Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 15 Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is „ÞEGAR rykið sest mun íslenska þjóðarbúið vera í miklu sterkari stöðu en áður og efnahagur landsins vonandi bæði eðlilegri og heilbrigð- ari en hann var áður en þetta ástand skapaðist.“ Þetta sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra á blaða- mannafundi í Iðnó í gær. Hann sagði skiljanlegt að fólk væri óttaslegið enda efnahagsslífið að ganga í gegn- um meiri breytingar en þekkst hafi í seinni tíð. Því fylgi umrót og óvissa. „Landsmenn taka nú höndum sam- an og við sláum skjaldborg um ís- lenska þjóð og þjóðin mun standa styrkum fótum eftir þessar aðgerðir og það umrót sem þær hafa valdið,“ sagði Geir. Spurningaflóð Fjöldi innlendra og erlendra blaðamanna var á staðnum og spurningarnar dundu á Geir H. Haarde og Björgvin G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra. Erlendir blaða- menn spurðu mjög mikið út í mögu- legt lán frá Rússum en innlendum blaðamönnum var m.a. títtrætt um Icesave-reikningana í Bretlandi og framtíðarmöguleika Kaupþings nú þegar hinir bankarnir tveir eru komnir undir stjórn ríkisins. Sístækkandi blaðamannafundir Íslenskir blaðamenn eiga svona stórum blaðamannafundum ekki að venjast. Sá fyrsti var haldinn á mánudag í ríkisstjórnarherberginu á Alþingi. Næsti var haldinn á þriðjudag á efri hæð Iðnó en í gær var hópurinn orðinn svo stór að neðri hæðina þurfti til. Erlendir blaðamenn halda áfram að streyma til landsins og komið hefur verið upp sérstakri miðstöð fyrir þá í Miðbæj- arskóla þar sem þeir geta m.a. notað netið. Urður Gunnarsdóttir, upplýs- ingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, heldur utan um allt skipulag sem að þessu lýtur en hún hefur áralanga reynslu af því sem upplýsinga- fulltrúi Öryggis- og samvinnustofn- unar Evrópu. Eðlilegri efnahagur  Þjóðarbúið verður sterkara á eftir, segir forsætisráðherra  Fjöldi erlendra blaðamanna kominn til landsins Morgunblaðið/RAX Setið fyrir svörum Ef nokkurn tímann hafa verið haldnir jafn stórir blaðamannafundir og þessa dagana hér á landi má ætla að það hafi verið þegar Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjov funduðu í Höfða 1986. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is GÓÐAR líkur eru á því að eignir Landsbankans standi undir mest- um hluta Icesave-innistæðnanna í Bretlandi og íslenska ríkisstjórnin er staðráðin í að láta núverandi stöðu á fjármálamörkuðum ekki skyggja á áralanga vináttu Íslands og Bretlands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Geir H. Haarde forsætisráðherra sendi frá sér í gær í framhaldi af fregnum um að bresk stjórnvöld hygðu mögulega á málsókn gegn íslenska ríkinu verði innistæður á Icesave-reikn- ingum Landsbankans í Bretlandi ekki tryggðar. Á blaðamannafundi í Iðnó í gær áréttaði Geir að heildarskuldir bankanna væru orðnar meiri en svo að þjóðarbúið gæti staðið und- ir þeim og því ekki hægt að greiða allar skuldir. „En auðvitað verður að gera þetta þannig að kröfu- höfum sé ekki mismunað, hvað varðar þjóðerni t.d., en auðvitað verða skilanefndir og þeir sem taka við rekstri bankanna núna að greiða úr þessu,“ sagði Geir og áréttaði að ríkissjóður Íslands standi í skilum. „Það er fyrst og fremst orðspor hans sem við vilj- um vernda. Það gerum við m.a. með því að segja hreinskilnislega við fólk: Ríkissjóður Íslands getur ekki tekið að sér að borga allar þær skuldir sem einkafyrirtækin á fjármálamarkaðnum – bankarnir – hafa hlaðið upp.“ Þá sagði Geir ríkisstjórnirnar Bretlands og Íslands leita nú að viðunandi lausn fyrir alla aðila en spurður um hvað verði ef bresk stjórnvöld höfði mál svaraði hann: „Þá verður bara að leysa þann ágreining fyrir dómstólum. Það er ekkert athugavert við það í sjálfu sér.“ Geir var einnig spurður út í mál Icesave-reikningseigenda í Hollandi og sagði hann þau mál ekki vera jafnlangt á veg komin og þau sem lúta að Bretlandi. Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra sagði alls ekki standa til að hlaupast undan ábyrgð eins og margir í Bretlandi virtust hafa óttast. Innistæður væru forgangskröfur ef til skipta- meðferðar kemur sem þýðir að sparifjáreigendur verða þeir fyrstu sem fá bætur ef þrotabúi Landsbankans verður skipt upp. „Það sem eftir stendur mun að sjálfsögðu verða samkomulagsat- riði milli þessara tveggja miklu vinaþjóða,“ sagði Björgvin. Góðar líkur á að eignir dugi fyrir Icesave Enn óljóst með Icesave í Hollandi Í HNOTSKURN » Icesave-reikningarLandsbankans hafa stað- ið til boða í bæði Bretlandi og Hollandi og fullyrt að þar væru bestu mögulegu vext- irnir í boði. » Á breskri vefsíðu Ice-save stendur nú að öll starfsemi liggi niðri og beð- ist er afsökunar á óþæg- indum sem það kann að valda. EKKI hefur verið gengið frá því hver fer fyrir rekstri Landsbankans ann- ars vegar og Glitnis hins vegar þegar skilanefndirnar hafa lokið sínu starfi. Þetta kom fram í máli Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra á blaðamannafundi í Iðnó í gær. „Halldór [J. Kristjánsson] og Sigurjón [Þ. Árnason] voru bara fengnir til að leiða bankana í gegnum þessa daga og sólarhringa sem eru að líða núna. Svo er það ný bankastjórn sem tekur ákvörðun um það hver rekur bankana þannig að það liggur ekkert fyrir um það,“ sagði Björgvin og bætti við að mestu máli hefði skipt undanfarið að tryggja eðlilega bankastarfsemi. halla@mbl.is Sjá um banka til bráðabirgða Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is FJÁRMÁLAEFTIRLIT Lúxemborgar fór í gær fram á greiðslustöðvun vegna Landsbank- ans í Lúxemborg. Að sögn Gunnars Thorodd- sen, bankastjóra Lands- bankans í Lúxemborg, var beiðni um slíkt lögð fram af hálfu stjórnar bankans í gærmorgun, en úrskurður um greiðslustöðvun var kveðinn upp seinnipartinn í gær. Gunnar segir að lokað hafi verið fyrir viðskipti í bank- anum á mánudag vegna lausafjárþurrðar. „Við höf- um verið fjármögnuð af Landsbankanum á Íslandi, en svo lokaðist sú lína og þá getum við ekki starfað.“ Um 160 starfsmenn eru í bankanum, þar af um 35 Íslendingar. Gunnar segir að starfsmenn bankans hafi flestir verið í bankanum á mánu- dag og stór hluti jafnframt í gær. „Þeir svöruðu spurningum viðskiptavina og sinntu því sem þurfti þótt lokað væri fyrir viðskipti.“ Hann segir að meginstarfsemi Landsbankans í Lúxemborg sé sérbankaþjónusta og sérhæfð fasteignafjármögnun, en bankinn hefur verið starfræktur í sex ár. „Starfsemin hefur vaxið gríðarlega mikið og skilað miklum hagnaði,“ segir Gunnar. Gunnar segir að atburðir síðustu daga hafi komið starfsfólki bankans á óvart. „Þetta gerð- ist gríðarlega hratt og eru mikil vonbrigði. Ís- lendingarnir sem hér starfa hafa komið sér fyrir hérna, margir hafa byggt sér hús og fólk er með börn sín í skóla. Nú verður röskun á umhverfi þeirra. Þar til viðbótar er mikill fjöldi fólks víða að úr Evrópu sem vinnur hjá okkur,“ segir hann. Spurður um hvað blasi við hjá starfsfólki bankans segir Gunnar að framundan sé ákveðin biðstaða meðan greiðslustöðvunarferli gengur yfir. Meðan á því standi séu hins vegar öll laun starfsfólks tryggð. Gunnar segir að nú sé unnið að því að finna leiðir til þess að koma starfsemi bankans í gang aftur. „Það eru ákveðnir möguleikar sem eru til skoðunar. Við þurfum að tryggja bankanum fjármagn og sú vinna er í gangi,“ segir Gunnar. Gangi það ekki eftir verði óskað eftir gjaldþrota- skiptum bankans, en málin skýrist væntanlega á nokkrum vikum. Gunnar segir að meðan á þessu standi muni um 30-40% starfsmanna verða við vinnu, en aðrir í kallfæri. Gunnar segir miklu skipta að bankanum verði tryggt lausafé. „Við erum með góða lánabók og öflugan hóp viðskiptavina. Það myndu mjög mikil verðmæti fara til spillis ef ekki næðist að viðhalda eignum bankans,“ segir hann. Trúverðugleika Íslands stefnt í voða Gunnar bendir á fyrir utan að tryggja framtíð starfsmanna bankans og kjör þeirra, þurfi að huga að innlánum í bankanum, en þau séu tals- verð. „Okkur svíður það, sé það rétt skilið, að ís- lenska ríkið hafi ákveðið að tryggja innistæður í íslenskum bönkum en að skilja út undan t.d. þá Íslendinga sem hafa ákveðið að hafa innlán sín í dótturfélagi Landsbankans með það að leiðar- ljósi að þarna færi traustur, íslenskur banki. Það er mjög erfitt að útskýra það fyrir viðskiptavin- um okkar, sem eru margir hverjir Íslendingar, að innlán þeirra í Landsbankanum á Íslandi séu tryggð en ekki innlán í Landsbankanum í Lúx- emborg,“ segir Gunnar. Það sé óviðunandi að þessi ábyrgð lendi á seðlabanka Lúxemborgar eða stjórnvalda þar og gríðarlegt áfall fyrir orð- spor Lúxemborgar ef sparifjáreigendur í Landsbankanum þar glati innistæðum sínum. Vonandi verði þetta ekki niðurstaðan, enda yrði hún ekki góð til afspurnar fyrir íslensku þjóðina og myndi rýra mjög til langrar framtíðar trú- verðugleika Íslendinga í viðskiptum erlendis. Greiðslustöðvun í Lúxemborg  Framtíð 160 starfsmanna Landsbankans í óvissu og niðurstaðan mikil vonbrigði fyrir þá  Unnið að því að tryggja fjármagn til þess að koma starfsemi bankans í gang að nýju Gunnar Thoroddsen Hætt 35 Íslendingar starfa í Landsbankanum í Lúxemborg sem hefur verið rekinn í sex ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.