Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 40
ÞRENNIR tónleikar verða haldnir til minningar
um Vilhjálm Vilhjálmsson í Laugardalshöllinni
um helgina. Margir af þekktustu tónlist-
armönnum landsins koma fram á tónleikunum,
meðal annarra Björgvin Halldórsson, Bubbi
Morthens, Diddú, Egill Ólafsson, Ellen Kristjáns-
dóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Helgi Björnsson,
Jónsi, KK, Lay Low, Páll Rósinkranz, Ragnheið-
ur Gröndal og Stefán Hilmarsson. Þá kemur
Þórhallur Sigurðsson, Laddi, einnig fram á tón-
leikunum, en hann mun taka lagið með skrítna
nafninu – „Einshljóðfærissinfóníuhljómsveitin“
en þar er á ferðinni eitt fyndnasta lagið sem Vil-
hjálmur söng. Heyrst hefur að Laddi ætli að vera
með heilmikið atriði í kringum lagið, og muni
meðal annars kynna nýjan karakter til leiks.
Annars er búist við því að tónleikarnir verði
hinir glæsilegustu, en kynnar verða þau Þuríður
Sigurðardóttir, Þura, og Magnús Kjartansson.
Stórum skjám hefur verið komið fyrir í Höll-
inni og verða meðal annars sýnd gömul brot með
Villa, auk þess sem nokkrir viðmælendur verða
teknir tali, þar á meðal Hemmi Gunn, Ómar
Ragnarsson, Jónas R., Jón Ólafsson og Þóra
Guðmundsdóttir, ekkja Vilhjálms.
Tónleikarnir verða annað kvöld klukkan 20,
og svo aftur á laugardagskvöld á sama tíma.
Uppselt er á hvora tveggja tónleikana, en ósótt-
ar pantanir verða seldar á midi.is kl. 10 í fyrra-
málið. Aukatónleikar verða svo haldnir á laug-
ardag kl. 16, og enn er eitthvað til af miðum á þá
tónleika.
40 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Fólk
Síðasta „innrás“ Kraums árið
2008 er nú komin á fulla ferð með
hljómleikaferð Skáta og Blood-
group. Fyrstu tónleikar sveitanna
fóru fram í Menntaskólanum á Eg-
ilsstöðum í gær og tókust víst með
ágætum þrátt fyrir hið almenna
þunglyndi sem nú leggst á landann
í kreppunni. Innrásin hófst í apríl
þegar Sign, Dr. Spock og Benny
Crespo’s Gang rokkuðu hringinn að
frumkvæði Rásar 2 og Sumargleði
Kimi Records fór svo fram um allt
land í júlí. Tónlistarhópurinn Njú-
tón hélt þrenna tónleika í júlí og
ágúst og svo fóru þær Elfa Rún
Kristinsdóttir og Melkorka Ólafs-
dóttir í heiðurs- og fagnaðartón-
leikaferð um kirkjur landsins í
ágúst. Fyrir síðustu innrásina er
ástralski New York-búinn Stuart
Rogers kominn til landsins og
hyggst hann gera tónleikaferð
Bloodgroup og Skáta skil í útvarps-
þáttum sínum. Stuart er víðfrægur
fyrir Podcast video-þætti sína af ís-
lensku tónlistarlífi.
Víðfrægur hlaðvarpi á
ferð um landið
Mótmælatónleikar Bubba fóru
fram á Austurvelli í gær. Fjöldi
fólks var samankominn til að hlýða
á Bubba leika með hljómsveit sinni
Stríði og friði en ekki síður til að
hlusta á baráttuboðskap tónlistar-
mannsins sem hefur heldur betur
fengið að finna fyrir efnahags-
þrengingum undanfarinna mánaða.
Í heilsíðuauglýsingu sem birtist í
Morgunblaðinu á mánudag voru
tvær aðrar hljómsveitir kynntar til
leiks, Ný dönsk og Sprengjuhöllin
en sú fyrrnefnda afboðaði sig
vegna fjarveru Daníels Ágústs.
Bubbi sagði þetta hins vegar um
síðari sveitina í Popplandi Rásar 2 í
gær: „Sprengjuhöllin þorði ekki.
Stelpurnar í Sprengjuhöllinni
sögðu að þær þyrðu ekki og að það
væri skjálfti í þeim. En þeir buðu
mér að segja að þeir væru veikir.“
Jahá! Um þetta er að sjálfsögðu
aðeins eitt að segja. B.O.B.A.
Stelpurnar í
Sprengjuhöllinni
SAGA graffítís nær langt aftur og
telja sumir hellaristur frumbyggja
upphaf þess. Fyrstu heimildir um
„nútíma“ graffítí fundust í hinni
fornu grísku borg Efesus og segja
sérfræðingar það vera auglýsingu
gleðikonu.
Það var síðan á sjöunda áratug
tuttugustu aldar sem graffítí eins
og við þekkjum það fór að líta dags-
ins ljós og er það oft tengt við hipp-
hoppmenninguna sem byrjaði þá að
mótast á götum New York-borgar.
Á áttunda áratugnum fór það að
færast af götunni og inn í listheim-
inn. Árið 1979 héldu tveir graffítí-
listamenn gallerísýningu í Róm og
voru það fyrstu kynni margra fyrir
utan New York af graffítíi.
Margir frægir graffítífrasar hafa
orðið til í gegnum tíðina og einn sá
frægasti, „Kilroy was here“, birtist
fyrst í seinni heimsstyrjöldinni. Á
hippatímanum mátti sjá frasann
„Yossarian lives“ víða á veggjum
og var það vísun í aðalpersónu
skáldsögunnar Catch-22. Frægasta
graffítí 20. aldarinnar er líklega
áletrunin „Clapton is God“ sem var
ritað á vegg í neðanjarðargöngum í
London haustið 1967. Frasinn var
gerður ógleymanlegur á ljósmynd
sem sýnir hund míga á vegginn
undir áletruninni.
„Kilroy var hér“
Þekkt Einn frægasti graffítífrasinn var ritaður af aðdáenda Claptons.
Áhrifa graffítílistarinnar fór að gæta í
listheiminum á áttunda áratugnum
MENNING
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
HANN lætur ekki mikið yfir sér
hinn fjórtán ára Ýmir Grönvold er
ég hitti hann í versluninni Mo-
hawks á Laugavegi í októberrign-
ingunni. Fundarstaðurinn var ekki
valinn af tilviljun því Ýmir heldur
sína fyrstu myndlistarsýningu í
búðinni um þessar mundir. Verkin
teljast líklega ekki hefðbundin,
graffiti á striga.
„Það er um ár síðan ég fór að
graffa á striga en um helmingi
lengra síðan ég byrjaði að graffa,“
svarar Ýmir og bætir við að marg-
ir graffarar stundi það líka að
vinna á striga.
Fylgir ímyndunaraflinu
Graffarar hafa löngum verið
kenndir við hið illræmda veggja-
krot og veit Ýmir ekki hvort það
hafi aukist að þeir spreyi á striga
eftir að farið var að taka harðar á
veggjakroti. „Það er nú verið að
leysa graffitivandann í Hafnarfirði
en það verður leyft í öllum und-
irgöngum þar í bæ með von um að
koma í veg fyrir krot. Að spreyja á
striga er samt til hliðar við veggja-
graffið, t.d. ef það er rigning úti
og mig klæjar í puttana að fara að
graffa, er í miklu stuði, þá er gott
að eiga möguleikann á að vinna á
striga,“ segir Ýmir sem er nemi í
9. bekk í Öldutúnsskóla í Hafn-
arfirði.
Graffiti er ný list en er það er
komið á striga má spyrja sig hvort
ekki mætti kalla það afturhvarf til
fortíðar. „Jú eiginlega,“ segir Ým-
ir spurður að þessu. „En ég held
að það sé mikil framtíð í þessu
formi. Ég nota líka olíumálningu
og pensla, vinn bakgrunninn til
dæmis á þann hátt, sletti síðan á
strigann með þynntri olíumálningu
og spreyja svo yfir,“ segir hann og
kveðst fylgja ímyndunaraflinu í
listsköpun sinni.
Breikari í ballett
Ýmir hefur að eigin sögn teikn-
að síðan hann var tveggja ára og
alltaf haft gaman af list. Það sem
heillar hann við graffið eru litirnir
og stafirnir. „Mér hefur alltaf
fundist það mjög flott, skemmtileg
aðferð að vinna og ég er góður í
því,“ segir hann af hógværð og fer
ekki með neitt fleipur því aðeins
tvær af átján myndum á sýning-
unni eru óseldar.
„Það hefur komið mér á óvart
hversu vel hefur gengið að selja.
Það hafa meðal annars nokkrir út-
lendingar keypt verk,“ segir Ýmir
sem verðlagði myndirnar eftir
stærð og þeirri vinnu sem hann
lagði í þær. Reglulega eru haldnar
sýningar í versluninni Mohawks en
það byrjaði með að Ýmir fór á
fund eigenda hennar og spurði
hvort hann mætti ekki halda sýn-
ingu, vel var tekið í þá bón.
Ýmir er hæfileikaríkur ungur
maður en auk þess að stefna hátt í
myndlistinni æfir hann dans. „Ég
hef æft breikdans í hátt í tíu ár og
nýlega byrjaði ég að æfa nútíma-
listdans, djassballett og ballett.“
Pilturinn á ekki langt að sækja
hæfileikana; faðir hans Úlfur
Grönvold er listamaður, bróðir
ljósmyndari og systir á leið í list-
nám.
Spurður hvert hann stefni í
framtíðinni stendur ekki á svari.
„Ég ætla í Listaháskólann og síðan
kannski til útlanda seinna í frek-
ara nám.“
Gæjalegur graffari
Ýmir Grönvold er dansandi graffítílistamaður sem heldur sína fyrstu mynd-
listarsýningu um þessar mundir – verkin hafa rokið út og sum til útlanda
Morgunblaðið/Kristinn
Góður Ýmir Grönvold segir litina og stafina hafa heillað sig mest við graffitíið. Hann stefnir á listnám erlendis.
Fnykur Ýmir vann myndina af lögreglumönnunum fyrst í tölvu, límdi hana
svo á striga sem hann hafði málað og vann svo frekar í kringum myndina.
Laddi með nýjan karakter á Villa Vill-tónleikum
Mörg andlit
Laddi hefur
skapað marga
ódauðlega
karaktera,
þar á meðal
Eirík Fjalar.