Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FORRÆÐI karllægra gilda með gróðasjónarmið, fífldirfsku og eiginhagsmunasemi að leiðarljósi verður að linna enda eru þau komin í þrot. Þetta segir í ályktun Femín- istafélags Íslands, vegna stöðunnar í íslenskum efnahagsmálum. Í ályktuninni segir að Íslandi riði á barmi gjaldþrots og hugmynda- kerfi kapítalismans og frjálshyggj- unnar séu fallin. Það sé einnig ljóst að þeir karlar sem hingað til hafa haldið um stjórnartaumana séu ekki hæfir til starfans. Reynslan sýni að þau ríki sem notið hafa leiðsagnar kvenna í upp- byggingu eftir samfélagslegt hrun, standi betur en önnur. Skipa eigi nýtt fólk til stefnumótunar, konur jafnt sem karla. Karllægu gild- in reynast illa Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÉG hef á síðustu dögum og vikum fengið fjölda fyrirspurna frá sam- löndum mínum þar sem þeir leita svara við því hvernig þeir eigi að standa að málum áður en þeir yfir- gefa Ísland. Þeir vilja t.d. vita hvernig þeir geti gert upp skatta- mál sín áður en þeir flytja af landi brott,“ segir Michal Sikorski, ræðismaður Pól- verja á Íslandi. Aðspurður seg- ir Sikorski ekki ólíklegt að allt að helmingur þeirra tíu þúsund Pól- verja sem hérlendis eru búsettir muni hverfa aftur til heimlands síns eða annarra landa í Evrópu í at- vinnuleit. „Auðvitað eru margir, sér- staklega þeir sem fest hafa hér ræt- ur og eiga börn hérlendis eða líkar vel að vera hér, sem geta alls ekki hugsað sér að fara og munu reyna, líkt og Íslendingar allir, að bíða erf- iða stöðu efnahagsmála hérlendis af sér,“ segir Sikorski. Fara heim til Póllands til að vinna fyrir lánum hérlendis „Hins vegar eru margir sem telja sig ekki lengur hafa efni á að vera hér, sérlega í ljósi þess að þeir geta unnið sér inn helmingi hærri tekjur í Póllandi en hér í ljósi veikingar krónunnar að undanförnu,“ segir Sikorski. Tekur hann fram að sumir þeirra sem leitað hafa til hans hafi tekið bíla- og íbúðalán hérlendis, en hugleiði nú þann kost að fara heim til Póllands og vinna þar til þess að geta greitt af lánum sínum hér- lendis. Fékk ekki að skipta evrum yfir í íslenskrar krónur Í samtali við Morgunblaðið segir Sikorski marga landa sína hafa haft samband við sig á síðustu dögum til þess að leita sér aðstoðar og upplýs- inga. Þannig megi segja að fyrir- spurnum hafi hreinlega rignt inn. Segir hann marga hafa haft áhyggj- ur af því að ekki sé lengur hægt að flytja launin milli landa. „Raunar virðist allt hreinlega vera stopp í bankaviðskiptum landa á milli, því ég reyndi sjálfur að millifæra evrur að utan til Íslands og skipta þeim í íslenskar krónur og var neitað um slík viðskipti í bankanum. Ég verð að viðurkenna að ég varð mjög hissa, því ég hélt að það vantaði er- lendan gjaldeyri hérlendis, ekki öf- ugt.“ Að sögn Sikorskis bar nokkuð á því um síðustu mánaðamót að pólsk- ir starfsmenn í byggingariðnaði hafi ekki fengið útborgað, heldur ein- vörðungu verið réttur flugmiði aðra leiðina frá Íslandi með þeim útskýr- ingum að viðkomandi verktaki væri að sigla í gjaldþrot. „Margir þeirra sem leitað hafa til mín hafa haft áhyggjur af því hvern- ig þeir eigi að fara að því að taka bíla sína með sér til Póllands við heimförina,“ segir Sikorski og tekur fram að eftir því sem hann komist næst sé orðið nær uppbókað í ferðir Norrænu frá Íslandi á næstunni. Ekki reyndist unnt að fá upplýs- ingar um bókunarstöðuna hjá Nor- rænu ferðaskrifstofunni í Reykjavík sem sér um sölu ferða í Norrænu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Á heimleið Fjöldi útlendinga, aðallega þeir sem starfað hafa í byggingariðnaði, er nú á förum frá landinu. Fyrirspurnum rignir inn  Ræðismaður Pólverja býst við því að helmingur Pólverja muni yfirgefa Ísland  Margir sjá sér frekar hag í því að vinna fyrir bílalánunum í heimalandi sínu 8, '. *.!. 'R4(.&&"!< /%-&"& BMA BAA OMA OAA NMA NAA MA A &" '( $ S  S S T   Michal Sikorski Hvað er E-301 vottorð og hvenær er sótt um slíkt? Ef einstaklingur ætlar í atvinnuleit í öðru EES-landi er hægt að fá vottað að hann hafi verið atvinnuleysis- tryggður á Íslandi. Þetta er gert með því að sækja um E-301 vottorð hjá Vinnumálastofnun. Hversu margar óafgreiddar E-301 umsóknir eru fyrirliggjandi hjá Vinnumálastofnun núna? Á tímabilinu frá 29. september til 8. október höfðu Vinnumálastofnun alls borist 122 umsóknir um E-301 vottorð. Hversu mörg E-301 vottorð hafa verið afgreidd á síðustu árum? Árið 2004 voru alls gefin út 377 E-301 vottorð, þar af voru 8 gefin út til Póllands, en Pólverjar eru um 70% af erlendu vinnuafli á Íslandi. Árið 2005 voru gefin út 425 vottorð, þar af 8 til Póllands. Árið 2006 voru gef- in út 494 vottorð, þar af 50 til Pól- lands. Árið 2007 voru gefin út 1.208 vottorð, þar af 798 til Póllands. S&S „SÍÐUSTU daga hafa bankarnir verið með há- mark á milli- bankafærslur, en núna virðist al- farið vera búið að loka á öll gjaldeyrisvið- skipti,“ segir Einar Skúlason, framkvæmda- stjóri Alþjóðahússins. Segir hann Alþjóðahúsið hafa fengið fjölda fyrirspurna vegna þess að innflytj- endur sem hér vinna geta ekki lengur flutt launin milli banka- reikninga til heimalands síns. Að sögn Einars getur reynst snú- ið að útskýra fyrir skjólstæðingum Alþjóðahússins hvers vegna þeir geti ekki millifært laun sín heim. Margir þeirra sem leiti til Alþjóða- hússins framfleyti allri fjölskyld- unni sinni í heimalandinu og hafi eðlilega áhyggjur af ástandinu. „Við biðjum fólk að bíða átekta og sýna þolinmæði, því það er verið að vinna í því að leysa málin. Við bendum fólki líka á að allir séu á sama báti. Það fær enginn ein- hverja sérstaka fyrirgreiðslu um- fram aðra. Þetta snýst ekki um þjóðerni eða ríkisborgararétt. Það er það eina sem við getum sagt á þessum tímapunkti,“ segir Einar. Geta ekki flutt laun sín heim Einar Skúlason Bankakreppan Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is EFTIR að ljóst varð að Glitnir og Landsbankinn myndu ekki geta staðið við skuldbindingar sínar ósk- uðu stærstu eigendur beggja þess- ara banka eftir greiðsluþroti. Þetta á við um Stoðir (FL-Group), stærsta eiganda Glitnis, og Samson sem er stærsti eigandi í Landsbankans. Þá hefur Landsbankinn í Luxemborg óskað eftir greiðslustöðvun, en bank- inn var næststærsti eigandi Lands- bankans á Íslandi. Samson og Landsbankinn Luxem- borg eru einnig tveir af stærstu eig- endum í Straumi. Eignirnar hurfu Verðmæti eigna Samson, Lands- banka Luxemborg og Stoða í Lands- banka og Glitni var fyrir nokkrum dögum metið á marga tugi milljarða. Eftir að bankarnir komust í þrot urðu þessi verðmæti að engu. Á fé- lögunum hvíldu miklar skuldir sem m.a. voru veðsettar í hlutabréfunum í bönkunum. Þessar skuldir voru komnar í uppnám og því aðeins ein leið fyrir stjórnendur þeirra, þ.e. að biðja um greiðslustöðvun. Greiðslustöðvun fer illa með eigendur banka  '.  >  .'. 8# #   .2 <"#4 &*#&/.&/ 4*- /L17224 &9*%4*- ;#.#4 "/-/# /!/ % *. '/#*.2&.#4)4 48K&)?4!/#  '  2AB. CDDE BFGFHD BDGCCD IGJKD IGIKD IGDDD LDGDLD BDDGDDD CFFI A# =  1= L.%/4 ( #.&4%/-&#*.&.&2"# 2 /4 &9*%4 ( )-*7#.%%84 /&/%#:.4@ )-*7#.%%849*#% "&/#! ;#.#4 "/-/# /!/ % *. '/#*.2&.#4)4 48K&)?4!/# 3 '  2AB. CDDE CHGJBD BDGBJD KGEED FGHCD FGCDD HEGLCD BDDGDDD HEEK     '  2B. CDDE "*. #   2#2   #* ." /&'%14% /&'%4-4;/ % % /&'%1/&.4 4+4%/-&# #/"!"#+ "#;/#<%4-8<#-14- ;#.#4 "/-/# /!/ % *. '/#*.2&.#4)4 48K&)?4!/# HBGLJD KGECD FGKJD FGBBD CGFHD FKGDKD BDDGDDD FKJD A# =  1= " *+=M '  2B. CDDE "*.  . '. "    #* ." /&'%14% 4-4/;/ %,;9 #/"!"#+ "#;/#<%4-8<#-14- 4*'2* ;#.#4 "/-/# /!/ % FHGFBD CBGJCD IGKJD HGJCD FGJLD CKGICD BDDGDDD A# =  1= *. '/#*.2&.#4)4 48K&)?4!/4*9#/ !/#4BA48K&)4H*9#/UNOM?QPI LGC JJK FRAM kom á blaðamannafundi for- sætisráðherra í gær að borið hefði á hnökrum í erlendum viðskiptum ís- lenskra fyrirtækja í gær sem skap- ast hefði vegna bankanna. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir vandamálin sem upp komi í bankaviðskiptum birtast í öllu mögulegu. Til dæmis fái fyrirtæki ekki afgreiðslu ábyrgðarlána eða eðlilega greiðslufresti. „Venjulega þegar stofnaður er nýr banki tekur langan tíma að und- irbúa það en hér er þetta gert á einni nóttu. Þess vegna verður mikið basl með eðlilega bankaþjónustu og jafn- vel einfaldir hlutir eins og að flytja fasteignaveð getur tekið óratíma. Maður hefur skilning á því hvað það er risavaxið verkefni að koma þessu öllu af stað, en maður skilur líka óþægindin sem viðskiptavinir verða fyrir. Það er nauðsynlegt að þetta komist í eðlilegt horf sem fyrst til að rekstur fjölmargra fyrirtækja verði ekki fyrir verulegum truflunum.“ HB Grandi hefur eins og önnur fyrirtæki fundið fyrir töfum í eðli- legum bankaviðskiptum. Eggert Guðmundsson forstjóri segir að þar reyni menn að sitja ástandið af sér og ýta þeim málum á undan sér sem hægt sé. Aðstæður hafi verið skýrð- ar fyrir erlendum viðskiptavinum og mætt skilningi. „Það sem skiptir mestu máli er að kerfin fari að virka eins og þau eiga að gera,“ segir Eggert. Forsætisráðherra sagðist á Alþingi í gær hafa falið Seðlabank- anum að gera ráðstafanir þannig að öll viðskipti geti farið fram með eðli- legum hætti í dag. Truflanir í viðskiptum Vilhjálmur Egilsson Eggert Guðmundsson GEIR H. Haarde forsætisráðherra hefur átt samræður við alla for- sætisráðherra Norðurlandanna, að því er fram kom í máli hans á blaða- mannafundi í Iðnó í gær. „Við átt- um mjög góð samtöl […] og ég setti þá inn í það sem hér er að gerast, veitti þeim upplýsingar sem þeir voru að falast eftir,“ sagði Geir en að hans sögn mætti hann miklum velvilja. Geir áréttaði mikilvægi þess að vinaþjóðir Íslands hefðu eins góðar upplýsingar og mögulegt er á þess- um tímum og greindi frá því að margir aðrir ráðherrar hefðu líka haft samband við kollega sína á Norðurlöndunum. halla@mbl.is Í sambandi við Norðurlönd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.