Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
YFIRSKRIFT alþjóðlegs geðheil-
brigðisdags 10. október í ár er Mik-
ilvægi uppbyggilegrar samveru. Í
Klúbbnum Geysi
hefur mikilvægi
samverunnar og
samvinnunnar
verið einn af
hornsteinum
starfsins, hvort
heldur á vinnu-
miðuðum degi í
Klúbbnum eða í
félagsstarfi á veg-
um hans. Með
vinnumiðuðum degi er átt við þátt-
töku félaga í þeim verkefnum sem
bjóðast í vinnudeildum Klúbbsins,
en þær eru skrifstofu-, atvinnu- og
menntadeild og eldhús- og viðhalds-
deild. Klúbbhúsið byggist á frjálsri
þátttöku félaga og starfar með það
að markmiði að styðja fólk með geð-
raskanir til þátttöku í klúbbnum svo
að það geti stigið jákvæð skref til
virkrar þátttöku úti í samfélaginu.
Með starfi sínu í Klúbbnum opn-
ast tækifæri fyrir félaga til þess að
endurheimta tengslin við fjölskyldu,
vini, mikilvæg störf, atvinnu og
menntun. En því miður eru það þessi
mikilvægu tengsl sem oft bresta
samfara minnkandi sjálfstrausti,
þegar fólk greinist með geðraskanir.
Með þátttöku í Klúbbnum skapast
aðgengi að þjónustu og stuðningi
sem byggist á þörfum viðkomandi;
að á hann sé hlustað sem einstakling
sem á sína drauma og langanir um
farsælt líf þrátt fyrir geðsjúkdóm.
Þetta kemur fram í alþjóðlegum við-
miðunarreglum Klúbbsins, þar sem
meðal annars er byggt á hugmynd-
inni um að jafnræði skuli ríkja milli
félaga og starfsfólks Klúbbsins.
Allir fundir í Geysi eru opnir fé-
lögum og starfsfólki og engir form-
legir aðskildir fundir starfsfólks og
félaga eru haldnir þar sem ákvarð-
anir varðandi starfsemi Klúbbsins
eru teknar. Auk þess segir að vinnu-
miðaður dagur skuli fela í sér sam-
vinnu starfsfólks og félaga. Á þann
hátt byggist upp jákvætt viðhorf
milli fólks og til þeirra verkefna sem
unnin eru, og von um að fólk geti
orðið gerendur í líf sínu en ekki
þiggjendur og þolendur.
Mikilvægi samverunnar felst ekki
síst í samvinnunni og að deila þekk-
ingu og reynslu með öðrum. Einnig
að vera þátttakandi í gleðinni sem
fylgir sérhverjum sigri félaga. Vinn-
an og þátttakan er því mikilvægur
áfangi á þeirri braut til að efla sjálfs-
traust og frumkvæði klúbbfélag-
anna. Til hamingju með daginn.
BENEDIKT GESTSSON,
verkefnastjóri í Klúbbnum Geysi.
Að eflast með samvinnu
Frá Benedikt Gestssyni
Benedikt Gestsson
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
VIÐ Íslendingar
siglum inn í ein mestu
efnahagsvandræði sem
fólk þekkir í sögu
landsins. Fleiri þúsund
Íslendingar eru nú þeg-
ar gjaldþrota eða á
barmi gjaldþrots.
Ástandið í efnahags-
málum þjóðarinnar er
með þeim hætti að fólk-
ið getur ekki meir.
Vaxtaokrið, verðtrygg-
ing lána, gengisfall
krónunnar sem bitnar á
fólki með skuldir í er-
lendum gjaldmiðli.
Hvað á að gera til
bjargar fólkinu í land-
inu? Fólki sem reynir
að lifa af launum sem
nema um 120 þúsund krónum á mán-
uði sem jafnóðum brenna upp á báli
óðaverðbólgu og verðtryggingar.
Ríkisstjórn landsins hefur marg-
sinnis fengið viðvaranir um efna-
hagsástandið í landinu en lítið verið
að gert fyrr en allt er komið í óefni,
hvers eðlis sem er.
Stjórnvöld hafa brugðist fólkinu í
landinu, og fyr-
irtækjum varðandi það
að eygja sýn á hina
bágu stöðu sem al-
menningi í landinu hef-
ur verið boðið að með-
taka mánuðum saman
hér á landi. Það er ekki
hægt að kalla það festu
og öryggi af hálfu
stjórnvalda að sitja hjá
og horfa upp á kjör al-
mennings verða að
engu án aðgerða í allt
sumar.
Á sama tíma og hægt
er að verja fjármagni til
verkefna í sambandi við
framboð til öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna,
er ekki hægt að kosta
embætti lögreglu á
Suðurnesjum að virðist,
en loforð þess efnis
hafði þó verið gefið sem
ekki gekk eftir. Sama
er að segja um rekstur Landhelg-
isgæslunnar, þar sem niðurskurður
bitnar á starfsemi.
Samstaðan í þeirri ríkisstjórn sem
nú situr er góð ef ekkert er gert en
um leið og eitthvað á að gera þá
versnar í því. Ef á að virkja eða reisa
stóriðju er hver höndin upp á móti
annarri. Það hefur komið fram bæði
varðandi álver í Helguvík og á Bakka
við Húsavík. Þetta er mjög slæmt því
samstöðu er sannarlega þörf .
Við þurfum að nýta allar okkar
auðlindir betur en nokkurn tímann
fyrr, orkuna og fiskimiðin. Við í
Frjálslynda flokknum höfum lagt til
220 þús. tonna jafnstöðuafla í þorski
til þriggja ára sem auka mundi
tekjur þjóðarbúsins til muna eða um
60 milljarða árlega. Það skiptir veru-
legu máli að skoða allar leiðir til
tekjuöflunar í þjóðfélaginu núna.
Við í Frjálslynda flokknum viljum
sjá að mannréttindi séu virt í reynd
hér á landi, og það er stjórnvalda að
standa þannig að málum að okkur sé
sæmandi og aðkoma sjómanna að at-
vinnu sinni við sjávarútveg er eðlilegt
réttlætismál. Við viljum einnig auka
fjármagn til Íbúðalánasjóðs, til þess
að sjóðurinn geti skuldbreytt og að-
stoðað fólk í neyð.
Við í Frjálslynda flokknum viljum
nýta orkuna í iðrum jarðar og fall-
vötn til raforkuframleiðslu og auðlind
sjávar, sem mun skapa atvinnu- og
útflutningstekjur. Við viljum styðja
hvers konar atvinnuuppbyggingu í
landinu, bæði stóra og smáa. Þannig
munum við komast út úr þeim þreng-
ingum sem nú sækja okkur heim.
Nýtum auðlindir
út úr þrengingum
Grétar Mar Jónsson
hvetur til frekari
nýtingu orkuauð-
linda og fiskimiða
» Við þurfum
að nýta allar
okkar auðlindir
betur en nokk-
urn tímannfyrr,
orkuna og fiski-
miðin.
Grétar Mar Jónsson
Höfundur er þingmaður Frjálslynda
flokksins í Suðurkjördæmi.
FÁTT er verra en að
vera ósjálfbjarga áhorf-
andi. Í slíkum að-
stæðum hafa margir til-
hneigingu til að sjá
verstu mögulegu út-
komu sér og sínum til
handa. Þetta er eyði-
leggjandi fyrir andlega
heilsu. Forsvarsmenn
ríkisvaldsins eru hvatt-
ir til að stíga fram og
segja á mannamáli hvað kreppa sem
þessi þýðir í raun fyrir almenning.
Margir hallast að því að almenningur
þurfi skýrar reglur um hvernig best
sé fyrir hann að haga sér þannig að
þungi þessarar kreppu verði viðráð-
anlegur. Ætlast er til þess að að ríkið
leggi línurnar og sefi mannskapinn.
Á hinn bóginn má deila um að hve
miklu leyti líf fólks snúist og eða eigi
að snúast um efnahagsmál. Er ekki
svo að auk þess að vera starfsmenn og
launþegar gegna einstaklingar einnig
fjölmörgum öðrum hlutverkum? Sem
foreldrar, vinir, ökumenn, kokkar,
náttúruunnendur, bókaormar, ferða-
menn o.s.frv. Ef fólk á ekki peninga til
þess að sjá sér fyrir brýnustu lífs-
nauðsynjum, er nokkuð borðleggjandi
að því mun ekki líða vel. Er staðan
orðin sú að okkur skorti mat og hús-
næði? Sjá menn framá eitthvað slíkt
gerast? Ímyndum okkur það versta
mögulega í stöðunni. Að landið verði
gjaldþrota, missi sjálf-
stæði sitt og verði fátæk
hjáleiga Dana. Ef svo
færi myndu efnahags-
áhyggjur líklegast ekki
hjálpa mikið.
Reynslan úr geðgeir-
anum kennir okkur það
að líðan og bati er að
langmest leyti kominn
undir því að hve miklu
leyti fólk er fært um að
taka ábyrgð á eigin
heilsu. Hlúa að heils-
unni og sér sjálfum t.d.
með því að rækta fjölskylduna, fé-
lagsleg tengsl og sinna áhugamálum.
Geðlæknar hafa m.a. talað um að
hlutur lyfja í bata fólks sem glímir við
alvarlega geðsjúkdóma sé aðeins
30%. Besta leiðin til að vinna bug á
kreppuni er e.t.v. að fjölmiðlar og al-
menningur hætti að setja efnahags-
málin á þann stall að þau séu hinn
stóri sannleikur um lífið. Það jákvæða
við núverandi ástand er hinsvegar
eftirfarandi. Þegar forsendur fyrir
lífsgæðakapphlaupi eru ekki til stað-
ar opnast nýir möguleikar fyrir ein-
staklinga til að nýta hæfileika sína í
stað þess að vera áhorfendur að lífi og
sköpun annarra. Ef menn hafa ekki
lengur efni á að kaupa plötur og fara
á tónleika er ekki líklegt að þeir fari
út í það að búa til sína eigin tónlist?
Ef menn hafa ekki efni á því að borga
afnotagjöldin af sjónvarpinu hafa þeir
hugsanlega meiri tíma til að sinna
börnum sínum, útivist og jafnvel
áhugamálum sínum. Ég er líklega
ekki einn um það að hafa drepið tíma
á netinu, vegna þess hvað það var
auðvelt og ég nennti ekki að finna
mér neitt betra að gera. Ein afleiðing
efnahagsþrenginga til lengri tíma er
hugsanlega minna áreiti, t.d. minni
notkun fjölmiðla, síma og internets.
Það er ekki ólíklegt að þetta geti
stuðlað að því að fólk öðlist einbeit-
ingu til þess að takast á við verkefni
sem það hefur hingað til ekki haft
eirð í sér til að leysa. Til dæmis lestur
krefjandi skáldsögu.
Þegar á reynir er mikilvægt að
rækta garðinn sinn, einbeita sér að
því sem manni sjálfum finnst skipta
mestu máli. Hlúðu að því sem þér
þykir vænt um er reyndar einnig yf-
irskrift Alþjóða geðheilbrigðisdags-
ins sem verður haldinn í Perlunni 10
október. Þar verður andlegt heil-
brigði ungs fólks í brennidepli. Mál-
efni sem ekki síður er mikilvægt en
ástand efnahagsmála.
Bjart framundan
Einar Kvaran skrif-
ar um geðheilbrigði » Andleg líðan og
bati er að lang-
mestu leyti kominn
undir því að hve miklu
leyti fólk er fært um
að taka ábyrgð á eigin
heilsu.
Einar Kvaran
Höfundur er verkefnastjóri í
málefnum ungs fólks hjá Geðhjálp.
NÚ ERU viðskipta-
bankarnir þrír, Lands-
banki, Kaupþing og
Glitnir, komnir í hendur
ríkisins.
Það er þyngra en tár-
um taki að sjá hvernig
komið er fyrir íslensku
bönkunum og fjármála-
kerfinu í heild. Það er
augljóst að eitthvað
mikið hefur farið úr-
skeiðis sem leitt hefur
til þess ástands sem nú
ríkir í íslenska fjár-
málakerfinu. Það er
hins vegar seinni tíma
mál að skýra út hvernig
þessi staða kom upp.
Þessa stundina eru við-
fangsefnin önnur og
brýnni en að velta sér upp úr slíkum
skýringum.
Það er ljóst að margir hafa orðið
fyrir miklu tjóni og verulegum
skakkaföllum vegna atburðanna á
fjármálamarkaði. Því miður á það við
um alla, fólk, fyrirtæki og þjóðarbúið
allt.
Við þessar aðstæður er mikilvægast
að reyna með öllum ráðum að snúa
þessari þróun við. Ekki síður er mik-
ilvægt að menn einbeiti sér að því að
takmarka það tjón sem þegar hefur
orðið af þessu mikla óveðri á fjármála-
markaði.
Vilji stjórnvöld, ríkisstjórn og Seðla-
banki Íslands, beita sér fyrir því að
bæta kjör almennings og fyrirtækja er
nauðsynlegt og skynsamlegt að grípa
nú þegar til þess ráðs að lækka stýri-
vexti verulega og grípa til róttækra að-
gerða til treysta rekstur fyrirtækjanna
og létta undir með þeim.
Stýrivextir Seðlabankans eru nú
15,5%. Undir venjulegum kring-
umstæðum veikir lækkun stýrivaxta
gengi gjaldmiðla. Á Íslandi eru að-
stæður nú hins vegar
ekki venjulegar og hafa
raunar ekki verið lengi.
Háir stýrivextir þjóna
við núverandi aðstæður
ekki þeim tilgangi að
verja gengi krónunnar.
Það ætti öllum að vera
orðið ljóst. Þeir koma
afar illa niður á almenn-
ingi og atvinnufyr-
irtækjum og halda þeim
í rekstrarlegri herkví.
Veruleg lækkun stýri-
vaxta nú kæmi sér afar
vel fyrir fólk og fyr-
irtæki í landinu, sem því
miður hafa ekki fengið
margar jákvæðar fréttir
á síðustu dögum. Skyn-
samlegt væri að taka
stórt skref og lækka
vexti niður í um það bil
6%. Það er ekki síður
nauðsynlegt að gera allt
til að bjarga því sem
bjargað verður í ís-
lensku atvinnulífi.
Flestir virðast vera sammála um
mikilvægi slíkra aðgerða og það er
ekki eftir neinu að bíða. Nú verða
menn að setja hag almennings og
rekstur fyrirtækja í forgang og reyna
að tryggja að hann geti borið sig þrátt
fyrir afleitar aðstæður á fjár-
málamarkaði. Þeim er nú beinlínis
lífsnauðsynlegt að geta fjármagnað
sig á viðunandi kjörum, sem ekki hafa
verið í boði lengi.
Með því að lækka vexti nú þegar
myndu stjórnvöld og Seðlabankinn
treysta grundvöll atvinnulífsins,
draga úr hættu á atvinnuleysi og
leggja grunn að sterkara gengi krón-
unnar.
Nú er til mikils að vinna. Því skora
ég á Seðlabanka Íslands og stjórnvöld
að lækka stýrivexti verulega nú þegar
til hagsbóta fyrir almenning og fyr-
irtækin í landinu. Þeim veitir ekki af
stuðningi við þessar aðstæður.
Sigurður Kári
Kristjánsson skorar
á stjórnvöld og
Seðlabanka að
lækka stýrivexti
»Háir stýri-
vextir þjóna
við núverandi
aðstæður ekki
þeim tilgangi að
verja gengi
krónunnar.
Sigurður Kári
Kristjánsson
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Áskorun: Það
verður að lækka
vexti nú þegar
MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út-
gáfudaga aðsendar umræðugreinar
frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt
til að hafna greinum, stytta texta í
samráði við höfunda og ákveða hvort
grein birtist í umræðunni, í bréfum
til blaðsins eða á vefnum mbl.is.
Blaðið birtir ekki greinar, sem eru
skrifaðar fyrst og fremst til að
kynna starfsemi einstakra stofnana,
fyrirtækja eða samtaka eða til að
kynna viðburði, svo sem fundi og
ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Formið er undir liðnum „Senda
inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is.
Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein.
Ekki er lengur tekið við greinum
sem sendar eru í tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið er notað
þarf notandinn að nýskrá sig inn í
kerfið, en næst þegar kerfið er notað
er nóg að slá inn netfang og lykilorð
og er þá notandasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn lengri
grein en sem nemur þeirri hámarks-
lengd sem gefin er upp fyrir hvern
efnisþátt en boðið er upp á birtingu
lengri greina á vefnum.
Nánari upplýsingar gefur starfs-
fólk greinadeildar.
Móttaka aðsendra greina