Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING PORTÚGALSKI arkitektinn Álvaro Siza fékk á þriðjudaginn helstu verð- laun sem veitt eru fyrir bygging- arlist í Bretlandi, Hin konunglegu gullverðlaun. Siza hefur haft mikil áhrif á unga breska hönnuði, en eina byggingin sem hann hefur gert hingað til á Bretlandseyjum er sýn- ingarskáli við Serpentine-galleríið sem stóð aðeins í takmarkaðan tíma árið 2006. Siza aðhyllist módernisma í arkitektúr, en leggur jafnframt áherslu á að laga byggingar að um- hverfi sínu. Þannig notar hann mikið hvítkalkaðan stein þegar hann hann- ar hús í heimalandinu, en t.d. múr- stein í byggingar í Hollandi. Siza verð- launaður Stílhreint Hús eftir Siza í Portúgal. EINN af virtustu rithöfundum Bretlands, Marg- aret Drabble, hélt því fram á dög- unum að útgáfu- fyrirtæki hennar þrýsti á hana að gera bækur sínar einfaldari og auð- skiljanlegri. Þetta sagði hún á fundi gamalla nemanda Cambridge-háskóla, en Drabble tekur bráðlega við for- mennsku í breska rithöfunda- sambandinu, The Society of Aut- hors. „Ég hef það á tilfinningunni að þeir vilji miða bækurnar mínar við lægsta samnefnarann og að það sé það sem markaðurinn krefst,“ sagði hún um útgáfufyrirtækið Penguin í samtali við The Independent. Drabble lýsti sig einnig mótfallna því að gera stjörnur úr rithöfundum og sagði að athyglin ætti fyrst og fremst að beinast að verkum þeirra og sagðist hún í því samhengi efast mikið um gildi bókmenntaverðlauna. Einfald- aðar bók- menntir Margaret Drabble ALLA fimmtudaga í þessum mánuði verða haldnir hádeg- istónleikar í Vonarsal SÁÁ við Efstaleiti. Í þessari tónleikaröð koma fram Haukur og Ragn- heiður Gröndal og Óskar og Ómar Guðjónssynir. Gítarleikarinn Ómar Guð- jónsson ríður á vaðið í dag. Hann hefur meðal annars leik- ið með hljómsveitunum Jagúar og Latínhljómsveit Tómasar R. Einarssonar, en á tónleikunum leikur hann efni af sólóplötunni Fram af. Tónleikarnir hefjast klukkan 12:15 og standa í rúman hálftíma. Hægt er að kaupa léttan hádeg- isverð á staðnum. Tónlist Gítartónar í Vonar- sal í hádeginu Ómar Guðjónsson DAGBÆKUR og bréf Franz Kafka bera einstakri lífssýn hans merki og það á ekki síst við um Bréf til föðurins, sem Forlagið gefur nú út í nýrri ís- lenskri þýðingu. Franz Kafka var þrjátíu og sex ára gamall þegar hann skrifaði föður sínum gríð- arlangt bréf sem var ekki ætl- að til birtingar og raunar aldrei afhent. En það varðveittist og er ekki aðeins ákæruskjal á hendur föðurnum heldur einnig játningabók og tilraun bréfritarans til þess að skilja æsku sína, fjölskyldu og uppeldi. Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson þýddu og rituðu eftirmála. Bókmenntir Bréf til föðurins í nýrri þýðingu Bréf til föðurins. Í KVÖLD koma söngkonan Andrea Gylfadóttir ásamt hljómsveit og Kvartett Jóns Páls Bjarnasonar fram á tón- leikum djassklúbbsins Múlans. Með Andreu leika Eðvarð Lár- usson á gítar, Þórður Högna- son á bassa og Birgir Bald- ursson á trommur og munu þau leika djass- og blúsperlur á persónulegan hátt í nýstár- legum útsetningum. Múlinn er samstarfsverkefni FÍH og Jazzvakn- ingar. Tónleikarnir fara fram á Café Rósenberg við Klapparstíg 25 og hefjast klukkan níu. Að- gangseyrir er 2.000 kr. og 1.000 kr. fyrir nem- endur. Tónlist Djassklúbburinn Múli á Rósenberg Andrea Gylfadóttir Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is NÚTÍMINN sættir sig ekki við gagnrýnislausar skýringar og því notum við í dag ýmsar aðferðir til að varpa nákvæmara ljósi á uppruna kristindómsins, og á það hversu fjöl- breyttur hann hefur verið allar göt- ur frá upphafi og til þessa dags,“ segir Jón Ma. Ásgeirsson, prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands. Jón flytur í kvöld, fimmtudags- kvöld, klukkan 20 fyrirlestur á rann- sóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í húsi Sögufélagsins við Fischer- sund. Fyrirlesturinn kallar hann Arfur Tómasar postula og krist- indómur á krossgötum. Fjallar Jón um nokkra þætti Tómasarkristni í samhengi bókarinnar Frá Sýrlandi til Íslands – Arfur Tómasar postula, eftir þá Þórð Inga Guðjónsson bók- menntafræðing, sem nýlega kom út. Þrjú rit tileinkuð Tómasi postula, rituð á fyrstu og fram á þriðju öld, eru talin hafa myndað fornan meið á meðal frumkristinna bókmennta. Þetta eru Tómasarguðspjall, Tóm- asarkver og Tómasarsaga. Tóm- asarsaga, og þá einkum styttar lat- neskar gerðir frá fjórðu öld, hefur þekkst í þýðingum, en tvö fyrsttöldu ritin urðu fyrst þekkt með fundi Nag Hammdi-handritanna árið 1945. „Tómasarguðspjallið var með því fyrsta sem varð til innan kristninn- ar, en Tómasarkver og það sem við köllum Tómasarsögu eru nokkuð yngri,“ segir Jón og bætir við að þetta sé merkileg saga sem hann fjalli um í fyrirlestrinum. „Tómasarkristni, sem svo er köll- uð, sanmanstendur af þessum þrem- ur ritum og skipar merkan meið þegar í fornkirkjunni. Örlög þess- arar deildar kristindómsins voru að verða meira og minna bannfærð undir lok 4. aldar, þegar fram á sjón- arsviðið steig miðstýrt vald róm- verskrar kirkju. Þá var lögð lína af fulltrúum ákveðinna hópa sem náðu sam- komulagi, samnefnara sem þeir gátu unað við. Birtingarform þess eru rit- in í Nýja testamentinu í dag. Um leið tóku þeir að afneita kenningum ým- issa sem ekki voru þátttakendur í samkomulaginu. Þeir eru oft kallaðir villutrúarhópar eftir það. Tóm- asarguðspjall og Tómasarkver voru á meðal rita sembönnuð voru og hurfu af sjónarsviðinu.“ Ólíkar túlkanir á Jesú Rit þessi dúkkuðu óvænt upp í einum merkasta handritafundi 20. aldar. Þar með, segir Jón, var hægt að skrifa sögu þessa forna hóps. „Ég mun fjalla um hvað það þykir orðið hæpið í dag, út frá sjónarhóli vísindanna, að taka gagnrýnislaust undir boðun kirkjunnar, sem hefur frá 4. öld til þessa dags byggst á samkomulagi um hvaða rit eigi að sýna. Við erum að kynnast því, í gegnum apókrýf rit Nýja testamest- isins, sem ekki voru höfð með í Biblí- unni, að frá upphafi, þegar Jesús kemur fram á sjónarsviðið, verða til afskaplega ólíkar túlkanir á persónu hans, orðum og gerðum. Þessar rannsóknir bregða allt öðru ljósi á uppruna kristindómsins. Okkur er kennt að kristindómurinn sé í beinu framhaldi af gyðingdómi, en nú sýna rannsóknir að þetta er flóknara en svo. Það kemur t.d. í ljós að sumar hreyfingar í frumkristni hafna tengslum við gyðingdóminn á meðan aðrir töldu að við ættum að halda okkur við gyðinglega siði. Tómasarkristni leggur upp- haflega mikið út frá grískum hefð- um, ekki gyðinglegum. Hin opinbera boðun á erfitt með að horfast í augu við það. Fyrir utan að píslarsagan er alls ekki í Tómasarguðspjalli.“ Fjölbreytilegri kristni  Jón Ma. Ásgeirsson prófessor fjallar um arf Tómasar postula og Tómasarkristni í fyrirlestri í kvöld  Segir boðun kirkjunnar vera á krossgötum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Prófessorinn „Þessar rannsóknir bregða upp allt öðru ljósi af uppruna kristnidómsins,“ segir Jón Ma. Ásgeirsson um skoðun á apókrýfum ritum. „ÞAÐ er nú ofsögum sagt að þeir séu byrjaðir að pakka niður, ég vil ekki taka svo sterkt til orða, en það hafa komið til mín menn sem hafa sagt að ef ástandið skáni ekki muni þeir ekki geta haldið samningi sínum hér áfram lengi,“ segir Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, um stöðu erlendra hljóðfæraleik- ara hjá sveitinni í ljósi efnahagsástandsins. Þröstur segir að það séu um fimm erlendir leikarar sem eru í þessari stöðu og ef þeir færu allir í einu gæti það haft áhrif á starf Sinfóníunn- ar. „Þetta gæti orðið mjög bagalegt en þeir hafa sinn samning sem þeir verða að segja upp þannig að þeir láta sig ekki bara hverfa í skyndi. Ef þeir fara myndum við reyna að verða okkur úti um sambærilega hljóðfæraleikara hér innanlands. En þessir leikarar komust inn í hljómsveitina því þeir voru á þeim tíma betri en aðrir sem sóttu um þannig að það væri hætta á að þetta bitnaði á gæðum Sinfóníunnar.“ Aðspurður segir Þröstur þetta ástand líklega ekki hafa áhrif á væntanlega Japansferð hljóm- sveitarinnar. „Ég held að það fari engir útlendingar frá okk- ur fyrir ferðina til Japans, enda hafa þeir upp- sagnarfrest og enginn búinn að segja upp ennþá. Það er kannski ekki fyrr en næsta haust að þeir hætta að skila sér.“ ingveldur@mbl.is Gæti bitnað á gæðunum Rokkari Fiðluleikarinn Rachel B. Pine hefur jafnt áhuga á þungarokki og klassískri tónlist.  Erlendir hljóðfæraleikarar Sinfóníunnar eru í erfiðri stöðu  Enginn búinn að segja upp ennþá Hvað greinir Tómasarguðspjall frá guðspjöllum Nýja testament- isins? Í Tómasarguðspjalli er til að mynda ekki talað um upprisu frá dauðum. Píslarsagan er þar alls ekki. Tóm- asarguðspjall er álitið eldra en guð- spjöllin í Nýja testamentinu, þannig að túlkun á örlögum Jesú í písl- arsögulegu ljósi er af mörgum sér- fræðingum í dag talin yngri en þess- ar hefðir sem varðveittar eru í Tómasarguðspjalli og fleiri ritum. Er Kristur þá ekki frelsarinn? Frelsunin þar byggist ekki á því að Jesús hafi dáið og risið upp frá dauð- um, heldur á því að þú þekkir sjálfan þig og að í gegnum þekkinguna kom- ist þú aftur til upprunans. Áberandi er sú hugmynd að ein- staklingar eigi sér nokkurs konar tví- buramynd í heimi eilífðarinnar. S&S RACHEL Barton Pine verður ein- leikari á tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í kvöld, í sí- gaunasveiflu hljómsveitarinnar. Fluttar verða tónsmíðar sem sækja innblástur sinn í tónlist Roma- fólksins – flökkuþjóðar sem á ein- staka hefð í trylltum fiðluleik og þjóðsagnaarfi tengdum fiðlum. Aðdáun Barton Pine á þunga- rokki hefur vakið eftirtekt, sem hún hefur nýtt sér til að vekja áhuga ungs fólks á klassískri tón- list. Hún hikar ekki við að leika Metallica í bland við Mozart í þeirri köllun sinni. Á tónleikunum í kvöld verða m.a. leikin verkin Zigane eftir Maurice Ravel, ungverskir dansar eftir Brahms og Carmen-fantasía Pablos de Sarasates. Sígaunasveifla En ég held að tónlist- in sé aldrei skemmti- leg þegar það er ekki gaman að gera hana 45 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.