Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 33 ✝ Hörður Karls-son fæddist á Djúpavogi 8. apríl 1930. Hann lést á heimili sínu 30. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Karl Jakob Steingrímsson, f. í Fossgerði á Beru- fjarðarströnd í S- Múl. 1877, d. 1963 og Björg Árnadótt- ir, f. á Hnaukum í Geithellnahreppi í S-Múl. 1889, d. 1969. Systkini Harðar eru þrettán. Þrjú þeirra, Gunnar, Sigríður, Há- kon, dóu ung. Á legg komust Steingrímur, f. 1910, d. 1967, Kjartan, f. 1912, d. 1969, Arnór, f. 1913, d. 1987, Ásbjörn, f. 1917, d. 1987, Sigríður Mekkín, f. 1919, d. 1969, Ásgeir, f. 1923, d. 1955, Eg- ill, f. 1924, d. 1937, Hjálmar, f. 1926, d. 1985, Katrín f. 1932 og Már f. 1935. Eiginkona Harðar er Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir f. 1927, börn þeirra eru tvö. Björg f. 1964, gift Erpi Snæ Hansen f. 1966, þau eiga tvö börn, Úlf Alexander f. 2001 og Eld Antoníus f. 2004. Stefán f. 1966, dóttir hans er Sveinfríður Sigrún, f. 2006. Hörður ólst upp á Djúpavogi og stundaði sjómennsku frá ferm- ingu, seinna gerðist hann verka- maður og lauk ævistarfa sínum með löngum starfsferli í álverinu í Straumsvík. Útför Harðar fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Ég kynntist Herði á efri árum sem tengdaföður og sem afa sona minna. Minnist ég Harðar helst fyrir hvað hann var barngóður og gladdist hann mjög þegar hann loks varð afi, svo ekki sé minnst á þegar fjölskylda okk- ar flutti aftur til Íslands eftir nám og þeir Hörður og Úlfur urðu ágætustu félagar. Synir mínir báðir, og seinna einnig sonardóttir, gáfu honum mikla lífsfyllingu sem og öfugt. Það er mið- ur að þau fengu ekki að njóta sam- vista við hann lengur. Ég hafði gaman af bralli þeirra félaga úr hæfilegri fjarlægð, en þar má telja óvenju fjöl- þætta vatnsnotkun við bílaþvott svo ekki sé minnst á ormaræktunarátakið sem og önnur pödduverkefni sem Úlf- ur mun reyndar hafa átt meira frum- kvæði að. Ég er þess fullviss að Hörð- ur naut þátttöku sinnar í þessum samstarfsverkefnum ekki síður en guttinn. Ég lýk máli mínu með frásögn af einu sögufrægasta atviki úr lífi Harð- ar sem hafði ríka ævintýraþrá sem ungur maður og fetaði í fótspor föður síns sem var sigldur maður. Ýkjulítið má segja að með þessum atburði hafi 12 mílna landhelgisdeilan við Breta náð hvað hæstum hæðum. Hinn 2.9. 1958 var Hörður staddur ásamt átta öðrum starfsmönnum landhelgisgæslunnar um borð í breskum togara að nafni Northern Foam. Aðkallað kemur flaggskip breska sjóhersins HMS Eastbourne og voru þaðan sendir 12 sjóliðar um borð í landhelgisbrjótinn og urðu með því hlutverkaskipti um borð. Eiríkur Kristófersson, skipherra Þórs, neitaði að taka við Herði eða öðrum sínum mönnum og frábað þeim að njóta allr- ar aðhlynningar óvinarins, sérstak- lega í mat. Hörður og félagar voru þá færðir með vopnavaldi yfir í herskipið og urðu eðlilega samstundis þjóð- hetjur. Málalyktir urðu þannig að að loknu nokkurra daga stríðeldi og góðri kynningu um borð laumaðist freigátan ljóslaus í skjóli myrkurs til Keflavíkur og voru Hörður og hinar þjóðhetjurnar látnir róa til lands í samfylgd mótorbáts. Mun ljósanótt Reykjanesbæjar ekki vera til minn- ingar um þennan atburð þótt vel væri við hæfi. Erpur Snær Hansen. Ég kynntist Herði Karlssyni náið þegar við unnum saman í kerskála í álverinu í Straumsvík á áttunda ára- tug síðustu aldar. Verkalýðsmál og pólitík báru oftar en ekki á góma hjá okkur enda höfðum við brennandi áhuga á þeim. Hörður – eða Karls- son eins og við kölluðum hann gjarn- an – var einkar stéttvís verkamaður. Stéttvísi og stéttarvitund verka- fólks! Þessi hugtök eru ekki almennt notuð lengur og kannski ekki víst að allir viti hvað við er átt. Enda ekki von því stéttarvitund verkafólks hef- ur hrakað mjög á undanförnum ára- tugum. Hörður lét óspart í ljós róttækar skoðanir sínar og það skipti hann litlu hvort þær nutu almennrar hylli. Hann hafði skýra lífssýn og sagði meiningu sína umbúðalaust. Ég þáði oft góð ráð hjá honum og nýtti í ræðu og riti enda bjó hann yfir mik- illi og djúpri lífsreynslu. Við Hörður unnum saman á þrí- skiptum vöktum og vorum í sama vaktahópi. Eitt af helztu baráttu- málum okkar var að bæta við fimmta vaktahópnum til að minnka vinnuá- lagið hjá þeim sem unnu á slíkum vöktum. Sú barátta skilaði árangri þó það yrði eftir að ég hætti í ál- verinu. Af hálfu okkar, sem unnum í Straumsvík þá, kom aldrei til greina að vinna lengur en 8 tíma í senn. Það er kannski tákn um þverrandi stétt- arvitund þegar verkamenn biðja um 12 tíma vaktir, einkum þegar haft er í huga að það kostaði verkalýðs- hreyfinguna umtalsverða baráttu að berjast fyrir 8 stunda vinnudegi á sínum tíma. Eftir að Hörður hætti störfum í álverinu mátti jafnan ganga að hon- um vísum í Kolaportinu um helgar. Hann kunni vel við sig í mannhafinu þar og þekkti marga. Þar hitti ég hann iðulega. Hjá honum var ávallt sami eldlegi áhuginn á pólitík og málum er vörðuðu verkalýðsstéttina sérstaklega. Ég frétti af honum þar seinustu helgina áður en hann dó og var ekki annað að sjá en heilsa hans væri harla góð. Því kom andláts- fregnin manni í opna skjöldu. Ég votta aðstandendum Harðar dýpstu samúð. Sigurður Jón Ólafsson. Hörður Karlsson Anna Ástrós Ólafs- dóttir, sem við minn- umst nú, tengdist fjölskyldu minni á þann hátt að þegar móðir hennar veiktist varð að koma fjórum ung- um börnum í fóstur. Ólafur faðir þeirra var sjómaður og því lítið heima. Móðirin lést skömmu síðar. Þannig varð Anna fósturdóttir ömmusystur minnar. Á Litlabæ í Kjós bjuggu þá hjón- in Guðríður Steinadóttir og Jón Eyjólfsson. Þau höfðu eignast tvær dætur; Margréti og Önnu. Nokkr- um árum áður urðu þau fyrir mikl- um harmi er Anna yngri dóttir þeirra lést innan við tvítugt. Anna Ástrós kom því eins og sólargeisli inn í líf þeirra aðeins níu ára gömul. Hjá þeim ólst hún upp til fullorðins ára umvafin ást og hlýju fósturfor- eldranna. Átján ára gömul kom Anna til Reykjavíkur til að mennta sig í fatasaumi. Hún kom á heimili foreldra minna og varð strax móður minni til aðstoðar bæði við húsverk og barnagæslu. Þá svipaðist hún og um eftir námskeiðum í fatasaumi og komst strax að hjá Sigríði Þor- steinsdóttur, sem kenndi kjóla- Anna Ástrós Ólafsdóttir ✝ Anna ÁstrósÓlafsdóttir fæddist í Reykjavík 11. desember 1914. Hún lést á heimili sínu, Seljahlíð, Hjallaseli 55, hinn 1. október síðastliðinn. Útför Önnu fór fram frá Fossvogs- kapellu 8. okt. sl. saum í húsi við Æg- isgötu. Eftir námið fékkst Anna við fata- saum á heimilum í Reykjavík eins og þá tíðkaðist. Það voru hennar fyrstu störf í iðninni. Síðar setti hún á stofn sauma- verkstæði og hafði nokkrar stúlkur sér til aðstoðar, en mikil vinna hlóðst upp þeg- ar af fréttist, enda Anna afar vandvirk og áreiðanleg í störfum sínum. Þegar Anna bjó á heimili okkar við Njálsgötuna og gætti okkar systkinanna varð að samkomulagi á milli móður minnar og Önnu, að ég gerðist barnfóstra hjá henni; giftist hún og eignaðist börn. Árið 1941 giftist hún Filippusi Þorvarðarsyni, ættuðum frá Vind- ási á Rangárvöllum. Eignuðust þau frumburð sinn Hafstein árið 1942. Vorið 1943, þegar skóla lauk, réðst ég í mína fyrstu vinnu hjá þeim hjónum. Gætti ég Hafsteins sonar þeirra og síðar dótturinnar Sólveigar. Oft fór ég í snúninga fyr- ir Önnu, m.a. á Laugaveginn til að kaupa ýmislegt tilheyrandi sauma- skapnum. Þetta voru skemmtiferðir fyrir mig og segi ég að vera mín hjá Önnu hafi verið skemmtilegur leik- ur. Sæi hún fallegt efni í búðar- glugga, átti hún til að kaupa það í flík á mig, sauma úr því og gefa mér þótt mánaðarlaun mín væru með þeim hæstu við barnagæslustörf. Anna Ástrós var háttprúð kona, trygg, örlát, orðvör, afar smekkleg og vandvirk og góður vinur, sem gott var að leita til. Fósturforeldrunum launaði hún fóstrið ríkulega; heimsótti þau oft, hjálpaði þeim við bústörfin, saum- aði og létti undir með þeim á ýmsan hátt. Enginn vafi leikur á því að rætur hennar voru í Kjósinni. Síðustu árin átti Anna við van- heilsu að stríða. Hún var orðin þreytt og saknaði mikið Svanhvítar systur sinnar, en lát Svanhvítar á síðastliðnu ári hafði sett sitt mark á hana. Þrátt fyrir veikindin átti Anna fallegt ævikvöld. Filippus, Sólveig og dótturdæturnar Svala og Linda gerðu henni lífið ánægjulegt með indælum samverustundum. Anna var södd lífdaga þegar kallið kom. Á kveðjustund er okkur systkin- um af Njálsgötunni þakklæti og söknuður efst í huga. Blessuð veri minning Önnu Ástrósar. Guðfinna Guðmundsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, MARTA GUNNLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Markholti, Mosfellsbæ, til heimilis í Hlaðhömrum, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 10. október kl. 15.00. Lára Haraldsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson, Hilmar Haraldsson, Helga Jónsdóttir, Ragnar Ingi Haraldsson, Guðjón Haraldsson, Nína H. Leifsdóttir Schjetne, Kolfinna Snæbjörg Haraldsdóttir, Friðþjófur Haraldsson, Sigríður Ármannsdóttir, Guðmundur Birgir Haraldsson, Margrét Jóhannsdóttir, Garðar Haraldsson, Sólveig Ástvaldsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Jón Sveinbjörn Haraldsson, Sigrún A. Kröyer og ömmubörn. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÁRNA I. MAGNÚSSONAR, Nönnugötu 16, Reykjavík, sem jarðsunginn var frá Dómkirkjunni í Reykjavík þann 18. september. Guðfinna Gissurardóttir, Jón Arnar Árnason og fjölskylda, Halla Margrét Árnadóttir og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU KRISTJÁNSDÓTTUR frá Ólafsvík. Jenný Guðmundsdóttir, Jónas Gunnarsson, Bára Guðmundsdóttir, Kristín E. Guðmundsdóttir, Pétur F. Karlsson, Metta S. Guðmundsdóttir, Sigurður P. Jónsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskulegur bróðir okkar, SVERRIR GUÐJÓNSSON, áður Miðtúni 42, lést í New York miðvikudaginn 1. október. Systkinin. ✝ Okkar ástkæra ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR ljósmóðir, Merki, Borgarfirði eystra, lést fimmtudaginn 2. október á Sjúkrahúsinu Egilsstöðum. Útför hennar fer fram frá Egilsstaðakirkju föstudaginn 10. október kl. 12.00. Kveðjustund verður í Bakkagerðiskirkju kl. 14.30 og jarðsett í Bakkagerðiskirkjugarði. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sjúkrahúsið Egilsstöðum. Unnar Heimir Sigursteinsson, Sigurborg Sigurðardóttir, Jón Þór Sigursteinsson, Svava Herdís Jónsdóttir, Einar Sigurður Sigursteinsson, Sigrún Birna Grímsdóttir, Grétar Smári Sigursteinsson, Gunnhildur Imsland, ömmu- og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS EYSTEINS SIGURÐSSONAR bifvélavirkjameistara, Steinagerði 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Skjóls fyrir góða umönnun. Sigurður Mar Stefánsson, Soffía Helga Magnúsdóttir, Guðmundur Skúli Stefánsson, Gunnar Helgi Stefánsson, Sæunn Halldórsdóttir, Guðrún Margrét Stefánsdóttir, Paul Siemelink, Andri Stefánsson, Harpa María Örlygsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.