Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 13 SKULDAMÁLUM, svonefndum útivistarmálum, hefur fjölgað um- talsvert hjá Héraðsdómi Reykjavík- ur í haust miðað við sama tíma í fyrra en hins vegar merkir Sýslu- maðurinn í Reykjavík ekki fjölgun í árangurslausum fjárnámum eða svipuðum málaflokkum. Útivistarmál draga nafn sitt af því að skuldari mætir ekki til dómþings. Á tímabilinu 1. sept- ember til 7. október 2008 hafa tæp 2.700 slík mál verið þingfest í hér- aðsdómi en voru 1.382 á sama tíma- bili árið 2007. Eðlilegur gangur í málum af þessum toga er að kröfu- hafi leiti til sýslumanns um að gert verði fjárnám hjá skuldara en oft fæst ekkert út úr slíkri aðför sem þar með flokkast þá til árangurs- lauss fjárnáms, sem er undanfari gjaldþrotaskiptabeiðna hjá héraðs- dómi. 5.800 árangurslaus fjárnám Hjá Sýslumanninum í Reykjavík fást þær upplýsingar að gerð hafa verið 5.800 árangurslaus fjárnám hjá einstaklingum það sem af er árinu. Á tímabilinu janúar til októ- ber 2007 voru þau hins vegar 6.300. „Við höfum ekki ennþá séð fjölgun í aðfarabeiðnum eða uppboðum á eignum,“ segir Þuríður Árnadóttir, staðgengill sýslumanns. Útlit er þó fyrir að fleiri bílar en vanalega lendi á uppboðum á næst- unni. Það sem af er árinu hafa 339 bílar verið boðnir upp á fjórum upp- boðum hjá embættinu. orsi@mbl.is Skuldamálum fjölgar mikið Meira en tvöfalt fleiri skuldamál þingfest í héraðs- dómi miðað við sama tíma í fyrra Morgunblaðið/ÞÖK Skuldir Kröfur eru reifaðar í dómi. Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „SLÍKT lán er sterk og skýr yf- irlýsing frá Rússum um að þeir eigi peninga,“ var haft eftir Chris Weafer, helsta viðskiptaráðgjafa rússneska fjárfestingabankans Uralsib á vefsíðu Financial Times í gær. „Lánið ýtir jafnframt undir stjórnmálalegan velvilja sem gæti komið að notum þegar farið verð- ur út í erfiðar samningaviðræður um yfirráðarétt á norðurheim- skautssvæðinu,“ sagði Weafer. Geta aukið áhrif sín Fjölmiðlar víða um veröld hafa velt því upp hvað kunni að búa að baki hugsanlegu láni Rússa til Ís- lendinga upp á fjóra milljarða evra. Á vefsíðu Bloomberg í Banda- ríkjunum segir að lánið veiti Rúss- um tækifæri til að auka áhrif sín, þeir eigi þriðja stærsta gjaldeyris- varaforða heims eða sem nemur um 563 milljörðum bandaríkja- dala. „Nái Rússar að styðja við verð- bréfamarkaðinn og viðhalda gróð- anum þá veitir efnahagskreppan þeim tækifæri til að sýna áhrif sín á fjármálamarkaði heims og jafn- framt minnkandi áhrif Banda- ríkjamanna,“ hefur Bloomberg eftir Sergei Markov, ráðgjafa stjórnarinnar í Kreml. „Heim- urinn er að breytast Rússum í hag,“ bætir Markov við. Með því að lána Íslendingum vilji Rússar jafnframt mæta þeim hnekki sem orðspor þeirra beið á Vest- urlöndum í kjölfar átakanna í Georgíu. „Fréttin um að Ísland sé að semja um 5,4 milljarða dollara lán við Rússa kom illa við mig vegna pólitísks undirtóns slíks láns,“ hafði Bloomberg jafnframt eftir Larry Summers, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna. „Þetta er hugvitssamlegt af Ís- lendingum og Rússum. Þeir hefðu átt að gera þetta fyrr,“ hefur kan- adíski fréttavefurinn The Globe and Mail eftir Richard Portes, prófessor við London Business School. „Þetta ætti að gera Evr- ópubúum ljóst að það var ekki klókt að láta Íslendingana róa,“ segir Portes. Vekur illan grun Á vefsíðu breska dagblaðsins Telegraph kemur fram að lánið frá Rússum gæti reynst þeim góð fjárfesting þrátt fyrir efasemdir landsmanna. Ljóst sé hinsvegar að slík lánveiting myndi vekja ill- an grun um ætlun Rússa. „Banda- ríkin munu kvarta yfir hugs- anlegri viðveru rússnesks hers í Norður-Atlantshafi.“ „Noregur á ekki að standa til hliðar og horfa upp á efnahags- legar hamfarir lands sem er okkur svo skylt,“ segir í grein á vef norska dagblaðsins Aftenposten. „Það er eðlilegra og öruggara að Íslendingar þiggi aðstoð frá Nor- egi og öðrum Norðurlöndum held- ur en frá Rússum.“ Er lánveiting Rússa leið þeirra til aukinna áhrifa? Lán? Rússneski Seðlabankinn. Erlendir fjölmiðlar velta því fyrir sér hvað liggi hugsanlega að baki lánsvilja Rússa SUMARIÐ 2006 lýsti Alexei Kúdrín, fjár- málaráðherra Rúss- lands, því yfir í rúss- neska þinginu að allar skuldir landsins við Parísarklúbbinn svo- kallaða, hóp lánveit- enda frá 19 af ríkustu þjóðum heims, yrðu greiddar niður um sum- arið. Yfirlýsingin sætti tíðindum, enda Rússar þar með að gera upp um 1.600 milljarða króna skuld, sem var arfur frá Sovétríkjunum sálugu. „Níutíu og fimm prósent skulda Sov- étríkjanna munu heyra sögunni til,“ lýsti Kúdrín yfir sigri hrósandi í þinginu. Þetta er rifjað upp hér þar sem skuldin var greidd upp mun fyrr en ráðgert var og réð þar langmestu að tekjur ríkisins af ol- íuvinnslu í landinu höfðu þá stóraukist í takt við hátt heimsmarkaðsverð á olíu. Olíugróðinn hefur þannig gerbreytt efnahags rússneska ríkisins og skapað stjórnvöldum svigrúm til kaupa á miklu magni hergagna. Öflugur hlutabréfa- markaður hefur orðið til í Moskvu og þangað streymt mikið magn erlends fjár í formi fjárfestingar. Nú er hins vegar farið að hægja á hjólum hins olíuknúna mark- aðar og útlit fyrir að einhæfni olíuhag- kerfisins komi nú landinu einkar illa and- spænis fjármálahruninu. baldura@mbl.is Komnir úr skuldafeninu Alexei Kúdrín BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra ræddu málin á leið sinni út úr stjórnarráðinu í gærdag. Þar fór fram ríkisstjórnarfundur, skömmu áður en Geir H. Haarde forsætisráðherra og Björgvin G. Sig- urðsson viðskiptaráðherra boðuðu til blaða- mannafundar í Iðnó vegna bankakreppunnar í landinu. Blaða- og fréttamenn voru í viðbragðs- stöðu við stjórnarráðið að fundi loknum, en vegna stöðunnar í efnahagsmálum kemur rík- isstjórnin oftar saman en vant er um þessar mundir. Morgunblaðið/Kristinn Ráðherrar stinga saman nefjum Samningafundur við Rússa vegna mögulegs láns fer fram á þriðju- dag, að því er fram kom í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra á blaðamanna- fundi í Iðnó í gær. „Það má vel vera að það takist að ljúka málinu þá,“ sagði Geir. Fregnir hafa borist af óánægju meðal rússnesks almennings um að til standi að lána fé til Íslands þegar verkefnin séu næg heima fyrir. Að- spurður hvort Rússar væru aflögu- færir sagðist Geir telja að svo væri enda með miklar tekjur af olíu. „En það er ekki okkar mál að segja til um það hvaðan þeir taka peningana sína,“ sagði Geir og að ekki væri hægt að upplýsa um viðræður við aðrar þjóðir en að mikill velvilji hafi komið fram hjá vinaþjóðunum á Norðurlöndunum. Geir var einnig spurður út í hvort til standi að leita á náðir Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og sagði hann ekkert hafa verið útilokað í þeim efnum. halla@mbl.is Leitað til Rússa Sest að samninga- borðinu á þriðjudag Geir H. Haarde Í allt voru 1.851 nauðungarsölubeiðnir skráðar hjá Sýslumanninum í Reykjavík fyrstu níu mánuði ársins 2008. Árið 2007 voru 137 fasteignir seldar nauðungarsölu. Fjöldi skráðra nauðungarsölubeiðna það ár var 2.482. Alls hafa verið seldar 339 bifreiðar á uppboði árið 2008. Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna bifreiða voru í lok september 2008 1.575. Hversu margar nauðungarsölur?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.