Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ BankakerfiÍslands erhrunið. Kaupþing banki, stærsta fyrirtæki landsins, gafst í gærkvöldi upp á að halda sér á floti. Fjármálaeftirlitið mun taka yfir stjórn bankans í dag, eins og Morgunblaðið greinir frá. Þetta er mikið áfall. Flestir vonuðu í lengstu lög að Kaup- þing gæti staðið af sér ágjöf- ina. Íslenzk stjórnvöld höfðu ákveðið að standa við bakið á bankanum, m.a. með láni úr Seðlabankanum gegn veði í bréfum í FIH-bankanum í Danmörku. Sænski seðlabank- inn lánaði Kaupþingi peninga í gær. En bankinn gat ekki stað- izt það áhlaup, sem hann varð fyrir í Bretlandi í gær og yf- irlýsingar brezkra ráðamanna um Ísland bættu sízt úr skák. Nú má segja að íslenzka bankakerfið, sem var aflvél þess mikla hagvaxtar, upp- gangs og útrásar, sem ríkt hef- ur hér á landi undanfarin ár, sé komið á núllpunkt. Allir stóru viðskiptabankarnir eru komnir undir stjórn ríkisins. Aðgerðir næstu daga munu snúast um að halda innlendri starfsemi bankanna gangandi. Geir H. Haarde forsætisráð- herra hefur gefið skýr loforð um að ríkið muni ábyrgjast all- ar innistæður á bankareikn- ingum og í séreignarsjóðum. Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra sagði jafn- framt frá því í gær að ríkið væri að skoða hvernig hægt væri að bjarga hluta af eignum þeirra, sem átt hafa fé á peninga- markaðs- og skuldabréfareikn- ingum, sem ekki njóta sömu tryggingar og fyrrnefndu inni- stæðurnar. Almenningur á því ekki að þurfa að örvænta. Staða Íslands gagnvart um- heiminum er hins vegar áhyggjuefni. Flestar dyr virð- ast vera að lokast. Nánast er ómögulegt að fá erlendan gjaldeyri inn í landið. Seðla- bankinn hefur gefizt upp á að halda gengi krónunnar stöð- ugu og raunar er gjaldmiðill- inn skráður á margvíslegu gengi. Enginn veit fyrir víst hvað hann kostar. Trúin á ís- lenzku efnahagslífi er engin. Hætta er á að orðspor og lánstraust Íslands skaðist á al- þjóðlegum vettvangi vegna út- lánatapa lánardrottna íslenzku bankanna. Miklu máli skiptir því að reynt verði að semja um að bankarnir greiði eitthvað upp í skuldir sínar, fremur en að slegið verði striki yfir stór- an hluta þeirra. Og svo þarf að byrja að byggja upp á nýjan leik. Ísland mun aftur eignast öflugan bankageira. En mistökin til að læra af eru mörg. Það er ekki sízt mikilvægt að við höfum nú til hliðsjónar reynslu ríkja, sem áður hafa gengið í gegnum slíka bankakreppu, í stað þess að halda að við kunnum allt bezt. Það er komið svo áþreif- anlega í ljós að það gerum við ekki. Og svo þarf að byrja að byggja upp á nýjan leik} Núllpunktur Óvænt tíðindiberast úr borgarstjórn. Eft- ir tíð valdaskipti það sem af er kjör- tímabili er skyndilega orðin til samstaða, sem nær þvert á pólitískar línur. Stjórn og stjórnarandstaða talar einni röddu. Ástandið í borgarstjórnar- málum hefur verið fyrir neðan allar hellur á þessu kjörtíma- bili og á því bera allir flokkar sök – mismikla þó. Segja má að gerð hafi verið heiðarleg til- raun til þess að gera endanlega út af við trú manna á stjórn- mál. Ákvörðun allra borgar- stjórnarflokkanna um að standa saman á þeim erfiðu tímum, sem nú fara í hönd, og standa sameiginlega að að- gerðaráætlun fyrir borgina gæti hins vegar orðið til þess að endurvekja tiltrú borg- aranna á þeirra kjörnu full- trúa. Áætlunin var unnin af starfshópi minni- og meiri- hluta undir stjórn Óskars Bergssonar, oddvita Fram- sóknarflokksins í borgarstjórn. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri hefur lýst því að hún vilji stunda pólitík samráðs, en ekki valta yfir sína pólitísku andstæðinga í krafti meirihluta. Þessi vinnubrögð fyrir nokkrum borgarstjórum síðan hafa skil- að mjög góðu samstarfi milli Hönnu Birnu og Svandísar Svavarsdóttur, oddvita Vinstri grænna í borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson, oddviti Sam- fylkingarinnar, stendur einnig á bak við samkomulagið og sagði borgarstjórn nú senda skýr skilaboð um það hvernig stærsta sveitarfélag landsins hygðist bregðast við hinum erfiðu aðstæðum, sem nú blöstu við. Hanna Birna og Svandís lögðu áherslu á að koma því til skila til borgarbúa að standa ætti vörð um þeirra hagsmuni. Vinnubrögð borgarstjórnar- flokkanna eru lofsverð og mættu aðrir taka sér þau til fyrirmyndar. Minni- og meirihluti tala einni röddu}Samstaða í borginni Þ að blæs hressilega á Íslandi. Veru- legur hluti bankakerfis lands- manna er kominn að fótum fram og allt kapp er lagt á að verja hagsmuni þjóðarinnar. Ekkert skiptir meira máli en að tryggja að komandi kynslóðir þurfi ekki að borga reikning okkar sem nú lifum og höfum notið góðs af uppgangi liðinna ára á Íslandi og í raun á alþjóðamörk- uðum. En þótt víst sé að kreppa á alþjóða- mörkuðum hafi haft veruleg úrslitaáhrif á at- burði síðustu daga, þurfum við engu að síður að horfa í eigin barm. Aðgerðir ríkisstjórnar- innar miðuðu að því að tryggja innistæður landsmanna en engu að síður er ótti og nú síð- ast reiði farin að grípa um sig víða um þjóðfé- lagið. Vöxtur íslensks fjármálalífs hefur verið ör og ég býst við að mörgum hafi þótt sem okkur gæti ekki mis- tekist í útrásinni. Það mun taka langan tíma að byggja upp traust Íslands á alþjóðamörkuðum eftir tíðindi lið- inna daga. Þegar frá líður verður ekki hjá því komist að svara nokkrum grundvallarspurningum um þá atburði sem leiddu til þess hruns sem síðustu dagar vitna um. Við hljótum að spyrja okkur að því, hvort þær eftirlitsstofn- anir sem við stólum á hér hafi haft fullnægjandi burði til að fylgjast með ört vaxandi útrásarfyrirtækjum. Við verðum að svara því, hvort Fjármálaeftirlitið íslenska hafi rækt eftirlitsskyldu sína með bönkum sem störfuðu að verulegu leyti erlendis. Hvort það hafi verið æskilegt að leggja svo mikla höfuðáherslu á, að bankar sem voru orðnir margfalt stærri en íslenska ríkið, ættu erindi hér heima. Við þurfum að spyrja okkur að því, hvort stjórnmálamenn hafi verið nægilega vakandi fyrir því að ís- lenskt þjóðarbú getur ekki staðið að baki stórfelldri útrás og fjárfestingum um víða veröld. Hvort við stjórnmálamenn höfum í raun og veru verið nógu hugaðir til að spyrja erfiðra spurninga eða öllu heldur, að hlusta eftir því sem á eftir kæmi. Er ekki ástæða fyrir litla þjóð eins og við Íslendingar erum, að hafa einhverja neyðaráætlun í gangi ef í harðbakkann slær eins og nú hefur svo sann- arlega gerst? Hefðum við getað varið okkur betur? Er ekki athyglisvert, að Bretar hafa rætt að þeirra fjármálakerfi, sem er fjórum sinnum stærra en lands- framleiðsla, kunni að vera of þungt fyrir pundið? Okkar fjármálakerfi var tíu sinnum stærra. Var það hreinlega ekki of stórt?Á mánudaginn var tekin afar erfið ákvörð- un í íslenskum stjórnmálum. Hún var tekin í kjölfar ægi- legra hremminga og með hag íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi. Ekki verður betur séð en að fólk hafi haft skilning á þessari ákvörðun og virt hana úr því sem kom- ið var. Við höfum notið góðs af eldmóði og krafti sem ríkt hefur í íslensku fjármála- og atvinnulífi. Vel menntaðir Íslendingar hafa snúið aftur heim. Innviðirnir eru sterk- ir. Ásýnd þjóðfélagsins er gjörbreytt. Á því munum við byggja. olofnordal@althingi.is Ólöf Nordal Pistill Komið að skuldadögum Baráttan gegn fátækt í uppnámi FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Á rið 2050 mun heims- framleiðslan verða sem svarar 420.000 millj- arðar Bandaríkjadoll- ara, samanborið við 67.000 milljarða dala 2005 og mann- kynið því hafa stigið stórt skref í átt til útbreiðslu velmegunar, þar með talið til fátækustu ríkja heimsins. Sé hins vegar gengið út frá því að viðmiðunarárið 2050 verði jarðar- búar 8 milljarðar, en ekki 9,2 millj- arðar eins og í þessari spá, má ætla að heimsframleiðslan verði þá komin upp í 365.000 milljarða dala. Verð- mætasköpunin er minni en að sama skapi færri munnar til að fæða á þéttsetinni jarðarkringlunni. Á þennan veg sér hagfræðingur- inn Jeffrey Sachs fyrir sér hagþróun heimsins á næstu áratugum, sam- kvæmt forsendum sem allt útlit er fyrir að nú séu brostnar. Sachs setur þessa sýn sína fram í bókinni Common Wealth og fylgir þar eftir bókinni The End of Poverty, en báðar fjalla um þá gífur- legu áskorun að tryggja öllu þessu mannhafi sömu lífsskilyrði og nú þykja sjálfsögð á Vesturlöndum. Auðnum er enda misskipt. Nokkrum dögum eftir að banda- rísk stjórnvöld samþykktu 10.800 milljarða björgunarpakka til handa tryggingarisanum AIG lét starfsfólk dótturfélags fyrirtækisins fara vel um sig í lúxus baðstrandarferð, þar sem reikningurinn hljóðaði upp á litlar 56 milljónir króna. Um helgarferð var að ræða og má ætla að á sama tíma hafi yfir 70.000 manns dáið ótímabærum dauða sök- um örbirgðar í heiminum. Bjartsýnisskeið að baki Viðfangsefnið þolir því enga bið og því ekki að undra að Sachs telji baráttuna gegn fátækt eitt allra brýnasta viðfangsefni samtímans. Gangi ofangreind spá hans um stöðuga hagvaxtaraukningu eftir munu meðaltekjur í þróunarlönd- unum ná 40.000 dollara markinu 2050, líkt og Bandaríkin gerðu 2005. Kenningin gengur út að auðurinn dreifist smátt og smátt um jarðar- kringluna og að lífsskilyrði þeirra 2,7 milljarða manna sem nú draga fram lífið á innan við tveimur Banda- ríkjadölum á dag muni þá hafa tekið miklum framförum. Með líku lagi geti þær 2.500 milljónir manna sem bætist við íbúafjölda jarðarinnar fram að miðbiki aldarinnar bundið vonir við að auðsköpunin feli í sér tækifæri í heimi þar sem himinn og haf skilur ekki lengur á milli afkomu einstakra heimshluta. Gæti reynst afdrifaríkt Sjálfur tekur Sachs fram að spá hans byggist á mikilli bjartsýni og að gengið sé út frá því að heimurinn standi ekki frammi fyrir langvarandi efnahagsvanda, að hagvöxtur í Bandaríkjunum haldi í við meðaltal síðustu áratuga og að önnur ríki haldi áfram á braut stöðugs vaxtar. Nú stendur heimurinn frammi fyrir slíkri efnahagslægð. Afleiðingarnar gætu reynst af- drifaríkar fyrir baráttuna gegn fá- tækt og eins og Robert Zoellick, for- seti Alþjóðabankans, vék að í ræðu fyrr í vikunni kann fjármálahrunið að reynast ögurstund í efnahags- þróun fátækari ríkja. „Eins og alltaf er raunin eru þeir fátækustu varnarlausastir,“ sagði Zoellick, um þær afleiðingar sem kreppan kann að hafa á afkomu þeirra sem eiga allt sitt undir við- skiptum við ríkari þjóðir. Hverjar afleiðingarnar verða mun skýrast á næstu misserum. Hitt er líklegra að heimskreppan nú sé sú síðasta þar sem Vesturveldin njóta þess enn að þungamiðjan sé ekki komin til austurs, enda ráðgerir Sachs að árið 2050 verði hlutur Asíu af heimsframleiðslunni orðinn 54%, samanborið við 38% aldamótaárið 2000. Reuters Lífsbarátta Frá hrísgrjónaakri í Kambódíu. Brask með hráefnisverð, eftir að hlutabréf tóku að falla í verði, leiddi til hærra matarverðs fyrr á árinu. TÖLFRÆÐIN er ískyggileg: Á 3,6 sekúndna fresti deyr maður úr hungri í heiminum, mikill meiri- hluti börn undir fimm ára aldri. Það eru staðreyndir af þessu tagi sem halda vöku fyrir Sachs, hagfræðingnum sem áður boðaði óhefta frjálshyggju sem lausn á þeim djúpstæða vanda sem orsak- aðist af miðstýrðu efnahagslífi. Nú hefur þetta sama frelsi sett hagkerfin í uppnám og ekki lengur hægt að ganga út frá því að auð- sköpunin verði jafnævintýraleg á næstu árum og verið hefur á hinu fordæmislausa uppgangsskeiði síð- ustu tveggja áratuga. Við þetta bætist sá mikili um- hverfisvandi sem heimurinn stend- ur frammi fyrir og Sachs gerir að umtalsefni í Common Wealth. Segir þar að mannkynið geti ekki lengur gengið með sama hætti um vistkerfin og að án rót- tækra breytinga muni mannfjölg- unin hafa skelfilegar afleiðingar fyrir umhverfið. Umgengni um auðlindir muni því hafa mikið að segja um hvort hagvaxtarspár ræt- ist. DAUÐANS ALVARA Common Wealth Jeffrey D. Sachs ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.