Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 17 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is HEIMILIN eru ekki rétti staðurinn til að geyma verðmæti jafnvel þótt þeim sé kannski fundinn staður í ör- yggisskápum. Borið hefur á því undanfarið að fólk treysti ekki bönkunum fyrir sparifé sínu þrátt fyrir loforð stjórn- valda um að innistæður séu tryggð- ar. Á sama tíma hefur komið kippur í sölu verðmætaskápa fyrir heimili. Hjá Öryggismiðstöðinni eru birgðirnar af verðmætaskápum nán- ast á þrotum og sendi fyrirtækið frá sér tilkynningu í gær þar sem fólk er hvatt til að forðast í lengstu lög að geyma stóraukin verðmæti á heim- ilum sínum. Slíkar ráðstafanir geti auðveldlega leitt til þess að heimili verði talin enn ákjósanlegri vett- vangur fyrir innbrot en þegar er. „Jafnframt teljum við rétt að benda fólki á að mjög varasamt get- ur verið að taka háar fjárhæðir út af bankareikningum og bera á sér lausafé. Óprúttnir aðilar geta auð- veldlega fylgst með viðskipavinum og séð ef um háar úttektir er að ræða,“ segir jafnframt í tilkynning- unni. Innbrotum fjölgar gjarnan á haustin þegar dimmir og spái því margir að þeim fjölgi enn vegna kreppunnar. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að innistæður og séreignasparnaður Íslendinga í íslensku bönkunum sé tryggur og inneignir skili sér til sparifjáreigenda. Þeim sem eru óró- legir má þó benda á læst bankahólf sem mögulegan valkost. Fólk geymi ekki verðmæti á heimilinu Sala á öryggisskápum fyrir heimili hefur rokið upp undanfarna daga Morgunblaðið/Júlíus Verðmætaskápar Geta gefið falskt öryggi en laðað að innbrotsþjófa. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is FJÁRHAGSÁÆLTANIR sveitarfé- laga hafa raskast vegna þróunar efnahagsmála og útlit er fyrir frekari erfiðleika. Sveit- arfélögin á höfuð- borgarsvæðinu ætla að sjá til þess að öll grunn- og velferðarþjón- usta sem þau veita íbúunum skerðist ekki og reyna að halda úti nauðsynlegum framkvæmdum. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) kom saman til aukafundar í gær til að fara yfir stöðuna í efnahagsmálum og áhrif hennar á rekstur og afkomu sveitarfélaganna. Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ, formaður SSH, segir þeg- ar ljóst að fjárhagsáætlanir fyrir yf- irstandandi ár muni ekki standast vegna gengisþróunar, verðbólgu og í sumum tilvikum vegna launahækk- ana og staðan hafi versnað mjög hjá sumum sveitarfélaganna. Þau eru að bregðast við þessu með sparnaði og hagræðingu, þar sem því verður við komið, en Gunnar tekur fram að grunnþjónustan verði ekki skert. Útlit er fyrir að útsvarstekjur dragist saman á næsta ári og segir Gunnar nauðsynlegt að fara yfir all- an rekstur og minnka kostnað, til þess að unnt verði að halda úti nauð- synlegri þjónustu. Þurfa aðgang að lánsfé Gunnar segir mikilvægt að tryggður verði aðgangur að lánsfé svo að sveitarfélögin geti áfram unn- ið að nauðsynlegum framkvæmdum og haldið uppi atvinnu. Bindur hann vonir við að það verði hægt með að- stoð Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. og í samvinnu við ríkisvaldið. Áætlanir sveitarfélaga raskast vegna stöðu efnahagsmála Áhersla á að grunn- þjónusta skerðist ekki Í HNOTSKURN »Samtök sveitarfélaga áhöfuðborgarsvæðinu (SSH) er samstarfsvettvangur sveitarfélaganna. »Framkvæmdastjórar sveit-arfélaganna skipa stjórn- ina, þar á meðal borgarstjór- inn í Reykjavík og oddvitinn í Kjósarhreppi. Gunnar Einarsson TALSVERT hef- ur borið á því að fólk hafi lagt peninga inn í inn- lánsdeild Kaup- félags Skagfirð- inga. Á sama tíma hefur borið á úttektum úr bönkum í heima- byggð en á Sauð- árkróki eru útibú frá Landsbankanum og Kaupþingi, auk Sparisjóðs Skagafjarðar. Geirmundur Valtýsson, fjármála- stjóri kaupfélagsins, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að fólk hefði sýnt innlánsdeildinni aukinn áhuga en hann vildi ekkert tjá sig um hvað lægi þar á bak við. Innlánsdeildin er sjálfstæð eining innan kaupfélagsins og fjármagnar sig sjálf. Innlánsvextir eru 15,2% á opnum reikningi en 6,8% á lokaðri bók, auk verðtryggingar. Það eru mjög svipuð kjör og bankar og sparisjóðir hafa verið að bjóða. „Kaupfélagið er rekið á gömlu einingunum, eins og það var upp- haflega stofnað til,“ segir Geir- mundur en Kaupfélag Skagfirðinga var stofnað árið 1889, eitt örfárra sem enn eru starfandi í landinu og hið langstærsta. Umfangsmikill rekstur Kaupfélagið rekur m.a. stór- markaðinn Skagfirðingabúð, bygg- ingavöruverslun, mjólkursamlag, sláturhús, bílaverkstæði, rafmagns- verkstæði, varahlutaverslun, skipa- afgreiðslu og fóðurstöð. Að auki er kaupfélagið eigandi útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæk- isins FISK Seafood, flutningafyr- irtækisins Vörumiðlunar og gagna- flutningsfyrirtækisins Fjölnets. Þá á kaupfélagið hlut í eignarhalds- félaginu Hesteyri. Spurður hvernig hljóðið sé í Skagfirðingum um þessar mundir segir Geirmundur það almennt vera gott. „Ég held að við séum ekkert illa stödd á landsbyggðinni, verst standa þeir sem hafa staðið í peningaplottinu.“ bjb@mbl.is Leggja inn peninga hjá innlánsdeild kaupfélagsins Geirmundur Valtýsson FRÉTTASKÝRING Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is ÞRÓUNIN í gengismálum hefur gert Ísland að vænlegri kosti í ferða- lögum en áður. Þetta segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. Hún seg- ir ljóst að ferðamenn hafi eytt pen- ingum hér í mun meira mæli en áður en það breyti því ekki að veikt gengi krónunnar þýði erfitt rekstrarum- hverfi fyrir ferðaþjónustufyrir- tækin. Ferðaþjónustan í heiminum öllum hefur dregist saman undanfarna mánuði og mun gera áfram. Talað hefur verið um að árið 2009 verði um 60 milljónum færri flugsæti í boði en í ár. Ráðstöfunarfé fólks hefur minnkað og ljóst að fleiri munu bíða með utanlandsferðirnar en gera má því skóna að þeir sem á annað borð kjósi að halda út fyrir landsteinana komi þangað þar sem gisting og uppihald er ódýrt og hagstætt er að versla. Virðist Ísland því vera ákjós- anlegur kostur fyrir marga erlenda ferðamenn um þessar mundir og hafa ferðaskrifstofur erlendis verið duglegar að markaðssetja landið með þeim hætti. Sigrún Hlín Sigurðardóttir, mark- aðsstjóri Ferðamálastofu, segir að þótt ferðalög teljist munaður og séu yfirleitt á lista fólks yfir það sem skera þurfi niður þegar kreppir að, séu ferðirnar yfirleitt það síðasta sem fólk taki út. Þ.e. fólk reynir frekar að spara og halda að sér höndum á öðrum sviðum. Sumar- leyfisferðirnar með fjölskyldunni detti síðast út af borðinu. Gæti eflt ímynd okkar Að mati Ólafar verða Íslendingar að horfa á þau tækifæri sem gengis- þróunin býður upp á og reyna að nýta sér þau um leið og tekist er á við þann vanda sem veiking krón- unnar skapar okkur. Hvorki Sigrún né Ólöf hafa orðið varar við að fólk sé hrætt við að koma til landsins í ljósi slæms efna- hagsástands og veikrar stöðu bank- anna. Þá telja þær ekki að ímynd Ís- lands hafi skaðast. Ólöf segir að ímynd landsins byggist ekki á efna- hagslegri stöðu þess eða fjárhags- legri stöðu fjármálafyrirtækja held- ur byggist hún á náttúru, menningu og ákveðnum þrótti sem í okkur búi. Sú ímynd þurfi ekki að skaðast þótt gengið sé í gegnum efnahagslegar þrengingar. „Ég held að kannski verði þetta til þess að efla ímynd okkar þegar fram í sækir, eftir því hvernig okkur tekst að takast á við þetta.“ Morgunblaðið/RAX Við Gullfoss Ímynd Íslands er í huga ferðamanna ekki tengd efnahagslegri stöðu heldur náttúru og menningu. Góður áfangastaður  Bankakreppa hefur ekki skaðleg áhrif á ímynd Íslands  Ferðalög með því síðasta sem fólk sker niður er kreppir að Í HNOTSKURN »Ferðaskrifstofur og flug-félög eru farin að mark- aðssetja Ísland sérstaklega sem hagkvæman áfangastað sökum veiks gjaldmiðils. »Ekki er talið að fólk óttistað ferðast hingað vegna slæms efnahagsástands og bankakreppu. »Þá þykir ólíklegt að ímyndferðamanna af Íslandi hafi skaðast þar sem hún byggi ekki á efnahagslegri stöðu heldur náttúru, menningu o.fl. ÍSLAND hefur, þrátt fyrir umrót í viðskiptalífinu, hækkað á lista Al- þjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) um samkeppnis- hæfni þjóða. Árið 2008-2009 er Ís- land í 20. sæti listans og hækkar sig úr 23. sætinu milli ára. Rétt er að taka fram að könnunin sem niður- staðan byggist á var gerð í vor. Í tilkynningu Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands segir að sem fyrr tróni Bandaríkjamenn í efsta sætinu. Næst koma Sviss, Danmörk, Svíþjóð og Singapore. Bretland er ekki leng- ur meðal tíu efstu þjóða á listanum og fellur í 12. sætið vegna veikingar markaða þar í landi. „Vísitala World Economic Forum um samkeppnishæfni er virtur mæli- kvarði á efnahagslíf 134 þjóða víða um heim,“ segir í tilkynningu Ný- sköpunarmiðstöðvar. Hún byggist á opinberum tölfræðiupplýsingum og viðhorfskönnun sem gerð er meðal stjórnenda í atvinnulífi 134 landa. Styrkleikar Íslands felist meðal annars í sterkum stofnunum (6. sæti), heilsu og grunnmenntun (2. sæti), framhaldsmenntun (4. sæti), tækni (6. sæti) og skilvirkni vinnu- markaðarins (6. sæti). Veikleikar Íslands séu á sviði þjóðhagslegs stöðugleika (56. sæti) og markaðsstærðar (118. sæti). Að- gangur að fjármögnun og verðbólga valdi mestum vandkvæðum í við- skiptum á Íslandi. elva@mbl.is Samkeppnishæfni Íslands batnaði í vor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.