Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir,
annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson,
Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Hvað varð til þess að grípa þurfti til þess að
þjóðnýta Kaupþing?
Bankastjóri Kaupþings, viðskiptaráðherra og for-
sætisráðherra létu allir þau orð falla í gær að það
sem hafi riðið baggamuninn um nauðsyn yfirtöku
FME á bankanum hafi verið ástandið sem skapaðist
um starfsemi bankans í Bretlandi á miðvikudag og
viðbrögð breskra stjórnvalda við því. » 19
Hvað eru miklir fjármunir í
Atvinnuleysistryggingasjóði?
Um síðustu áramót voru um 13,5 milljarðar í At-
vinnuleysistryggingasjóði. Áætla má að ef atvinnu-
leysi væri 3% myndi sjóðurinn geta greitt bætur í
19 mánuði án þess að fá viðbótarframlag frá ríkis-
sjóði. Í dag er um 1,6% skráð atvinnuleysi í landinu,
en það hefur aukist mikið undanfarið. » 14
Hversu háar eru atvinnuleysisbætur?
Grunngreiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs eru nú
rúmlega 136 þúsund krónur á mánuði. Ein-
staklingur fær þær fyrstu tíu dagana, en eftir tíu
daga er hægt að fá tekjutengdar bætur í þrjá mán-
uði, þá taka grunnbætur við að nýju í allt að þrjú ár.
Tekjutengdu bæturnar miðast við 70% af launum,
en geta þó aldrei orðið hærri en sem nemur um
220 þúsund krónum. » 14
Er einhver einn staður þar sem fólk getur feng-
ið upplýsingar um fjármál, atvinnumál, hús-
næðismál og fleira?
Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur sett á
fót samræmt þjónustunet vegna sérstakra að-
stæðna á fjármálamarkaði til að auðvelda fólki að-
gang að upplýsingum. http://www.felagsmalarad-
uneyti.is/upplysingar
Á þjónustunetinu er að finna vefsvæði með yfirliti
yfir stofnanir og samtök sem veitt geta mikilvægar
upplýsingar, leiðbeiningar og ráðgjöf. Upplýs-
ingasviðin hafa verið sett upp í sex flokka: Atvinnu-
mál, húsnæðismál, greiðsluerfiðleikar, fjármál, út-
lendingar á Íslandi og börn og fjölskyldur.
Grænt símanúmer ráðuneytisins er 800 1190.
stjóri N1 sagðist í gær t.d. ekki telja að olíu-
skortur yrði í landinu, enda hefðu íslensk
stjórnvöld lýst yfir að svo verði ekki.
Eru til nægar
lyfjabirgðir í
landinu?
Já, heilbrigð-
isráðherra hefur
gengið úr skugga
um að birgðastaða
lyfja er góð. Tvö
dreifingarfyrirtæki
eru með yfir 90%
af öllum lyfjum í
landinu. Þau eiga
um og yfir þriggja
mánaða lager af
lyfjum.
Margir láta taka greiðslur í peningamark-
aðssjóði beint út af greiðslukortum sínum í
hverjum mánuði. Hvað á þetta fólk að gera?
Fólk á tvímælalaust að afturkalla slíkar áskriftir
að sjóðunum segir framkvæmdastjóri Neyt-
endasamtakanna. Misjafnt er hvenær upphæð-
irnar eru skuldfærðar af greiðslukortum. Í sum-
um tilfellum er tekið út af kortum um miðjan
mánuð. Best er að snúa sér til kortafyrirtækj-
anna til að aflýsa slíkum skuldfærslum. » 23
Kemur til greina að frysta lán fólks?
Já, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra
sagði að kannað yrði hvort mögulegt væri að
frysta afborganir gengistryggðra lána meðan
jafnvægi kemst á gengismarkaðinn og athugað
verður hvort hægt sé að lágmarka skaða þeirra
sem áttu í peningamarkaðssjóðum. Í sama
streng tók forsætisráðherra á fundi í Iðnó í gær.
» 11
hvort þessum starfsmönnum verði greiddur þriggja
mánaða uppsagnafrestur.
Höfðu Bretar ekki gert neinar athugasemdir
við að sparnaðarreikningurinn Icesave yxi
hröðum skrefum?
Breska fjármálaeftirlitið hafði fyrr á þessu ári kraf-
ist þess að Landsbankinn færði auknar eignir til
Bretlands til að tryggja betur að nægar eignir
stæðu á bak við reikningana. Á móti ætluðu Bretar
að heimila breska bankanum Heritable að ábyrgj-
ast Icesave-reikningana. Landsbankinn gat ekki
mætt þessum kröfum því að það hefði þýtt að
efnahagsreikningur Landsbankans hér heima hefði
rýrnað mikið á sama tíma og blikur voru á lofti í
efnahagslífi heimsins. » 18
Ætluðu íslensk stjórnvöld að tryggja þær
skuldbindingar sem voru á bak við Icesave?
Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Alistair Dar-
ling, fjármálaráðherra Bretlands, töluðu saman á
þriðjudag. Árni segir að í samtalinu hafi hann sagt
við Darling að Íslendingar stæðu við þær yfirlýs-
ingar sem við hefðum gefið um að við færum að
okkar skuldbindingum. Darling skildi Árna þannig,
að íslensk stjórnvöld hygðust ekki bæta breskum
sparifjáreigendum, sem áttu innistæður á reikn-
ingum Icesave í Bretlandi, tap sitt. » 6
Hvers vegna fá íslensk innflutningsfyrirtæki
ekki keyptar vörur frá útlöndum nema gegn
staðgreiðslu?
Fréttir um efnhagsástandið á Íslandi hafa farið eins
og eldur í sinu um heimsbyggðina. Vantrú ríkir á ís-
lenskt efnahagslíf og lánstraust er í lágmarki. » 16
Verður vöruskortur í landinu?
Það er ómögulegt að segja til um það, sérstaklega
vegna þess að algjörlega óvíst er hversu lengi fyr-
irtæki erlendis krefjast staðgreiðslu fyrir vörur. For-
Er viðbótarlífeyrissparnaður almennings
tryggður að fullu?
Nei, ekki nema að hluta til. Lífeyrissjóðir, bankar og
aðrar fjármálastofnanir sem ávaxta séreignar-
sparnað bjóða nær allar upp á nokkrar ávöxt-
unarleiðir. Sumir hafa ávaxtað sinn sparnað á
reikningi sem er jafntryggur og venjulegur spari-
reikningur í banka. Aðrir eru með sparnaðinn í
sparnaðarleiðum. » 11
Hvers vegna er skipt um bankastjóra í Lands-
banka en ekki í Glitni og Kaupþingi?
Landsbankinn var fyrstur til að óska eftir því að
skilanefnd Fjármálaeftirlitsins tæki yfir stjórn bank-
ans. Í gær, þrem dögum síðar, var nýr banki, Nýi
Landsbanki, stofnaður og Elín Sigfúsdóttir ráðin
bankastjóri hans. Reikna má með að á næstu dög-
um grípi skilanefndir til svipaðra aðgerða í Glitni og
Kaupþingi. » 13
Hversu margir starfsmenn Landsbankans
missa vinnuna?
Um 500 missa vinnuna. Helga Jónsdóttir, formaður
Félags starfsmanna Landsbankans, segir óljóst
S&S
Morgunblaðið/RAX
Framtíðin Unga kynslóðin þarf vonandi ekki að bera byrðar þeirra eldri. Viðskiptaráðherra heimsótti starfsmenn Glitnis í gær.
Stóru viðskiptabankarnir þrír eru
nú allir undir stjórn Fjármálaeftir-
litsins. Ljóst er að hluti starfs-
manna missir vinnuna. Mörg dæmi
eru nú um að íslensk fyrirtæki fái
ekki afgreiddar vörur frá útlöndum
nema gegn staðgreiðslu. Enn eru
samskipti íslenskra og breskra
stjórnvalda í hnút. Ýtarlegri um-
fjöllun um fjármálakreppuna er
fram haldið í Morgunblaðinu í dag.
Bankakreppan
FERJAN St. Ola fékk á sig brotsjó
skammt fyrir utan höfnina í Þorláks-
höfn um klukkan átta í gærkvöldi.
Ákveðið var að halda för áfram en
þrír gluggar brotnuðu og var farþeg-
um brugðið. St. Ola siglir milli Þor-
lákshafnar og Vestmannaeyja á
meðan Herjólfur er í slipp á Akur-
eyri.
Gerðar voru ráðstafanir til þess að
farþegar fengju áfallahjálp þegar
ferjan kom til Vestmannaeyja í nótt,
að sögn Heiðrúnar Jónsdóttur fram-
kvæmdastjóra lögfræði- og upplýs-
ingasviðs Eimskips. „Það slasaðist
enginn en fólki var brugðið,“ sagði
Heiðrún.
Þrír gluggar í sal á stjórnborðshlið
brotnuðu en áhöfn tókst að setja upp
í þá til bráðabrigða. Þetta var síðasta
ferð St. Ola í gær en Heiðrún sagði
að fyrri ferð skipsins frá Vestmanna-
eyjum myndi falla niður í dag og
ítrekaði hún að engin hætta væri tal-
in vera á ferðum.
Eyjaferjan St. Ola
fékk á sig brotsjó
Þjóðvegur Eistneska ferjan St. Ola
í Vestmannaeyjahöfn.
Eftir Sigrúnu Ásmundar
sia@mbl.is
Á FUNDI með starfsmönnum ál-
versins í Straumsvík í gær var
kynntur áhugi eigenda á að halda
áfram með áform um stækkun ál-
versins. Gylfi Ingvarsson, trúnaðar-
maður starfsmanna, segir að Rann-
veig Rist, forstjóri fyrirtækisins, hafi
verið á fundinum með starfsmönnum
þar sem sagt var frá ánægju eig-
endanna með fyrirtækið og áhugan-
um á frekari uppbyggingu. Gylfi
sendi í gær öllum bæjarfulltrúum í
Hafnarfirði bréf þar sem hann skor-
ar á þá að veita málinu brautargengi
og hann hefur þegar hafið undirbún-
ing þess að safna undirskriftum þar
sem þess er óskað að önnur íbúa-
kosning fari fram um stækkun ál-
versins. 25% atkvæðisbærra manna í
Hafnarfirði þurfa að skrifa undir til
að kosning fari fram á ný.
„Það var haldinn upplýsingafund-
ur í álverinu,“ sagði Gylfi, „en það
var ekki tilkynnt um stækkun heldur
var farið í gegnum stöðu mála í því
umróti sem hér ríkir.“
Bundin af fyrri kosningu
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í
Hafnarfirði, sagði í gær að hann
hefði frétt af þessum fundi. Hann
minnti á að bæjaryfirvöld væru
bundin af íbúakosningunni. Hann
sagði jafnframt að ef 25% Hafnfirð-
inga myndu fara fram á nýja at-
kvæðagreiðslu með undirskriftalista
væru bæjaryfirvöld skyldug til að
fara eftir þeirri ósk. „Ég hef kynnt
það fyrir Gylfa og öðrum,“ sagði
Lúðvík, „að í samþykktum Hafnar-
fjarðarbæjar eru ákvæði um íbúa-
kosningarnar. Þegar deiliskipulagið
kom til afgreiðslu á sínum tíma sam-
þykkti bæjarstjórnin að vísa málinu í
íbúakosningu. Og við þekkjum nið-
urstöðuna úr þeirri kosningu. Það
hefur hins vegar alltaf legið fyrir að
það eru heimildir í sömu samþykkt-
um bæjarins til þess að íbúar geta
óskað eftir því að kosið sé um tiltekin
mál,“ sagði Lúðvík. „Ef sá vilji kem-
ur fram þá er það bara okkar að
framfylgja þeim óskum, það er ekki
flóknara en svo,“ sagði Lúðvík.
Vilja að kosið verði að
nýju um stækkun álvers