Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 19 FRÉTTIR TÍSKA OG FÖRÐUN Stórglæsilegt sérblað um tísku og förðun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 17. október. Meðal efnis er: • Andlitshúðin. • Líkamshúðin. • Brúnkukrem. • Ilmvötn. • Varalitir. • Förðun og snyrtivörur. • Hárið í vetur, hvað er í tísku. • Kventíska. • Karlmannatíska. • Fylgihlutir. • Skór. • Brjósthaldarar. • Aðhaldsnærföt. • Góð stílráð. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 13. október. Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is FLEST síldveiðiskipanna hafa síð- ustu daga verið að veiðum í Síld- arsmugunni. Í gær voru m.a. Lundey, Ingunn og Faxi frá HB Granda, Sam- herjaskipin Margrét og Þorsteinn og Börkur frá Neskaupstað að veiðum á svæðinu. Skip Eskju voru á leið á miðin; Aðalsteinn Jónsson eftir lönd- un í Bodö í Noregi á mánudag og Jón Kjartansson í sína fyrstu veiðiferð eftir að hafa verið í slipp undanfarið. Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni, sagðist hafa heyrt í þeim á Berki í gærmorgun og afla- brögð hefðu verið heldur dræm. „Einhverjir fengu upp í 200 tonn í nótt, aðrir minna, og svo var að byrja að bræla á þá,“ sagði Grétar í símtali í gær og bætti því að aflabrögð væru skást yfir blánóttina. „Við höfum ekki verið á sjó síðan í ágúst,“ segir Grétar. „Þá vorum við á makríl og síld og það var ljómandi vertíð. Síðan fór skipið í slipp til Reykjavíkur og nú er það síldin. Þetta hefur verið heldur dræmt held ég, en Aðalsteinn Jónsson landaði þó rúmlega 500 tonnum af frystum flök- um í Bodö á mánudaginn og um 500 tonnum í bræðslu. Aflinn fékkst á innan við viku þannig að það var fínt. Það fæst gott verð fyrir síldina eins og fyrir annan fisk og raunar allan út- flutning. Við græðum á lágu gengi sjómennirnir.“ Kreppan snertir okkur öll Grétar sagði að eðlilega hefðu strákarnir um borð áhyggjur af bankakreppunni. „Auðvitað hugsum við til þeirra sem eru að glíma við þessa bankakreppu og þetta snertir okkur öll á einhvern hátt. Maður heyrði áhyggjutón í fólkinu á götunni heima á Eskifirði áður en við fórum út. Samt eru margir verr settir en við sem höfum útgerð og fiskvinnslu og það væri margt öðruvísi fyrir austan ef álverið væri ekki komið. Eina sem gildir núna er að fiska, fiska og fiska og búa til gjaldleyri fyr- ir þjóðarbúið. Ekki veitir af,“ sagði Grétar Rögnvarsson. Fiska, fiska og fiska  Gott verð fæst fyrir síldina eins og annan útflutning  Dræm veiði hjá skipunum sem eru í Síldarsmugunni Ljósmynd/Helgi Garðarsson Á miðin Jón Kjartansson SU 111 var á leið á miðin í Síldarsmugunni í gær, nýkominn úr slipp í Reykjavík. Á mynd- inni kemur skipið með fullfermi, um 2.400 tonn, af makríl og síld inn til Eskifjarðar síðastliðið sumar.                 QM V @AV AV NAV NAV( ! " # OAV( @AV @MV  %& N #   =A # =* FRÁ því að síldarfrysting hófst hjá fiskiðjuveri HB Granda á Vopnafirði um miðjan september var búið að frysta alls tæplega 600 tonn af afurðum á mánudag. Þetta er haft eftir Magnúsi Róbertssyni vinnslustjóra á heima- síðu HB-Granda. Magnús segir að síldin, sem barst til vinnslu í september, hafi yfirleitt verið mjög væn en upp á síðkastið hafi hún verið blandaðri að stærð. Meira hafi komið með af íslensku sumargotssíldinni og eftir sýna- töku um borð í skipunum fari ekkert á milli mála hvað sé norsk-íslensk vor- gotssíld og svo íslensk sumargotssíld. Að sögn Magnúsar hefur hlutfall ís- lensku síldarinnar farið mest upp í rúman fimmtung af heildaraflanum í síðustu veiðiferðum. 600 tonn fryst á Vopnafirði Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is RÚM vika er nú þar til í ljós kemur hvort Ísland fær sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna en kosið verður föstudag- inn 17. október. Telja verður víst að atburðir síð- ustu daga hafi áhrif á stuðning við framboð okkar Íslendinga en Kristín A. Árnadóttir, sem stýrt hefur kosningabaráttunni, segir ekki koma til greina að draga framboðið til baka. „Nei, það hefur ekki komið til álita. Þetta framboð er ekki einkamál Ís- lendinga, þetta er norrænt framboð sem við höfum fjárfest í bæði fé, tíma og orku um tíu ára skeið og það að gefast upp á síðustu metrunum er ekki í anda okkar Íslendinga.“ Kristín segir ástandið á Íslandi vissulega hafa komið til umræðu hjá Sameinuðu þjóðunum og meðal full- trúa einstakra ríkja en hún segist þó ekki finna fyrir þverrandi stuðningi við framboðið. „Við erum búin að mynda góð vinatengsl og gott sam- band við mjög margar þjóðir og finn- um vel fyrir því að menn hafa trú á Ís- lendingum. Við erum auðvitað spurð um þróun mála en við finnum fyrir því að það er ákveðin umhyggja fyrir Ís- landi meðal annarra ríkja.“ Hún leggur áherslu á að ljúka því verkefni sem hafið er þrátt fyrir að horfurnar hafi versnað. „Við vitum ekki hvort við náum kjöri og verðum bara að spyrja að leikslokum. En við erum þess fullviss að hvort sem við náum kjöri eða ekki skiptir miklu máli fyrir okkur að gefast ekki upp á loka- metrunum og ég held að það myndi verða mikil uppörvun fyrir þjóðina ef við fengjum þetta hlutverk sem við höfum keppt að því að fá.“ Spurt um ástandið í aðdraganda kosninga Kosið verður um setu Íslands í öryggisráði SÞ í næstu viku Kristín A. Árnadóttir Í HNOTSKURN »Kostnaður við framboðiðfrá árinu 2001 er orðinn 249 millj. kr. skv. heimasíðu framboðsins. » Ísland býður sig fram fyrirhönd Norðurlandaþjóða, en mótframbjóðendur eru Tyrkland og Austurríki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.