Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 10
Ríkisstjórn ætti aðeins að þjóð-nýta banka (að ekki sé talað um
allan bankageirann) ef hún hefur
fjárhagslegan styrk til að styðja
bankann (eða bankageirann),“
skrifar Willem Buiter, hagfræð-
ingur við London School of
Economics, í dálki, sem birtist á
vefsíðu Financial Times í gær, og
bætir við að hafi hann ekki fjár-
magnið yrði gjaldþrotavandi í
einkageiranum að gjaldþrotavanda
ríkisgeirans.
Síðan segirhann: „Á
heildina litið er
gjaldþrot ríkis
verra fyrir íbúa
lands en afleið-
ingar af gjald-
þroti banka.“
Dálkurinn fjallar um fjármálavand-
ann á Íslandi og segir Buiter að Ís-
lendingar eigi að láta bankana róa
frekar en að hlaða skuldum á kom-
andi kynslóðir.
Nú eigi Íslendingar að geymaþann gjaldeyrisforða sem eftir
er til að bregðast við truflunum á
viðskiptum og fjármálasamskipt-
um. Hann skilur ekki skortinn á
stuðningi við Ísland: „Ég er hissa á
að ekki var hægt að telja norræna
bandamenn Íslendinga (Noregur,
Svíþjóð, Danmörk) á að gera meira
en að búa til frekar nískulega 500
milljóna lánalínu, sem þeir sam-
þykktu til Seðlabanka Íslands síð-
asta sumar. ESB, evrukerfið og rík-
isstjórnir stærri Evrópuríkjanna
(Bretlands, Þýskalands, Frakk-
lands, Ítalíu, Spánar) komast heldur
ekki frá þessu hlaðin sæmd. Það á
ekki heldur við um Bandaríkin. Og
hvar var Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn?“
Buiter segir að þetta sé ekki baraskortur á hjálpfýsi, heldur
óklókt. Það hefði vart þurft meira
en 10 milljarða dollara til að fleyta
íslensku bönkunum í gegnum næsta
ár og nú verði að taka víðtækum af-
leiðingum af farsóttaráhrifum
gjaldþrotanna.
STAKSTEINAR
Ísland láti bankana róa
10 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Blessuð sé minning hennar.
VEÐUR
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!"#
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
*$BC
! "# $ % & &'$ $ "
( )* *!
$$B *!
$ % & "
% "
#
!"' ( !
<2
<! <2
<! <2
$ #"& ) *+, !-
D!-
*
+ , $
')* '- $ (
' $ $ $
/
.$
,
/ ! 0 $ " $ 1*
0 2#
<7
- $
$ ! , $
'& 3
./
!00!"' 1 !
'!) *
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
FRÉTTIR
Hrútafjörður | Nýr vegur um
Hrútafjarðarbotn var formlega
opnaður í gær. Hreinn Haraldsson
vegamálastjóri klippti á borða sem
strengdur var yfir nýja brú á
Hrútafjarðará en Kristján L.
Möller samgönguráðherra komst
ekki á staðinn vegna anna á öðr-
um vettvangi.
Með nýja veginum sem notaður
hefur verið um tíma hverfur brúin
á Síká af hringveginum en hún
var síðasta einbreiða brúin á veg-
inum milli Reykjavíkur og Ak-
ureyrar.
Vegurinn liggur mun norðar yf-
ir Hrútafjarðará en sá gamli.
Hann er tæpir 7 km á lengd.
Hringvegurinn styttist lítið sem
ekkert við þessa framkvæmd en
vegtenging milli Vestfjarða og
Norðurlands styttist um tæpa níu
kílómetra. helgi@mbl.is
Einbreið
brú hverfur
!"
#
!"
#
"
$"%
!" „ALLUR kostnaður við mjólkurframleiðsluna hef-
ur aukist geigvænlega frá því mjólkurverð var síð-
ast leiðrétt 1. apríl sl., en sú leiðrétting byggðist á
talnagrunni frá síðari hluta febrúar þegar geng-
isvísitalan var nálægt 125,“ segir Þórólfur Sveins-
son, stjórnarformaður Landssamtaka kúabænda.
Á heimasíðu samtakanna skrifar Þórólfur að þann-
ig hafi t.d. kjarnfóður hækkað um 30% frá því í
febrúar til ágústloka. Til viðbótar muni það hækka
um 9-13% nk. mánudag. Framreikningur Hagstof-
unnar á verðlagsgrundvelli kúabús 1. september
byggist á verðmælingu í ágúst en þá var geng-
isvísitalan nálægt 158. „Líklega þarf afurðastöðva-
verð til bænda að hækka um allt að 16 krónur á
lítra til að mæta þeim hækkunum sem komnar
voru fram 1. september síðastliðinn,“ skrifar Þór-
ólfur. „Í ljósi þess að gengisvísitalan er nú langt yf-
ir því sem hún var í ágúst er ljóst að staðan er nú
orðin umtalsvert erfiðari en fyrir mánuði.“ Á
haustfundum Landssambands kúabænda sem nú
eru framundan verður farið yfir stöðu þessara
mála.
Þórólfur segir að breytingar á rekstrarforsend-
um mjólkurframleiðslunnar á árinu 2008 séu svo
miklar að „afkoman 2007 er sagnfræði en ekki mat
á stöðunni núna“. Þó megi nýta upplýsingarnar til
að glöggva sig á stöðunni að ýmsu leyti. T.d. megi
draga þá ályktun af hagtölum síðasta árs að líklega
komi nú nálægt 40% mjólkurframleiðslunnar frá
kúabúum sem eru skuldsett að eða yfir hættu-
mörkum. „Þetta er ekki nákvæm greining þar sem
einvörðungu er stuðst við skuldir sem margfeldi af
veltu sem viðmiðun. Það er þó ljóst að verðbólgan
og lækkun gengis íslensku krónunnar hefur aukið
skuldir kúabænda um nokkra milljarða króna það
sem af er árs 2008,“ skrifar Þórólfur. sunna@mbl.is
Verð til bænda hækki um 16 krónur
„Afkoman 2007 er sagnfræði en ekki mat á stöðunni núna,“ segir formaður LK