Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 23
FRÉTTASKÝRING
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
F
agfólk á vegum Land-
spítalans mun opna nýja
þjónustu við fólk sem
líður illa vegna fjár-
málaöngþveitisins. Mót-
takan verður í Heilsuverndarstöðinni
við Barónsstíg og á að opna hana á
morgun eða vonandi í síðasta lagi á
mánudaginn kemur, að sögn Eng-
ilberts Sigurðssonar geðlæknis.
„Þetta verður mats- og ráðgjaf-
arþjónusta fyrir fólk sem glímir við
kvíða, depurð eða veruleg streituein-
kenni,“ sagði Engilbert. „Við verðum
ekki með félagsráðgjafa eða fjár-
málaráðgjafa heldur bjargráð og ráð-
gjöf fyrir fólk sem glímir við sál-
arlega vanlíðan. Þar verður lagt mat
á þörf fyrir frekari hjálp og hægt
verður að vísa fólki áfram í heilbrigð-
iskerfinu.“
Í ráðgjafarþjónustunni verður
móttökuritari auk tveggja stöðugilda
fagaðila sem líklega verða sálfræð-
ingar. Þeir sem óska eftir viðtali
þurfa að panta tíma og verður síma-
númerið á heimasíðu Landspítalans
og eins mun hjálparsími Rauða
krossins (1717) hafa númerið.
Óvenju annasamir dagar hafa
komið á geðsviði Landspítalans upp á
síðkastið. Þar hefur fremur verið um
að ræða aðsókn fólks sem áður hefur
sótt heilbrigðisþjónustu til sviðsins
fremur en fólk úr fjármálageiranum.
Engilbert sagði að bankar hefðu
fengið ráð hjá geðsviði spítalans og
boðið starfsfólki sínu upp á sál-
fræðiþjónustu upp á síðkastið.
Opnun ráðgjafarþjónustunnar er
viðbragð við því þegar Guðlaugur Þór
Þórðarson heilbrigðisráðherra fól
Landspítala „að hefja undirbúning að
því að styrkja og undirbúa geðsvið
spítalans þannig að það geti sem best
þjónað þeim einstaklingum sem
þurfa aðstoð til að takast á við erf-
iðleika sem upp koma vegna núver-
andi aðstæðna á fjármálamarkaði“.
Ráðherrann beindi því einnig til
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
að koma á fót bráðaþjónustu, eða
samsvarandi úrræðum, „vegna um-
rótsins sem nú ríður yfir“.
Búist við auknu álagi
Yfirmenn Heilsugæslu höfuðborg-
arsvæðisins hafa skipulagt viðbrögð
og er búið að hafa samband við alla
stjórnendur í heilsugæslunni, yf-
irlækna og yfirhjúkrunarfræðinga,
vegna undirbúningsins, að sögn
Svanhvítar Jakobsdóttur forstjóra.
Hún sagði að ákveðið hefði verið að
greiða götu fólks að heilbrigðisstarfs-
manni. Þeir sem hafa samband við
móttöku, í síma eða koma á heilsu-
gæslustöð, munu fá samband við
hjúkrunarfræðing. Hann mun síðan
ákveða hvort þörf er á frekara úr-
ræði, t.d. viðtali við lækni.
„Við höfum farið þess á leit við
lækna okkar og hjúkrunarfræðinga
að þeir verði viðbúnir því að þurfa að
hliðra til og mæta auknu álagi vegna
þessa. Ennfremur að stjórnendur
okkar taki til endurskoðunar ráðgerð
leyfi starfsmanna vegna hugsanlega
aukins álags á næstu vikum og mán-
uðum,“ sagði Svanhvít.
Velferðarráð
Velferðarráð Reykjavíkur sam-
þykkti í gær aðgerðaáætlun vegna
aðstæðna í efnahagslífinu. Ákveðið
hefur verið að fjölga fundum ráðsins
og verða þeir vikulega ef þörf krefur.
Sviðsstjóri velferðarsviðs hefur þeg-
ar haft samband við félagsmálaráðu-
neytið og heilbrigðisráðuneytið
vegna samstarfs um aðgerðir.
„Við viljum auka samvinnu við
Ráðgjafarstofu heimilanna, heilsu-
gæsluna, Vinnumálstofnun, Rauða
krossinn og stéttarfélögin sem eru
mörg með fjármálaráðgjöf,“ sagði
Jórunn Frímannsdóttir, formaður
velferðarráðs. Þá á að bæta aðgengi
að ráðgjafarþjónustu þjónustu-
miðstöðva og efla ráðgjöf.
„Það er nokkuð ljóst að fólk mun
leita til þjónustumiðstöðvanna sem
hefur ekki gert það áður. Líklegt er
að það hafi orðið fyrir alvarlegum
fjárhagslegum áföllum og glími við
úrlausn þeirra,“ sagði Jórunn. Ætl-
unin er að veita því sálfræði- og fé-
lagsráðgjöf. Vandi þeirra sem notið
hafa stuðnings velferðarsviðs til
þessa hefur einnig aukist, að sögn
Jórunnar. Ástæður þess eru m.a. al-
mennar verðhækkanir.
„Við viljum endurskoða fjárhags-
aðstoðina með tilliti til núverandi að-
stæðna,“ sagði Jórunn.
heilsa
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 23
STARFSFÓLKI Norðlingaskóla,
grunnskóla í einu yngsta hverfi
Reykjavíkur, þótti sem ákveðinn
drungi hvíldi yfir skólanum á þriðju-
dagsmorgun.
„Við ákváðum því að setja í gleði-
gírinn og glöddumst yfir öllu mögu-
legu. Okkur fannst það vera rétta
leiðin,“ sagði Sif Vígþórsdóttir skóla-
stjóri. Hún sagði efnahagsástandið
ekki vera rætt sérstaklega við nem-
endur nema þeir óski eftir því. Skól-
inn er í hverfi þar sem allar fjöl-
skyldur eru nýbúnar að kaupa sér
húsnæði. Því er ekki ólíklegt að á
flestum heimilum þurfi fólk að takast
á við breyttar aðstæður í fjármál-
unum.
Sif sagði að þótt börnin láti
áhyggjur sínar ekki í ljósi þá fylgist
þau engu að síður vel með. Þau lesi
svipbrigði fullorðna fólksins og
skynji meira en fullorðnir geri sér oft
grein fyrir. „Börn eru svo skynsamt
og viturt fólk að þau skynja þessa
umræðu og áhyggjur sem alls staðar
svífa í loftinu. Þess vegna skiptir svo
miklu að við sem vinnum með þeim
séum bjartsýn og kát og gerum í því
að auka gleðina og bjartsýnina,“
sagði Sif. Hún sagði starfsfólkið hafa
rætt sín á milli um að leggja þurfi
áherslu á það jákvæða. „Við þurfum
að leggja áherslu á það sem við er-
um stolt af og ánægð með. Vera jafn
bjartsýn og við erum vön að vera!“
Sif sagði að orðsending frá Kenn-
arasambandinu fyrir síðustu helgi
hafi verið þörf. Þar segir m.a.: „Of-
gnótt vátíðinda, í sumum tilfellum
ofan á erfiðar aðstæður barna, geta
verið mjög skaðlegar heill þeirra og
heilsu. Kennarasamband Íslands
beinir því til kennara og skólastjórn-
enda að leggja sitt af mörkum til að
vinna gegn því að atburðir og mál-
flutningur þeim tengdur um efna-
hagsmál skaði nemendur.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Norðlingar Nemendur Norðlingaskóla fara stundum í kennslustundir í úti-
kennslustofunni í Björnslundi. Í skólanum er lögð áhersla á lífsgleðina.
Norðlingar í gleðigírnum
ALÞJÓÐLEGI geðheilbrigð-
isdagurinn er á morgun. Yf-
irskrift hans er „Hlúðu að
því sem þér þykir vænt um“.
Á þessu ári er lögð áhersla á
geðheilbrigði ungs fólks.
Geðheilbrigðisdagurinn hef-
ur fengið eigin heimasíðu og
er hana að finna á slóðinni:
www.10okt.com.
„Ég tel að mikilvægi þessa
dags geti falist í að beina at-
hyglinni frá fjárhagsmál-
unum og að líðan fólks.
Hvað maður getur gert til
þess að rækta líðan og heil-
brigði,“ sagði Einar G. Kvar-
an, verkefnisstjóri hjá Geð-
hjálp. Hann sagði að þau hjá
Geðhjálp fyndu fyrir því að
efnahagssviptingarnar und-
anfarna daga hefðu haft
áhrif á líðan fólks.
Fjölbreytt dagskrá
Í tilefni geðheilbrigðis-
dagsins verður fjölbreytt
dagskrá í Perlunni frá kl. 16
til 18 á morgun. Hún hefst
með ávarpi forseta Íslands,
Ólafs Ragnars Grímssonar.
Á laugardag verða Geðhlaup
Geðhjálpar í Nauthólsvík og
skákmót í Perlunni í
tengslum við geðheilbrigð-
isdaginn.
Í tilkynningu kemur fram
að eitt af lykilmarkmiðum
alþjóðlega geðheilbrigðis-
dagsins sé að brjótast út úr
hugsun sem hefur ríkt, það
er að geðheilbrigðismál snú-
ist fyrst og fremst um geð-
ræn vandamál.
„Með þessu er ekki verið
að gera lítið úr geðsjúk-
dómum og þjáningum af
þeirra völdum heldur er ver-
ið að halda þeirri staðreynd
á lofti að andleg heilsa er
nauðsynleg undirstaða far-
sældar. Geðheilbrigðisdag-
urinn á að vera dagur
allra,“ segir í tilkynning-
unni.
Líðan fólks
Morgunblaðið/Ómar
Vandi Óttast er að öngþveiti efnahagslífsins og afleiðingar þess muni valda mörgum fjárhagslegum og sálarlegum vanda. Nú eru undirbúnar aðgerðir til að liðsinna fólki í vanda.
Brugðist við aðsteðjandi vanda
Fjármálaöngþveitið veld-
ur mörgum áhyggjum,
kvíða og vanlíðan. Heil-
brigðisþjónusta, sveit-
arfélög og fleiri undirbúa
nú aukinn stuðning og
fjölgun úrræða fyrir
almenning í vanda.
Ný þjónusta í Heilsuvernd-
arstöðinni fyrir þá sem
glíma við kvíða, depurð
eða verulega streitu.