Morgunblaðið - 09.10.2008, Síða 14

Morgunblaðið - 09.10.2008, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Bankakreppan SPURÐUR hvernig hafi verið að ganga í gegnum atburði síðustu daga segir Halldór J. Krist- jánsson það ekki hafa verið erf- itt fyrir sig persónulega. „Ég er maður með mikið jafn- aðargeð og held ró minni í öllum aðstæðum. Hitt er það að mér þykir leitt að sjá þær neikvæðu afleiðingar sem af þessu hljót- ast. Hluthafar Landsbankans glata verðmætum sínum og aðrir bankar og fyrirtæki lenda í vand- ræðum. Það er einnig áhyggju- efni að verða vitni að áhyggjum einstaklinga af sparnaði sínum, en ríkisstjórnin hefur unnið mjög gott verk við vandasamar að- stæður.“ Halldór segir alla sína hugsun snúast um að varðveita verð- mæti viðskiptavinanna, innlánin og þá sem hafa fjármuni sína í sjóðum. „Allt sem starfsfólk okkar hefur unnið síðustu daga miðar að því að tryggja stöðu al- mennra viðskiptavina Lands- bankans. Þeir verða að hafa al- gjöran forgang. Forgangsröðunin hjá ríkisstjórninni hefur verið rétt í því að tryggja hag inni- stæðueigenda og að greiðslu- miðlun gangi vel fyrir sig,“ segir Halldór og telur mest um vert að grunnstoðir íslensks atvinnu- lífs séu sterkar og lang- tímahorfur öfundsverðar eins og komið hafi fram í nýlegri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Ég er maður með mikið jafnaðargeð“ Hvenær var Icesave stofnað? Innlánsreikningurinn var stofnaður í Bretlandi í október fyrir tveimur árum, sem netbankareikningur með hagstæðari innlánskjörum en flestir breskir bankar buðu. Hvað lögðu margir inn á Icesave-reikningana? Undir það síðasta voru netreikn- ingarnir komnir vel yfir 200 þús- und í Bretlandi. Þúsundir reikninga voru stofnaðir í Hollandi síðan í maí á þessu ári, hátt í 20 þúsund. Hve háar voru innistæður? Áður en Icesave-reikningum var lokað í Bretlandi námu innistæður um 4,8 milljörðum punda, jafnvirði um 1.000 milljörðum króna sam- kvæmt viðmiðunargengi Seðla- bankans síðdegis í gær. Hvenær bar fyrst á úttektum af reikningunum? Landsbankinn varð fyrst var við það í febrúar og mars á þessu ári að breskir sparifjáreigendur fóru að ókyrrast vegna neikvæðra frétta af íslensku efnahagslífi. Tóku þá allnokkrir peninga út af Icesave en innlagnir jukust þó á ný. Hvar eru peningarnir nú? Innlánin í Bretlandi voru einkum notuð útlána í Bretlandi, til ýmissa fjárfestinga þar í landi. S&S Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is I cesave-innlánsreikningur Landsbankans í Bretlandi og Hollandi hefur verið í sviðs- ljósinu eftir að ríkið tók yfir rekstur bankans og reikn- ingunum var lokað. Fyrst var farið að bjóða upp á þessa reikninga í október árið 2006. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir stofnun þessara innlánsreikninga hafa verið skynsamleg viðbrögð bankans við erfiðleikum sem steðjuðu að íslensku efnahagslífi og neikvæðri umræðu um íslensku bankanna er- lendis. „Eðlileg viðbrögð af hálfu Lands- bankans voru að minnka markaðs- fjármögnun og skuldabréfaútgáfu og hefja alþjóðlega töku innlána, til að hafa fjármögnun bankans sem dreifð- asta. Þetta gekk að mörgu leyti miklu betur en við höfðum áætlað. Þegar við sáum hve fjárhæðir voru orðnar stórar og þetta ástand allt var að breytast í heiminum þá töldum við skynsamlegt að færa Icesave- reikn- inginn yfir í breskt dótturfélag, þann- ig að hann væri hluti af breskri áhættu. Við lögðum fram hugmyndir um þetta þegar í mars í þessu ári.“ - Af hverju á þeim tímapunkti? „Við vorum farnir að undirbúa þetta í byrjun ársins, vegna þess hvað reikningurinn var stór og að þá var hafin umræða um hvort innláns- trygging væri í Bretlandi eða Evr- ópu, þá töldum við skynsamlegt að færa þetta yfir í breskt dótturfélag. En til þess þurftum við tilslakanir þar sem fjárhæðin var það stór, og við ætluðum að sameina Icesave starf- semina inn í Heritable-bankann, með eignum útibús okkar í London. Við unnum að þessu en fengum ekki eðli- legar forsendur að okkar mati frá þarlendum yfirvöldum og eftirlits- aðilum. Síðan fóru fram viðræður um þetta milli Fjármálaeftirlitsins hér á landi og í Bretlandi. Viðræður um síðustu helgi Við vorum í viðræðum við breska fjármálaeftirlitið um síðustu helgi, þegar við sáum að lausafjárkreppan í heiminum var að gera öllum bönk- unum erfiðara fyrir. Menn verða að skoða þetta í samhengi, það er djúp efnahagskreppa í öllum heiminum sem gerir það að verkum að okkar að- stæður verða verri. Þær fóru enn versnandi við þjóðnýtingu Glitnis, en samhliða lækkaði lánshæfismat, skuldatryggingarálagið rauk upp og við tók gífurlega neikvæð umfjöllun í fjölmiðlum.“ - Um hvað snerust þessar við- ræður? „Við vorum í viðræðum við breska fjármálaeftirlitið um að gera þetta með skipulögðum og skjótum hætti. Til þess þurftum við aðstæður sem því miður sköpuðust ekki á þessum stutta tíma.“ - Hvaða forsendur þurftu að liggja fyrir? „Við núverandi aðstæður þurftum við fyrst og fremst ákveðnar aðgerð- ir, sem ég get ekki tjáð mig um. Ég er ekkert að sakast við neinn, en ef ég á að gagnrýna einhvern þá finnst mér breska fjármálaeftirlitið hefði mátt aðstoða okkur betur við að fara þessa leið. Hitt er það, að þessir reikningar sköpuðu í raun og veru stöðugleika í rekstrinum við allar venjulegar að- stæður. Þetta var stöðugt form á fjár- mögnun og skynsamleg stefnumótun af hálfu Landsbankans.“ - Var einhver fyrirstaða við þetta af hálfu FME hér á landi? „Nei, alls ekki, þeir studdu okkur með ráðum og dáð. Íslenska fjár- málaefirlitið hefur stutt mjög vel við bakið á okkur og var þess hvetjandi að færum þá leið að stofna breskt fé- lag um þennan rekstur.“ - Hvað voru upphæðirnar orðnar háar á reikningunum? „Þetta voru háar fjárhæðir, sem skiptir hundruðum milljarða króna. En hafa verður í huga að á móti þessu eru miklar eignir í Bretlandi, þó að þær séu minni en innlánin. Ég ítreka að þetta var skynsamleg leið og áhættudreifð en hún er auðvitað vandasöm í svona ótrúlega erfiðum aðstæðum sem allur fjármálaheim- urinn hefur lent í. Dýpsta kreppa allra tíma Í Bretlandi er ríkið að fara inn í traustustu máttarstólpa bresks efna- hagslífs í dag, við erum að tala um Barclays banka, Lloyds, Royal Bank of Scotland, stærstu banka Bretlands. Ef þeir eru að lenda í vandræðum við þessar aðstæður, er það furða að við lendum í lausafjáraðstæðum hér heima? Þetta er mikilvægt að hafa í huga. Við erum að fara í gegnum dýpstu fjármálakreppu allra tíma. Ég held því fram að íslensku bank- arnir hafi verið vel búnir undir þetta, það hefðu fáir trúað því að þeir gætu verið í nær eitt og hálft ár án nokkurs aðgengis að fjármálamörkuðum. En það er réttmæt gagnrýni að stærð ís- lenska bankakerfisins var orðin of mikil miðað við landsframleiðslu. Það hefði mátt skipuleggja þetta betur í dótturfélögum. Við vorum að reyna það en fengum ekki nægjanlegt svig- rúm til þess.“ - Hefði ekki mátt ganga frá því strax í upphafi að Icesave yrði undir bresku félagi og ábyrgðir féllu ekki á íslenska ríkið? „Það má vel segja það, en hitt er að reglurnar um hið evrópska efnahags- svæði gera ráð fyrir að banki geti starfrækt útibú á öllu svæðinu. Um það gilda ákveðnar reglur og við fór- um í einu og öllu að þeim, eins og við- skiptaráðherra hefur útskýrt mjög vel í fjölmiðlum. Þær reglur kveða á um að það leggist inn iðgjöld á Trygg- ingasjóðinn heima að hluta og í sjóð viðkomandi lands að hluta. Ég og margir í fjármálaheiminum erum þeirrar skoðunar að þetta evrópska innistæðukerfi hafi ekki verið rétt hannað frá byrjun. Við höfum ná- kvæmlega farið eftir öllum settum reglum tilskipunarinnar frá árinu 1996 um innlánastarfsemi í Evrópu. Við höfum greitt öll iðgjöld og far- ið eftir stífum reglum í Bretlandi, eins og að hafa nægt lausafé og skipu leggja reksturinn, en evrópsku regl- urnar hefðu trúlega betur mátt hafa sameiginlegt evrópskt innistæðu- kerfi, þar sem algjört frjálsræði hefur ríkt í bankastarfsemi á hinu evrópska efnahagssvæði.“ - Þið hafið semsagt greitt 1% ið- gjald af allri veltu Icesave inn í Tryggingasjóðinn hér á landi? „Já, við fórum eftir öllum hefð- bundnum reglum í þessu efni. Auðvit- að eru þessar innistæður mjög háar, þegar þær eru skoðaðar sem hlutfall af kerfinu.“ - Hvenær fór fyrst að bera á úttekt- um Breta af Icesave-reikningunum? „Við fundum lítillega fyrir því í febrúar og mars á þessu ári, þegar krónan féll skyndilega með tilheyr- andi verðbólguskoti, skuldatrygg- ingarálag fór í hæstu hæðir og ótrú- lega neikvæð umræða var um Ísland. Smá-titringur kom einnig í starfsem- ina þegar Northern Rock fór á haus- inn, sem var í raun upphafið að öllu þessu máli í Bretlandi. Við höfum haft mjög tryggan og breiðan viðskipta- mannagrunn, en fjárhæðir innlána hafa breyst eftir aðstæðum hverju sinni. Við höfðum alltaf nægt lausafé til að mæta slíkum breytingum, en enginn banki í heiminum getur mætt því þegar allar fjármögnunarleiðir hverfa og innlán fara hratt minnkandi eins og gerðist þegar Glitnismálið kom upp og umræðan varð stöðugt neikvæðari um Ísland. Það var erfitt fyrir Icesave-reikninginn, en hefði breytingin átt sér stað við eðlilegar markaðsaðstæður þá hefði Lands- bankinn vel getað ráðið við það. Ég vil ítreka að það voru alls ekki úttektir úr Icesave-reikningum sem gerðu lausafjárstöðu Landsbankans þrönga, heldur var það heimsástandið allt. Um þessar mundir eru heilu ríkin að setja ábyrgðir á bankakerfi sín, eins og Danmörk, Írland, Svíþjóð og Grikkland. Þriðji stærsti banki Bandaríkjanna lendir í lausafjárvanda og þannig mætti lengi telja.“ - Hvaða eignir hefur bankinn á móti þessum kröfum í Bretlandi? „Það eru almennar eignir Landsbankans í Bretlandi og víðar sem standa á móti þessum og öllum öðrum kröfum. Annars er allt of snemmt að leggja mat á þessi mál, mikið verk er óunnið. Eðlilega verður mikið fjárhagslegt tjón þegar bankakerfi þjóðarinnar nær stöðvast, þetta eru forgangskröfur í þeirri endurskipulagningu sem stendur yf- ir.“ Hægt að endurvinna traustið - Óttastu ekkert að til lengri tíma séð verði áhrifin af Icesave og örlög- um bankanna þau að við missum allt lánstraust í útlöndum? „Ekki ef skipulega verður farið í gegnum þetta allt saman, eins og unn- ið er að, þá er hægt að endurheimta þetta traust. Hitt er afar leitt að mikil verðmæti hafa tapast. Það var hvorki ráðrúm né lausafé til að verja mikið af þessum eignum. Ég hygg að Icesave- innlánareikningurinn sé eitthvert verðmætasta vörumerki sem Íslend- ingar eiga, sama má segja um Kaup- thing Edge. Þetta eru vörumerki og þær fjármögnunarleiðir sem aðrir bankar hafa öfundað okkur af og valið í auknum mæli. Ekki vannst nægilegt svigrúm til að gera þetta að þeim verðmætum sem í þessu formi liggja.“ - Varla eru lengur mikil verðmæti í þessu vörumerki í Bretlandi? „Það hefur beðið hnekki en nýr og sterkur aðili sem tekur það yfir gæti nýtt sér það. Hitt er að allt breska fjármálakerfið er í miklum vanda sjálft. Stærstu bankar Bretlands og Bandaríkjanna hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika og því ætti það ekki að skaða orðspor Íslands til langs tíma þó að íslenskir bankar hafi lent með ákveðið vörumerki í vissum erf- iðleikum. Þetta er hluti af miklu, miklu stærra máli.“ - Bretar velta því eðlilega fyrir sér hvað varð um alla þessa peninga sem fóru inn á Icesave. Í hvað fóru þessir fjármunir? „Þeir voru notaðir til útlána í Bret- landi. Við höfum verið stór þátttak- andi í atvinnulífinu þar í landi og veitt um 500 manns atvinnu.“ Aðstæður versnuðu enn við þjóðnýtingu Glitnis  Halldór J. Kristjánsson bankastjóri segir Landsbankann hafa hugað að því fyrst í mars á þessu ári að setja Icesave inn í breskt dótturfélag  Segir breska fjármálaeftirlitið ekki hafa veitt næga aðstoð Morgunblaðið/Ómar Bankar Halldór J. Kristjánsson bankastjóri telur að með skipulögðum hætti sé hægt að endurvinna það lánstraust sem Íslendingar hafa misst erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.