Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
SEÐLABANKINN og íslenska
ríkið hafa nú eignast 75% í Glitni.
Þar með ráða þeir og stjórna
bankanum. Hvað eftir annað
keppast nú ráðherrar og ráða-
menn við að fullyrða að sparifjár-
eigendur hafi ekkert að óttast.
Allar inneignir þeirra séu traust-
ar.
Fyrsta verk hinna nýju eigenda
Glitnis var að frysta þá pen-
ingamarkaðssjóði sem bankinn sá
um. Þetta gerðist á mánudegi,
þegar eigendaskipti urðu. Á mið-
vikudag opnuðu hinir nýju eig-
endur fyrir viðskipti þessara
sjóða. Um þetta birtist örstutt
frétt, m.a. á forsíðu Morgunblaðs-
ins. Jafnframt tilkynnti bankinn
7% verðfall þessara sjóða. Þetta
var fyrsta verk hinna nýju eig-
enda, ríkis og Seðlabanka. Á sama
tíma voru sumir stjórnarþingmenn
afar ánægðir. Sögðu þetta vild-
arkaup. Enda eigið fé bankans
rúmir 200 milljarðar, en 75%
keypt á 84 milljarða. Gróði ríkis
og Seðlabanka er rúmlega 110
milljarðar, samanber grein eftir
Hrein Loftsson í DV sl. föstudag,
3. október. Eigendur þessa hluta-
fjár sem fellur til ríkis og Seðla-
banka þess eru alls ekki sáttir, og
hver láir þeim það? En þeir sam-
þykktu þetta. Eigendur pen-
ingamarkaðssjóða þessa sama
banka voru hvergi spurðir. Það er
talið fullkomlega eðlilegt, og sjálf-
sagður bónus bankans, að þeir
taki skerðinguna á sig. Samt er
skerðingin til komin vegna inn-
grips hinna nýju eigenda.
Eigendur þessara skertu sjóða
eru mestan part almenningur,
sem hefur falið bönkunum ávöxt-
un á fémunum sínum, enda eng-
um nema bönkum leyfilegt að
stunda slíka sjóðaávöxtun. Því er
það undarlegt að heyra hina nýju
eigendur Glitnis, m.a. banka-
málaráðherra, að fólk hafi ekkert
að óttast. Allt verði bætt. En 110
milljarða gróði dugar ekki til.
Umsýslusjóðir Glitnis skulu felld-
ir um 7%. Sá sem átti sparnað
upp á 10 milljónir skal hýrudreg-
inn um 700 þúsund krónur. Þetta
fólk telur bankamálaráðherra að
sé ekki sparifjáreigendur. Því
skuli ríkið spara sér að rétta hlut
þess.
Almenningur treysti því að
bankar verðu peningamark-
aðssjóði jafnt sem sína eigin sjóði.
En reyna nú ríkisinngrip. Heggur
sá er hlífa skyldi. Verði engin
leiðrétting gerð mun traust al-
mennings til banka breytast í
vantraust, og aðeins þeir sem eru
haldnir áhættufíkn munu fram-
vegis fjárfesta í peningamark-
aðssjóðum. Traustið er rúið, und-
ir forystu ríkisstjórnar og
Seðlabanka hennar.
Ef ekki verður ráðin bót á, sem
vel er enn mögulegt, má um hina
nýju bankastjórn segja: Aum var
þín gangan fyrsta.
4. október 2008.
ÁMUNDI H. ÓLAFSSON,
Klukkubergi 1A, Hafnarfirði
Aum var þín
gangan fyrsta
Frá Ámunda H. Ólafssyni
Á BLS. 10 í Morgunblaðinu 6. októ-
ber er greinarkorn undir fyrir-
sögninni „Yngsti prestur landsins
hlýtur vígslu“ og er helst svo að
skilja að séra Jón Ómar Gunn-
arsson sem um ræðir í greininni sé
yngsti maður sem hér á landi hafi
tekið prestsvígslu. Víst er að einn
íslenskur prestur a.m.k. var all-
miklu yngri er hann var vígður.
Séra Arngrímur Jónsson var aðeins
23 ára. Í Íslenskum guðfræðingum,
I. bindi, bls. 191, kemur fram að
hann er fæddur 3. mars 1923 og
vígðist til Oddaprestakalls 7. júlí
1946.
Mér þykir sennilegt að þessi
fyrrverandi prestur minn hafi verið
yngstur Íslendinga til þess að
hljóta prestsvígslu.
RAGNAR BÖÐVARSSON
fræðimaður,
Fossheiði 62, Selfossi.
Yngsti presturinn
Frá Ragnari Böðvarssyni
ÞAÐ spyr nú enginn
heilvita maður svona
spurningar, eða er
það? Svarið er auðvit-
að nei, því það má ekki
veðsetja fólk á Íslandi
né heldur má selja það
í ánauð eða setja í
skuldafangelsi. Í nú-
tímanum teljum við
þetta sjálfsögð mann-
réttindi en það hefur ekki alltaf ver-
ið þannig og er ekki þannig í öllum
löndum jarðarinnar. En er þetta
gert á Íslandi?
Lítum á raunveruleikann. Fólk
tekur lán til húsnæðiskaupa eða
framkvæmda og skrifar undir
skuldabréf við lánastofnun. Sú
stofnun metur framlagt veð, sem
alltaf er efnisleg verðmæti, en ekki
fólk. Yfirleitt eru veðin fasteignir
en geta auðvitað verið önnur efn-
isleg verðmæti. Svo er metið
greiðsluhæfi skuldara og ef allt
gengur upp skrifa skuldarar undir
veðbréf sem er þing-
lýst og lánið er borgað
út. Ef allt gengur vel
þá endar þessi hluti
lánasögunnar hér. Ef
hinsvegar gengur afar
illa og greiðslufall
verður þá verður til
önnur saga. Lána-
stofnunin gengur að
veðinu og selur það
nauðungarsölu eða
bara tekur það til sín.
Í siðmenntuðum
ríkjum endaði sagan
hér, og eru þó nógar raunirnar fyrir
skuldarann. Sagan endar hinsvegar
ekki hér, á Íslandi, því nú kemur í
ljós að lánastofnunin telur sig einn-
ig hafa tekið veð í fólkinu sem skrif-
aði undir veðbréfið og mun elta það
til æviloka til greiðslu á því sem eft-
ir kann að standa. Auk þess er send
út almenn tölvutilkynning til allra
sem hana vilja fá til þess að vara við
þessu fólki. Þessi skrá blikkar
stundum eldrauð framan í þann
sem horfir á tölvuskjáinn. Já, það
er bara þannig í besta landi heims,
Íslandi, að fólk er veðsett og selt í
skuldaánauð til dauðadags ef at-
burðir leggjast þannig. Mér finnst
þetta hræðilegt því í kjölfarið fylgir
upplausn fjölskyldna, splundrun
sjálfstyrks einstaklinga og mörg illa
farin börn. Þessi atburðarás er í
mínum huga verri en langdregin af-
taka, því aftakan tekur enda. Þessi
íslenski ferill er hinsvegar lífsvar-
andi misþyrming á lifandi fólki. Nú
blasir við fjöldagjaldþrot á Íslandi á
næstu mánuðum og árum – og var
þó kappnóg komið. Eiga nú þær
þúsundir fjölskyldna, sem þá þraut
þurfa að heyja, enn og jafnvel aftur
að ganga í gegnum lífsvarandi mis-
þyrmingar vegna peningalána?
Hvernig er það með ykkur, al-
þingismenn, hefur enginn ykkar
sterka siðgæðisvitund? Hefur eng-
inn ykkar kristilega siðgæðisvit-
und? Auðvitað hafið þið hana, en ég
skil ekki hvers vegna þið beitið
henni ekki í þessu máli. Það á ekki
að misþyrma fólki, er það ekki rétt?
Veð fyrir lánum er trygging fyrir
láni, en ekki fólkið, er það ekki
rétt? Ef þið sem sitjið á löggjaf-
arsamkomunni eruð sammála,
breytið þá gjaldþrotalögunum. Þið
þurfið bara að stinga inn einni setn-
ingu, t.d.: „Gjaldþrot einstaklings
er endanlegt og eingöngu verður
gengið að hinu veðsetta.“
Hefur einhver ykkar siðferðis-
kjark til þess að gera þetta áður en
næsta gjaldþrotahrina gengur yfir
þjóðina? Þið Guðni Ágústsson, Jó-
hanna Sigurðardóttir, Steingrímur
Jóhann og Þorgerður Katrín, að
minnsta kosti, hafið þann kjark. Ég
skora á ykkur í nafni siðgæðis og
mannúðar að gera þetta hið fyrsta.
Með því bjargið þið þúsundum fjöl-
skyldna frá margra ára örvænt-
ingu.
Að baki þessari hvatningu minni
liggur líka sú hugsun að sem jöfn-
ust ábyrgð á lánveitingum eigi að
vera hjá lántaka og lánveitanda, en
svo er ekki í dag. Lánveitandi ber
nær enga ábyrgð en lántaki nær
alla. Þó er lánveitandi í stöðu hins
sterka með þekkinguna og valdið en
lántakinn í stöðu þess veika sem
þiggjandi. Sterka stöðu sína hafa
einkabankarnir núverandi nýtt sér
til fulls og vefja álagningu á álagn-
ingu ofan hvar sem þeir fá því við
komið og reyna með öllum ráðum
að binda alla fjársýslu einstaklinga
við kapítal viðkomandi einkabanka.
Þannig verður þú að vera í við-
skiptum til þess að fá lá eða til þess
að yfirtaka lán í húsnæðiskaupum.
Þannig er einstaklingurinn beinlínis
kúgaður til þess að taka lán með
„fljótandi“ vöxtum, sem bankinn
hefur sjálfdæmi um og ef menn
vilja borga upp lán sín þá er lagt á
þá greiðslu stundum 2% gjald eða
meira.
Það að vera alþingismaður er að
vera leiðtogi. Leiðtogi verður að
vita hvert hann er að fara og hafa
því framtíðarsýn og markmið. Leið-
toginn togar hina á sína leið, ekki
satt? Ágætu alþingismenn, skýrið
ykkar leið varðandi lántökur ein-
staklinga og lagfærið löggjöfina til
samræmis við mannúðar- og sið-
gæðishugmyndir ykkar. Ég segi við
ykkur: Verndið þið þann sem er
minni máttar, lántakandann, og
setjið harðari takmörk og ábyrgð á
hinn sem er meiri máttar, lánveit-
andann – bankann.
Á þessum reglum er brýn þörf.
Get ég veðsett frúna?
Pétur Einarsson
skrifar um bankana
og lántakendur
» Já, það er bara þann-
ig í besta landi heims,
Íslandi, að fólk er veðsett
og selt í skuldaánauð til
dauðadags ef atburðir
leggjast þannig.
Pétur Einarsson
Höfundur er lögfræðingur.
Reykjavíkurborg
hefur fyrst sveitarfé-
laga á Íslandi sett
fram Aðgerðaráætlun
vegna þess ástands
sem upp er komið í at-
vinnu- og fjármálalífi
þjóðarinnar. Fyr-
irheit um Aðgerð-
aráætlunina voru sett
fram í málefnasamningi Framsókn-
arflokks og Sjálfstæðisflokks í ágúst
sl. og hefur verið unnið að henni all-
ar götur síðan. Meirihluti og minni-
hluti unnu saman þessa áætlun enda
mikilvægt að þverpólitísk samstaða
náist um ákveðna heildarsýn í
rekstri borgarinnar við þessar að-
stæður. Í umræðu um stefnuræðu
forsætisráðherra kom fram skýrt
ákall stjórnarandstöðunnar á þingi
að þverpólitísk vinna færi af stað
vegna efnahagsástandsins. Því er
ánægjulegt að geta sagt frá því að
borgarstjórn Reykjavíkur hefur
unnið að sinni Aðgerðaráætlun í sjö
vikur. Sviðsstjórar og skrif-
stofustjórar borgarinnar ásamt for-
mönnum og varaformönnum fagráða
og nefnda hafa komið að vinnunni og
lagt tillögur í hópinn sem unnið
verður með áfram. Stjórnendur B-
hluta fyrirtækja borgarinnar hafa
verið upplýstir um vinnuna og munu
þeir fá frekari fyrirmæli um áfram-
haldandi aðgerðir þegar fram í sæk-
ir.
Grunnþjónustan tryggð
Reykjavíkurborg býr sig undir
minnkandi tekjur á árinu sem er að
líða og á því næsta. Verðbólgan er
farin af stað og borgin horfir fram á
minnkandi tekjur á sama tíma og
verðlag hækkar. Í Aðgerðaráætl-
uninni verða verðlagsbreytingar
ársins 2008 ekki bættar heldur mætt
með endurskoðun útgjalda, sparnaði
og hagræðingu. Með þessari aðgerð
sparar borgin 2,2 milljarða króna.
Sérstaklega verður farið yfir öll inn-
kaupamál borgarinnar í leit að
sparnaði. Farið verður yfir samn-
inga við birgja og þjónustuaðila um
leið og forsendur útboðsgagna verða
endurskoðaðar. Markmið slíkrar
endurskoðunar er að ná allt að 15%
hagræðingu sem getur numið allt að
1 milljarði króna. Þrátt fyrir þrengri
fjárhagsstöðu verða gjaldskrár fyrir
grunnþjónustu ekki hækkaðar að
svo stöddu og engin áform eru uppi
um uppsagnir starfsfólks. Grunn-
þjónusta borgarinnar verður tryggð.
Hins vegar verður dregið úr nýráðn-
ingum og kostnaði í
stjórnsýslu borgarinnar.
Skýr skilaboð inn í
atvinnulífið
Við aðstæður sem
þessar þarf Reykjavík-
urborg að endurskoða
fjárfestingarstefnu sína
og framkvæmdaáætl-
anir. Það er mikilvægt
þegar samdráttur er yf-
irvofandi í bygging-
ariðnaði að stærsta
sveitarfélag landsins
haldi uppi öflugu atvinnustigi og fari
í framkvæmdir sem leiða af sér
tekjur til framtíðar, en fari síður í
framkvæmdir sem kalla á aukinn
rekstur borgarinnar. Með slíkum
áherslum getur borgin brugðist við
auknu atvinnuleysi með arðsömum
framkvæmdum, sem nást með lægra
verði en þegar þensla er í bygging-
ariðnaði. Einnig er hægt að fara í
mannaflsfrek viðhaldsverkefni sem
hafa verið látin bíða á undanförnum
árum. Með þessum áherslum sendir
Reykjavíkurborg skýr skilaboð inn í
atvinnulífið um að það verði ekki
framkvæmda- eða verkefnaþurrð í
borginni, með þeim fyrirvara að
sjálfsögðu að lánamarkaðir fyrir
framkvæmdalán standi borginni til
boða. Lánstraust Orkuveitu Reykja-
víkur vegna framkvæmda á Hellis-
heiði, hjá Evrópska fjárfesting-
arbankanum, gefur góð fyrirheit um
gott lánstraust Reykjavíkur á er-
lendum lánamörkuðum. Hjá borg-
inni eins og hjá Orkuveitunni er skýr
sýn á atvinnuuppbyggingu til fram-
tíðar sem gefur fyrirheit um öflugt
framkvæmdastig þrátt fyrir þá efna-
hagslægð sem við núna stöndum
frammi fyrir.
Aðgerðir til að auka tekjur
Í Aðgerðaráætluninni er gert ráð
fyrir því að selja eignir fyrir allt að
einn milljarð króna á árinu sem er að
líða. Hægt er að skilgreina eignasölu
á þrjá mismunandi vegu. Þ.e. sala á
fasteignum sem borgin telur sig ekki
hafa sérstök not fyrir. Sala á fyr-
irtækjum í eigu borgarinnar og svo
sala á byggingarrétti. Sérstaklega
verður skoðað að byggja upp á
svæðum og reitum sem eru mið-
svæðis, bæði til þess að nýta nær-
liggjandi þjónustu og ekki síst í ljósi
þess að ennþá er mest eftirspurn
eftir nýjum vel staðsettum íbúðum.
Til þess að liðka til fyrir sölu á bygg-
ingarrétti er unnið að endurskoðun á
reglum um lóðaúthlutanir til þess að
koma til móts við almenning við
þessar aðstæður um leið og borgin
leggur sig fram um að auka tekjur
sínar. Markmið endurskoðunarinnar
er að koma í veg fyrir stöðvun íbúða-
uppbyggingar um leið og aflað er
tekna fyrir Eignasjóð Reykjavíkur
sem horfir nú fram á minnkandi
tekjur og minni eftirspurn eftir
byggingarlóðum en áður.
Samband haft við ríkisvaldið
Við gerð Aðgerðaráætlunarinnar
var haft samband við ríkisvaldið um
ýmsa þætti sem snerta samskipti
ríkis og borgar. Borgaryfirvöld áttu
fund með forsætisráðherra þar sem
gerð var grein fyrir stöðu borg-
arinnar við þessar aðstæður og ýmis
hagsmunamál borgarinnar gagnvart
ríkinu bar á góma. Fundurinn var
vinsamlegur og mikilvægt fyrir báða
aðila að vita hvernig meginlínur ríkis
og höfuðborgar liggja. Reykjavík-
urborg teystir því að ríkisvaldið
standi við áætlanir um fram-
kvæmdir vegna brýnna samgöngu-
verkefna á höfuðborgarsvæðinu og
mun leggja alla áherslu á að tíma-
viðmið þar standi.
Þverpólitísk ákvörðun
Það var bæði hughreystandi og
skemmtilegt að fylgjast með sam-
vinnu stjórnmálamannanna og emb-
ættismannanna í þessari vinnu.
Margar róttækar hugmyndir komu
upp og verða þeim gerð betur skil í
fjárhagsáætlunarvinnunni fyrir 2009
sem framundan er. Við aðstæður
sem þessar sést hvernig sameiginleg
heild nær að leysa úr læðingi kraft
til að ná árangri. Þverpólitískur hóp-
ur hefur náð saman um mikilvægar
ákvarðanir við erfiðar aðstæður í
góðri samvinnu við embættismenn
borgarinnar. Aðgerðaráætlunin tek-
ur fyrst á þeim ákvörðunum sem
taka þarf á næstu tveimur mánuðum
um leið og tónninn er gefinn inn í ár-
ið 2009. Aðgerðarhópurinn mun
starfa áfram og fylgjast með þróun
efnahagsmála með það að markmiði
að hægt verði að bregðast við í tíma
þannig að hagsmunir Reykvíkinga
verði sem best tryggðir.
Óskar Bergsson
segir frá aðgerða-
áætlun Reykja-
víkurborgar
» Það er mikilvægt
þegar samdráttur er
yfirvofandi í bygging-
ariðnaði að stærsta
sveitarfélag landsins
haldi uppi öflugu at-
vinnustigi og fari í fram-
kvæmdir sem leiða af
sér tekjur til framtíðar.
Óskar Bergsson
Höfundur er borgarfulltrúi Framsókn-
arflokksins og formaður borgarráðs.
Frumkvæði Reykjavíkur