Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍBÚAFJÖLDI á Norðurlöndum hef- ur tvöfaldast frá upphafi 20. aldar og umsóknum um pólitískt hæli hef- ur fjölgað um 62% frá árinu 2005 til 2007. Þetta kemur fram í Norræn- um hagtölum sem komnar eru út. Árið 2007 tóku feður á Íslandi 33 prósent af öllu barneignaorlofi á Ís- landi, sem er met og langhæsta hlutfall á Norðurlöndum. Í frétta- tilkynningu er ályktað að þetta geti verið ein ástæða þess að flest börn fæðast hér á landi miðað við mann- fjölda. Orkunotkun á hvern mann er mest á Íslandi en minnst í Dan- mörku. Þá kemur fram að um þess- ar mundir er vinsælast að skíra ungbörn á Íslandi Jón eða Söru. Í Finnlandi eru vinsælustu nöfnin Veeti og Ella, en í Danmörku eru það Mikkel og Mathilde. Flest börn og mest orka INNVIGTUN mjólkur í sl. viku var 2.167.959 lítrar og er það 0,65% minna en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á heimasíðu Lands- sambands kúabænda. Líkt og undanfarin ár er innvigt- unin að ná lágmarki á þessum árs- tíma, síðan fer hún stigvaxandi og nær hámarki í maí. Þessi árstíð- arsveifla hefur farið minnkandi undanfarin ár. Í fyrra var munur á mestu og minnstu innvigtun um 23%, en árið 2005 var þessi munur um 33%. Í lítrum talið var munurinn á síð- asta ári um 500 þúsund lítrar á mestu og minnstu innvigtun, en ár- ið 2005 var þessi munur nær 600 þúsund lítrar. Nokkuð minna af mjólk MATREIÐSLUMAÐUR ársins 2008 var krýndur í fyrradag á fundi Klúbbs matreiðslumanna, og var það Jóhannes Steinn Jóhannesson, matreiðslumaður á Silfri (Hótel Borg), sem hlaut heiðurinn. Keppni um matreiðslumann ársins hefur verið haldin hvert ár síðan 1994 og er það Klúbbur matreiðslumeistara sem að henni stendur. Matreiðslu- maður ársins Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur úrskurðað að kortafyrirtækið Valitor hf., útgef- andi Visa-korta, skuli veita embætti ríkisskattstjóra yfirlit yfir hreyf- ingar á greiðslukortum, sem gefin voru út og skuldfærð erlendis, en notuð á Íslandi til úttektar í bönkum eða til greiðslu á vörum og þjónustu á tímabilinu 1. júlí 2006 til og með 30. júní 2007, enda hafi heildarúttekt hvers korts á tímabilinu numið að minnsta kosti fimm milljónum ís- lenskra króna. Valitor hafði neitað að veita þessar upplýsingar og borið fyrir sig þagnarskyldu. Fram kemur í dómi Hæstaréttar, að ríkiskattstjóri hafi óskað eftir upplýsingunum vegna þess að grun- ur leiki á að aðilar, sem séu skatt- skyldir hér á landi, hafi komið eign- um og tekjum undan skattlagningu með því að flytja fjármagn og fjár- málaumsvif sín úr landi, þótt skatt- skylda þeirra hérlendis sé óbreytt. Unnið gegn skattsvikum Að sögn Skúla Eggerts Þórðar- sonar ríkiskattstjóra er undanfari þessa máls sá, að norræn skatta- yfirvöld leituðu leiða til að stemma stigu við skattsvikum, sem fara í gegnum svokölluð aflandsfélög, þ.e. félög sem skráð eru í skattapara- dísum. Þetta eru nokkur lönd, t.d. í Karabíska hafinu og eyjum við Bret- land. Rökstuddur grunur hafi verið um að í sumum tilvikum hafi fjár- málastofnanir ráðlagt þeim sem vildu fela peninga að fara með þá úr landi og fá sér svo erlend greiðslu- kort til að geta komið peningunum í lóg. Sú leið hafi verið farin að leita að þessum peningum í gegnum korta- fyrirtæki svo mætti freista þess að skattleggja þá samkvæmt lögum og reglum. Skúli Eggert segir að íslensk skattayfirvöld hafi ákveðið að fara þessa leið og í því skyni leitað eftir upplýsingum frá íslensku kortafyr- irtækjunum. Tvö af þremur fyrir- tækjum hafi afhent umbeðnar upp- lýsingar en Valitor hf. hafi hins vegar neitað. Höfðaði ríkisskattstjóri mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem felldi úrskuð honum í vil 12. september s.l. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn með dómi s.l. föstudag. Skúli Eggert segir að nú hafi Hæstiréttur samþykkt sömu aðferð og beitt var á Norðurlöndunum. Næsta skref sé að bera saman þær upplýsingar sem fást frá korta- fyrirtækjunum við þær upplýsingar sem fram koma á skattskýrslum við- komandi. Ef í ljós komi, að fólk hefur notað slík kort án þess að gefa upp bankainnistæður erlendis, verði málin skoðuð sérstaklega. Skúli Eggert segir að í því úrtaki, sem beðið var um frá kortafyrir- tækjunum, hafi þess verið gætt að hafa upphæðirnar það háar, að engin hætta væri á því að þarna kæmu fram ferðamenn eða fólk sem dveld- ist aðeins tímabundið hér á landi. Hann sagði ennfremur að sam- svarandi könnun í Danmörku hefði m.a. leitt í ljós að þar dvaldist fólk sem dönsk yfirvöld höfðu ekki hug- mynd um að byggi þar, en hefði með réttu átt að greiða skatta í Dan- mörku. Fram kemur í dómi héraðs- dóms, að upplýsingar sem dönsk yfirvöld veittu ríkisskattstjóra hafi leitt til athugunar og síðan gjald- breytinga í einu tilviki hér á landi. Hæstiréttur klofnaði Hæstiréttur klofnaði í niðurstöðu sinni. Jón Steinar Gunnlaugsson skilaði sératkvæði en Árni Kolbeins- son, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Páll Hreinsson stóðu að dómsorðinu. Segja þeir að lagaskil- yrði til að taka kröfu ríkisskattstjóra til greina séu uppfyllt og því sé úr- skurðurinn staðfestur. Umbeðnar upplýsingar séu nægilegar, viðeig- andi og ekki umfram það sem nauð- synlegt sé miðað við tilgang vinnsl- unnar. Kortaviðskipti skoðuð  Hæstiréttur úrskurðar að Valitor hf. veiti skattayfirvöldum upplýsingar  Ríkisskattstjóri hyggst skoða möguleg undanskot Íslendinga frá skatti Morgunblaðið/Sverrir Í HNOTSKURN »Ríkisskattstjóri fer sömuleið og skattyfirvöld á Norðurlöndum hafa farið til að sannreyna undanskot frá skatti. »Skattayfirvöld hér á landihafa ekki hugmynd um þann fjölda, sem kann að koma út úr þessari könnun. Skúli Eggert Þórðarson rík- isskattstjóri telur líklegt að fjöldinn verði á bilinu 40–60. »Skúli Eggert flutti sjálfurmálið fyrir Hæstarétti en Ólafur Eiríksson hrl. var lög- maður Valitor. Í séráliti segir Jón Steinar Gunn- laugsson hæstaréttardómari, að við málflutning fyrir Hæstarétti hafi málsaðilar vísað til allmargra dóma réttarins, þar sem fjallað hafi verið um heimildir skatt- yfirvalda til þess að krefjast upp- lýsinga varðandi framtöl og skatt- skil gjaldenda og sinna almennu skatteftirliti. Í engu þeirra hafi verið leyst úr því hvort í ákvæðum laga felist heimild skattyfirvalda til þess að krefjast upplýsinga án þess að nafngreina þá gjaldendur, sem upplýsingaöflunin beinist að. Af tilteknum lagatextum verði ekki ótvírætt ráðið að skattyfir- völdum sé heimilað að leita upp- lýsinga á borð við þær sem greinir á um í þessu máli án þess að nafn- greina þá sem upplýsingar varða og rannsókn eða eftirlit beinist að. Hann telji að vafa í þessu efni eigi að skýra varnaraðila (Valitor hf.) í hag. Því beri að fella hinn kærða úrskurð úr gildi og synja kröfu sóknaraðila. Segir að vafann eigi að skýra Valitor í hag ÖLLUM borgurum í Garðabæ, 75 ára og eldri, er nú boðið upp á ör- yggisheimsóknir frá Landsbjörg. Í heimsókninni er farið yfir helstu öryggisatriði heimilisins og sé þeim ábótavant eru vandamálin leyst á staðnum ef íbúar óska. Samkvæmt Slysaskrá Íslands gerast 75% slysa hjá eldri borgurum inni á eða við heimili þeirra. Um 18% þeirra sem slasast þurfa að leggjast inn á sjúkrahús í einhvern tíma og hluti þeirra nær ekki fyrri færni. Eldri borgarar fá heimsókn FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.