Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 11 FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is SPARIFJÁREIGENDUR gerðu áhlaup á innlánsreikninga Kaup- þings í mörgum löndum í gær. Gíf- urlegt útstreymi varð af innláns- reikningum bankans og þá langmest af reikningum Kaupthing Edge í Bretlandi. Eins og fram hefur komið var dótturfélagið Kaupthing Singer & Friedlander sett í greiðslustöðvun af breskum yfirvöldum fyrir hádegið í gær. Orðaði starfsmaður atburðina í Bretlandi í gærmorgun sem „al- gjört áhlaup“ á bankann. Vernda sparifjáreigendur Alistair Darling, fjármálaráð- herra Bretlands, gaf yfirlýsingu á breska þinginu í gær um efnahags- aðgerðir vegna bankakreppunnar þar í landi, og talaði þá strax um þrjá íslenska banka, sem væru komnir í þrot. Fjármálaráðuneyti Bretlands sendi einnig frá sér til- kynningu í gær og sagðist hafa tekið til þessara ráðstafana til þess að gæta að hagsmunum almennra sparifjáreigenda og tryggja stöð- ugleika breska fjármálakerfisins. Fjármálaeftirlit Bretlands tók fram að fjárfestingararmur Kaupþings í Bretlandi væri sjálfstæður og enn starfandi, skv. frétt vefútgáfu Fin- ancial Times um málið. Innlán íslensku bankanna keypt Þá var tilkynnt í gærmorgun, að ING Direct UK, dótturfélag ING Groep NV, stærsta fjármálaþjón- ustufyrirtækis Hollands, hefði keypt innlán breskra viðskiptamanna Kaupþings og Landsbankans. Þess utan er ekki vitað til þess að nein stór sala á erlendum eignum Kaup- þings hafi orðið síðar í gær. Stjórn- endur bankans unnu hörðum hönd- um að því fram á kvöld að viðhalda lánalínum og lausafjárstöðu bank- ans, en höfðu ekki erindi sem erfiði, eins og fram er komið. Í Kastljósi á mánudag sagði Sig- urður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, að lausafjárstaða bank- ans væri ágæt. Hlutirnir gerast hins vegar hratt þessa dagana. Talið er öruggt að greiðslustöðvun Kaup- thing Singer & Friedlander hafi haft gríðarlega neikvæð áhrif á stöðu Kaupþings gagnvart erlendum lán- veitendum sínum í gær. Fjármögnun í óvissu Svo mikið er víst að tilvitnanir í stjórnendur Kaupþings þess efnis að bankinn hafi tryggt lausa- fjárstöðu sína til 360 daga voru alltaf í besta falli ágiskun. Bandaríska fréttaveitan MarketWatch vitnaði með þeim hætti í skriflegt svar frá bankanum á sunnudag. Hins vegar var mjög stór hluti lausafjár bank- ans innlán eins og gefur að skilja. Helst er hægt að miða slíkan daga- fjölda út frá gjalddögum stórra lána, sem eru ákveðnir langt fram í tím- ann. En innlán hafa ekki gjalddaga, annan en þann þegar sparifjáreig- andi ákveður að taka féð út. Í eðli- legu ástandi dreifast úttektir og inn- lagnir jafnt en í gríðarlega mikilli óvissu verða viðskiptavinir jafnan samtaka í úttektum. „Icesave-klúðrið“ hafði áhrif Vandræðagangur og gríðarlega neikvæð umfjöllun um Icesave- reikninga Landsbankans eru innan Kaupþings talin hafa skipt miklu máli um stöðuna sem dótturfélagið endaði í í gærmorgun, m.a. ummæli Gordons Brown á BBC um hugs- anlega málsókn á hendur íslenskum yfirvöldum ef þau tryggðu ekki inn- stæðurnar í Icesave. Sannarlega er sú nafngift ekki talin hjálpa, þar sem með Íslandstengingunni er reikningunum tveimur, Icesave og Edge, algerlega jafnað saman af breskum sparifjáreigendum, enda þótt annar heyri beint undir íslensk- an banka og íslenskar innstæðu- tryggingar, en hinn ekki, heldur er- lent dótturfélag og erlendar inn- stæðutryggingar. Sömuleiðis sagði Alistair Darling í samtali við BBC í gærmorgun að ís- lenska ríkisstjórnin hefði tilkynnt sér í fyrradag að hún myndi ekki standa við skuldbindingar sínar í Bretlandi. Honum sýnist að inn- stæðutryggingasjóðurinn íslenski sé tómur. Áhlaup var gert á Kaupþing erlendis Greiðslustöðvun Kaupþings í London hafði gríðarlega slæm áhrif á bankann í heild              ! " #$   # #%& '#  #  %   &     "#(  # " * +, -                             ! "#$%  &'& ()& #"%%* +,-& * %.&. ,& ( *&- #/&-"# 0/#)% !%*#'/!" 1 .&   ) /& 0#/2   "   ( . "# ( # / .# 0 . /  1. .*  # .*  " 3 +, -       " * +, -     # 0    4 5   #  * 6'% 3 & " * +, - +     ".*#   # #7%" * " #$   # #%& 3 +, -     # #    8      # #    # # " *2. / %" *      # # :# .     )     # # ;..$ <.* 0 %" * 34#/"! "#4!"&4 /"5/46*% %/# 44*.2&.#4/- 4 /&'%1/ &/&"! *78/9) "#=  4% /&'% 4:.#4/; 4#*7&/4/; *.2/49.;% .5.4!*; 4*# *&'/& 428/ '*7#. 4< ,;#"42*&2 .4*&4!7&' /%4*-"#4 <4!/#/; . 9*2&/46* %%4/;4%"; &.&2"#49.; 46/;42*&2 . %=4*.4& :2"# >?  4*# 4/;4 /&' %1/&.&& 4)4 #* /& '. 2*.4%/;. ;4"&'.#4% " '1.&'.& 2"!49*2& / 6(##4 &*1/&/ &%4)4 &' &4%*2.#4 ) 7-.# >%.&2 "4-#%:. %#<;*##/  : 4-. &&%.#41/ &/#4<9* ;/4/;4/-% #< )% *&%"4 #&"&/42 4:/49.; %.5"!4! *; /&/46/# 4%*!4* .4%=4 *&2" #4:24/; 9*#; *22 8/4/&/49 *2&/49.% %"4<4!/# /;. .&.#41 ;/#4%, "4 <4 .&.#4 .&& /&'  40** #4.%%*&* #?4-7##"! /"56.&2 !/;"#?4 > %.#47-.# <"2/4<4 /;4/"5/ /&'%1/ &/&&4)4 #*2. "?  4% *; /1/& .&&49*..#4 /"56.&2 .4)49)68; <&4/;4"5 5:;4-.! !4!. 8/#; /4%:&%# /4#&/? 8/-&9.#;.4@ A4!. 8/#; /4)% *&% #/4#&/ > =  4!*;41#= -4/"56.& 2%4%,;9" ;4*-.#4BC D -/ 42*&2. %4- 8 *2/ 4*-.#45& "&4!/#/ ;/# # 4/-. ;49.;4%, " 4/"5.& 24 /&4 9*#.2* 4%* 2.#4'"# -7#.#4 . &.4 4)4 )68;4. 4%, " :.# 4 .&/&E*4 #"54)4 9)68;4)4 .&%4)% *&% / : # . #4%* "#4C ?FD4 "4 )4%:&%/ 4-8<#!< /+ -7#.#:.& "4G/#&*2 .* " * 4)4/"5! /&&/,-& 42*#.% /;. .4/;4# 722.&2/% 8;.4.&& < &/ **41/ &/#4!*; 49*;4)4-8# ;"&2%+  "4; /4H<;"#4 4 #"5I 4)4',&%" , 2*#;.&& .4&.1#*J 49. 8/4%* 8/ 4 ".&& %*!4-7#% 4;.#4*# "4)42#*.;% "%,;9"&      4)4 KL*!1# 24!.&& 4) 2#*.;% "% ,;9"&?4% /#-%- .4 1/&/&%4 2*# /;47-.#2*- /4/&&4 24-8<#!< /*-.# ..;4 ) KL*!1 #24*"#47 -.#4%8#&4 1/&/&% " @ 4)4 #* / &'.4%*8/4 /"56.&2 <4 #* /& '.4)42#*.;% "%,;9"&  8#  4 *&% /41/&/& %4  4/ "5.# .&& <&41#* %#/#4%5/ #.-8<#*.2*& '/4)49*.! 1,&"!4 )4 #* /&' .4%*!4*#" 4)4*.2" /"56.&2 %424 /& '%1/&/& % #4% 8#&9, '4 7&&/4MA 4!. 8/#;/ 45"&'/ 18,#2"&/ #<: "&4- 7#.#41#*% /41/&/4) %.5"!4- 7#.#4 "/ 1#=-4)46*. !      4. 7&&.#4 : "&4%># .9/L/ /!/42* #/4M4/;#.# 4%*; /1/& /#?4 /&' /+ #)8/&&/?4 /&'/?4 9#5"?4 )68;/#4 249.%% .. 4 #J&4-#% :.%#<; *##/41;/ # !< -*# .4:  .4)% *&% 4%8#&9, '4/;4 /" 5/% "&'/&4! *#8"!49* 2&/4 E*%/ 9* " 4NA A+ "/1# =-/9)%./ /&4-= 4"! OBPMB4% .2?4*;/4M? NPD4)4C?B QQQF4%.2 6#<4-7#.# 49/L/ : "&.&/42 41/&/+ .&&%5>.& 2" Í GÆR var ekki hægt að millifæra íslenskar krónur yfir á bankareikn- inga í Bretlandi, af þeirri ástæðu að breskir bankar tóku ekki við krón- um. Á sama tíma kostaði pundið 291 krónu á Visakortum, að sögn ís- lenskrar konu, sem er búsett ásamt maka sínum í Bretlandi. Kvaðst hún hafa áhyggjur af því hvort námslán yrðu greidd út í des- ember, í ljósi þess hversu erfitt væri að millifæra fé. Konan segir erfitt að kaupa í mat- inn á meðan krónan sé jafnverðlítil og verið hefur að undanförnu. „Það er algjör óvissa hvað þetta varðar og á mínu heimili þýðir þetta að það er varla hægt að kaupa í matinn í augnablikinu. Ég vinn og fæ greitt í pundum, maki minn er námsmaður og treystir á yfirdrátt sem er svo greiddur með námslán- unum við lok annar,“ segir hún. „Launin mín duga fyrir leigu og reikningum en til stóð að nota náms- lánin til að kaupa mat og aðrar nauðsynjar. Til stóð að nota íslenska Visakortið til þess, og það höfum við gert undanfarin tvö ár […] en í dag myndum við greiða 1.000 krónur fyrir 3,33 pund með þeim hætti, þannig að það er bara pasta í mat- inn hjá okkur þar til ástandið skýr- ist.“ Þá hafði íslenskur maður sem er er búsettur í Danmörku samband við Morgunblaðið. Að hans sögn tjáði þjónustufulltrúi hans í Lands- bankanum honum að ekki væri hægt að ganga frá milligreiðslu á reikning hans eins og sakir stæðu. Staðan væri því erfið. baldura@mbl.is „Bara pasta í matinn“ Pundið á 291 kr. Bankakreppan Á árinu 2003 hóf Kaupþing að kaupa hlutabréf í breska bank- anum Singer & Friedlander. Í októ- ber það ár tilkynnti Kaupþing, sem þá hét reyndar KB banki, að hlut- urinn væri kominn í 6% af mark- aðsvirði, sem þá var um 50 millj- arðar króna. 24. febrúar 2004 fór eignarhlut- urinn yfir 10% og raddir um yf- irtöku urðu háværari. Enn var hlut- urinn aukinn það vor upp í 19,5% en enn stóð á yfirtökutilboði. Á sama tíma var eignarhaldsfélagið Burðarás, tengt Björgólfi Guð- mundssyni, að kaupa hluti í Singer & Friedlander. Í apríl 2005 stóðu yfir viðræður um yfirtöku og KB banki gerði bindandi tilboð í lok mánaðar, upp á 52 milljarða fyrir afgang hlutafjárins. „Eru menn þessa dagana að draga gullfiska af Íslandsmiðum?“ skrifaði Svenska Dagbladet þá. Um miðjan júní 2005 var eignarhlutur Kaupþings orðinn um 80%. Eitt fyrsta útrásarverkefnið hjá Kaupþingi BRESK stjórn- völd breyttu lög- um um varnir gegn hryðjuverk- um þegar þau ákváðu að frysta eignir Lands- bankans á Bret- landseyjum vegna greiðslu- þrots netbankans Icesave. Breska viðskiptablaðið Financial Times greindi frá þessu í gær. Sagði þar að um væri að ræða lög um varnir gegn hryðjuverkum, glæpum og um öryggismál, sem sett voru eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Hafði blaðið eftir lögmönnum, að aðgerðir fjármálaráðuneytisins, sem eigi sér enga hliðstæðu, geti valdið verulegum vandræðum fyrir aðrar stofnanir, sem voru í viðskiptum við Landsbankann. Metnar á sjö milljarða punda Að sögn FT eru fjármálalegar eignir Landsbankans í Bretlandi metnar á 4 milljarða punda en alls eru eignir bankans þar metnar á 7 milljarða punda. Talið er að 4,6 milljarða punda þurfi til að greiða hundruðum þúsunda reikningseig- enda Icesave innistæður sínar til baka. Áætla embættismenn að um 2,4 milljarðar punda muni lenda á herð- um skattgreiðenda en Alistair Dar- ling, fjármálaráðherra Breta, ákvað í gær að reikningseigendur fái fjár- muni sína að fullu greidda. Eignirnar frystar Beita hryðjuverka- lögum gegn Landsbankanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.