Morgunblaðið - 09.10.2008, Page 25

Morgunblaðið - 09.10.2008, Page 25
Morgunblaðið/Atli Vigfússon Verkleg Jónína Sigríður Björnsdóttir hugar að hákarlinum í hjallinum á Ísólfsstöðum. Eftir Atla Vigfússon Tjörnes | „Ég held að hákarlinn sé að verða tilbúinn,“ segir Jónína Sig- ríður Björnsdóttir bóndi á Ísólfs- stöðum um leið og hún skoðar stóra bita af hákarli sem eru í hjalli í túninu á bænum hjá henni. „Veðrið hefur verið gott í sumar og það er eins með heyið og hákarlinn að hann verkast betur í þurrum sunn- anvindum heldur en í vætutíð og þess vegna verður hann góður núna.“ Um er að ræða þrjá hákarla sem voru allir 14-15 fet og veiddust í vor en tveir þeirra náðust á öngla með selspiki í sjónum út af Tjörnesi. Það er Kristinn Lúðvíksson sjó- maður á Húsavík sem hefur veg og vanda af verkuninni núna en hefð er fyrir hákarlaverkun á Ísólfs- stöðum. Þegar hákarlarnir veiddust voru þeir skornir og settir í kös, síðan var fergt yfir og látið vera í plast- kari að lámarki í 5 vikur. Segl var breitt yfir til þess að flugan færi síður í og í byrjun júní var tekið úr kösinni, allt þvegið upp og settur vír í stykkin til þess að láta þau hanga í a.m.k. fimm mánuði. Þykkustu bitarnir eru 4-5 kg og í lok október verða þeir tilbúnir til þess að setja í frost en aðalneyslu- tíminn er á þorranum og þykir há- karlinn frá Ísólfsstöðum sérstakt lostæti. Minni bitar eru tilbúnir og búið að frysta þá til vetrarins. Jónína Sigríður segir að engin fluga hafi verið í hákarlinum og þar hafi tíðarfarið hjálpað en gott er að hengja upp í þurrum vindi því þá myndast þykk skorpa og síðan er mjög gott að fá þurrkatíð eins og var á heyskapartímanum í sumar þegar leið á. Hákarlinn hefur verkast vel í ár Í HNOTSKURN » Sporðar og bægsli há-karla voru áður soðin, súrsuð og sviðin. » Áður fyrr var ótrú á þvíað eta hákarl nýjan en þó voru hákarlahausar soðnir ný- ir og etnir með hrárri tólg. Það var kallað hákarlastappa. Sumir steiktu hákarl á glóð, allan í smábitum. úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 25 Only 16 lots left to build your new dream Orlando Vacation Home! Choose a 4 ,5 or 6 bedroom home, low down payment and financing available! Hurry and call your Orlando home experts today... LAST CHANCE Windsor Hills Resort Thorhallur Gudjonsson at Gardatorg - 896 8232 Meredith Mahn in Orlando at (321) 438 5566 www.LIVINFL.com Ástandið í efnahagslífinu snertir auðvitað Akureyringa eins og aðra landsmenn. Fólk hefur fjölmennt í bankana til þess að athuga með inni- stæður sínar, að sögn bankamanns sem ég hitti í gær. En hann taldi fólk þó aðeins vera að róast.    Hveiti seldist upp í Bónus í vikunni og ef marka má það ætla Akureyr- ingar að vera duglegir að baka á næstunni til þess að spara.    Akureyringar eru frægir fyrir að borða heima hjá sér í hádeginu, í mun meira mæli en á borgarhorn- inu, þannig að við spörum varla mik- ið með því að sniðgenga veitinga- staði. Kannski maður byrji á því að sleppa koníakinu með kaffinu í há- deginu …    Í upphafi fundar bæjarstjórnar á þriðjudaginn las forseti upp yfirlýs- ingu frá öllum fulltrúum í bæjar- stjórn þar sem tekið var skýrt fram að bæjarstjórn „muni beita sér, með öllum tiltækum ráðum, fyrir því að hjól samfélagsins haldi áfram að snúast hér í bæ með velferð bæjar- búa að leiðarljósi.“    Sveitarfélögin eru stór hluti af hags- tjórninni í landinu og því ekki undanþegin þátttöku í þeim aðgerð- um sem nauðsynlegar eru til að halda samfélaginu gangandi, segir í yfirlýsingunni, og bæjarbúar eru fullvissaðir um að í því efni mun bæj- arstjórn Akureyrar ekki skerast úr leik. „Það eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Grunnstoðir bæjarfélagsins eru öflugar og vel í stakk búnar að taka á móti tímabundinni ágjöf. Samfélagið okkar er sterkt og sam- an munum við komast í gegnum þennan brimskafl.“    Ingibjörg Ösk Stefánsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Hofs menningarfélags, en það félag mun reka samnefnt menningarhús á Akureyri. Ingibjörg hefur lokið B.Sc.-prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og er að ljúka meistaranámi í viðskiptafræði frá sama skóla.    Fimm vaskir félagar í björgunar- sveitinni Súlum á Akureyri eru lagð- ir af stað í leiðangur til Indlands, þar sem hópurinn ætlar að klífa fjallið Mt. Shivling í Himalayafjöllunum, en það er 6.543 metrar á hæð. Í hópnum eru Berglind Aðal- steinsdóttir, tvíburabræðurnir Gunnar Sveinn Ragnars og Eiríkur Geir Ragnars, Kári Erlingsson og leiðangursstjórinn Arnar Þór Em- ilsson.    Óvænt og skemmtileg atvik verða gjarnan í handboltaleikjum. Þegar Akureyri vann Stjörnuna um daginn stöðvaði annar dómarinn skyndilega leikinn og vísaði kústastrákunum burt af vellinum! Atli Ragnarsson formaður Akureyrar leysti þá af og stóð vaktina það sem eftir lifði leiks og bíða menn nú spenntir eftir leik Akureyrar og HK í kvöld: hvort kústastrákarnir verði reknir út af. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hof Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir hefur verið ráðin framkvæmda- stjóri menningarfélagsins Hofs. Ingibjörg Unnur Sigmundsdóttirá Ísafirði orti vísu, þegar hún var að glíma við áhrif velsældar- tímabilsins á hrossinu sínu: Alltaf bregst hann illa við öllu sem ég bið hann. Syfjaður með sigin kvið samt er eitthvað við’ann. Seinna á ferð í fjörusandi. Geturðu ekki hreyft þig hót hér er þéttur sandur. Hafið upp þinn hruma fót hæruskotni gandur. Það var þungt hljóðið í Ingólfi Ómari Ármannssyni þegar hann orti á föstudag: Þykir afleitt ástandið ennþá gengið lækkar eymdin blasir víða við verðlag stöðugt hækkar. Stefnir allt á versta veg veik er fjárhagsstaða gengisfelling gríðarleg gerir mikinn skaða. Nú er tæp vika síðan og komið annað hljóð í strokkinn: Brátt við lygnan siglum sjó senn mun birta aftur. Yfir lýðinn færist fró þá fagnar sérhver kjaftur VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Yfir lýðinn færist fró Bónus Gildir 9. - 12. október verð nú verð áður mælie. verð KF lambahjörtu í raspi ................ 399 499 399 kr. kg KF ósoðin lifrarpylsa................... 398 532 398 kr. kg KF ósoðinn blóðmör ................... 359 479 359 kr. kg KF sveitabjúgu ........................... 299 359 299 kr. kg KF lambasaltkjöt blandað ........... 349 449 349 kr. kg KS fersk lambalifur .................... 187 198 187 kr. kg KS fersk lambahjörtu ................. 187 198 187 kr. kg NV ferskt nautahakk................... 798 898 798 kr. kg Holta ferskir kjúklingabitar .......... 359 479 359 kr. kg Myllu heimilisbrauð, 770 g ......... 129 209 167 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 9. - 11. október verð nú verð áður mælie. verð Nautabuff úr kjötborði ................ 1.498 1.898 1.498 kr. kg Hamborgarar, 4 stk. m/brauði .... 396 498 396 kr. pk. Móa grillaður kjúklingur .............. 698 898 698 kr. kg Ísfugl kjúklingabringur ................ 1.622 2.704 1.622 kr. kg Lamba ribeye úr kjötborði ........... 2.198 2.798 2.198 kr. kg Spareribs soðið ......................... 1.064 1.418 1.064 kr. kg Krónan Gildir 9. - 12. október verð nú verð áður mælie. verð Grísahnakki m/trönub./sveppum 1.959 2.798 1.959 kr. kg Grísalundir fylltar m/apríkósum... 1.959 2.798 1.959 kr. kg Móa kjúklingur ferskur 1/1 ......... 539 899 539 kr. kg Ungnautapiparsteik ................... 1.795 3.095 1.795 kr. kg Meistara marmarakaka .............. 359 459 359 kr. stk. Lamba satin hvítur ..................... 423 515 423 kr. pk. Ariel regular compact ................. 699 799 699 kr. pk. Shop rite eldhúsrúllur................. 499 599 499 kr. pk. Weetaflakes .............................. 369 498 369 kr. pk. Exact dandruff sjampó classic .... 140 299 140 kr. stk. Nóatún Gildir 9. - 12. október verð nú verð áður mælie. verð Móa kjúklingabringur ................. 1.769 2.949 1.769 kr. kg Lambafille country style ............. 2.998 4.298 2.998 kr. kg Ungnautaborgari, 120 g ............. 139 199 139 kr. stk. Grísasnitsel m/ fyllingu .............. 1.389 1.998 1.389 kr. kg Laxaflök beinhreinsuð ................ 998 1.598 998 kr. kg Nóatúns bayonneskinka ............. 1.399 1.998 1.399 kr. kg Floridana appelsínusafi.............. 199 249 199 kr. ltr Focaccia pitsa m/ pepperóní...... 159 298 159 kr. stk. Steinbakað kornbrauð................ 299 439 299 kr. stk. Meistara djöflaterta, 1/2............ 399 625 399 kr. stk. Þín Verslun Gildir 9. - 15. október verð nú verð áður mælie. verð SS kindabjúgu soðin .................. 619 728 619 kr. kg Delba fjölkornabrauð, 250 g....... 199 259 796 kr. kg Delba rúgbrauð 250 g................ 199 259 796 kr. kg Chocolate cookies, 225 g........... 239 315 1.063 kr. kg Canderel strásæta, 90 g............. 639 798 7.100 kr. kg Campbells aspassúpa, 295 g ..... 199 239 675 kr. kg Gevalia Cappuccino Daim, 168 g 589 739 3.506 kr. kg Chicago Town, 13 cm pepperóní . 639 919 639 kr. stk. Corny stangir, 6 x 25, g .............. 279 379 47 kr. stk. Maraþon milt, 700 g.................. 549 798 785 kr. kg helgartilboðin Sláturtíðin hafin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.