Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI EINAR K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, telur mjög knýjandi að ljúka afgreiðslu mat- vælafrumvarpsins á þessu haustþingi. Hann kom fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis á opnum fundi í gær og kynnti helstu mál vetrarins. Einar sagði að mikil vinna hefði verið lögð í matvælafrumvarpið í sumar með það að markmiði að koma til móts við athugasemdir sem urðu til þess að frumvarpið fékkst ekki afgreitt á síð- asta þingi. Hann sló þó þann varnagla að ekki hefði verið farið yfir málið í ríkisstjórn og milli stjórnarflokkanna og því gæti það tekið breytingum. Einar sagði ýmis úrræði vera til staðar til að koma í veg fyrir að matvæli sem ógnað geta heilbrigði manna eða dýra væru flutt inn til landsins. EES-samningurinn opn- aði á það. T.d. mætti grípa inn í ef grunur væri um kam- fýlóbakter-sýkingu og koma í veg fyrir að kjúklingur sem gæti verið sýktur færi á markað. Tilkynningarskylda fremur en starfsleyfi Í máli Einars kom einnig fram að vaktakerfi dýralækna geti verið óbreytt og gerðar verði breytingar á frumvarp- inu þannig að allar greinar landbúnaðarins verði ekki háðar starfsleyfi „Ýmsar atvinnugreinar eins og sauð- fjárrækt og hrossarækt verða tilkynningaskyldar en þurfa í sjálfu sér ekki starfsleyfi,“ sagði Einar. halla@mbl.is Matvælin fái afgreiðslu  Ljúka þarf afgreiðslu matvælafrumvarpsins nú í haust, segir landbúnaðarráð- herra  Breytingar hafa verið gerðar til að koma til móts við athugasemdir Í HNOTSKURN » Matvælafrumvarpið ollimiklum deilum á síðasta þingi og fékkst ekki afgreitt. » Um er að ræða Evrópu-sambandslöggjöf sem fel- ur í sér að Ísland yrði hluti af innri markaði EES með land- búnaðarvörur. NEFNDARFUNDIR fastanefnda Alþingis voru opnaðir fjölmiðlum í fyrsta skipti í gær. Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd reið á vaðið í gærmorgun og í hádeginu kom heilbrigðisnefnd saman. Fundunum er sjónvarpað beint í ríkissjónvarp- inu og á alþingisrásinni auk þess sem hægt er að fylgjast með í gegn- um netið. Ekki verða þó allir nefnd- arfundir opnir heldur einungis þeir sem tilefni þykir til. Var það mál manna að form- legheitin hefðu verið miklu meiri en vant er og smátitrings gætti meðal stjórnarandstöðuþingmanna með að fundirnir þar sem ráð- herrar kynna sín mál skyldu verða fyrir valinu. Þeir yrðu þá of „ráð- herramiðaðir“. halla@mbl.isMorgunblaðið/Árni Sæberg Fundir opnir í fyrsta sinnDaufur fundur Þingfundur var með daufara móti í gær. Enginn þingmaður tók til máls undir liðnum störf þingsins en þar geta þingmenn rætt mál líðandi stundar hver við annan. Þetta er harla óvenjulegt en á göngunum sögðu menn bara: „Um hvað ættum við svo sem að tala núna?“ Allt var í járnum í fjármálalífinu og hlutirnir breyttust á hverri klukkustund. Skrafað á göngum Þingfundur silaðist áfram með um- ræðum um þingmannamál. M.a. tal- aði Birkir J. Jóns- son fyrir því að hluti námslána breytist í styrk að námi loknu og Guðjón A. Krist- jánsson, flutti frumvarp um að frítekjumark á líf- eyristekjur yrði hækkað í 100 þúsund krónur á mánuði. Að öðru leyti bar fátt til tíðinda og meira var skrafað á göngum þingsins en í sjálf- um þingsalnum. Aukinn geymsluréttur Útgerðir munu geta geymt meiri kvóta milli ára en þær hafa hingað til getað ef hugmyndir Einars K. Guð- finnssonar sjávarútvegsráðherra ná fram að ganga. Hann greindi frá því á opnum fundi með sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd í gær að til standi að auka svonefndan geymslurétt úr 20% í 33%. Ennfremur verður þá heimilt að veiða 5% meira af humri og draga það frá árið eftir og það sama gildir þá um humar og úthafs- rækju. Einar K. Guðfinnsson ÞETTA HELST … GUÐLAUGUR Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri lýstu í gær yfir vilja til að gera þjónustu- samning til þriggja ára sem kveður á um að borgin taki yfir stjórn heima- hjúkrunar. Í frétt á vef heilbrigðis- ráðuneytisins segir að stefna bæði borgaryfirvalda og ríkisstjórnar sé sú að fólk geti sem lengst búið á eigin heimili við öryggi og þátttöku í sam- félaginu, þrátt fyrir t.d. veikindi eða færniskerðingu. Stjórnvöld telji að með því að sameina félagslega heimaþjónustu og heimahjúkrun, ásamt því að styrkja þjónustuna, sé auðveldara að ná þessu markmiði. Reynsla af sambærilegum verk- efnum sýni að skipulagt starf milli þjónustuaðila skili betri yfirsýn yfir þarfir notenda og heildstæðari þjón- ustu við þá. Með einni þjónustugátt verði aðgangur að þjónustunni ein- faldari, hún markvissari og auðveld- ara að sníða hana að þörfum ein- stakra notenda. ylfa@mbl.is Borgin tekur yfir heimahjúkrun Hanna Birna Kristjánsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson ÁKVEÐIÐ hefur verið að hægja á framkvæmdum við uppbyggingu miðbæjar Garðabæjar á Garðatorgi, vegna óvissu í efnahagslífinu. Ákvörðunin var tekin sameiginlega af bæjaryfirvöldum og Fasteigna- þróunarfélaginu Klasa hf., sem unn- ið hefur að uppbyggingu miðbæj- arins. Fyrsta áfanga Garðatorgs lauk í sumar. Þetta kemur fram í til- kynningu frá Garðabæ. Nú er ljóst að framkvæmdunum sem áttu að hefjast í haust verður frestað. Bif- reiðastæði sem eru nú afgirt verða gerð aðgengileg aftur en lóð bens- ínstöðvarinnar, sem nú hefur verið rifin, verður áfram girt af. Gamla Hagkaupahúsið stendur áfram. Mik- il óvissa ríkir um þróun verðlags, kostnað við byggingar og almennt rekstrarumhverfi verslana. Einnig er óvissa um horfur á íbúðamarkaði. „Því telja Garðabær og Klasi það sýna ábyrgð að hægja á verkefninu tímabundið,“ segir í tilkynningunni. Enn er stefnt að því að verslanir og þjónusta geti hafið rekstur á Garðatorgi í lok árs 2010. Garðatorg bíður betri tíma FRÉTTIR Jóhanna Sigurðardóttir Ég styð verkefnið Glitnir og Velferðarsjóður barna eru stoltir bakhjarlar “Verndarar barna” Kynntu þér verkefnið Verndarar barna inn á www.blattafram.is Það er á okkar ábyrgð að vernda börnin! Það eru engar auðveldar, algildar og gulltryggðar lausnir á þeim vandamálum sem tengjast kynferðisof- beldi á börnum. Bestu viðbrögðin í einum aðstæðum eru ekki endilega besti kosturinn í öðrum. Verndarar Barna námskeiðið mun gefa þér ógrynni upplýsinga sem munu auðvelda þér að finna þín eigin svör – hver svo sem tengsl þín við vandann eru. Ein af hverjum fimm stúlkum og einn af hverjum tíu drengjum verða fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Markmið okkar er að fyrirbyggja kynferðisofbeldi á börnum. Við bjóðum þér að slást í lið með okkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.