Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 29 Jólahlaðborðin 2008 Stórglæsilegt sérblað um jólahlaðborð og aðra spennnandi viðburði á aðventunni fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 1. nóvember. Meðal efnis er: • Jólahlaðborð og aðrar matarveislur. • Jólahlaðborð á helstu veitingahúsum. • Hópur sem fer árlega á jólahlaðborð. • Jólahlaðborð heima, skemmtilegar uppskriftir. • Fallega skreytt jólahlaðborð. • Tónleikar og aðrar uppákomur. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 27. október. NÚ er að því komið að þjóðin verður að taka nýjar ákvarðanir vegna slæmrar stöðu efnahagsmála. Liggur því beinast við að leita í þá auðlind sem þjóðin á í hafinu umhverfis landið – auðlind sem ekki hefur verið nýtt sem skyldi undanfarin ár. Til þess að svo megi verða, þá er augljóst að það verður að leggja nið- ur að fullu og öllu núverandi fisk- veiðikerfi, það er hið svo kallaða kvótakerfi. Það er ekki auðvelt mál en er þó vel mögulegt ef viljinn er með. Flestum er ljóst að ýmsir útgerð- armenn hafa selt eða keypt kvóta. Sumir hafa keypt kvóta fyrir miklar upphæðir, í krónum talið, tekið til þess lán og skulda mikið. Með af- námi kvótakerfisins eru þessir veiði- kvótar gerðir verðlausir. Þennan hnút verður að leysa fyrst af öllu. Eina færa leiðin er sú að ríkissjóður endurgreiði útgerðar- mönnum fyrir þá kvóta sem þeir hafi keypt. Vafalaust hafa margir hagnast á auknum veiðum með því að kaupa kvóta – sumir mikið, sumir lítið. Og til þess að fullri sanngirni sé náð, þá þarf að setja á stofn sér- stakan dómstól til þess að vega og meta hvað hverri útgerð beri að fá margar krónur í bætur. Og þetta má ekki dragast – þessar endur- greiðslur eða bætur verða að koma mjög fljótt. Önnur hlið á málinu lýtur að þeim sem seldu kvóta og drógu sig í hlé. Þeir fengu upp í hendur mikla pen- inga. Ég tel að það sé nánast óhugs- andi að hægt sé að láta þá borga þessa peninga til baka. Menn hafa greitt af þessu skatt, og þessir pen- ingar hafa runnið, eða renna aftur, smátt og smátt, inn í hagkerfið. Þetta er búið og gert. Í staðinn fyrir kvóta- kerfið kemur frelsi til fiskveiða, en með viss- um takmörkunum og samkvæmt nýjum sett- um reglum. Togskipum verði gert að veiða fjær landi, dregin verði lína kringum landið, hvar utan þeirrar línu tog- veiðar verði einnig frjálsar. Setja þarf reglur um veiðar á síld, loðnu, rækju og skel- fiski. Útgerðarmönnum færa- og línu- báta verði heimilt að fiska 180 veiði- daga ár hvert, hvar sem er í kring- um landið, nema á viðkvæmum hrygningarsvæðum, sem verði lok- uð allt árið. Veiða má hvaða fiskteg- und sem er, og jafnframt er mönn- um heimilt að koma með allan sinn afla að landi og selja aflann hverjum sem er, eða verka sjálfir. Þessa veiðidaga má ekki selja eða ráðstafa á neinn hátt, enda fá allir sjómenn það sama, eða 180 daga á hvern sinn færabát. Ef einhver not- ar ekki alla sína daga eitt árið, á einhvern bátinn, þá falla þessir um- fram-dagar niður, en menn fá eftir sem áður sína 180 daga fyrir næsta árið. Það lang besta í þessari stöðu fyr- ir þjóðarbúið er það – að í rauninni er allt tilbúið til þessara línu- og færaveiða, og það strax í dag – næg- ur fiskur er í hafinu, hafnarsvæðin standa tilbúin með frystihúsin, verkstæðin og geymslurnar til reiðu, og bátarnir liggja í höfn- unum, einnig tilbúnir með öllum veiðarfærum, færavindum og öllum öðrum búnaði. Ef Alþingi samþykkti þessa ný- skipan í dag, og gott sjóveður væri á morgun, þá væri fyrsti báturinn far- inn út klukkan sjö í fyrramálið Með því væri íslenska sjálfstæða sjómanninum gert kleift að leggja sitt af mörkum, enn á ný, til upp- byggingar efnahags landsins. Enda er það vafalaust flestum vel ljóst, að frelsi til þess að framleiða vöru er undirstaða allrar velmegunar. Og stórauknar tekjur í sjávarbyggð- unum gerðu það jafnframt að verk- um að allar þessar svokölluðu mót- vægisaðgerðir væru þar með óþarfar. Skatttekjur ríkissjóðs mundu einnig stóraukast, sem kæmu einnig á móti því sem rík- issjóður þyrfti að greiða í bætur vegna niðurfellingar veiðikvótanna. Byggðin við ströndina mun lifna við að nýju sem aldrei fyrr og í framhaldi af því, og með undraverð- um hraða, þá mun íslenskt mannlíf hvarvetna blómstra á ný. Í mínum huga er það engin spurning að þetta verður að gera – þetta er beinlínis orðið lífsspursmál fyrir þjóðina. Ekki dugar að deila um hvort eða hverjum sé um að kenna að þetta kvótakerfi var sett upp. Öllu slíku tali verða menn að fleygja aftur fyrir sig og gleyma því. Það tilheyrir liðinni tíð – það verður ekki aftur tekið. En þess í stað verða menn að horfa með bjartsýni fram á veginn, og leysa málin af skynsemi. Þá mun ekki standa á því að hver einasti maður í landinu muni leggjast á ár- arnar af öllum mætti – allir sem einn – til þess að koma þjóðinni í gegnum þennan brimskafl fjár- málaöngþveitis sem þjóðin er nú að velkjast í. Að lokum bið ég þess að þjóðin beri gæfu til þess að komast í gegn- um þetta efnahagslega öldurót, út á lygnari sjó. Björgum fjármálum Íslands með nýskipan fiskveiða Tryggvi Helgason skrifar um kvótann og kvótakerfið »Ef Alþingi sam- þykkti þessa ný- skipan í dag og gott sjóveður væri á morgun, þá væri fyrsti báturinn farinn út klukkan sjö í fyrramálið Tryggvi Helgason Höfundur er flugmaður. ÞAÐ er stór- merkilegt að upplifa þessa síðustu daga. Umræðan hefur leitt ýmislegt í ljós og svipt hulu af atferli sem ýmsir aðilar hafa kom- ist upp með í þjóð- félaginu og er andstæð góðum starfsháttum, hagsmunum almenn- ings í landinu og e.t.v. lögum. Fólk hefur sem betur fer ekki tapað fé á innlánsreikningum, en samt hefur almenn- ingur tapað miklu sparifé í formi hluta- bréfaeignar í bönkum og fyrirtækjum eða í sjóðum sem fjár- málastofnanir hafa laðað fjármagn inn í frá almenningi. Nú má ekki skilja þessi orð þannig að allt hafi ver- ið neikvætt í því sambandi því vissu- lega höfðu eigendur þessa fjár um tíma notið ágætrar ávöxtunar á þessu fé, en það var líka eðlilegt á meðan allt gekk vel. Í kjölfar þeirra fjármálahamfara sem hér hafa riðið yfir og allra þeirra þreifinga og ákalls sem íslensk stjórnvöld og fjár- málafyrirtæki hafa viðhaft úti í hin- um stóra heimi í þeim tilgangi að tryggja fjármagn til að hleypa lífs- blóði í efnahagskerfið og þjóðlífið er svo stór- merkilegt að upplifa það hverjir eru í raun vinir Íslands og Ís- lendinga. Eru það Bandaríkjamenn sem við höfum svo lengi lagt okkur fram um að fylgja að málum og í raun verið sem lepp- ríki þeirra? Eru það frændur vorir á Norð- urlöndum sem við höf- um vissulega stundum átt í vinsamlegum erj- um við svona eins og títt er í systkinahópi, en við höfum ætíð talið skyldleika við? Eru það einhverjir aðrir? Bandaríkjamenn höfðu að því er ráða má af skýringum seðla- bankamanna ekki áhuga á að gera gjald- eyrisskiptasamning við Ísland um leið og Norðurlöndin gerðu slíkan samning. Þó hefði líklega ekki þurft annað en einn fulltrúi einhvers hinna Norður- landanna hefði sagt sem svo að hann vildi hafa litla Ísland með því þannig störfuðu þjóðirnar saman til þess að okkur hefði staðið þetta til boða. En e.t.v. höfðu seðlabankar eða rík- isstjórnir hinna Norðurlandanna ekkert heyrt frá hinum drambsömu Íslendingum og höfðu þegar gert fyrir þá það sem þeir töldu sér fært í formi samnings seðlabanka sinna við Seðlabanka Íslands og því tók eng- inn þeirra það upp að Ísland væri haft með. Síðan þegar ekkert úrræði er eftir á Íslandi nema að leita til Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins, sem menn hafa litið á sem algjöra neyðarráðstöfun, – ja hvað gerist þá? Jú, rússneski sendiherrann í Reykjavík tilkynnir að Rússland sé tilbúið til að lána Ís- lendingum 680 milljarða króna og forseti Rússlands hafi þegar staðfest þetta. Og eru Rússar að bjóða kjör í samræmi við skuldatryggingarálag íslenska ríkisins á alþjóðavettvangi, þ.e.a.s. krefjast margra tuga pró- senta í vexti? Nei, fréttir herma að þeir bjóði lánið með 30-50 punkta álagi á Libor-vexti, þ.e.a.s. 0,3-0,5% álagi á millibankavexti. Undur og stórmerki! Þetta kom á óvart. Rúss- land er landið sem Íslendingar eru búnir að heyja kalt stríð við um lang- an tíma og miklir hægrimenn á Ís- landi hafa fundið allt til foráttu og síst talið bjargráða þaðan að vænta. Hver er nú vinur í raun spyr ég? Eru það Bandaríkjamennirnir sem við höfum verið svo fylgispakir? Eru það Norðmenn, – frændur vorir sem nú fara með varnir Íslands og Ísland er þar af leiðandi hluti af norsku verndarsvæði? Eru það Danir, gamla herraþjóðin, eða aðrir frænd- ur vorir á Norðurlöndum? Eru það Bretar, sem Íslendingar telja mikla vinaþjóð eftir sameiginlegt átak til að fæða fjöldann þar í landi í seinni heimsstyrjöldinni með mjög áhættu- sömum siglingum íslenskra skipa með fisk þangað? Hverjir geta og hverjir vilja? Dæmi nú hver fyrir sig. Vinir Íslands Hver er nú vinur í raun, spyr Sig- urður Jónsson Sigurður Jónsson »Hverjir eru vinir Íslands þegar á bjátar? Eru það frændur vorir á Norð- urlöndunum, Bandaríkja- menn, Bretar eða e.t.v. einhverjir allt aðrir? Höfundur er framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.