Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „TÆKNIN geng- ur út á það að við setjum tölvukerfi um borð í skipin. Þau reikna síðan út allan orkubú- skap í skipunum, leita að veik- leikum í rekstri þeirra og finna svo leiðir að betr- umbótum, til dæmis leiðum að aukinni nýtingu orkukerfanna. Þau koma svo upp- lýsingum til vélstjórans eða skip- stjórans, sem geta svo breytt still- ingum á kerfum sínum, segir Jón Ágúst um tæknina. „Með þessu móti má ná fram auk- inni nýtni, en þetta kerfi, sem margir tóku þátt í að þróa, er í stöð- ugum samskiptum við áhöfnina.“ Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „VIÐ erum búin að þróa orkustjórn- unarkerfi í yfir tíu ár og þetta hefur verið það sem Marorka hefur verið að gera og einbeitt sér að. Við byrj- uðum að afhenda þessi kerfi í inn- lend skip og snerum okkur svo að flutningaskipaútgerðum, ferjuút- gerðum og útgerðum skemmtiferð- arskipa á Norðurlöndum. Þetta hef- ur þróast mjög hratt hjá okkur undanfarið. Marorka hefur vaxið mjög mikið og er orðin leiðandi á sviði orkusparandi tækni,“ sagði Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Marorku, eftir að greint var frá því að fyrirtækið hefði hlotið um- hverfisverðlaun Norðurlanda í ár. Jón Ágúst segir tæknina spara út- gerðum verulega fjármuni í formi minni olíunotkunar. Sýnt fram á mikinn sparnað „Við höfum sýnt fram á mikinn orkusparnað með kerfum okkar. Við höfum verið að tala um að ol- íusparnaður í skipum geti verið frá fjögur og upp í tíu prósent sem er gífurlegur sparnaður. Ef maður tek- ur flutningaskipaflota Norður- landanna, sem er einn sá stærsti í heimi, þá skiptir þessi tækni miklu máli, ekki aðeins hvað varðar sparn- aðinn heldur sérstaklega með tilliti til minni mengunar, sem aftur sann- ast af því að fyrirtækin eru að kaupa tæknina okkar aftur og aftur.“ Inntur eftir því hvernig markaðs- sókn Marorku hafi gengið segir Jón Ágúst fyrirtækið hafa tekið við bók- unum langt fram á næsta ár. Þar megi nefna pantanir í fjögur stór skip í Noregi, ásamt því sem stefnt sé að aukinni sókn í Danmörku. Þá hafi fyrirtækið opnað skrif- stofu í Grikklandi, þaðan sem þegar séu farnar að berast pantanir. Hvað snerti áhrif mikilla gengis- sveiflna að undanförnu á rekstur Marorku segir Jón Ágúst að sitt mat sé að krónan hafi verið allt of sterk undanfarin ár. Hátt gengi hafi verið mjög erfitt fyrir útflutningsfyrir- tækin. Eftir veikingu krónunnar hafi Marorka fundið það „alveg undir eins að það hjálpaði fyrirtækinu.“ Orðin leiðandi í orkusparnaði Marorka hlýtur umhverfisverðlaun Norðurlanda fyrir orkusparandi tækni Ljósmynd/Marorka Leitar lausna Hér má sjá forritið sem Marorka hefur þróað til að spara orku. RÚMLEGA þrítugur karlmaður slasaðist alvarlega í bílslysi á Þor- lákshafnarvegi í gær. Hann var einn í bíl sínum sem rakst framan á annan bíl sem kom á móti. Í þeim bíl var kona sem slasaðist en þó ekki alvar- lega. Maðurinn hlaut svonefnd háorku- meiðsl sem geta hlotist af hörðum árekstrum. Festist hann í bílflakinu en var losaður og fluttur meðvitund- arlaus með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar til Reykjavíkur. Að sögn læknis á slysadeild var maðurinn með alvarlega höfuðáverka. Hann liggur nú á gjörgæslu í öndunarvél. Vegna slyssins var veginum lokað á meðan lögregla og sjúkralið sinntu störfum. Slasaðist alvarlega í árekstri ÍSLENSKA konan sem saknað hef- ur verið í Færeyjum frá því á mánu- dag fannst látin síðdegis í gær. Hin látna hét Valgerður Kristín Brand, til heimilis í Heiðvangi 16 í Hafn- arfirði. Hún fæddist 18. júní 1947. Leit úr lofti og á sjó leiddi til þess að hún fannst á reki í sjónum milli Straumeyjar og Vogeyjar. Leit- armenn fundu hana klukkan 15.10 að staðartíma. Að sögn lögreglunnar í Færeyjum fer réttarrannsókn fram í dag en óvíst er hvenær jarðneskar leifar hinnar látnu verða fluttar til Íslands. Lögreglan í Færeyjum telur að slys hafi valdið því að konan féll fram af klettum og lenti í sjónum. Íslensk kona fannst látin í Færeyjum                                          Áköf leit lögreglu bar árangur í gær INGIMAR Friðgeirsson á Akureyri, fyrrverandi bóndi á Þóroddsstöðum í Kaldakinn, fagnaði 100 ára afmæli í gær. Hann var ókvæntur og barn- laus en ættingjar hans héldu afmælisbarninu kaffisamsæti á Dvalarheimilinu Hlíð. Meðal gesta var Árni bróðir hans, til hægri á myndinni, sem varð 95 ára fyrr á þessu ári. Þeir eru tveir eftir af tíu systkinum. Ingimar var fjárbóndi á Þóroddsstöðum í hálfa öld en flutti til Akureyrar árið 1984. Hann er heilsuhraustur en heyrir lítið sem ekkert. Meðal þeirra sem glöddu afmælis- barnið með nærveru sinni í gær var Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri og frænka þeirra bræðra, Kolbrún Friðgeirsdóttir, sem sker hér sneið af afmælistertunni. Ingimar Friðgeirsson á Akureyri fagnaði aldarafmæli í gær Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Við hestaheilsu en heyrnin orðin léleg HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 19 ára pilt í árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku. Var refsingin skilorðsbundin í tvö ár. Pilturinn viðurkenndi að hafa haft samfarir við stúlkuna í september 2007. Sömuleiðis viðurkenndi hann að hafa gert sér grein fyrir því að hún var 14 ára. Hann sagðist hins vegar hafa staðið í þeirri trú að heim- ilt væri fyrir 14 ára einstakling að hafa samfarir. Kvaðst hann hafa komist að því í viðtölum við verjanda sinn að óheimilt væri að hafa sam- farir við yngri einstakling en 15 ára. Sálfræðingur sem bar vitni stað- festi að pilturinn væri í meðallagi greindur að upplagi. Sökum lítillar skólagöngu væri hann neðarlega á mælikvarða að því er varðaði munn- lega greind. Verkleg greind hans væri hins vegar í meðallagi. Að mati dómsins nægði þetta ekki til að gera greinarmun á honum og öðrum ein- staklingum og þess vegna ætti ekki að leysa hann undan refsiábyrgð. Var hann því sakfelldur en þar sem þetta var fyrsta refsing hans og vegna ungs aldurs var refsingin skil- orðsbundin. Var hann jafnframt dæmdur til að greiða stúlkunni 400 þúsund krónur í bætur en hún hafði krafist 1,5 milljóna króna. Auk þess dæmdist sakarkostnaðar að fjárhæð 880 þúsund krónur á ákærða. Ekki lá fyrir sálfræðimat á líðan stúlkunnar eftir atburðinn. Málið dæmdu héraðsdómararnir Símon Sigvaldason, Anna M. Karls- dóttir og Ásgeir Magnússon. Verj- andi ákærða var Guðrún Sesselja Arnardóttir hdl. og sækjandi Kol- brún Benediktsdóttir fulltrúi ríkis- saksóknara. Dæmdur fyrir kyn- ferðisbrot gegn stúlku 19 ára piltur hlýtur 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi Leitar að veikleikum Jón Ágúst Þorsteinsson FLUGVÉL frá Continental-flug- félaginu lenti í gær á Keflavíkur- flugvelli vegna veikinda eins far- þega sem misst hafði meðvitund um borð. Hann var kominn til meðvit- undar þegar vélin lenti og fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Þá tók lögreglan á Suðurnesjum á móti tveimur kon- um í sömu vél vegna ölvunar og óspekta og voru þær skildar eftir á Íslandi. Veikur farþegi og flugdólgar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.