Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 22
daglegtlíf |fimmtudagur|9. 10. 2008| mbl.is Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Sem betur fer er orðið minnaum að fólk biðji um að fá aðtala við skósmiðinn þegar égeða Birna erum í afgreiðsl- unni. Sumir virðast ekki gera ráð fyr- ir að konur geti verið skósmiðir og vilja bara tala við eina karlmanninn sem vinnur hér, sem er Rúnar Magn- ússon maðurinn minn,“ segir Jónína Sigurbjörnsdóttir skósmiður og hlær en hún á og rekur Skóvinnustofu Sig- urbjörns í Austurveri. Hún tekur ekki nærri sér þótt fólk geri ekki ráð fyrir að hún sé skó- smiður. „Fólk á einfaldlega öðru að venjast, þetta er jú dæmigert karla- starf og ég held það sé ekki mikið um kvenskósmiði í heiminum almennt. Mér vitanlega erum við ekki nema þrjár konur hér á Íslandi sem erum starfandi skósmiðir. Það mundi þá vera ég og Birna Magnúsdóttir sem vinnur hér hjá mér og svo ein kona hjá Össuri sem vinnur við sérsmíði.“ En þær stöllur njóta líka góðs af því að vera kvenskósmiðir því þær segja að margir viðskiptavinir komi til þeirra einmitt vegna þess að þeir vilja frekar að konur sjái um vinnuna á skónum en karlar. „Kannski telja þeir að vinnan okkar sé fíngerðari eða við vandvirkari. En við tökum líka mál af konum þegar við erum til dæmis að víkka skó og þá finnst þeim þægilegra að konur sinni því verki. Kannski finnst þeim að við sýnum þeim almennt meiri skilning.“ Hrósið heldur okkur lifandi Skóvinnustofan er sannarlega fjöl- skyldufyrirtæki, því þrenningin sem þar starfar er vel tengd. Birna er systir Rúnars, eiginmanns Jónínu, og sá sem stofnaði fyrirtækið fyrir rúm- um fimmtíu árum er faðir Jónínu, Sigurbjörn Þorgeirsson skósmiður. „Ég var að hluta til alin upp á skó- smíðaverkstæði og man eftir mér sem smápeði að dunda mér á verk- stæðinu með pabba,“ segir Jónína sem hefur starfað þar undanfarin þrjátíu ár. „Það sem heldur okkur lifandi í þessu starfi er að við fáum svo mikið hrós frá viðskiptavinum. Það er mjög hvetjandi þegar fólk er ánægt með vinnuna okkar og lætur það í ljósi. Vinnudagurinn er nefnilega stundum svakalega langur. Við vinnum aldrei minna en fimmtíu stunda vinnuviku og þurfum stundum að vinna um helgar til að skila á réttum tíma, en hér fá allir skóna sína eftir tvo daga. Við viljum helst ekki flýta viðgerðum, heldur gefa okkur þann tíma sem við þurfum og vera sátt við vinnuna og verkið sem við skilum af okkur.“ Ömmuskór ganga aftur Þær segja eina af skemmtilegum hliðum starfsins vera þá að þau fá að heyra allskonar reynslusögur frá við- skiptavinum sínum. „Við erum nánast trúnaðarvinir sumra sem hingað koma og ekkert nema gott um það að segja. Meirihluti fólks sem hingað kemur er fastir viðskiptavinir. Hing- að kemur enn fólk með skóna sína í viðgerð sem kom með skó til pabba fyrir fimmtíu árum þegar hann var á Vesturgötunni og þá fylgja gjarnan sögur af honum og það er mjög skemmtilegt.“ Þær Jónína og Birna segja að alla tíð hafi verið mjög mikið að gera á skóvinnustofunni, hvernig svo sem árferðið er. „Þegar það er uppgangur og mikil skósala í verslunum þá er líka mikið að gera hjá okkur, vegna þess að oft lætur fólk setja þunna slitsóla undir nýja skó og við gerum mikið af því að víkka ný stígvél eða þrengja. Þegar fólk hefur meira á milli handa kaupir það dýrari skó en þá hugsar það líka vel um þá og lætur gera strax við þá ef eitthvað er að.“ Þær segjast ekki enn vera farnar að finna fyrir því að fólk flykkist til þeirra á krepputíma með skóna sína í viðgerð og spari sér að kaupa nýja skó. „En það má vissulega búast við því að aukning verði í skóviðgerðum. Þá skiptir máli að fólk komi tíman- lega með skóna sína í viðgerð, áður en þeir verða nánast ónýtir, því annars fer svo mikill tími í að gera við þá og þá kostar það meira. Okkur finnst skemmtilegt að undanfarin ár hafa ungar stelpur mikið verið að koma með skó af ömmum sínum og láta laga þá og það er til fyrirmyndar og sannarlega tilvalið á krepputímum að draga fram ömmuskóna.“ Smíðaði brúðarskóna Sjálfar segjast Jónína og Birna vera þó nokkuð veikar fyrir skóm. „Við nýtum vissulega okkar eigin skó rosalega vel, því við erum í góðri að- stöðu til að gera við þá. En við erum kannski aðeins of duglegar að henda skónum okkar. Ég sé svolítið eftir að hafa hent brúðarskónum mínum sem ég smíðaði sjálf. Ég gifti mig í upp- hlut og fannst tilvalið að smíða skó sem pössuðu vel við. Ég notaði þá rosalega mikið á sínum tíma,“ segir Jónína og Birna tekur undir að hún sjái líka svolítið eftir að hafa hent ýmsum skóm í gegnum tíðina sem hafi verið sérstakir. Á skóvinnustofunni er ekki aðeins gert við skó, þar er líka móttaka fyrir efnalaug og þar fást yfir 300 tegundir af skóreimum. Þar eru líka tösku- viðgerðir og settar smellur á úlpur svo fátt eitt sé nefnt. „Við höfum stundum fengið til okk- ar allsérstök verkefni. Eftirminnilegt er þegar við þurftum að sérsmíða ákveðna leðurpúða undir spil á skipi austur á landi. Skipið gat ekki farið út á sjó fyrr en við vorum búnar að smíða púðana.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Samstiga Þær Jónína og Birna eru klárar í slaginn þar sem þær standa vaskar í brúnni. Stígvél Þau hanga í löngum röðum og bíða eftir að verða sótt. Skipulag Fullar hillur af merktum skópörum í pokum. Margskonar Skór eru misjafnir í laginu rétt eins og fætur fólks. Er skósmiðurinn við? Þær eru tvær af þremur starfandi kvenskósmiðum á Íslandi og segja hrósyrði frá viðskiptavinum vera mestu hvatninguna. Eini karlinn Rúnar kann vel við sig í vinnunni með konunum tveimur. Heillandi Allskonar sérhönnuð tæki eru á skóvinnustofunni.  Miklu skiptir fyrir leðrið í skónum að eigandinn sé dug- legur að bera á þá. Það skal gera strax í byrjun þegar þeir eru nýir og halda því mjúku með góðum skóáburði, ekki fljótandi skyndiáburði.  Nota vatnsvörn á skó, tvær umferðir í byrjun og svo alltaf öðru hverju.  Fara með skó strax í við- gerð ef eitthvað bjátar á, því þá er hægt að gera við þá á fallegan máta og fyrir vikið á fólk skóna lengur nýja.  Gott er að vera með 2-3 pör af skóm í notkun í senn, því þá fær hvert skópar vissa hvíld og þornar vel. Góð skóráð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.