Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Bankakreppan
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„HVAÐA tilgangi þjónar það að
leggja fyrir,“ spurði háskólastúdína í
hádeginu eftir að þjónustufulltrúi í
Landsbankanum hafði sagt henni að
bankinn gæti ekki ábyrgst sparnaðinn
í peningabréfum í vörslu bankans og í
besta falli sennilega aðeins hluta hans.
Gera má því skóna að þorri lands-
manna sé í ámóta sporum. Hlutabréf í
bönkunum eru verðlaus og sparnaður
í þeim er frystur. Jafnvel horfinn að
einhverju leyti. Er einhver tilgangur
með því að spara?
Mælt með peningabréfum
Í góðærinu gátu margir lagt fjár-
muni til hliðar og bankarnir kepptu
um viðskiptavinina. Í Landsbank-
anum var mörgum ráðlagt að leggja
sparnaðinn í peningabréf. „Við höfum
ráðlagt öllum að fá sér peningabréf,
líka börnum og barnabörnum,“ sagði
þjónustufulltrúi í hádeginu. Annar
þjónustufulltrúi í sama banka sagði á
mánudag að peningabréfin væru al-
veg örugg. „Þú hefðir getað tekið
þessa peninga út í liðinni viku en nú er
það ekki hægt lengur,“ sagði enn einn
fulltrúinn síðdegis í gær um sparnað í
peningabréfum.
Forsætisráðherra sagði á blaða-
mannafundi sl. mánudagskvöld að
sparifé fólks í bönkum væri tryggt að
fullu. Hann áréttaði þetta á blaða-
mannafundi í gær og viðskiptaráð-
herra bætti um betur þegar hann
sagði, að gefnu tilefni, að allra leiða
yrði leitað til að tryggja sparifé í pen-
ingamarkaðssjóðum. Um góða sparn-
aðarleið væri að ræða en hún nyti ekki
sömu verndar og aðrar innistæður.
Önnur lögmál giltu um þessa sjóði en
aðrar sparnaðarleiðir en enginn hefði
tapað neinu fyrirfram. „Það er ekkert
gefið fyrirfram um það að fólk sé að
tapa aleigu sinni í þessum peninga-
markaðssjóðum eins og margir hafa
haldið síðustu daga, eðlilega,“ sagði
hann. Ráðherra bætti við að hægt
væri að finna leiðir til þess að lág-
marka skaðann og það yrði gert.
En hvernig á almenningur, sem
hefur verið í áskrift að peningabréf-
um, að ávaxta pund sitt?
Bankafulltrúar mæla ekki lengur
með peningabréfum, enda liggur
ekkert fyrir um fulla tryggingu á
endurgreiðslum úr slíkum sjóðum, en
þeir benda á reikninga með mismun-
andi löngum binditíma. Sá böggull
fylgir skammrifi að ekki er hægt að
millifæra úr eigin safni peningabréfa.
Þá er fátt eftir nema almenn spari-
sjóðsbók. Eru 5,5% vextir góð ávöxt-
un í 14% verðbólgu?
Gáfu sömu ráð til barna
og barnabarna sinna
Sparifé í peningamarkaðssjóðum nýtur
ekki sömu verndar og aðrar innistæð-
ur en ráðherra segir það ekki tapað
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sparnaður Stjórnvöld ætla að tryggja að fólk tapi ekki sparnaði sínum.
EKKI hefur
dregið úr sölu
áfengis í vínbúð-
um ÁTVR þrátt
fyrir efnahags-
þrengingar sem
dunið hafa yfir
landsmenn.
Þvert á móti
jókst áfeng-
issalan í sept-
ember síðastliðnum um 1,9%, miðað
við sama mánuð í fyrra í lítrum tal-
ið.
Fyrstu níu mánuði ársins jókst
sala á áfengi í lítrum talið um 3,9%
miðað við sömu mánuði í fyrra.
Samkvæmt upplýsingum frá
ÁTVR seldist áfengi fyrir 12,6
milljarða króna fyrstu 9 mánuði
ársins miðað við 11,4 milljarða
sömu mánuði í fyrra. Nemur aukn-
ingin milli ára 10,4%.
Alls seldust rúmlega 15 milljón
lítrar af áfengi fyrstu 9 mánuði árs-
ins. Hlutur bjórs vegur þarna lang-
þyngst eða rúmlega 11,7 milljón
lítra. Er það 3,7% aukning frá í
fyrra.
Sala á rauðvíni jókst um 3% í
verslunum ÁTVR en sala á hvítvíni
jókst verulega, um 14,1%. Sala á
ókrydduðu brennivíni og vodka
hefur einnig aukist umfram með-
altal, um 6,6%. sisi@mbl.is
Sala eykst
á áfengi
TALNING Vegagerðarinnar á um-
ferð um þjóðvegi landsins leiðir í
ljós að umferðin heldur áfram að
dragast saman. Talið er á 14 stöð-
um á landinu.
Umferðin í september síðast-
liðnum var 4,38% minni en sama
mánuð í fyrra. Var umferðin svipuð
og í september 2006.
Samdrátturinn var mestur á
Öxnadalsheiði eða 15% og 13% á
Sandskeiði. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Enn dregst
umferð saman
BLAÐAMANNAFUNDUR forsætisráðherra
og viðskiptaráðherra í Iðnó var frestað frá því
klukkan ellefu fyrir hádegi þar til klukkan
fjögur í gær. Talsvert mikil aukning varð á
streymi fólks inn í bankana á þessu tímabili,
sem er jafnvel rakið til þessa. Ljóst er að
sparifjáreigendur eru ekki öruggir um sinn
hag og lítið þarf til þess að valda óróa.
Sögusagnir á kreiki
Samkvæmt upplýsingum frá Glitni fóru ein-
hverjar sögusagnir af stað, og tengdust þær
meðal annars veru sendinefndar Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins hér á landi. Már Másson upplýs-
ingafulltrúi bankans vildi þó ekkert fullyrða
um orsakasamhengi hvað þetta varðar. Tölu-
vert var að gera í flestum útibúum allra bank-
anna í gær. Viðskipti fóru tiltölulega rólega af
stað en straumur fólks ágerðist mjög eftir
klukkan ellefu.
Jónas Sigurgeirsson upplýsingafulltrúi
Kaupþings sagði marga eflaust hefðu verið að
dreifa eignum sínum á milli banka í gær að ein-
hverju leyti, hins vegar hefði dregið mjög úr
fjölda fólks eftir fund ráðherra, en nokkur
útibú voru opin lengur en til klukkan fjögur.
Ástæðulaus ótti í gær
Á fundi ráðherranna í gær kom hins vegar
harla fátt nýtt fram um stöðu mála, og því virð-
ist ótti sparifjáreigenda ekki hafa átt við rök
að styðjast. Þá ber að geta þess að ráðamenn
hafa margsinnis lýst því yfir á undanförnum
dögum að allar innstæður íslenskra sparifjár-
eigenda í íslenskum bönkum séu að fullu
tryggðar. onundur@mbl.is
Hvað ætlar ráðherra að segja?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Áhyggjufullir Íslendingar Margir fóru í útibú Kaupþings í Árbænum rétt fyrir lokun í gær.
Frestun á blaðamannafundi ráðherra í gær talin
hafa valdið auknu óöryggi sparifjáreigenda
Það er til lítils að eiga peninga
ef ekki ekki er hægt að nota þá
þegar á þarf að halda. Þessu
hafa landsmenn kynnst undan-
farna daga og í gær var ekki
hægt að taka út gjaldeyri af
gjaldeyrisreikningum í Lands-
bankanum.
„Það eru engir seðlar til,“
sagði þjónustufulltrúi og vísaði
til eignastöðu bankans í erlend-
um gjaldeyri. Hann bætti þó við
að hægt væri að fá erlendar
innistæður greiddar í íslenskum
peningum.
Innistæður á gjaldeyrisreikn-
ingum voru að öðru leyti frystar
og var til dæmis ekki hægt að
millifæra upphæðir á reikninga í
erlendum bönkum.
Ekki hægt að taka út
LEITAÐ verður leiða til þess að
hluta af peningamarkaðssjóðum
bankanna verði komið yfir á það
form að fólk tapi
ekki því sem það
hefði getað tap-
að. Þetta kom
fram í máli
Björgvins G. Sig-
urðssonar við-
skiptaráðherra á
blaðamanna-
fundi í Iðnó í gær
og lagði hann
áherslu á að eng-
inn hefði tapað
neinu fyrirfram. „Það á eftir að
koma í ljós hvaða leið á að fara,
hvort hluti verður greiddur til
sjóðsfélaga í formi innláns, eða aðr-
ar leiðir. Það eru margar leiðir fær-
ar og það er ekkert gefið fyrirfram
um það að fólk sé að tapa aleigu
sinni í þessum peningamarkaðs-
sjóðum,“ sagði Björgvin og áréttaði
að ekki væri litið framhjá hags-
munum neinna viðskiptavina.
Hann benti þó á að peningamark-
aðssjóðir lytu öðrum lögmálum en
sparifjárreikningar og innistæðu-
tryggingar næðu ekki til þeirra.
„En það er hægt að finna leiðir til
að lágmarka skaðann,“ sagði
Björgvin.
Björgvin G.
Sigurðsson
Tapi ekki
öllu sínu
Margir eiga fé í pen-
ingamarkaðssjóðum