Morgunblaðið - 09.10.2008, Síða 36

Morgunblaðið - 09.10.2008, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Orð dagsins: Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og vernd. (Daníel 11, 1) Víkverji segir ísskápafarir sínarekki sléttar. Hann eignaðist fyr- ir nokkrum árum rúmgóðan ísskáp frá Rönning og var framan af hinn sáttasti við gripinn. Gleðin var þó skammvinn því að fljótlega brotnaði önnur plastskúffan í frystihólfinu. Skömmu síðar brotnaði hin og smám saman fóru hillurnar í ísskápnum að gefa sig. Víkverji hefur að mestu ver- ið einn í heimili og því varla hægt að halda því fram að ísskápurinn hafi verið svo úttroðinn að allt hafi undan látið. Svo að Víkverji dreif sig í búðina í von um að fá nýjar hillur í stað þeirra ónýtu og að eignast nothæft frystihólf. Afgreiðslukonan í Rönning sagðist vel geta pantað nýjar hillur fyrir Vík- verja en eftir dúk og disk kom upp úr krafsinu að Víkverji átti að borga fyr- ir þær. 15 þúsund krónur takk fyrir en með afslætti átti Víkverji að sleppa með tæpar 11 þúsund krónur. Þetta gat Víkverji ómögulega sætt sig við og sér fram á að geta allt eins byrjað að safna upp í nýjan ísskáp. Og hann veit a.m.k. hvernig ísskáp hann kaupir sér ekki. x x x Víkverji er mikill sundgarpur oghans heimalaug er Sundhöllin. Nú hefur Víkverji lent nokkrum sinn- um í því þegar hann kemur í laugina að fá tilkynningu um að ekki sé hægt að synda þann daginn þar sem Lög- regluskólinn sé við æfingar. Víkverja er samt gert að greiða fullt verð fyrir að geta eingöngu dýft sér í heita pott- inn. Nú vill Víkverji að sjálfsögðu eiga vel synda lögreglumenn en hann á samt bágt með að skilja af hverju æfingarnar þurfa að fara fram ein- mitt í Sundhöllinni þegar mun stærri laugar standa til boða. Væri t.d. ekki hægt að æfa í annarri af glæsilegu innilaugunum í Laugardalnum og þá myndu æfingarnar ekki hafa nein áhrif á aðra sundiðkendur? Víkverji þykist viss um að stað- setningin skipti ekki höfuðmáli enda stóð rúta fyrir utan og beið eftir lög- reglunemunum – með vélina í gangi, sem spúði mengun inn í sundlaug- arbygginguna. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 óhreint vatn, 4 kústur, 7 svali, 8 heift, 9 gera gælur við, 11 myrk- ur, 13 vegur, 14 æsir, 15 óútsprunginn knappur, 17 mjög góð, 20 ól, 22 púsluspil, 23 útgjöld, 24 baula, 25 áma. Lóðrétt | 1 pestin, 2 frí, 3 mjó spýta, 4 færa í let- ur, 5 bolflík, 6 rétta við, 10 tuldra, 12 ber, 13 hvítleit, 15 bolur, 16 rúll- uðum, 18 andvarinn, 19 sjúga, 20 drepa, 21 rúm- gott. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 þarfaþing, 8 stælt, 9 ríkur, 10 tól, 11 apana, 13 unnum, 15 smána, 18 stáls, 21 fok, 22 svart, 23 reist, 24 samningur. Lóðrétt: 2 afæta, 3 fatta, 4 þyrlu, 5 nakin, 6 assa, 7 gröm, 12 nón, 14 net, 15 sess, 16 álana, 17 aftan, 18 skrín, 19 álitu, 20 sótt. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Einlæg gleði. Norður ♠84 ♥ÁD87 ♦G975432 ♣-- Vestur Austur ♠DG7653 ♠K1092 ♥K642 ♥1095 ♦K ♦D106 ♣87 ♣1043 Suður ♠Á ♥G3 ♦Á8 ♣ÁKDG9652 Suður spilar 7♣. Í einlægri gleði yfir góðum spilum setur suður sig í vísindalegar stellingar og vekur á tveggja laufa alkröfu – hvort eru þetta fimm, sex eða sjö lauf? Tæknin mun leiða það í ljós. En mót- herjarnir eru æsingamenn og utan hættu í þokkabót. Vestur kemur inn á 2♠ og austur hoppar í 5♠ yfir 3♦ makkers. Á þessum nótum hófust sagnir víða á heimsleikunum í Kína. Í stað vísindalegra rannsókna þarf suður nú að giska blint. Spilið féll í hálf- slemmu í leik Íslands og Marokkó, en þeir voru til sem lögðu meira undir og fóru alla leið í sjö lauf. Alslemman er hræðileg, en vinnst þó fyrirhafnarlaust eins og legan er. Vest- ur leggur auðvitað á hjartagosann, en þegar sagnhafi klárar trompin sín get- ur austur ekki varið báða rauðu litina með lengdina í tígli og ♥109. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú hefur góð tök á reiði og getur í flestum tilfellum stöðvað hana. Þú segir hug þinn. Óskum þínum kemurðu svo vinalega á framfæri að fólk kemur til móts við þær. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það sem þú byrjaðir á að gera fyrir peninga, gerirðu nú af öðrum ástæðum, ekki síst af því að það er gott að koma að gagni. Kaupið mun hækka. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Hugur þinn gagnrýnir þig. Hann er eins og skoðanaglaður vinur sem hefur leiðilega mikil áhrif á þig. Þaggaðu niður í honum og þú nærð betri stjórn. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Allir virðast þarfnast þess sem þú átt. Það er notalegt að vera vinsæll, en þú þreytist fljótt á símtölum og gestum. Þú ert tilbúinn fyrir einveru í kvöld. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú hefur haldið að lánsemi þín væri hundaheppni, en nú kemur annað í ljós. Þú hefur fengið ósýnilega aðstoð. Þú ert uppáhald einhvers og átt það skilið. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú heillast af efnislegum gæðum sem hingað til hafa ekki skipt þig neinu. Þú ert tilbúinn að vinna – ekki endilega meira – til að sjá merki um fyrirhöfnina. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þér finnst tíminn sífellt meira virði. Þú tekur engu sem sjálfsögðu. Skálaðu fyrir frelsinu, sem m.a. felst í réttinum til að eyða tíma með völdum vinum. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Fólki finnst mikið til þroska þíns koma, þótt þeir segi það ekki. Þú nýtur góðs af jafnaðargeði. Þú stressast ekki við hindranir. Þú reynir bara aðra leið. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú hefur lítinn áhuga á að bregðast við öllu sem upp kemur. Þar sem útkoman snertir þig ekki, ertu þol- inmóðari en aðrir sem óttast hana. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Stundum efastu um viðtök- urnar sem þú hefur fengið. Þú gerir þér þó grein fyrir að í dag nýtur fólk þess sem þú færir því, og það er góð tilfinning. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Gríptu tækifærið til að æfa þig vel. Endurtekning er leyndarmál vel- gengni þinnar. Ýttu þér í gegnum þreytu og leiðindi og þú verður meistari! (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú vilt hrista af þér morgun- doðann og komast í brjálaðan afkasta- ham. Ímyndaðu þér að þú blásir út öllu myrkri innra með þér. Þú munt laða að þér allt sem þig langar í. Stjörnuspá Holiday Mathis 9. október 1943 Lifandi leðurblaka fannst í fyrsta sinn á Íslandi, á Hvoli í Mýrdal. Hún dó tíu dögum síð- ar. 9. október 1950 Gefið var út forsetabréf um af- reksmerki hins íslenska lýð- veldis, sem sæma má þá sem „leggja líf sitt eða heilsu í hættu við björgun íslenskra manna úr lífsháska“. Afreks- merkið var fyrst veitt í janúar 1953. 9. október 1986 Stöð 2, fyrsta sjónvarpsstöðin í einkaeign, hóf útsendingar. Að loknu ávarpi Jóns Óttars Ragnarssonar sjónvarpsstjóra voru m.a. fréttir, umræðuþátt- ur um leiðtogafundinn og kvikmyndin 48 stundir. Í aug- lýsingu stóð: „Samkeppnin er orðin að veruleika!“ Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist … Sigurður Jón Einarsson er sjö- tugur í dag, 9. október. Hann býður fjölskyldu og vinum í kaffi laugardaginn 11. október í Vík- ingsheimilið, Traðarlandi 1, á milli kl. 15 og 17. 70 ára Anna Hulda Norðfjörð fram- haldsskólakenn- ari er sjötug í dag, 9. október. Vertu sífellt sumar- barn með sól í huga þínum. (Guðmundur Guð- mundsson skólaskáld) 70 ára ÉG er nýkomin heim úr þriggja vikna ferð frá Kína og Tíbet, það er níunda utanlandsferðin mín á árinu,“ segir Sigrún Klara Hannesdóttir sem fagnar 65 ára afmæli sínu í dag. „Ég setti mér það markmið þegar ég fór á eft- irlaun fyrir ári að ferðast til 100 landa áður en ég hætti að geta ferðast með góðu móti. Ég hef komið til 72 landa um ævina og meðal nýrra landa sem ég heimsótti á árinu eru Rúanda og Pólland auk Kína og Tíbets,“ segir Sigrún. Hún gegndi starfi prófessors við Háskóla Ís- lands þar sem hún kenndi bókasafnsfræði í um tuttugu ár. „Svo ákvað ég að kanna hvort það væri líf utan akademí- unnar og fór til Finnlands þar sem ég vann í fjögur ár sem fram- kvæmdastjóri norrænnar stofnunar,“ segir Sigrún. Hún hafi svo kom- ið aftur til Íslands árið 2002 og tekið við embætti landsbókavarðar. „Lífið er svo ljúft núna og það er einstakt að geta farið á eftirlaun á meðan maður er í fullu fjöri. Það þarf enginn að kvíða eftirlaunaaldr- inum hafi hann einhverjar hugmyndir um hvernig honum skuli var- ið,“ segir Sigrún. Afmælisbarnið ætlar að bjóða syni sínum Hallgrími Indriðasyni, tengdadóttur og tveimur barnabörnum auk systkina sinna og maka í kvöldmat á sunnudaginn. Í boði verður rammíslenskur matur, fiskur, lambakjöt og reykt sauðalæri. jmv@mbl.is Sigrún Klara Hannesdóttir 65 ára Bjartsýnn ferðalangur 5 8 1 6 4 7 6 2 8 9 3 4 2 9 3 6 8 6 1 5 9 1 3 5 8 4 5 6 3 4 1 5 8 7 3 4 5 3 8 9 4 1 2 6 7 6 4 9 7 2 3 5 1 8 1 7 2 8 5 6 9 4 3 7 1 6 4 3 9 8 2 5 4 9 5 1 8 2 3 7 6 8 2 3 6 7 5 1 9 4 2 8 1 5 6 4 7 3 9 9 6 7 3 1 8 4 5 2 3 5 4 2 9 7 6 8 1 9 2 8 5 4 9 8 6 3 4 8 9 2 5 1 3 7 3 8 6 2 1 9 7 1 2 5 4 4 3 5 1 8 9 6 2 7 6 8 2 3 7 4 1 5 9 1 7 9 5 2 6 8 3 4 8 4 3 7 6 2 5 9 1 2 6 1 9 5 3 4 7 8 5 9 7 4 1 8 3 6 2 3 1 4 6 9 7 2 8 5 7 2 6 8 4 5 9 1 3 9 5 8 2 3 1 7 4 6 5 1 4 8 9 7 5 2 5 7 3 8 6 3 7 7 6 4 6 8 3 9 2 8 6 7 5 9 2 6 7 1 5 9 7 4 6 8 1 5 3 2 3 1 8 4 5 2 7 6 9 2 5 6 7 9 3 4 1 8 8 4 2 5 6 7 3 9 1 5 6 9 3 1 4 8 2 7 1 3 7 8 2 9 6 4 5 6 8 1 9 3 5 2 7 4 4 9 5 2 7 6 1 8 3 7 2 3 1 4 8 9 5 6 Frumstig Miðstig Efstastig Lausn síðustu Sudoki. Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röð- inni. Sudoku dagbók Í dag er fimmtudagur 9. október, 283. dagur ársins 2008 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. Rf3 f5 2. d3 Rf6 3. e4 d6 4. exf5 Bxf5 5. d4 Dd7 6. Rc3 e6 7. Bd3 Bxd3 8. Dxd3 Rc6 9. a3 d5 10. Bf4 Bd6 11. Bg3 O–O 12. O–O Rh5 13. Hfe1 Hf6 14. Re5 Bxe5 15. Bxe5 Rxe5 16. Hxe5 Rf4 17. Dd2 Haf8 18. He3 Df7 19. Hf1 h5 20. Kh1 h4 21. Rd1 h3 22. g3 Rg2 23. Hb3 Hf3 24. De2 Hxb3 25. cxb3 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir nokkru í Montreal í Kanada. Bandaríski stórmeistarinn Hikaru Nakamura (2697) hafði svart gegn heimamanninum og alþjóðlega meistaranum Thomas Roussman- Roozman (2486). 25… e5! 26. dxe5 Df3 27. Rc3 Re3+! 28. Dxf3 Hxf3 29. He1 Hxf2 30. Rd1 Rxd1 31. Hxd1 Kf7 og hvítur gafst upp enda hróks- endataflið gjörtapað. Svartur á leik. Nýirborgarar Akranes Silja fæddist 12. september kl. 14.41. Hún vó 2.805 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Ína Björk Ársæls- dóttir og Reimar Mar- teinsson. Vestmannaeyjar Una Rakel fæddist 6. júlí kl. 2.47. Hún vó 3.414 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Anna Margrét Kristinsdóttir og Victor Leifur Ævarsson. Reykjavík Kristinn Snær fæddist 7. júlí kl. 7.00. Hann vó 4.165 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Ingibjörg Perla Kristinsdóttir og Jóhann Sveinn Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.