Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 31
Elsku amma Stína. Þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman, núna líður þér vel hjá afa Balla. Þinn langömmustrákur Baldur Þór. Elsku Stína langamma. Núna ertu engill uppi hjá guði. Engill með krullað hár. Takk fyrir að spila við mig. Þinn langömmustrákur Viktor Már. HINSTA KVEÐJA MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 31 MINNINGAR ✝ Kristín Páls-dóttir fæddist á Akureyri 19. janúar 1931. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 28. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jós- efína Þorleifsdóttir frá Garðakoti í Svarfaðardal, f. 18. desember 1907, d. 11. nóvember 1991 og Páll Jónsson frá Tjörnum í Eyjafirði, f. 12. nóvember 1908, d. 14. júlí 1985. Systkini Kristínar eru Sig- urhelga, f. 1934, d. 1992, og Er- ling Tom, f. 1937, búsettur á Ak- ureyri. Kristín giftist 12. maí 1951 Baldri Karlssyni frá Nesi í Saurbæjarhreppi, f. 3. janúar 1930, d. 31. ágúst 1986. Börn þeirra eru: 1) Páll, f. 23. júní 1953, maki Erla Hrund Friðfinnsdóttir, f. 1. maí 1956. Börn þeirra a) Páll Brynjar, f. 18. janúar 1975, sam- býliskona Rósa Frið- riksdóttir, sonur þeirra Baldur Þór, f. 2001, b) Kristín, f. 5. september 1977, maki Árni Már Ágústsson, börn þeirra Elva Rún, f. 1998 og Viktor Már, f. 2002. 2) Erla, f. 14. febrúar 1960, sam- býlismaður Steindór Sigursteinsson, f. 3. ágúst 1964, sonur þeirra Gunnar Helgi, f. 1998. Synir Erlu a) Ómar Friðriksson, f. 29. október 1976, sambýliskona Svava Hrund Friðriksdóttir, dóttir þeirra Sólveig Erla, f. 2007. b) Kristján Baldur Valdimarsson, f. 18. febrúar 1982, sambýliskona Guðlaug Ásta Gunnarsdóttir. Kristín bjó alla tíð á Akureyri. Ásamt því að sinna heimilinu vann hún við afgreiðslustörf. Kristín verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar í fáeinum orðum að minnast elskulegrar tengdamóður minnar. Það eru nákvæmlega þrjátíu og fimm ár síðan við kynntumst þegar ég kom heim til þeirra hjóna með honum Palla mínum í september 1973. Sá dagur er mér afar minnisstæður. Ég fann strax að þarna leið mér vel. Í þessi þrjátíu og fimm ár höfum við átt margar ánægjustundir. Alltaf varstu boðin og búin að hjálpa mér ef eitthvað stóð til á mínu heimili, hvort heldur var við bakstur eða eitthvað annað. Margar voru stundirnar sem við föndruðum saman. Mikið var gaman þegar við vorum að gera jólaskreyt- ingarnar. Þá mættu til þín vinkonur þínar og ég, leiðin lá út í bílskúr. Þar voruð þið Balli búin að undirbúa skúr- inn, hann leit út eins og kennslustofa. Þú gekkst um og leiðbeindir okkur af þinni miklu smekkvísi. Þar urðu til mörg listaverk sem ég nota um hver einustu jól. Oft fórum við saman í berjamó, þar undir þú þér vel. Raulaðir fyrir munni þér lagstúf og naust þess að vera úti í náttúrunni. Slógum við á létta strengi með að ég gæti ekki týnt þér, því ég myndi ganga á hljóðið. Í tuttugu og sjö ár höfum við verið nágrannar. Þá fluttum við Palli í Grenivellina, næstu götu við ykkur. Það fannst ykkur góð tilfinning að fá okkur og barnabörnin svona nálægt. Alltaf gátu þau hlaupið til ykkar, það var stutt að fara og alltaf voru þau velkomin. Eftir að Balli lést fannst okkur gott að vita af þér svona nálægt okkur. Það var hinn 17. september síðast- liðinn, sem ég flaug með þér mikið veikri til Reykjavíkur. Þar dvaldi ég hjá þér þína síðustu daga. Á sjúkra- húsinu áttir þú hug og hjarta lækna og hjúkrunarfólks, eða eins og einn læknir orðaði það; „þessi kona er perla“. Þannig er þér best lýst. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. (Kristján frá Gilhaga.) Hvíl í friði, mín elskulega tengda- móðir. Þín tengdadóttir, Erla Hrund. Elsku Stína amma. Það kom að því sem ég óttaðist mest. Það var að morgni sunnudags- ins 28. september að pabbi og mamma hringdu í mig og sögðu að þú værir dáin. Heimurinn hrundi á auga- bragði. Af hverju? Síðustu ár hefur þú ekki verið nógu frísk. Hinn 17. sept- ember þurfti að flytja þig til Reykja- víkur, því þú varst orðin mjög veik. Þar varst þú í góðum höndum. Síð- ustu dagana sem þú varst á meðal okkar, voru mér mjög erfiðir. Að geta ekki komið til þín, haldið í hönd þína, knúsað þig og kysst. Við amma áttum margar góðar stundir saman. Mér er það minnis- stætt þegar ég fékk tækifæri að vinna með þér. Við unnum saman í blóma- búðinni í Sunnuhlíð. Ég reyndi eins og ég gat að kalla þig „Stínu“ þegar viðskiptavinir voru í búðinni. Okkur fannst það báðum mjög kjánalegt. Þá sagðir þú við mig „Kittý mín, kallaðu mig bara ömmu,“ og þannig höfðum við það. Þú varst snillingur í höndunum. Ég er glöð yfir því að eiga verk og hluti eftir þig. Vænst þykir mér um mál- verkin tvö sem þú færðir mér á þrí- tugsafmælinu mínu í fyrra. Elsku amma, þú kenndir mér ýmislegt í sambandi við handavinnu, kortagerð og föndur. Eins leitaði ég oft til þín til að fá ráðleggingar og hugmyndir. Það síðasta sem þú hvattir mig með var jólapóstpokinn sem ég saumaði. Nú fylgja pokanum ákveðnar tilfinningar þegar ég hengi hann upp fyrir jólin. Alltaf gat ég leitað til þín og fengið svör og klapp á bakið. Ég man eftir einu skipti sem ég gerði þig orðlausa. Það var 5. september fyrir ári, þegar ég kom til þín og sagði þér að við Árni Már hefðum gift okkur fyrr um morg- uninn. Mikið varðst þú glöð og stolt af nöfnu þinni. Elsku amma, ég er líka stolt af því að hafa verið fyrst til að gera þig að langömmu, þegar Elva Rún fæddist árið 1998. Börnin okkar hafa misst góða lang- ömmu. Alltaf varst þú tilbúin að grípa í spil þegar við komum til þín. Þú varst heldur ekkert að setja fyrir þig að breyta reglunum ef það yrði lang- ömmubörnunum í hag. Hjá þeim eru nú ótal margar spurningar og lofa ég þér því, elsku amma, að svara þeim eins vel og ég get. Þannig hefðir þú gert það. Við munum styðja hvert annað í sorginni, og ég trúi því að þú passir vel upp á okkur. Við söknum þín öll. Þín eina ömmustelpa og alnafna, Kristín Pálsdóttir. Elsku Stína amma. Það var hinn 28. september sem pabbi hringdi í mig og sagði mér að þú værir dáin. Þú varst svo veik síðustu dagana og varst flutt suður. En alltaf vonaði ég að þú næðir þér. En nú veit ég að þér líður vel. Rúmri viku áður en þú veiktist, komstu í mat til okkar. Það var gam- an hjá okkur það kvöld. Mikið sem þú varðst glöð þegar strákurinn minn var skírður Baldur Þór í höfuðið á Baldri afa. Þú varst mikið að mála í gegnum tíðina, og er ég þakklátur fyrir að eiga verk eftir þig. Þegar ég var smástrák- ur langaði mig alltaf í eitt ákveðið verk. Sá draumur rættist þegar þú gafst mér málverkið í 25 ára afmæl- isgjöf. Elsku amma, með sorg og jafn- framt söknuði í hjarta kveð ég þig. Nú veit ég að þú ert komin á góðan stað. Ég mun ávallt minnast þín fyrir þá ást sem við skynjuðum svo vel er við heimsóttum þig í Ægisgötuna og allar þær stóru og smáu minningar í gegn- um tíðina. Ég vildi bara að ég hefði fengið að sjá þig einu sinni enn. Bless amma mín, þín verður sárt saknað. Þinn ömmustrákur, Páll Brynjar. Elsku Stína langamma. Núna ertu uppi hjá guði með Balla langafa. Takk fyrir að kenna mér að teikna. Ég mun alltaf muna þegar ég og þú gerðum jólakort fyrir allan bekkinn minn í fyrra. Líka handa kennaranum mínum. Ég var mjög montin og þetta voru flottustu kortin og verða það alltaf. Ég ætla að vera dugleg að æfa mig að teikna, til að verða jafn góð og þú. Þú vildir líka alltaf spila við mig og Viktor Má litla bróður minn. Þín langömmustelpa Elva Rún. Kristín Pálsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIBJÖRG ANTONÍUSDÓTTIR, Borgarlandi 5, Djúpavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Hornafirði laugardaginn 4. október. Útförin fer fram frá Djúpavogskirkju laugardaginn 11. október kl. 14.00. Jarðsett verður í Beruneskirkjugarði. Hanna Antonía Guðmundsdóttir, Hjálmar Guðmundsson, Hreinn Guðmundsson, Birgir Guðmundsson, Anna Sigrún Gunnlaugsdóttir, Stefán Guðmundsson, Gústa Þórlaug Svavarsdóttir, Jónína Guðmundsdóttir, Jón Karlsson, Kristján S. Guðmundsson, Elva Sigurðardóttir, Karl E. Guðmundsson, Þórlaug Másdóttir, Guðmundur I. Guðmundsson, Oddný Dóra Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, dóttir, barnabarn og systir, ERLA JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR, Fossheiði 36, Selfossi, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 1. október, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 11. október kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Bergmál, líknar- og vinafélag, sími: 587-5566. Jón Marel Magnússon, Ída Bjarklind Magnúsdóttir, Ída S. Sveinbjörnsdóttir, Jón S. Hreinsson, Snjólaug Valdimarsdóttir, Jónína Hallgrímsdóttir, Erla Stefánsdóttir, Jón Guðmundsson og systkini hinnar látnu. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐNÝ SVEINBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR frá Miðhúsum, Eiðaþinghá, Kirkjustíg 8, Eskifirði, verður jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 11. október kl. 14.00. Guðný Sigríður Hallgrímsdóttir, Sigmar Hjartarson, Kristrún Hallgrímsdóttir, Hjörleifur Alfreðsson, Soffía Hallgrímsdóttir, Ólafur Hallgrímsson, Vilma Lillý Peña de Hallgrímsd., Brynjólfur Einar Sigmarsson og Sigríður Sigmarsdóttir, Birna Þorbjörg Hjörleifsdóttir, Lilja Íris Friðjónsdóttir og Perla Ósk Friðjónsdóttir, Sara Ósk Ólafsdóttir og Ísabella Sif Ólafsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÓSKAR P. ÓSKARSSON, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 3. október. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 10. október kl. 13.00. Lilja Guðbjörnsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÚN EIRÍKSDÓTTIR, Víkurbraut 30, Höfn, Hornafirði, verður jarðsungin frá Hafnarkirkju laugardaginn 11. október kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Gjafa- og minningarsjóð Skjólgarðs. Guðmundur Jónsson, Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir, Ásta Halldóra Guðmundsdóttir, Guðjón Pétur Jónsson, Jón Guðmundsson, Elín Guðmundardóttir, Eiríkur Guðmundsson, Auður Axelsdóttir, Sigrún, Helga Rún, Guðlaug, Guðmundur Hrannar, Höskuldur, Una, Dagrún og Guðmundur. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INDIÖNU BJARGAR ÚLFARSDÓTTUR, Hraunbúðum, áður Heiðarvegi 48, Vestmanneyjum. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks Hraunbúða fyrir mikla og góða umönnun og hlýhug. Eygerður Anna Jónasdóttir, Þorsteinn Gísli Þorsteinsson, Ingimar Jónasson, Fríða Sverrisdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.