Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Sævar Halldórsson
barnalæknir, mikill og
góður vinur minn til
rúmlega 50 ára, skóla-
bróðir og reiðfélagi er
allur. Hann var ekki bara vinur
minn og líflæknirinn minn heldur
var hann líka læknir allrar minnar
fjölskyldu og skipti aldur ekki máli.
Hann leit til með móður minni jafnt
og nýfæddum barnabörnunum. Ég
held varla að nokkur kveisa hafi
hrellt stórfjölskylduna án þess að
hann væri til kallaður og hans ráða
leitað.
Hann lauk námi með glæsibrag
og hélt utan til framhaldsnáms.
Margir aðrir eru mér miklu færari
að tíunda hans námsárangur í Bost-
on og óþrjótandi vilja til að láta gott
af sér leiða eftir heimkomu. Aðstoð
hans við fötluð og veik börn, svo og
foreldra þeirra og fjölskyldur, er í
hávegum höfð af þeim sem til
þekkja. Við bjuggum lengi vel hvor
fjarri öðrum, hann vestanhafs og ég
austan en alltaf héldum við sam-
bandi. Skömmu eftir að við Inga
fluttumst svo til baka til Íslands ár-
ið 1998 fórum við í alvöru að tala um
að koma okkur upp hestum. Báðir
höfðum við haft afskipti af hrossum,
sem börn í sveit, og haft af mikla
ánægju og nú létum við gamla sof-
andi drauma rætast. Fyrir utan
reglulegar reiðferðir vetrarlangt
um nágrenni Kópavogs og Reykja-
víkur, fórum við í mörg ár í sleppit-
úra, þegar hrossin eru flutt úr hest-
húsum í bænum í sumarhagann í
sveitinni. Ekki má heldur sleppa að
minnast á ógleymanlegar ferðir um
Löngufjörur og allan þann góða og
skemmtilega félagsskap sem fylgdi
okkar hestamennsku.
Á sumrin kom hann oft í heim-
sókn vestur á Snæfellsnes til hest-
anna sinna þriggja og við fórum í
stutta og lengri reiðtúra, okkur til
mikillar sáluhjálpar. Hann kom
aldrei í sumar og við gerðum okkur
ljóst að nú færi að styttast sam-
verustundirnar og reiðtúrunum að
fækka. Ég vissi að mjög var af hon-
um dregið síðustu vikurnar sem
hann lifði. Hann bar veikindi sín af
hetjumóð og sagði fyrr um sumarið
að hann yrði orðinn góður í ágúst og
þá myndi hann koma vestur. Við
vissum báðir að það myndi ekki ske.
Föstudaginn 19. september,
klukkan 01:57 glaðvaknaði ég. Var
ég viss um að það væri Sævar, sem
hefði vakið mig og hann væri að
leggja á Pjakk sinn yfir móðuna
miklu og vildi að ég tæki smátott á
hnakkgjörðinni fyrir sig á meðan
hann fengið sér í nefið. Þegar farið
er í langferð er eins gott að hnakk-
urin sitji vel. Steinar bróðir hans
hringdi svo snemma um morguninn
og sagði mér að vinur minn hefði
kvatt klukkan hálfþrjú um nóttina,
eitthvað sem mér fannst ég hafa vit-
Sævar Halldórsson
✝ Þorlákur SævarHalldórsson
barnalæknir fædd-
ist í Reykjavík 25.
júní 1934. Hann lést
föstudaginn 19.
september síðastlið-
inn og var jarðsung-
inn frá Langholts-
kirkju 2. október.
að þegar hringingin
kom. Það er margs að
minnast við fráfall
þessa góða vinar en
hæst ber þó þakklæt-
ið til hans fyrir að
vera sá sem hann var,
ógleymanlegur í alla
staði, alltaf að hjálpa,
lækna eða gefa góð
ráð, hvort sem það
var læknisfræðilegs
eðlis eða til að halda
hestinum á hreinu,
hægu tölti.
Við Inga sendum
Sigrúnu, Dóru Soffíu, Lindu Sif og
afabörnunum innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum þeim Guðs bless-
unar. Góður drengur er farinn en
skilur eftir sig hugljúfar og fallegar
minningar. Blessuð sé minning
Sævars Halldórssonar.
Einar S. Ólafsson.
Ég þarf að segja þér sorgarfrétt-
ir mamma. Sævar læknirinn minn
er dáinn sagði dóttir mín við mig í
símanum þegar ég hringdi í hana
frá Kanada í gær. Við minntumst
Sævars og hvað það skipti okkur
báðar máli að hann kom inn í líf
okkar fyrir 27 árum. Þá gengum við
inn á læknastofuna hjá honum og
hann breytti lífi okkar beggja á já-
kvæðan hátt. Hann sýndi fram á
með árunum sem hann átti eftir að
fylgja okkur að það er ekki alltaf
greindin sem skiptir máli, heldur
skynsemin. Skynsemin er það sem
maður notar til að öðlast heilbrigt
og hamingjusamt líf. Og hamingjan
er það sem við öll leitum að. Oft var
sannleikurinn kaldur og ég verð að
viðurkenna að mér þótti Sævar oft
harður i horn að taka ef honum
fannst að ekki væri horfst í augu við
staðreyndir á raunsæjan hátt. En
hann hafði rétt fyrir sér. Við mæðg-
urnar öðluðumst mikinn þroska á
þessum árum sem við báðar búum
að í dag. Sævar var ákaflega hrein-
skilinn og við lærðum að meta þá
hreinskilni með árunum.
Mér dettur oft í hug hvort ekki
hafi verið erfitt fyrir Sævar sem
lækni að vera einn af þeim fáu, ef
ekki sá eini um tíma, sem annaðist
börn með fötlun. Ekki var mikið um
skilning á þessum málefnum fyrir
30 árum og hann og örfáir aðrir eru
sem brautryðjendur í þessu málefni.
Sævar trúði því að þroskaskerðing
væri ekki þroskaleysi. Hann trúði
því og vissi að við öll höfum okkar
sterku og veiku hliðar, sama hve há
eða lág greindarvísitala okkar er.
Sævar sýndi mér fram á að ef góður
grundvöllur væri lagður að lífi ein-
staklings, þá væri von um góða upp-
skeru í lífinu sama hver greindar-
vísitalan er. Hann sagði að það
sama gilti með okkur öll.
Í dag er ég þroskaþjálfi og dóttir
mín býr í búsetu og hefur vinnu
sem hún hefur verið ánægð í. Sjálfs-
traustið er mikið hjá okkur báðum
og hún hefur hug á námi í háskóla
fyrir fólk með fötlun.
Ég vil þakka þessum merka
manni þá leið sem hann sýndi og
kenndi okkur að fara. Ég vil þakka
alla baráttuna sem hann háði til að
réttindi sem voru til staðar, en oft
erfitt að nálgast, næðust fram. Ég
vil líka þakka honum fyrir að hafa
haft kjark til að vera hreinskilinn þó
það hafi ekki alltaf verið auðvelt að
kyngja því sem hann sagði.
Öll árin þekkti hann okkur, sama
átti við um miklu fleiri börn sem
hann hafði annast og þau vaxið úr
grasi.
Ég er alveg fullviss um að ég tala
fyrir hönd fleiri foreldra í þessari
grein. Í gegnum málefni fatlaðra
mun Sævar alltaf lifa og hans hug-
myndir munu alltaf vera til staðar.
Við vottum fjölskyldu Sævars
samúð okkar og biðjum Guð að
blessa minningu hans.
Drífa Jónsdóttir.
Margrét Eiríksdóttir.
Hjarta mitt er fullt þakklætis til
mannsins og barnalæknisins Sæv-
ars og Sigrúnar konu hans, sem
gerði honum kleift að vera sá af-
bragðs fagmaður sem hann var. Án
Sævars hefði lífið okkar Benedikts,
sonar míns, og líf margra annarra
foreldra og fatlaðra barna verið erf-
iðara.
Vinir bentu mér á Sævar, þegar
ég kom heim frá námi 1981 með son
minn, sem þá var á níunda mánuði.
Skömmu áður hafði Benedikt verið
greindur með mikil þroskafrávik.
Við hittum Sævar í Kjarvalshúsi.
Hann gaf sér góðan tíma til að
skoða drenginn og ræða við mig.
Hann vakti strax traust mitt. Augu
hans blikuðu og þar brá fyrir alvöru
og glettni, en hann heyrði hvað ég
sagði og talaði við mig sem jafn-
ingja. Síðan hafa leiðir okkar legið
saman. Ef Benedikt fékk háan hita,
þá þurfti bara eitt símtal til Sævars
og við lögðumst bæði inn á barna-
deild Landakotsspítala, Benedikt
fékk sjúkrarúm en ég bedda og að-
gang að skrifborðsgarmi og gat
undirbúið kennslu, örugg um son
minn. Þarna var samhent afburða-
fólk. Þótt barnadeildin á Landakoti
legðist af illu heilli, þá áttum við
áfram bakhjarl hjá Sævari í Foss-
voginum. Benedikt fullorðnaðist, en
áfram mátti hringja í Sævar. Ég
hringdi einungis heim ef mikið lá
við og baðst ævinlega afsökunar.
Sævar svaraði: „Þú átt ekki að
spyrja hvort þú megir hringja, þú
átt að hringja.“ Þannig var með
fjölda foreldra fatlaðra barna á
þessum árum. Við Benedikt nutum
þekkingar og umhyggju Sævars í
aldarfjórðung, síðast fyrir tæpum
tveimur árum þegar heilbrigðiskerf-
ið brást illa. Þetta er ómetanlegt.
Stundum spyr ég nemendur mína
hvað einkenni góðan fagmann.
Svörin eru á ýmsa lund, en fyrir
hugskoti mínu koma ævinlega upp
myndir af þeim Sævari Halldórs-
syni og Önnu Þórarinsdóttur,
sjúkraþjálfa í Kjarvalshúsi. Af-
burðafagmaður kann sitt fag, en
líka svo miklu meira. Þau Sævar
báru með okkur foreldrum þá
ábyrgð sem er mest allra, ábyrgð-
ina á lífi og heilsu barna okkar.
Sævar hefði tæpast getað verið sá
fagmaður sem hann var án Sigrún-
ar. Þau hafa gengið veginn saman
frá ungum aldri og lífið ekki alltaf
verið létt.
Sigrún mín, við vottum þér og
fjölskyldu ykkar okkar dýpstu sam-
úð. Blessuð sé minning Sævars.
Dóra S. Bjarnason og
Benedikt H. Bjarnason.
Þann 25. september
bárust okkur fréttir af
andláti Indriða. Þar
kvaddi góður maður.
Þegar ég kynntist Indriða og
Indriði Páll Ólafsson
✝ Indriði Páll Ólafs-son fæddist 6. des-
ember 1951. Hann
andaðist á líknardeild
Landspítalans í Kópa-
vogi 25. september
síðastliðinn. .
Útför Indriða Páls
fór fram frá Graf-
arvogskirkju 6. okt.
sl.
Eddu konunni hans
fyrst, en það var fyrir
fjórum árum, þá tóku
þau mér opnum örm-
um en eiginmaður
minn hafði þekkt
Indriða í ein 20 ár.
Indriði var dásam-
legur í alla staði, hlýr
og góður en við hjónin
ferðuðumst oft saman.
Far þú í Guðs friði.
Elsku Edda. Við
vottum þér okkar
dýpstu samúð.
Þínir vinir,
Guðjón og Halldóra.
Valdimar Einars-
son, deildarstjóri, hóf
störf á Rannsókna-
stofu Háskólans í
meinafræði við Land-
spítala árið 1993 og starfaði hér
óslitið þar til heilsuna þraut fyrr á
þessu ári. Langtímum saman sinnti
Valdimar deild sinni einn en fram
til þess er hann tók til starfa á
stofnuninni höfðu á deild hans
starfað tveir, stundum þrír, starfs-
menn í fullu starfi. Er sú staðreynd
til marks um afkastagetu hans, trú-
mennsku og innsæi. Starfið krefst
ábyrgðartilfinningar, þagmælsku
og, sérstaklega, getunnar til sam-
skipta við aðra, oft við erfiðar til-
finningalegar aðstæður. Allar þess-
ar kröfur uppfyllti Valdimar svo
✝ Valdimar Ein-arsson fæddist í
Reykjavík 18. maí
1940. Hann andaðist
á Landspítalanum
við Hringbraut 21.
ágúst síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Lágafells-
kirkju 2. september.
sem bezt varð á kosið
og með þeim hætti að
samstarfsfólki hans
var sómi að. Valdimar
Einarsson var léttur
á fæti, kvikur, með
kímnigáfu í fullu lagi
og snöggan hlátur
sem stutt var í.
Í marz sl. greindist
með Valdimari ill-
kynja meinsemd í
lungum. Þrátt fyrir
að gripið væri til
þeirra úrræða sem
læknisfræði nútímans
býr yfir varð fljótlega ljóst, að illt
mundi við að ráða enda sjúkdóm-
urinn skæður og alllangt genginn
við greiningu. Sjálfum voru Valdi-
mari horfurnar vel ljósar og sýndi
hugrekki af því tagi sem við öll ósk-
um að búa yfir þegar á manninn
reynir.
Starfsfólk Rannsóknastofu Há-
skólans í meinafræði kveður Valdi-
mar Einarsson með söknuði og
sendir eiginkonu hans, Þórdísi
Richter, og fjölskyldu þeirra inni-
legar samúðarkveðjur.
Jóhannes Björnsson.
Valdimar
Einarsson
Þetta er svo til-
gangslaust, meining-
arlaust og illt. „Hvers vegna?“
hrópum við. „Af hverju?“ Stundum
fáum við svar sem sefar og nægir.
En oftar ekki, ekki strax, ekki fyrr
en í eilífðinni. Í þeirri birtu þar
sem sérhver rún er ráðin og öllum
spurningum svarað. Þangað til vil
ég treysta því að öllu sé óhætt í
hendi Guðs.
Elsku Hrafnhildur. Við sitjum
hérna nokkrar úr fótboltanum að
hugsa til þín með kertaljós og er-
um að rifja upp þína frábæru per-
sónu, taktana þína og umhyggju-
semina. Okkur kemur að
sjálfsögðu fyrst í hug sú stund
þegar við vorum að spila bikarleik
við KR og vorum undir 17-0 og þá
kallaðir þú á liðið: „Koma stelpur,
leikurinn er ekki búinn fyrr en
dómarinn flautar, koma svo …
berjast!“ Vá þvílík yndisleg bjart-
sýni og það var það sem einkenndi
þig mest. Svo lífsglöð og brosandi
út að eyrum þegar maður hitti þig.
Næst kom upp í hugann allt dótið
sem þú varst með í töskunni þegar
við vorum að keppa. Maður spurði
kannski: „Er einhver með eyrnap-
inna?“ Þá varst þú fyrst til að
svara: „Já, ég,“ og svoleiðis gekk
það hvort sem mann vantaði
ömmuspennu, naglaklippur, vasel-
ín, ísostar, aukasokka eða legghlíf-
ar. Enda vorum við nú ekki hissa,
þegar við fórum að rifja þetta allt
upp, að þú skyldir alltaf mæta
seint, því þú hefur auðvitað verið
að bæta í töskuna!
Leiðir okkar skildi þegar við
héldum hver í sína áttina. Sumar
okkar fóru í nám, eignuðust fjöl-
skyldu, fluttu í aðra bæi og sumar
héldu á vit ævintýranna eins og þú,
yndislega þú. Við höfum verið að
skoða myndir af ævintýrum þínum
og það er greinilegt að þú varst
hamingjusöm stelpa. Við biðjum
fyrir þér og fjölskyldu þinni og
✝ HrafnhildurLilja
Georgsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 28.
mars 1979, en ólst
upp á Ólafsfirði.
Hún lést í Dóm-
iníska lýðveldinu
21. september síð-
astliðinn og var
jarðsungin frá
Ólafsfjarðarkirkju
4. október.
með þessum orðum
viljum við votta ykk-
ur samúð okkar.
Elsku Líney, Giggi,
Hanna Stella, Alvilda
María, Líney Mist,
amma Lilja og aðrir
ættingjar og vinir,
megi Guð styrkja
ykkur á þessum erf-
iðu tímum.
F.h. meistaraflokks
kvenna í Leiftri
Lísa, Björk og
Svanborg Anna.
Elsku Hrafnhildur Lilja, við
þökkum fyrir að hafa fengið að
kynnast þér. Bænar biðjum þér að
ávallt geymi þig guð í hendi sér.
Þá sagði kona ein: Talaðu við okkur
um gleði og sorg.
Og hann svaraði:
Sorgin er gríma gleðinnar.
Og lindin, sem er uppspretta gleð-
innar, var oft full af tárum.
Og hvernig ætti það öðruvísi að
vera?
Þeim mun dýpra sem sorgin grefur
sig í hjarta manns, þeim mun meiri
gleði getur það rúmað.
Er það ekki bikarinn, sem geymir
vín þitt, brenndur í eldi smiðjunnar?
Og var ekki hljóðpípan, sem mildar
skap þitt, holuð innan með hnífum?
Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert
glaður, og þú munt sjá, að aðeins
það, sem valdið hefur hryggð þinni,
gerir þig glaðan.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu
þá aftur huga þinn, og þú munt sjá,
að þú grætur vegna þess, sem var
gleði þín.
Sum ykkar segja: „Í heimi hér er
meira ef gleði en sorg,“ og aðrir
segja: „Nei, sorgirnar eru fleiri.“
En ég segi þér: sorgin og gleðin
ferðast saman að húsi þínu, og þegar
önnur situr við borð þitt, sefur hin í
rúmi þínu.
Þú vegur salt milli gleði og sorgar.
Jafnvægi nærð þú aðeins á þínum
dauðu stundum.
Þegar sál þín vegur gull sitt og silfur
á metaskálum, hlýtur gleðin og sorg-
in að koma og fara.
(Kahlil Gibran: Spámaðurinn.)
Elsku Líney, Giggi, Hanna, Al-
vilda, Lilja og aðrir aðstandendur,
megi ljós og kærleikur umvefja
ykkur.
Snjólaug, Óli, Gerður
og Gunnlaugur.
Hrafnhildur Lilja
Georgsdóttir