Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FYRIR nokkrum ár-
um fóru einstaka rík-
isstofnanir og sveit-
arfélög að nota
kennitölu almennings
sem notendanöfn á net-
inu. Sú notkun er sífellt
að aukast. Hér verður
rætt um nokkur atriði
sem varða það mál.
Brjóta opinberir
aðilar reglur netsins?
Það ríkir nafnleysi á netinu sem
aðalregla, notendanöfn og lykilorð
eru óþekkt og aðeins gefin upp af eig-
anda þeirra og saman mynda þau
vörn fyrir einkalíf og persónuvernd
almennings. Þekkja flestir netnot-
endur þetta vel og ýmsir viðskiptaað-
ilar á Íslandi hafa virt þessar reglur
og nægir að nefna bankana sem
dæmi um það.
Í þessu sambandi má spyrja sig
hvort kennitalan sé opinber á Íslandi,
drjúgur hluti þjóðarinnar hefur að-
gang að þjóðskrá og hér er því haldið
fram að hún sé hálfopinber. Ef hún er
hálfopinber hafa opinberir aðilar
sennilega brotið nafnleynd netsins
með því að nota hana sem notenda-
nafn á netinu.
Ný áhætta
Hálfopinbert notendanafn getur
haft ótal afleiðingar og margar ófyr-
irséðar. Meðal annars vegna þess að
netvinnsla breytist hratt og hún get-
ur verið mjög persónuleg. Minna má
á að viðskipti með upplýsingar um
netnotendur eru blómleg, Google
safnar og selur upplýsingar um net-
vinnslu og netleitir almennings – og
notendanafn á netinu gegnir lyk-
ilhlutverki í upplýsingagreiningu.
Mjög óheppilegt er því að nota not-
endanafn sem bæði gefur lýsandi
upplýsingar um eigandann og er eins
ótvírætt einstaklingsauðkenni og
kennitalan er.
Hálfopinbert notendanafn er jafnt
fyrir fræga og umdeilda sem aðra.
Með notkun þess er hálfur sigur unn-
inn við að komast yfir aðgang að op-
inberum skrám um einstaklinga.
Seinni helmingurinn er lykilorðið. Ef
almenningur notar sama lykilorðið
víða eykst hættan á innbrotum. Það
gerist með vaxandi fjölda opinberra
aðila sem nota kennitöluna á vefjum
sínum því aðili sem hyggur á innbrot
getur þá prófað lykilorð almennings á
móti mörgum vefjum og er þá lyk-
ilorðið veik vörn.
Áhætta varðandi lyk-
ilorð er minnst ef einn
opinber aðili sér um
auðkennagreiningu við
login og getur tekið á
innbrotstilraunum.
Verður hagnýting
notendanafns víðtæk?
Hagnýting kennitöl-
unnar sem notenda-
nafns getur borið með
sér ýmsa viðbót-
arnotkun. Á netinu
ríkja ákveðnar hefðir
um notkun notendanafna og er m.a.
reiknað með því að notendanafn sé
hluti af netfangi og hluti af slóð á per-
sónutengdan vef. Ýmis önnur hag-
nýting opinberra aðila á not-
endanöfnum á netinu kann að vera
æskileg og er ófyrirséð núna, en op-
inberir aðilar þyrftu að hanna not-
endanöfn almennings á netinu þannig
að þau hafi víðtæka möguleika í fram-
tíðinni. Kennitalan veitir lítið svigrúm
til þessa.
Kennitalan sem
skráningarauðkenni
Kennitalan er stórfelldlega notuð
sem skráningarauðkenni í gagna-
vinnslu hér á landi og er því verið að
hagnýta með nýjum hætti lykilinn að
öllum skráningarfærslum um al-
menning. Mjög óheppilegt virðist
vera að nota sama skráningarauð-
kenni fyrir almenning í gagnavinnslu
og sem notendanafn á netinu og víð-
tæk notkun kennitölunnar á netinu
setur hana í uppnám sem skrán-
ingarauðkenni. Þá er hætta á því að
skrár með upplýsingum um almenn-
ing sem týnast eða lenda í röngum
höndum verði auðgreinanlegri en áð-
ur.
Auðkenni á stafrænu korti
Framundan er dreifing bankanna
á stafrænu korti og kortalesara, jafn-
vel á komandi vetri. Á kortinu verður,
auk kreditkortanúmersins og lykla,
nafn og kennitala almennings, en
ekki önnur auðkenni. Þetta bendir
viðskipta- og netheiminum á að nota
kennitöluna beint sem auðkenni á
netinu, annars þarf sennilega að gefa
út og dreifa nýju korti og gæti þetta
verið ábending um að opinberir aðilar
hyggist nota kennitöluna sem not-
endanafn á netinu í stórum stíl og til
lengri framtíðar.
Þarfir opinbers lífs eru í
mótsögn við hefðir netsins
Það virðist óhjákvæmilegt að al-
menningur fái nýtt og opinbert net-
fang til viðbótar við þau sem hann
þegar á. Hér er átt við einkvæmt og
óbreytanlegt netauðkenni. Það þurfa
flestir á því að halda að geta nálgast
samborgarana á netinu og meðal ann-
ars stjórnmálin og stjórnsýslan og
viðskipta- og fjármálaheimurinn.
Framtíðardraumar um pappírslaust
eða pappírslítið samfélag byggja á
þessu nýja og opinbera notendanafni.
Þessi þörf er í mótsögn við nafnleysi
netsins og kröfu netverja um að á
gatnamótum þess séu notendur ekki
krafðir um skilríki.
Framtíðarlausn fyrir auðkenni
Á netinu er þannig þörf fyrir tvö ný
ólík auðkenni, notendanöfn og auð-
kenni rafrænnar skráningar. Fara á
ólíkar leiðir við val á þessum auð-
kennum. Notendanafn á netinu þarf
að vera tilbúið auðkenni sem stendur
í ákveðnu sambandi við kennitöluna,
en inniheldur ekki þær lýsandi upp-
lýsingar sem hún gerir og til gagna-
skráningar þarf að mynda fjölmörg
auðkenni sem ekki eru opinber, öll
leidd af kennitölunni, eitt fyrir hvern
skráningaraðila, sem þýðir að hver
skráningaraðili hefur sína útgáfu af
þjóðskrá.
Með þessu móti geta opinberir að-
ilar þróað notkun almennings á op-
inberu notendanafni í margvíslegum
tilgangi og lítil áhætta myndast þeg-
ar skráningargögn um almenning
glatast, því þau gögn verða ekki
greinanleg á einstaklinga. Engu að
síður gæti almenningur haft fullan
aðgang að öllum gögnum sem skráð
verða í gagnagrunna á auðkennum
honum tengdum.
Málamiðlun við nafnleysi netsins
Ef almenningur fær einkvæmt not-
endanafn sem jafnframt er netfang
sem verður gert opinbert til að mæta
aðkallandi samfélagslegum verk-
efnum í stjórnmálum og stjórnsýslu
þurfa opinberir aðilar að verja það
netfang á margháttaðan hátt. Það er
vafalítið hægt, en vandséð hvernig
það verður gert og fordæmin engin
eða fá.
Haukur Arnþórsson
skrifar um persónu-
auðkenni í netsam-
skiptum
»Upptaka kennitölu
sem notendanafns
á netinu sýnir að notkun
hennar er komin í
sjálfheldu – finna
þarf framtíðarlausn
á rafrænum auðkennum
almennings.
Haukur Arnþórsson
Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Kennitalan sem
notendanafn á netinu
UM Kársnesbraut
fara um þessar mund-
ir um 9.000 bílar á sól-
arhring. Í Kárs-
nesskóla eru nú um
400 nemendur. Hér
áður fyrr voru 1100
börn í Kársneskóla og
á stundum fóru 12.000
bílar um Kársnesbraut
á sólarhring. Í þá
daga voru göturnar
mun verri í vest-
urbænum, fólk upp til
hópa fátækara en nú
en hugsanlega sáttara
við lífið og tilveruna.
Nú er hinsvegar runn-
in upp öld umhverf-
isskálkanna. Það er
sama hvað gera á í
einu bæjarfélagi, all-
staðar rísa upp öskurkórar, sem
reyna með ofbeldi að hygla sér prí-
vat gegn hagsmunum heildarinnar.
Í fyrra voru skipulögð verkleg
mótmæli gegn atvinnustarfsemi á
Kársnesi og vígorð uppi gegn haf-
skipahöfn. Þá kiknuðu hnjáliðirnir
undir bæjarstjórninni. Hún rýkur
til, afskrifar eiginlega höfnina og
breytir skipulaginu í íbúðabyggð til
að friða hávaðaliðið. Ekki gekk það
aldeilis betur. Núna ætla borðamál-
arar að stjórna því hvað og hvernig
skuli byggt. Ef þá yfirleitt bara
nokkuð. Er líka ekki yfirleitt
reynslan sú, „að hossirðu heimsk-
um skálki, hann gengur lagið á….
“?
Þetta mótmælalið verður aldrei
ánægt nema við gefumst upp og
seljum því sjálfdæmi. Það er auð-
vitað leið til að afstýra því, að um-
ferð aukist aldrei um Kárs-
nesbraut: Að byggja ekki neitt.
Fólkið eldist þá í hverfunum, skól-
inn verður ónýtur, bæjarlífið fer í
kyrrstöðu og hnignun. Er það
framtíðarsýnin fyrir vesturbæ
Kópavogs?
Við hafnarsinnar viljum sjá efl-
ingu hennar og atvinnustarfsemi á
nesinu. Fáum snyrtileg fyrirtæki í
vesturbæinn eins og þau í nýju
byggingunum á fyll-
ingunni. Þarna má
vera myndarleg inn-
flutningshöfn, sem er
ekki í siðlausu hafn-
argjaldasamlagi Faxa-
flóahafna. Þetta myndi
efla bæinn. Hafn-
arsinnar telja að
Kópavogur eigi ekki
að vera svefnbær fyrir
pólitíska flóttamenn úr
Reykjavík heldur lif-
andi athafnabær.
Við blasir auðvitað,
að það eru ónógar
akstursleiðir frá Kópa-
vogshöfn. Mætti ekki
leggja strandgötu inn
Kópavog útá Hafn-
arfjarðarveg fyrir
framtíðina á Kársnesi?
Þetta sýnist einföld
framkvæmd fyrir
svona 2-300 milljónir.
Brautin getur legið
annaðhvort í fjörunni eða þá á fyll-
ingu úti í sjó. Jafnvel í göngum eða
stokk að hluta til þó það sé svona
tvítugfalt dýrara á metrann en yf-
irborðsgata.
Á leirunum í Kópavogi var áður
rotþró fyrir vesturhlíðar Kópavogs
í bæjarstjórnartíð Samfylking-
arinnar og VG. Þeir gátu bara ekki
leyst frárennslismálin með um-
ræðustjórnmálum sínum. Nú eru
vogarnir okkar orðnir hreinir með
framkvæmdastjórnmálum núver-
andi meirihluta Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks.
Líklega munu einhverjir íbúar á
strandlengjunni segjast eiga sjóinn
og útsýnið fyrir framan sig. En eru
þeir eitthvað merkilegri en þeir
vestan á nesinu, þar sem er komin
sjófylling fyrir framan marga
glugga? Eiga ekki hagsmunir heild-
arinnar að ráða fremur en háværir
umhverfisskálkar ?
Nú rjúka upp 900 nýir mótmæl-
endur í Lindahverfi og vilja engar
byggingar í nágrenni við sitt hverfi.
Þeim er greinilega sama um hag
bæjarsjóðs, sem er nú boðið uppá
stórtekjur af nýju atvinnuhúsnæði.
Sem myndu renna meðal annars til
þess að greiða niður leikskólagjöld-
in að þremur fjórðu hlutum fyrir
þetta sama lið í Lindunum.
Það eru sífellt heimtaðir fleiri
leikskólar og hvers kyns þjónusta
af bæjarfélaginu. Hverjir 1000 fm í
atvinnuhúsnæði greiða kostnað 5
barna á leikskóla með fast-
eignagjöldum sínum. Hvort skyldu
umhverfisskálkar heldur vilja borga
hærri fasteignagjöld af sínum íbúð-
arhúsum eða hærra hlutfall sjálfir í
leikskólanum?
Halldór Jónsson
skrifar um
skipulagsmál
» Þetta mót-
mælalið
verður aldrei
ánægt nema
við gefumst upp
og seljum því
sjálfdæmi.
Halldór Jónsson
Höfundur er verkfræðingur.
Umhverfisskálkar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
Vertu viðbúin(n) vetrinum
Glæsilegt sérblað tileinkað vetrinum
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 31. október.
• Utanlandsferðir yfir vetrartímann.
• Skemmtileg afþreying innanlands.
• Vetraríþróttir - góð hreyfing og útivera.
• Hvað má gera sér til skemmtunar í vetur,
leikhús fleira.
• Teppi, kerti, bækur og annað hlýlegt.
• Haustskreytingar.
Meðal efnis er:
• Skemmtilegir og kósý hlutir fyrir
heimilið.
• Matarboð á veturna.
• Hvernig má verjast kvefi og öðrum
leiðindakvillum sem fylgja vetrinum.
• Bíllinn í vetrarbúning.
• Góð og hlý föt fyrir alla aldurshópa.
• Andleg heilsa.
Allar nánari upplýsingar veitir
Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is.
Ásamt fullt af öðru spennandi efni.
Auglýsendur!
Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 27. október.