Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 39 Músagildran, þekktasta leik-rit bresku glæpasagna-drottningarinnar Agöthu Christie, verður frumsýnt hjá Leik- félagi Akureyrar um aðra helgi. Miðað við forsöluna hjá LA má gera ráð fyrir því að fjöldi fólks vilji sjá Músagildruna en þó get ég lofað því að éta alla mína hatta og jafnvel allt sem er í fataskápum íbúa höfuðstaðar Norðurlands, ef verkið verður jafnlengi á sviðinu á Akureyri og það hefur verið í London. Þar hefur það nefnilega verið sýnt stanslaust í rúmlega hálfa öld! Ekkert leikrit hefur raunar verið jafnlengi samfleytt á sviði í heim- inum, en sýningar eru nú orðnar rúmlega 23.000 síðan það var frum- sýnt á West End í nóvember 1952.    Leikritið var upphaflega sýnt ásviði í borginni Nottingham 6. október 1952 í leikstjórn Peter Cotes, eldri bróður kvikmyndaleik- stjóranna Roy og John Boulting. Og áður en Músagildran var sett á svið í West End var verkið einnig á fjölunum í borgunum Oxford, Man- chester, Liverpool, Newcastle, Leeds og Birmingham – en frum- sýningin í London var 25. nóvem- ber 1952 í New Ambassadors Theatre. Þar var það sýnt þar til laugardaginn 23. mars 1974 en þá flutt yfir í St. Martin’s leikhúsið og sýnt þar strax mánudaginn 25. mars. Þar sem svo stutt var á milli sýninga og leikararnir þeir sömu telst þetta sama uppfærslan þó svo lögheimili sýningarinnar hafi breyst. Verkið er enn sýnt í St. Martin’s og heimsmetið var slegið í apríl á þessu ári þegar sýningin númer 23.074 fór fram. Vert er að geta þess að meðal leikara í upphaflegu sýningunni á West End voru Richard Atten- borough og eiginkona hans Sheila Sim. Þau sem lengst allra hafa farið með hlutverk í sýningunni eru hins vegar Mysie Monte og David Raven en þau stóðu bæði vaktina í 11 ár. Síðan þau hættu hefur hins vegar verið skipt um leikara árlega.    Agatha Christie samdi 80 glæpa-sögur og því hefur verið hald- ið fram að bækur hennar hafi selst í alls fjórum milljörðum eintaka, og aðeins Biblían og verk Williams Shakespeares selst betur. Þekkt- ustu persónur Christie eru án efa belgíski séntilmaðurinn Hercule Poirot og hin aldraða breska Miss Marple, sem leyst hafa marga flókna morðgátuna. Þau koma hvorug við sögu í Músagildrunni en nóg er af úrvalskarakterum þrátt fyrir það. Músagildran var fyrst flutt sem stutt útvarpsleikrit 30. maí árið 1947 og var þá kallað Þrjár blindar mýs. Nafninu var svo breytt að kröfu rithöfundarins Emile Littler, sem hafði skrifað leikrit með sama nafni nokkrum árum áður, og hug- myndina um að nefna verkið Músa- gildruna átti tengdasonur Agöthu, Anthony Hicks. Leikritið sjálft er byggt á smá- sögu en hún hefur ekki enn komið út í Englandi; Christie bað nefni- lega um það á sínum tíma að sagan yrði ekki gefin út meðan leikritið væri á fjölunum í West End! Sagan birtist hins vegar í smásagnasafni sem gefið var út í Bandaríkjunum árið 1950. Þegar Agatha skrifaði leikritið á sínum tíma gaf hún barnabarni sínu, Mathew Prichard, höfundar- réttinn í afmælisgjöf; sannarlega óvenjuleg gjöf og margfalt verð- mætari en nokkurn grunaði á sín- um tíma. Svo skemmtilega vill til að Leikfélag Akureyrar hefur boðið Prichard á frumsýningu verksins en ekki er enn ljóst hvort hann þiggur boðið. Akureyri er eina borgin í heim- inum, fyrir utan Lundúni, þar sem Músagildran verður sýnd á þessu leikári vegna þess sem ákveðið var fyrir margt löngu, að leikritið má ekki vera á fjölunum nema á einum stað utan Lundúna hverju sinni. Þá var á sínum tíma ákveðið að ekki er heimilt að gera kvikmynd eftir sög- unni fyrr en sex mánuðum eftir að sýningum verður hætt á West End, þannig að varla er von á Músagildr- unni á hvíta tjaldið alveg á næst- unni.    Sagan fjallar um ung hjón, Mollieog Giles Ralston sem nýlega hafa opnað sveitahótel í Englandi. Leikritið gerist á hótelinu en vegna fannfergis eru þau þar ásamt fjór- um gestum, einum ferðamanni að auki og leynilögreglumanni sem bætist í hópinn. Morð er að sjálf- sögðu framið … Eins og í öðrum verkum Agöthu Christie er endirinn óvæntur í Músagildrunni; raunar er verkið talið státa af einhverri mögnuðustu leikfléttu sakamálasagnanna og er þá mikið sagt. Í lok hverrar sýningar í St. Mart- in’s eru leikhúsgestir vinsamlegast beðnir um að kjafta ekki frá. Ekki er vitað hvort María Sigurðardóttir leikhússtjóri á Akureyri grípur til þess ráðs en ekki ætla ég að ljóstra neinu upp. Og set því punkt hér. skapti@mbl.is Agatha kemur til Akureyrar AF LISTUM Skapti Hallgrímsson » Í lok hverrar sýn-ingar á verkinu í St. Martin’s í London eru leikhúsgestir vinsam- legast beðnir um að kjafta ekki frá. Agatha Christie Ein magnaðasta flétta sakamálasagna í Músagildrunni. TENGSL tísku, hönnunar og myndlistar er við- fangsefni sýningarinnar ID LAB, en nafnið get- ur útlagst sem rannsóknarstofa ímyndar. Sýn- ingarstjóri er Ólöf K. Sigurðardóttir. Katrín Ólína Pétursdóttir vinnur á mörkum myndlistar og hönnunar en er menntaður hönn- uður. Hún sýnir m.a. myndbönd sem varpað er á vegg og soga áhorfandann inn í furðuheim. Myndmálið minnir m.a. á myndverk Áslaugar Jónsdóttur, innsetningin í heild virkar eins og leiktjöld. Myndlistarmaðurinn Jón Sæmundur Auð- arson hefur um árabil byggt verk sín á mynd- máli sem tengist tísku og hönnun, hér sýnir hann veggmynd í formi veggfóðurs, málaðar vínylplötur, skúlptúr og hljóðverk, sömuleiðis fagmannlega unnið. Gjörningaklúbburinn veltir fyrir sér tíðar- andanum í mynd svartrar veru í rólu, með auga í hnakkanum, umkringd mjúkum skúlptúrum í kleinuformi. Innsetningin er áferðarfalleg og skemmtileg en merking hennar nokkuð óljós. Þessar þrjár ofantaldar innsetningar eiga það sameiginlegt að vera faglega vel unnar en rista ekki djúpt. Hrafnhildur Arnardóttir sýnir hóp af port- rettum, „Ímyndaðir vinir“, og minna þau á atriði úr bíómyndum þar sem einhver dansar við kúst- skaft vegna skorts á öðru betra. Ef til vill vísar hugtakið „Ímyndaðir vinir“ líka til tölvuvina samtímans, bloggvinanna, spjallrásarvinanna eða Face-book-félaganna og undir niðri býr til- finning fyrir einsemd og innantómri litagleði. Huginn Þór Arason stelur senunni á sýning- unni með flottu og vel hugsuðu listaverki gerðu með þátttöku fjölda listamanna auk nema á fataiðnbraut Hönnunar- og handverksskóla Tækniskólans. Listamenn eins og Anna Líndal, Hannes Lárusson, Unnar Örn J. Auðarson, Elín Hansdóttir o.fl. lögðu til snið að flíkum sem gestir safnsins geta þegið að gjöf. Ekki er hægt að velja snið heldur eru þau notuð í fyrirfram ákveðinni röð, gestinum er því ómögulegt að vita hvernig útkoman verður. Engar flíkur eru til sýnis þannig að hinn áþreifanlegi hluti listaverksins er ósýnilegur á safninu, og efnisgerist aðeins í höndum ein- stakra áhorfenda. Þetta er fallegt verk sem kemur ímyndunaraflinu af stað og sameinar myndlist, hönnun og tísku á frumlegan hátt. Sýningin í heild er mistæk, en fín þar sem best tekst til. Morgunblaðið/Kristinn Snið „Huginn Þór Arason stelur senunni á sýningunni með flottu og vel hugsuðu listaverki.“ Í leit að tíðaranda MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús Til 11. janúar. Opið alla daga frá kl. 10-17 og til kl. 22 á fim. Aðgangur ókeypis. ID LAB, samsýning bbbnn Ragna Sigurðardóttir MYRKURLAMPI er titillinn á sýningu Haraldar Jónssonar í ASÍ gallerí en þar leikur hann sér með grunnhugtök sjónfræða eins og þau að myrkur er fjarvera ljóssins og litir eru ekki til nema í ljósi. Hann snýr upp á þessa fullyrðingu með áhrifaríkri inn- setningu í Gryfju sem er fyllt niðamyrkri þar sem fjölbreyttir litir eru talaðir fram. Spurningin er hvort talaður litur sé raun- verulegur litur ef hann birtist í hugum fólks eða hvort einhverju máli skipti hvort það sé ljós eða myrkur undir slíkum kring- umstæðum. Hvort heldur sem er þá er mátt- ur orðsins gífurlegur og orðin skapa hugsýn- ir. Haraldur sýnir einnig litla formaða leirmuni í lófastærð sem bera með sér að hafa verið mótaðir blindandi. Lífræn formin og myrkrið sem umlykur þau á huglæga sviðinu vísa til fóstra sem vaxa fram í móðurlífi. Líkamsmyndmál má einnig finna í innsetningunni „Skynfæraleg“ í Ásmundarsal þar sem hugmyndir um inn- vols húsa, hulið pípulagningakerfi sem minna á æða-, tauga- og meltingarkerfi lík- amans eru gerðar sýnilegar í formi plasts- langna, röra, barka og ýmiss konar íláta. Ekki er laust við að titillinn og röra- og dollumyndmálið hafi kómískar kynferðis- legar vísanir. Þar má einnig sjá stórar myndir sem minna á krumpað sælgætisbréf utan af risakaramellu í mismunandi sterkum rauðum lit. Þessi hluti sýningarinnar kemur minnst á óvart og minnir á svipaða uppstill- ingu sem Haraldur gerði í 101 gallery fyrir ekki svo löngu. Litlar myndir í Arinstofu sem sýna leifar af snjó á gróðurþekju sem eru túlkaðar sem kuldablettir í sýningarskrá vöktu allt aðrar hugrenningar hjá mér. Bráðnandi snjóa- blettirnir vitna ekki síður um hið hlýja teppi sem snjórinn verður stundum að til varnar viðkvæmum gróðrinum fyrir kali og minnir helst á ullarlagða. Sýningin vísar til hins innilega og felur í sér líkamlega nánd. Sýn- ingarskráin er falleg og texti Sigríðar Þor- geirsdóttur styður verkin en í heildina er eins og neðri og efri hæð séu ekki alveg í takti og innileikinn kólnar aðeins við iðn- aðarlegt yfirbragð efri hæðarinnar. Þóra Þórisdóttir Gryfja full af myrkri MYNDLIST Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41 Sýningin stendur til 26. október. Opið alla daga nema mánudaga: 14:00 – 18:00. Aðgangur ókeypis Haraldur Jónsson- blönduð tækni bbbmn Morgunblaðið/Árni Sæberg Líkamleg nánd „Líkamsmyndmál má einnig finna í innsetningunni „Skynfæraleg“ í Ás- mundarsal …“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.