Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 45 EIN FLOTTASTA ÆVITÝRAMYND ÁRSINS MEÐ ÍSLENSKU LEIKKONUNNI ANÍTU BRIEM Í EINU AF AÐALHLUTVERKUNUM. / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI EMMA ROBERTS ER NÝJA STELPAN, Í NÝJA SKÓLANUM ÞAR SEM NÝJU REGLURNAR ERU TIL VANDRÆÐA! SÝND Í ÁLFABAKKA -DV -S.V., MBL SÝND Í ÁLFABAKKA “MÖGNUÐ MYND SEM HELDUR ÁHORFENDUM ALLANTÍMANN” -S.M.E., MANNLÍF “REYKJAVÍK ROTTERDAM ER ÁVÍSUN UPP Á ÚRVALSSKEMMTUN” -DÓRI DNA, DV QUEEN RAQUELA kl. 10:10 B.i. 12 ára REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 8 - 10:10 B.i. 14 ára WILD CHILD kl. 8 LEYFÐ QUEEN RAQUELA kl. 8 B.i. 12 ára BABYLON A.D. kl. 8 - 10 B.i. 16 ára CHARLIE BARTLETT kl. 10 B.i. 12 ára QUEEN RAQUELA kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 10:20 B.i. 14 ára PINEAPPLE EXPRESS kl. 8 B.i. 16 ára SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Í KRINGLUNNI -BBC -HJ.,MBL JÁKVÆÐASTA MYND ÁRSINS MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ Sally Hawkins sem fékk Berlínabjörninn fyrir besta leik skapar hina eftirminnilegu Poppy sem sér heiminn alltaf jákvætt Mike Leigh leikstjóri Secrets & Lies og Veru Drakeer meistari í persónusköpun SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI -IcelandReview “AFRAKSTURINN ER MÖGNUÐ MYND Í ALLT ÖÐRUM GÆÐAFLOKKI EN NOKKUR ÍSLENSK SPENNUMYND (EÐA ÞÁTTARÖÐ) HINGAÐTIL.” -B.S., FRÉTTABLAÐIÐ Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is FYRSTU tónleikar Motion Boys fóru fram í Iðnó hinn 24. maí í fyrra, en þeir gengu ekki áfalla- laust fyrir sig því hljóðkerfið brást illilega og þurfti sveitin því að hætta leik þegar hann stóð sem hæst. Segja má að fallið hafi reynst fararheill því síðan þá hefur allt gengið að óskum og í dag lítur fyrsta plata sveitarinnar dagsins ljós - hin magnaða Hang On. Þeir Biggi, Bjössi, Tobbi og Gísli Galdur kláruðu plötuna í Gróðurhúsi Val- geirs Sigurðssonar í sumar. Þeir segja að mikill sviti og mikið blóð séu á plötunni. En þó engin tár. En hvernig plötu lögðu þeir fé- lagar upp með að gera? Biggi: „Við vildum búa til svolítið öðruvísi poppplötu - plötu með ein- stakan hljóðheim.“ Bjössi: „Við fórum líka í stúdíó með dálítið skýra mynd af því hvaða sánd við vildum, sem var gott. Tónlistin sjálf var meira á reiki, hún fékk að þróast aðeins í stúdíóinu.“ Tobbi: „Ég held að við höfum nú bara lagt upp með að klára plötuna yfirleitt.“ Á réttum tíma Umfram allt er Hang On skemmtileg plata, glaðleg og hress- andi. Það veitir víst ekki af á þess- um síðustu og verstu … Biggi: „Nei, en það eru nú líka svolítið dimmar pælingar í gangi. Það má samt alveg segja að það sé mikil gleði í lögunum.“ Tobbi: „Kreppan var nefnilega ekki komin þegar við vorum að gera plötuna.“ Bjössi: „Ég held líka að þegar þessir strákar koma saman þá verði alltaf mikil gleði.“ Bjössi: „En það er nú samt tölu- verð spenna á plötunni, og mikið pælt í hljóðum.“ Verðið þið þá ekki einir af fáum sem geta hugsanlega grætt á kreppunni – virkar ekki platan eins og hálfgert þunglyndismeðal? Bjössi: „Ég vona það. Platan kemur allavega á réttum tíma. Ég myndi bara þakka guði fyrir að það sé svona hljómsveit í gangi á svona tímum. Við munum verða til staðar fyrir fólk þannig að það getur farið út úr húsi og gleymt sér á góðum tónleikum með Motion Boys. Við erum ekki að fara að tala um krepp- una.“ „Allavega ekki á þessari plötu …“ bætir Gísli við og uppsker mikinn hlátur. Tónlist Motion Boys verður þannig til að Biggi semur lögin en síðan fara þau í gegnum mikla með- ferð hjá bandinu. Þeir segja þetta fyrirkomulag hafa gengið vel fyrir sig. Bjössi: „Þetta gekk mjög vel fyrir sig í stúdíóinu – við rifumst aldrei. Ja, nema einu sinni …“ Og um hvað snerist það rifrildi? Tobbi: „Einhverja R’N B-slaufu hjá Bigga. Hún var slegin út af borðinu.“ Bjössi: „Við héldum að hann væri að grínast, en hann var ekki að grín- ast.“ Tobbi: „Ég held að hann hafi bara verið búinn að fá sér of mikið kaffi.“ Biggi: „Já – ég var í einhverju tómu rugli þarna. Eftir á að hyggja þakka ég fyrir að hafa verið stöðv- aður með þetta.“ „Eins pródúktívur og Biggi er, þá er hann alveg mannlegur og kemur stundum með einhverjar hug- myndir sem eru þroskaheftar. Og við höfum alveg vald til að segja bara: rólegur!“ segir Bjössi við mik- inn hlátur félaga sinna. Umfram allt gaman Það er því ljóst að mikil samstaða ríkir innan Motion Boys. Bjössi: „Já – þetta er rosalega mikil hljómsveit, og það er það sem ég fíla. Við erum allir mjög skólaðir í þessum hljómsveita-bransa og þegar við hitt- umst eru allir svo rólegir. Það eru nefnilega allir komnir út úr þessum meik-pælingum. Við erum orðnir það gamlir að við viljum bara gera tónlist sem fyrst og fremst við fílum. En svo er bara ótrúlega gaman að vera í þess- ari hljómsveit, og ég hlakka alltaf til að æfa með henni.“ „Ég hlakka nú líka til að meika það með þessari hljómsveit …“ bætir Tobbi við í léttum dúr. Biggi: „En ég held að tónlistin verði aldrei skemmtileg þegar það er ekki gaman að gera hana. Þá flýtur hún bara einhvern veginn í gegn.“ „Það er bara þannig að hljómsveitir ganga ekkert nema kemistrían gangi,“ segir Gísli og þeir félagar sammælast um að þeir hafi allir verið í sveitum þar sem „kemistrían“ virkaði ekki. Hvað tónlist Motion Boys varðar hafa menn líkt henni við tónlist sveita á borð við The Killers, Scis- sor Sisters og jafnvel Duran Duran. Hvað finnst þeim um það? Bjössi: „Ég hef nú aldrei verið ánægður þegar það er verið að líkja mér við aðrar hljómsveitir.“ Gísli: „Trabant var alltaf tengd við Scissor Sisters, ég man eftir því á tímabili.“ Biggi: „Mér finnst nú Scissor Sis- ters bara leiðinlegir. Ég held hins vegar að eftir að fólk hlustar á plöt- una sé líklegra að það líki okkur við Roxy Music, Bowie, T.Rex eða eitt- hvað svoleiðis.“ Bjössi: „Ég hef hlustað á Killers. Mér finnst við bara miklu betri. En við skiljum alveg að fólk þurfi að staðsetja hljómsveitir. Mínus hefur til dæmis alltaf verið líkt við Queens of The Stone Age, og Trabant við Scissor Sisters. Það var hins vegar ekki meiningin hjá þessum bönd- um.“ Einn dagur í einu Töluverð vinátta ríkir milli með- lima Motion Boys og meðlima hljómsveitanna Jeff Who? og Sprengjuhallarinnar, en allar sveit- irnar senda frá sér plötu á næstu dögum. Þeir félagar segja þó enga sérstaka samkeppni í gangi. Biggi: „Sprengjuhöllin ætlar til dæmis að vera með einhvern gjörn- ing á útgáfutónleikunum. Við vor- um með svona gjörning fyrir þá í fyrra. En við vitum reyndar ekkert hvað þeir ætla að gera …“ En hvað gerist svo? Ætlið þið eitthvað að spila úti á landi? Eða í útlöndum? Biggi: „Ég væri nú alveg til í að taka túr um landið, en ætli við för- um ekki bara í göngu-túr út á land. Ég held að við höfum varla efni á því að reka alvöru langferðabíl eins og staðan er í dag.“ Bjössi: „Eins og við erum að vinna þetta núna tökum við bara einn dag í einu. Við erum með út- gáfutónleikana núna, svo spilum við á Airwaves og svo vitum við ekki hvað við gerum. En við förum pott- þétt eitthvað út á land.“ Gísli: „Við höldum þessu öllu opnu …“ Meðal gegn þunglyndi  Fyrsta plata Motion Boys, Hang On, kemur út í dag  Útgáfunni fagnað með tónleikum á Nasa í kvöld  Hljómsveitarmeðlimir boða gleði og hamingju, og hvetja fólk til að gleyma sér á tónleikum Morgunblaðið/Golli Samstaða „Það er bara þannig að hljómsveitir ganga ekkert nema kemistrían gangi,“ segir Gísli Galdur. Útgáfutónleikar Motion Boys verða á Nasa í kvöld. Húsið verður opnað kl. 20 og tónleikarnir hefj- ast kl. 21. Miðaverð er 500 kr. en 1.500 kr. ef platan er keypt með. Söngur: Birgir Ísleifur Gunn- arsson – var áður í Byltunni. Hljómborð: Þorbjörn Sigurðs- son – var áður í Byltunni og Jeff Who? og er í Dr. Spock. Trommur: Björn Stefánsson – var í Mínus. Hljómborð, hljóð og slagverk: Gísli Galdur Þorgeirsson – var í Trabant, Quarashi og Gho- stigital. Motion Boys eru:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.