Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 27 Kristinn Breyttir tímar? Íslendingar hafa margir hverjir tekið upp þann sið í góðærinu að sötra rauðvín með matnum hversdags. Sumum þykir eflaust sárt að láta af slíkum munaði. Þá er bara spurning fyrir hvers konar mat aurarnir sem eftir eru duga. Í það minnsta hlírahausum. Blog.is Guðmundur Auðunsson | 8. október Landsbankinn safnaði innistæðum sem eru lík- lega á stærð við fjárlög ríkisins. Þessum góða ár- angri náðu þeir með því að bjóða hærri vexti en nokkur annar. Það segir sig því sjálft að Landsbankinn hlýtur að hafa verið með flott ávöxtunarprógramm þar sem þeirra hlutverk er að miðla sparnaði í fjárfestingar með hagnaði. Enginn banki þolir að það sé gert „run“ á þá. Það segir sig sjálft. Sértaklega ef innlánin fara í langtímalán eins og hús- næðislán. … Meira: thjalfi.blog.is Icesave í Bretlandi Stefán Friðrik Stefánsson | 8. október Mér finnst mikilvægt að upplýst verði hver hafi gefið leyfið fyrir veð- setningu íslensku þjóð- arinnar á breskum lána- markaði í gegnum Icesave. Nú þarf að fara ofan í þessi mál. Voru þar aðeins bankamenn á bakvið, ráðherrar í rík- isstjórninni eða aðrir menn valdsins? Kom Fjármálaeftirlitið að þessum gjörningi? Svara er þörf nú við því hver beri á þessu ábyrgð. Auðvitað eru þetta alvarleg tíðindi, einkum ef stjórnvöld standa ekki við skuldbind- ingar sínar. … Meira: stebbifr.blog.is STÆRSTA fjármálakreppa sögunnar um- lykur nú Ísland. Íslenska hagkerfið var við- kvæmt fyrir þessari kreppu vegna þess að stóru bankarnir þrír höfðu vaxið stjórnlaust und- anfarin fimm ár, tekið mikið af lánum erlendis og aukið útlán sín og fjárfestingar innan lands sem utan. Þetta höfðu þeir gert með allt of mikl- um hraða. Þessir bankar urðu óþægilega háðir eigin lántökum erlendis við fjármögnun starf- semi sinnar. Saga peningamála kennir okkur að bankar sem hafa vaxið hratt eru viðkvæmir fyrir áföll- um. Slíkir bankar eru líklegir til þess að hafa keypt eignir sínar á of háu verði og einnig lík- legir til þess að hafa lánað til aðila sem ekki njóta mikils lántrausts. Seðlabanki Íslands brást skyldum sínum þeg- ar hann kom ekki í veg fyrir vöxt bankanna, einkum miklar fjárfestingar þeirra á Bretlandi og á Norðurlöndum. Í þessum erlendu fjárfest- ingum fólst aðvörun sem Seðlabanki Íslands leiddi hjá sér. Í ljósi þess tjóns sem Ísland verð- ur fyrir af völdum fjármálakreppunnar á að fá hóp erlendra sérfræðinga til þess að rannsaka bæði opinberar eftirlitsstofnanir og einkarekin fjármálafyrirtæki. Reynslan sýnir að hverri lánsfjárbólu fylgir fjármálakreppa. Fjármálakreppa hófst árið 1982 í kjölfar mikilla lána viðskiptabanka til Mexíkó, Brasilíu, Argentínu og annarra þróun- arlanda eftir að bandaríski seðlabankinn hækk- aði vexti og vaxtabyrði landanna jókst til muna. Önnur fjármálakreppa hófst í byrjun tíunda áratugarins eftir að fasteigna- og hlutabréfa- verðbóla níunda áratugarins í Japan sprakk. Þúsundir fyrirtækja og einstaklinga sem höfðu tekið lán til þess að kaupa fasteignir gátu nú ekki lengur greitt vexti og afborganir af lánum sínum og japanskir bankar töpuðu öllu eigin fé sínu og komust í þrot. Fjármálakreppa Asíu- ríkja hófst með mikilli gengislækkun tælenska gjaldmiðilsins í júli 1997. Hún kom í kjölfar mik- ils innflæðis erlends gjaldeyris á innlendan hlutabréfamarkað og húsnæðismarkað í þess- um ríkjum sem olli mikilli hækkun verðs hluta- bréfa og fasteigna. Þegar peningarnir fóru aftur úr landi þá lækkaði gengi gjaldmiðlanna og margir sem höfðu tekið lán í erlendum gjald- miðli urðu gjaldþrota vegna þess að lánin hækk- uðu skyndilega í innlendum gjaldmiðli. Mikil lækkun verðs hlutabréfa um heim allan síðustu mánuði kemur í kjölfar mikillar verð- hækkunar íbúðarhúsnæðis í Bandaríkjunum og flestum öðrum enskumælandi ríkjum, að Kan- ada undanskildu, sem og á Írlandi, Spáni og á Íslandi. Verð á íbúðarhúsnæði í Bandaríkjunum hækkaði um 60% á árunum 2002–2006. Verð á Íslandi tvöfaldaðist á milli áranna 2002 og 2007 og hlutabréfaverð hækkaði sjöfalt á sama tíma- bili, mun meira en í nokkru öðru landi og mun meira en í Japan á níunda áratuginum. Íslensku bankarnir áttu lengi vel hlutabréf og þegar verð þeirra hækkaði þá jókst eigið fé og þeir gátu aukið útlán sín hraðar. Sumir lántak- endur notuðu lánin til þess að kaupa hlutabréf. Verð eigna á Íslandi var úr tengslum við raun- verulega arðsemi þessara eigna. Fasteignaverð í heiminum hefur farið lækk- andi undanfarna átján mánuði. Þótt fast- eignaverð á Íslandi í krónum talið hafi ekki breyst mikið undanfarna mánuði, þá hefur það lækkað mikið að raungildi vegna þess að verð- bólga hefur verið um 15% á ársgrundvelli sem þýðir 15% raunlækkun fasteignaverðs. Fyrsta stig fjármálakreppu einkennist al- mennt af því að bankar kvarta undan lausa- fjárvanda. „Við erum ekki gjaldþrota en við eig- um við lausafjárþurrð að glíma“ heyrist oft sagt. Slík lausafjárvandamál eru yfirleitt undanfari verulegra rekstrarerfiðleika og gjaldþrota. Fyrsta „bankaáhlaupið“ í núverandi banka- kreppu gerðist í ágúst árið 2007 þegar Country- wide Finance, sem þá var stærsti lánveitandi húsnæðislána í Bandaríkjunum, gat ekki lengur selt skuldabréf til þess að standa í skilum með eldri lán. Bankinn seldi síðan hlutabréf fyrir tvo milljarða dollara til Bank of America. Nokkrum vikum síðar þurfti Northern Rock, stærsti lán- veitandi húsnæðislána á Bretlandi, að sækja um stórt lán til seðlabanka Bretlands af sömu ástæðu, markaður fyrir skuldabréf hans var horfinn. Báðir þessir bankar, Countrywide Fin- ance og Northern Rock, höfðu vaxið mjög hratt á árum hækkandi húsnæðisverðs. Þetta mynst- ur hefur síðan verið endurtekið: fyrirtæki sem hafa tekið skammtímalán til þess að endurlána til lengri tíma komast að raun um að þau geta ekki lengur fengið lán til þess að fjármagna starfsemi sína og neyðast þess vegna til þess að selja eignir eða fá aukið fjármagn frá eigendum. Annað stig fjármálakreppu einkennist af áhyggjum af fjárhagsstöðu, þ.e.a.s. eiginfjár- stöðu, banka og annarra fjármálastofnana. Hér gerist það að margar af eignum bankanna reyn- ast vera minna virði en áður var haldið, einkum vegna þess að verðmæti þeirra fer eftir vexti út- lána. Þegar útlán dragast saman þá geta lántak- endur bankanna ekki staðið í skilum og verð- mæti lánasafns minnkar. Fjármálakreppu í opnu, litlu hagkerfi fylgir ávallt lækkun gengis viðkomandi gjaldmiðils. Síðustu árin hefur viðskiptahalli á Íslandi sem hlutfall af vergri landsframleiðslu verið með því hæsta sem gerist í heiminum, meira en 10% af VLF. Ísland gat haft slíkan halla á viðskiptum við útlönd einungis vegna þess að útlendingar keyptu innlend verðbréf. Í þessum viðskipta- halla fólst að íbúar landsins gátu eytt meira en þeir öfluðu, og hátt gengi krónunnar þýddi að verð á innfluttum varningi var of lágt mælt í krónum, lægra en unnt er að búast við til fram- búðar. Eftir Robert Z. Aliber » Það væru mikil mistök ef Seðlabanki Íslands reyndi nú að festa gengi krónunnar gagnvart evru eða dollar eða gagnvart gjaldmiðlakörfu. Slíkt fast gengi myndi leiða til mikils flótta út úr krónunni … Robert Z. Aliber Höfundur er prófessor emeritus við Háskólann í Chicago. Gylfi Zoëga þýddi. Ísland og hin alþjóðlega fjármálakreppa Útlendingar vilja ekki lengur kaupa íslensk verðbréf. Íslendingar verða nú að afla þess gjaldeyris með útflutningi sem þeir verja í inn- flutning. Þessi umbreyting krefst mikillar lækkunar á gengi krónunnar og þar með hærra verðs innflutnings til skamms tíma. Það væru mikil mistök ef Seðlabanki Íslands reyndi nú að festa gengi krónunnar gagnvart evru eða dollar eða gagnvart gjaldmiðlakörfu. Slíkt fast gengi myndi leiða til flótta út úr krón- unni vegna þess að slæm hagstjórn hefur valdið vantrú á seðlabanka og ríkisstjórn. Ríkis- stjórnir freistast oft til þess að reyna að lág- marka áhrif lægra gengis á almennt verðlag í því skyni að draga úr óvinsældum sínum, en ríkisstjórn Íslands ætti ekki að falla í slíka freistni heldur leyfa gengi gjaldmiðilsins að falla þangað til viðskiptajöfnuði er náð, tekjur af útflutningi vöru og þjónustu nægja til þess að greiða fyrir innflutning og vexti af erlendum lánum. Gengisfall krónunnar þýðir að innflutnings- verð hækkar og þá einnig almennt verðlag í eitt skipti fyrir öll. Þessi verðhækkun innflutnings mun hafa áhrif á framleiðslu- og neyslumynstur þjóðarinnar en mun ekki valda verðbólgu ef seðlabankinn hefur stjórn á peningamagni í umferð. Einnig verður að tryggja að pen- ingamagn í umferð minnki ekki með því að tryggja innstæður sparifjáreigenda þegar bankar komast í þrot. Ríkisstjórn Íslands ætti ekki að taka ábyrgð á öðrum skuldum íslensku bankanna þriggja en bankareikningum; lánveitendur þessara banka verða að taka afleiðingum gerða sinna, þeir vissu að þeir voru að taka áhættu. Sömuleiðis ætti ríkisstjórn Íslands ekki að taka ábyrgð á skuldum bankanna erlendis nema henni beri lagaleg skylda til. Þótt næstu mánuðir verði íslensku þjóðinni erfiðir þá má ekki gleyma því að stærstu eignir þjóðarinnar hverfa ekki og verða ekki fyrir neinum áhrifum af þessari kreppu: þekking, menntun og hæfni vinnuaflsins; fiskimiðin; fast- eignir og framleiðslutæki; samgöngukerfi og samskiptatækni samfélagsins; virkjanir og orkulindir. Þessar eignir eru enn fyrir hendi og kreppan ætti því ekki að hafa umtalsverð var- anleg áhrif á framleiðni og lífskjör á Íslandi. Hins vegar má gróflega áætla að lífskjör muni versna um 10% á næstu vikum og mánuðum. Sumir einstaklingar verða óumflýjanlega fyrir verulegum áföllum vegna lækkunar á verði hlutabréfa, einkum hlutabréfa í bönkunum. Til lengri tíma verða þó almenn lífskjör síst verri en þau voru áður en kreppan skall á. Morgunblaðið/G.Rúnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.