Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 21 FRÉTTASKÝRING Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is GORDON Brown, forsætisráð- herra Bretlands, kynnti í gær áætl- un stjórnar sinnar til bjargar bankakerfinu en hún felur það í sér í raun, að átta stórir bankar verði þjóðnýttir að hluta. Til þessa verða notaðir 50 milljarðar punda og kvað Brown tilgang þessara „rót- tæku ráðstafana“ vera að tryggja stöðugleika í bankastarfseminni og gera bönkunum kleift að ástunda venjulega lánastarfsemi. „Óvenjulegir tímar krefjast djarfra og víðtækra lausna. Nú er tíminn til að brjótast úr viðjum venjubundinnar hugsunar og úr- eltra kenninga og ráðast til atlögu við vandann með nýjum hætti,“ sagði Brown á blaðamannafundi í Downingstræti í gær. Brown tilkynnti einnig, að bankakerfið fengi aðgang að 200 milljörðum punda í skammtíma- lánum á venjulegum viðskipta- kjörum og sagðist viss um, að það fé myndi skila sér með vöxtum aft- ur til almennings. Fyrir utan þetta verða að minnsta kosti 25 milljarð- ar punda til ráðstöfunar vegna ann- arra fjámálastofnana og Englands- banki, sem hafði áður ákveðið að styrkja lausafjárstöðu bankanna með 50 milljörðum punda, ætlar að hækka upphæðina í 200 milljarða punda. Þá verða veittar lánsá- byrgðir að upphæð 250 milljarðar punda til að greiða fyrir lánastarf- semi bankanna í milli. Forgangshlutir í bönkunum Bankarnir, sem verða í raun þjóðnýttir að hluta, eru Abbey; Barclays; HBOS; HSBC; Lloyds TSB; Nationwide Building Society; Royal Bank of Scotland og Stand- ard Chartered. Alistair Darling, fjármálaráð- herra Bretlands, sagði, að aðrir bankar og fjármálastofnanir gætu sótt um aðstoð í samræmi við björgunaráætlunina en gegn að- stoðinni fær ríkið svokallaða for- gangshluti í bönkunum. Þeir eru að því leyti frábrugðnir venjulegu hlutafé, að þeir bera fasta vexti en fá ekki aðrar arðgreiðslur. Breska ríkið mun ekki taka að sér rekstur fyrrnefndra banka en hins vegar mun það hafa hönd í bagga með endurskipulagningu þeirra. Það á sem sagt ekki það sama við um þessa banka og lána- stofnanirnar Northern Rock og Bradford & Bingley, sem eru nú al- veg í höndum ríkisins. Tími ofurlauna er liðinn Robert Peston, viðskiptaritstjóri BBC, breska ríkisútvarpsins, segir, að aðstoðin sé ekki ávísun á, að bankarnir geti farið sínu fram eins og áður. Viðræður muni fara fram við banka um að þeir taki upp eðlilegar lánveitingar til hús- eigenda og lítilla fyrirtækja en auk þess er það ófrávíkjanlegt skilyrði, að tími ofurlauna heyri sögunni til og arðgreiðslur verða endurskoðaðar. George Osborne, sem fer með fjármálin í skuggaráðuneyti Íhaldsflokksins, sagði í gær, að flokkurinn vildi leggja sitt af mörkum með uppbyggjandi hætti. Bætti hann við, að nú væri verið að skrá lokakaflann í sögunni um „tíma ábyrgðarleysisins, ofur- launa og bónusa“. „Þjóðin mun ekki þola, að greiddir verði bónusar undir þess- um kringumstæðum,“ sagði Os- borne. Áætluninni vel tekið Vonast er til, að björgunaráætl- unin muni auðvelda starfsemi á fjármálamarkaði og tryggja fram- tíð breska bankakerfisins. Segja sérfræðingar, að fólk ætti ekki lengur að þurfa að óttast um sparifé sitt og talsmenn bankanna fagna aðgerðum stjórnvalda. Þá brást breski kauphallarmarkaður- inn einnig vel við tíðindunum. Eftir mikið gengishrun síðustu daga hækkaði FTSE-vísitalan um tæplega 6,50 punkta í gærmorg- un. Breskir bankar fá aðstoð  Átta stórir bankar verða þjóðnýttir að hluta  Breskir stjórnmálamenn segja að verið sé að skrá síðasta kaflann í sögu „ábyrgðarleysis og ofurlauna“ Í BRETLANDI hefur björgunaráætlun stjórnarinnar almennt verið fagnað en ekki eru þó allir alveg á einu máli um, að hún muni duga. David Woo og Paul Robinson, greinendur hjá Barclays Capital, fjárfestingararmi Barcleys-banka, sögðu, að með aðstoðinni væru stjórnvöld að ná tökum á kreppunni og með henni væri verið að slá skjaldborg um bankana skyldi ástandið innanlands og utan eiga eftir að versna. Sérfræðingar hjá hinum þýska Commerzbank voru hvað neikvæðastir. Þeir sögðu, að áætlunin bæri vissulega vott um djörfung en hún væri samt í anda þeirra hugmynda Breta í langan tíma, að sem fæstar reglur ættu að gilda um fjármálamarkaðinn. „Hafi einhvern vantað sönnun fyrir því, að hið engil-saxneska mód- el af kapitalismanum væri í vanda, þá hefur henni verið mokað framan í þá,“ sögðu sérfræðingarnir hjá Commerzbank. Greinir á um áætlunina NÝTT dulkóðunarkerfi, sem er sagt vera algerlega öruggt, var reynt í fyrsta sinn í Vín í Austurríki í gær. Tókst tilraunin mjög vel að sögn vís- indamanna hjá Evrópustofnuninni SECOQC en skammstöfunin stend- ur fyrir Örugg fjarskipti á grundvelli kvantafræðilegrar dulkóðunar. Í yfirlýsingu frá SECOQC segir, að líklegir notendur séu stjórnar- stofnanir, fjármálastofnanir og fyr- irtæki með mörg útibú og nú hilli undir, að þau geti dulkóðað fjarskipti sín í milli með öruggum hætti. Búist er við, að kerfið verði tilbúið innan þriggja ára. Tæknin byggist á því, að sendur er straumur ljóseinda, fótóna, og segja höfundarnir, að reyni einhver óvið- komandi að komast inn, þá verði þess vart á stundinni. Kvantafræðileg dulkóðun hefur verið notuð til að flytja upplýsingar beint milli tveggja staða en ekki sem hluti af stóru neti. Evrópskir vís- indamenn hafa unnið að smíði kerf- isins í hálft fimmta ár og naut starfið blessunar og stuðnings eins af feðr- um kvantafræðilegrar eðlisfræði, Antons Zeilingers hjá Vínarháskóla. Boða hina öruggu dulkóðun Byggist á grundvelli kvantafræðinnar ÚTLIT er fyrir að hagvöxturinn í heiminum minnki verulega í ár og á næsta ári, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins (IMF). „Hagkerfi heimsins er nú að fara í mikla niðursveiflu vegna hættuleg- asta áfalls á fjármálamörkuðum iðn- ríkjanna frá fjórða áratug síðustu aldar,“ segir í skýrslu Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. IMF spáir því að hagvöxturinn í heiminum, sem var um 5% á síðasta ári, verði 3,9% í ár og aðeins 3% á næsta ári. Gangi það eftir verður þetta minnsti hagvöxtur í heiminum frá árinu 2002. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að í Bandaríkjunum minnki hagvöxt- urinn úr 2% í 1,6% í ár, en aðeins 0,1% á næsta ári. Sjóðurinn telur að þjóðarframleiðslan vestra dragist saman á síðustu þremur mánuðum ársins og fyrstu þremur mánuðum næsta árs. Hagfræðingar nota yf- irleitt hugtakið samdráttur þegar þjóðarframleiðsla dregst saman að raunvirði tvo ársfjórðunga í röð. bogi@mbl.is Spáir sam- drætti vestra HÚN er gegnsæ, bjöllulaga, með langa þræði og á að auki stóran þátt í nóbelsverðlaunum þessa árs í efna- fræði. Hér er um að ræða marglyttuna Aequorea Victoria en hún framleiðir eggjahvítuefni, sem gerir hana sjálf- lýsandi verði hún fyrir áreiti. Þeir, sem fá efnafræðiverðlauin Nóbels á þessu ári, Japaninn Osamu Shimom- ura og Bandaríkjamennirnir Martin Chalfie og Roger Tsien, hafa fundið aðferð til að nýta próteinið og því er unnt að fylgjast með því hvort krabbameinsæxli sé að mynda nýjar blóðæðar eða hvernig taugasjúk- dómurinn Huntingtons-sjúkdómur- inn berst á milli heilafrumna. Próteininu er komið fyrir í erfða- menginu og hefur tekist að bæta við ýmsum litum, til dæmis rauðum, bláum og gulum. Með þessum hætti er í raun unnt að kortleggja ólíkar frumur. svs@mbl.is Merkilegt prótein í marglyttum Þrír fengu Nóbelsverðlaun í efnafræði AP Heillaóskir Osamu Shimomura. FJÁRLAGAHALLINN í Banda- ríkjunum var meiri en nokkru sinni fyrr á fjárhagsárinu 2008 sem lauk 30. september, samkvæmt nýrri spá Fjárlagaskrifstofu Bandaríkjaþings. Fjálagahallinn er talinn hafa num- ið 438 milljörðum dollara, en hann var 162 milljarðar dollara á síðasta ári. Fyrra met er frá árinu 2004 þeg- ar hallinn var 413 milljarðar dollara. Fjárlagaskrifstofan sagði að tekjur ríkisins hefðu minnkað um nær tvö prósent. Samdrátturinn varð m.a. til þess að fyrirtæki greiddu 65 milljörðum dollara (nær 18%) minna í tekjuskatt en árið áður. Talið er nær öruggt að fjárlaga- hallinn verði enn meiri á næsta ári vegna bankakreppunnar. Talið er líklegt að hann fari yfir 500 milljarða dollara. Viðbúið er því að næsti for- seti Bandaríkjanna geti ekki efnt öll kosningaloforð sín á næsta kjörtíma- bili. bogi@mbl.is     . ,&2 / !   % %3  , 4  5 @M  A A@ * *HFE* @1=*. M 2@M M CDDE.#2 # # =@2 *  Q# *   # # *   - @  #*M .2 #  *M 2 .. *  # # #2 *M  $1 $2 $  $  $     .  . /    0  /  1-  67 676 668 9(( 9((6 2  ' Q 2@M   #  :     RHFE ;<! Stefnir í enn meiri halla MIKLAR þrengingar eru á fjármálamörkuðum um allan heim og margir óttast um atvinnu sína og sparifé, jafnvel allan ævisparnaðinn. Í Pakistan er líka hart í ári þótt áhyggjur almenn- ings þar snúist minnst um bankainnstæður. Þar snýst baráttan alla daga um að hafa til hnífs og skeiðar, einkum eftir að matur og aðrar nauð- synjar stórhækkuðu í verði. Þetta fólk í borginni Hyderabad beið klukkustundum saman eftir því að dreifingarmiðstöð fyrir matvæli yrði opnuð í von um að komast yfir einn hveitisekk á tvöföldu verði. AP Barist við skortinn í Pakistan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.