur af miðaverði sé greitt
með greiðslukorti Vildarklúbbs Glitnis
SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Á KEFLAVÍK SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Í KELFAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Á LUAGD. OG SUNUD. SÝND Á LUAGD. OG SUNUD.
SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI
“AFRAKSTURINN ER MÖGNUÐ
MYND Í ALLT ÖÐRUM GÆÐAFLOKKI
EN NOKKUR ÍSLENSK SPENNUMYND
(EÐA ÞÁTTARÖÐ) HINGAÐTIL.”
-B.S., FRÉTTABLAÐIÐ
“MÖGNUÐ MYND SEM HELDUR
ÁHORFENDUM ALLANTÍMANN”
-S.M.E., MANNLÍF
“REYKJAVÍK ROTTERDAM ER ÁVÍSUN UPP Á
ÚRVALSSKEMMTUN”
-DÓRI DNA, DV
REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 8 - 10:10 B.i. 14 ára
GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
LUKKU LÁKI m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
PINEAPPLE EXPRESS kl. 8 B.i. 16 ára
MIRRORS kl. 10:20 B.i. 16 ára
REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 8 - 10:10 B.i. 14 ára
WILD CHILD kl. 6 - 8 LEYFÐ
STEP BROTHERS kl. 10:10 B.i. 12 ára
GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA,
FRÁBÆR FJÖLSKYLDUMYND
ÞAR SEM ALLIR SKEMMTA
SÉR KONUNGLEGA.
EMMA ROBERTS ER NÝJA STELPAN,
Í NÝJA SKÓLNUM ÞAR SEM NÝJU
REGLUNAR ERU TIL VANDRÆÐA!