Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 9. O K T Ó B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 276. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er MENNING MOTION BOYS: MEÐAL GEGN ÞUNGLYNDI FJÁRMÁL HEIMILANNA Bíðum róleg og sjáum aðeins til EKVADOR – GALAPAGOS Náttúra – nýting – menning Kynning og fræðsla í Salnum í kvöld kl. 20 Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir! Leikhúsin í landinu >> 41 Íslensk stjórnvöld hyggjast semja við Breta um ábyrgðir á innistæðum á Icesave-reikningum Landsbankans. Hagnaður af sölu eigna bankans er- lendis á að duga að mestu til að greiða sparifjáreigendum. » 14-15 Semja við Breta um Icesave-ábyrgðir Tilraun Seðlabanka Íslands til þess að festa gengi krónunnar bar ekki þann árangur sem vonast var eftir, en stuðningur við gengi krónu var ekki nægur. Ekki verður reynt að festa gengið aftur að sinni. » Viðskipti Ekki gekk vel að festa gengi krónunnar Hlutabréfavísitölur í heiminum héldu víðast áfram að lækka í gær, enn einn daginn. Kauphöllum í Rússlandi, Úkraínu, Rúmeníu og Indónesíu var lokað vegna mikillar lækkunar á mörkuðum. » Viðskipti Mikill órói á erlendum fjármálamörkuðum Michal Sikorski, ræðismaður Pól- verja á Íslandi, segir að ekki sé ólík- legt að allt að helmingur þeirra tíu þúsund Pólverja sem búsettir eru hérlendis hverfi af landi brott fljót- lega. » 12 Búist við að helmingur Pólverja yfirgefi Ísland BJÖRGVIN G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra segir stjórnvöld leita leiða til að koma að minnsta kosti hluta af peningamarkaðssjóðum bankanna í það form að fólk tapi ekki því sem það hefði getað tapað. „Það eru margar leiðir færar og það er ekkert gefið fyrirfram um það að fólk sé að tapa aleigu sinni í þess- um peningamarkaðssjóðum,“ sagði Björgvin og áréttaði að ekki væri litið framhjá hagsmunum neinna við- skiptavina. Hann benti þó á að peningamark- aðssjóðir lytu öðrum lögmálum en sparifjárreikningar og innistæðu- tryggingar næðu ekki til þeirra. Heimilin í landinu eiga um 63 millj- arða í peningamarkaðssjóðum bank- anna, en alls eru um 232 milljarðar á reikningunum. Sjóðirnir hafa verið lokaðir alla þessa viku og ekki er ljóst hvenær þeir verða opnaðir á ný. Milljarðar króna í hættu Morgunblaðið/Árni Sæberg Bíður Margir óttast um sparnaðinn.  Hluti peningamarkaðssjóða verður hugsanlega bættur  Heimilin eiga um 63 milljarða í peningamarkaðssjóðum  Gáfu sömu ráð | 16  Leita leiða | Viðskipti Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is FORSVARSMENN Kaupþings viðurkenndu sig sigraða seint í gærkvöld og ákváðu að afhenda bankann í hendur Fjármálaeftirlit- inu. Fjármálaeftirlitið og skila- nefnd á vegum þess taka yfir stjórn Kaupþings í dag. Vonbrigði Kaup- þingsmanna eru að vonum gífurleg. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins telja forsvarsmenn Kaupþings að viðbrögð Breta við Icesave-reikningunum og um- ræðum í Bretlandi um að innistæð- ur á þeim reikningum yrðu ekki tryggðar af íslenskum stjórnvöld- um, hafi ráðið úrslitum um að breska fjármálaeftirlitið réðst gegn þeim með mjög harkalegum hætti í gærmorgun og var skömmu síðar búið að taka yfir og loka dótturfyrirtæki Kaupþings í Bret- landi, Singer & Friedlander. Krafðir um greiðslur Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins var hringt í Kaupþing í London fyrir kl. 7 í gærmorgun og bankinn krafinn um 300 milljóna punda greiðslu fyrir kl. 9 um morg- uninn, og jafnframt var honum greint frá því að innan tíu daga yrði Kaupþing í Bretlandi að reiða fram 2,3 milljarða punda, sem er jafnhá upphæð og öll innlán dótturfyrir- tækisins. Á meðan Kaupþing hafi verið að reyna að uppfylla þessi skilyrði og leita lausna fyrir fyrir- tækið, hafi frétt komið á Sky fréttastöðinni um að ING hefði yf- irtekið innlán Singer & Fried- lander. Kaupþingsmenn eru sannfærðir um að Alistair Darling, fjármála- ráðherra Breta, hafi í máli sínu í gærmorgun verið að vísa til orða Davíðs Oddssonar seðlabanka- stjóra í Kastljósi Sjónvarpsins í fyrrakvöld, þegar hann greindi frá því að Íslendingar ætluðu ekki að borga. „They are not going to pay!“ sagði ráðherrann. Telja þeir að þessi túlkun fjármálaráðherrans á orðum seðlabankastjóra, með skír- skotun til tryggingagreiðslna vegna Icesave-innlánsreikning- anna, hafi riðið baggamuninn og allt traust erlendra lánardrottna hafi beinlínis gufað upp á auga- bragði. Fyrirtækið tekið með valdi Vonbrigði forsvarsmanna Kaup- þings eru gífurleg. „Við vorum ekki í vanskilum, vorum með nægt laust fé og góða eignastöðu. En fyrir- tækið var tekið af okkur með valdi í Bretlandi og við gátum ekkert gert,“ sagði viðmælandi Morgun- blaðsins á tólfta tímanum í gær- kvöld. Morgunblaðið/Golli Unnið fyrir gýg Lýður Guðmundsson, einn aðaleigandi Kaupþings, gengur frá bankanum um miðnætti í gær. Kaupþing játar ósigur  FME tekur yfir stjórn bankans EIGN fjögurra lífeyrissjóða í Kaup- þingi nam tæpum 50 milljörðum króna, ef miðað er við gengi bréfa bankans á föstudag, síðasta daginn sem viðskipti áttu sér stað með hluti í Kaupþingi. Við þjóðnýtingu á bankanum má gera ráð fyrir að þessi eign sé töpuð. Lífeyrissjóðir Bankastræti áttu 16,1 milljarð, Lífeyrissjóður versl- unarmanna 15,5 milljarða, Gildi líf- eyrissjóður átti 14 milljarða og Stafir Pension Fund átti 3,9 millj- arða í bankanum. Tuttugu stærstu hluthafar í Kaupþingi áttu samtals 76,92% í bankanum og var verðmæti þessa hlutar 372,5 milljarðar króna á föstudag. Stærsti eigandi bankans, Exista, átti 24,7% í bankanum og nemur tap félagsins tæpum 120 millj- örðum króna. Þá átti Egla Invest, félag í eigu Ólafs Ólafssonar í Sam- skipum, 9,88% og tapar því um 48 milljörðum króna. Bróðir emírsins í Katar, sem nýlega keypti hlut í bankanum, átti um 5% í Kaupþingi og nemur fjárhagslegt tap hans 24,3 milljörðum króna. Þá tapar Gift fjárfestingarfélag, sem stofnað var um Eignarhalds- félag Samvinnutrygginga, 12,5 milljörðum króna. Milljarðar í súginn Lífeyrissjóðir tapa  Orð Darlings riðu baggamuninn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.