Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI Atvinnuauglýsingar Atvinna óskast ⓦ Áhugasamir hafi samban við Ólöfu í síma: 899 5630. Óska eftir blaðberum í Njarðvík Blaðbera vantar Húsasmíðanám með vinnu Við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi er boðið upp á verklega kennslu í húsasmíði um helgar og fjar kennslu í bóklegum greinum. Nýir hópar byrja í janúar. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember. Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur í síma 4332500. Miðað er við að nemendur sem nýta sér helgarkennslu í húsasmíði hafi náð a.m.k. 20 ára aldri og hafi starfað við byggingariðnað. Sérgreinum á námsbraut í húsasmíði er raðað á 2 ár svo þeir sem hefja nám í janúar 2009 geta lokið þeim í desember 2010. Minnt er á að úr miðbæ Reykjavíkur er um 45 mín. akstur á Akranes. Strætisvagn nr. 27 er um 35 mín. á leiðinni frá Mosfellsbæ. Vélstjóri Vélstjóri óskast til afleysinga. Umsækjandi þarf að hafa VF-IIréttindi. Upplýsingar gefur Jón Ingi í síma 825 4417. Einnig er hægt að senda umsóknir á netfangið: joningi@fisk.is. Atvinna óskast 25 ára líffræðingur (karlmaður) óskar eftir vinnu strax. Er jafnvígur á íslensku og ensku. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 692 5696. Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Frostafold 157, 204-1709, Reykjavík, þingl. eig. Þrotabú Þórsafl hf., gerðarbeiðandi Kaupþing banki hf., þriðjudaginn 14. október 2008 kl. 11:00. Funafold 54, 204-2409, Reykjavík, þingl. eig. Sigurjón H. Valdimars- son, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður ogTollstjóraembættið, þriðju- daginn 14. október 2008 kl. 11:30. Laugavegur 7, 225-0053, 101 Reykjavík, þingl. eig. Innheimtan ehf., gerðarbeiðandiTollstjóraembættið, þriðjudaginn 14. október 2008 kl. 14:30. Reyrengi 4, 221-3740, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Hafdís Bene- diktsdóttir og Halldór Jónsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjavíkurborg ogTryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 14. október 2008 kl. 10:30. Rósarimi 2, 221-9845, 112 Reykjavík, þingl. eig. Helgi Már Veigarsson, gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf. og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 14. október 2008 kl. 10:00. Vatnsstígur 3b, 225-9268, Reykjavík, þingl. eig. Björn Einarsson, gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., þriðjudaginn 14. október 2008 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 9. október 2008. Félagslíf Í kvöld kl. 20.30 halda Þórður Ingi Guðjónsson og Jón Ma. Ásgeirsson fyrirlestur sem þeir nefna ,,ArfTómasar postula" í húsi félagsins Ingólfsstræti 22, en þeir eru höfundar bók- arinnar ,,Frá Sýrlandi til Íslands - ArfurTómasar postula". p Á laugardag 11. október kl. 15- 17 er opið hús. Kl. 15.30 heldur Kristín Erla Einarsdóttir erindi sem hún nefnir: ,,Heimur- inn er spegill sálar þinnar." Á fimmtudögum kl. 16.30 - 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bókmennta. Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid.is I.O.O.F. 12  189101081/2  Sk. I.O.O.F. 1  18910108 8½.O.* Framhaldsaðalfundur Framhaldsaðalfundur Astma- og ofnæmisfélagsins verður haldinn þriðjudaginn 14. október kl. 18.00, að Síðumúla 6. Dagskrá: Kosning í stjórn styrktarsjóðs félagsins. Astma- og ofnæmisfélagið Fundir/Mannfagnaðir Tækifæri á fasteignamarkaði RE/MAX Lind og RE/MAX Þing taka nú við umsóknum um störf við sölu og þjónustu á fasteignamarkaði. Reynsla af fasteigna- markaði og/eða fjármálamarkaði æskileg. Yfirgripsmikil starfsþjálfun og námskeið að hefjast. Sendið nákvæma starfsferilsskrá á box@mbl.is merkt,,Fas - 21945.” Einn fróðasti og skemmtilegasti maður sem ég hef þekkt og umgengist, Jón Ás- geirsson tónskáld, á stórafmæli á morgun. Jón Gunnar Ás- geirsson er fæddur á Ísafirði 11. okt. 1928. Hann brautskráðist úr Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1955, en þar voru aðalkenn- arar hans Árni Krist- jánsson og dr.Victor Urbancic. Jón stundaði framhaldsnám við Konunglega skoska tónlistarskólann í Glasgow og síðar Guildhall tónlistarskólann í London. Jón hefur helgað líf sitt og starf tón- list; 1956 var hann ráðinn fyrsti skóla- stjóri nýstofnaðs tónlistarskóla á Nes- kaupstað. Frá árinu 1961 kenndi hann við Kennaraskóla Íslands og varð þar lektor og síðan dósent þegar skólinn varð að háskóla og loks fyrsti prófess- or í listgrein á Íslandi árið 1996. Sl. vor veitti Kennaraháskóli Íslands Jóni doktorsnafnbót í heiðursskyni, fyrir mikilvægt framlag hans til kennara- menntunar á sviði tónlistar og tónlist- aruppeldis í skólum landsins. Þá hefur honum hlotnast ýmis annar heiður; var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur 1996, og sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu lista og menningar árið 2001. Jón hefur í áranna rás starfað sem stjórnandi lúðrasveita, kórstjóri og tónlistarkennari, skrifað tónlistar- gagnrýni í tugi ára, en þekktastur er hann án efa sem tónskáld. Hann hefur samið sönglög sem hvert mannsbarn á Íslandi þekkir, útsett af virðingu og ótrúlegu innsæi ógrynni íslenskra þjóðlaga og dansa, samið ýmsa ein- leikskonserta, hljómsveitar- og kammerverk, þrjár óperur í fullri lengd; Þrymskviðu sem frumflutt var í Þjóðleikhúsinu á Listahátíð 1974, Galdra-Loft, frumfluttan í Íslensku Jón Ásgeirsson óperunni 1996 og Mött- ulssögu sem vonandi verður frumflutt á af- mælisári tónskáldsins! Leiðir okkar Jóns hafa legið saman allt frá því ég var barn, fannst mér hann vera tröll og finnst enn. Við höfum átt gjöfult og gott samstarf bæði í Söngskólanum, þar sem Jón starfaði sem tónlistarkennari nær frá stofnun skólans 1973, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. Hann var einn af stofnendum Styrktarfélags Söngskólans, forkólfur að húsakaupum og sat lengi í stjórn skólans. Ég hef átt því láni að fagna að fá tækifæri til að syngja, stjórna og setja upp sönglög, kórlög og óperur Jóns, ég hef notið samstarfsins við þennan gjöfula, gáfaða, trausta, aðsópsmikla, hávaðasama og stór-skemmtilega heiðursmann og aldrei hefur borið skugga á okkar samstarf. Samstarfsfólk Jóns við Söngskól- ann í Reykjavík býður til morgun- veislu á afmælisdegi hans. Boðið verð- ur upp á andlega og veraldlega nær- ingu og koma þar ýmsir við sögu; Óperukórinn í Reykjavík, Graduale- kór Langholtskirkju, Karlakórinn Fóstbræður, Kvennakór við Háskóla Íslands og nemendur og kennarar Söngskólans. Söngskólinn í Reykjavík óskar Jóni, konu hans Elísabetu, börnum þeirra Þorgeiri, Arnþóri, Guðrúnu Jóhönnu og barnabörnunum til hamingju með afmælið og býður öllum vinum og vandamönnum Jóns til veislunnar í tónleikasal Söngskólans – Snorrabúð, Snorrabraut 54 og er áætlað að hún standi frá kl. 09.00 – 11.00 afmæl- ismorguninn 11. okt. Þar mun Söng- skólinn einnig kynna ýmsa tónlistar- viðburði sem efnt verður til í tilefni afmælisárs Jóns Ásgeirssonar í vetur. Garðar Cortes. MINNINGAR ✝ Óskar PálmarÓskarsson fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1944. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 3. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Óskar V. Eggertsson, f. 26.6. 1908, d. 17.9. 1992, og Sigurlaug Sig- urbjörnsdóttir, f. 14.4. 1908, d. 22.12. 2003. Systkini Óskars voru María Sigríður, Ágúst Hreinn, Elsa, Guðborg, Davíð og Eggert. Eft- irlifandi eru Davíð og Eggert. Óskar kvæntist Lilju Guð- björnsdóttur 29.5. 1965 og eiga þau þrjú börn. a) Guðbjörn, f. 23.1. 1966, búsettur í Phoenix, Arizona, sambýliskona hans er Stephanie Johnsson og eiga þau soninn Dakoda Baldur, f. 2000, fyrir á Guðbjörn soninn Skyler Ægi, f. 1996. b) Lilja Rós, f. 26.4. 1968, gift Þorsteini Sigmars- syni og eiga þau synina Sindra, f. 1993, Vigni, f. 1997, og Daníel, f. 1999. c) Hilmar, f. 5.3. 1974. Sam- býliskona hans er Margrét Hrönn Ægisdóttir. Stjúp- synir Hilmars eru Daníel Rúnar Arn- bjargarson, f. 2001, og Einar Bjarki Arnbjarg- arson, f. 2004. Óskar ólst upp í Reykjavík og á Akranesi. Hann gekk í grunnskóla í Reykjavík. Fyrri hluta starfsævi sinnar vann Óskar við verslunarstörf og út- keyrslu hjá Ellingsen en stofn- aði síðan bifreiðaverkstæðið Skúffuna á Smiðjuvegi. Hann hætti störfum vegna veikinda árið 2005. Útför Óskars fer fram frá Kópavogskirju í dag kl. 13. Fallinn er frá kær félagi og góður vinur eftir harðvítuga baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Óskar gekk til liðs við Lionsklúbbinn Munin í nóvem- ber 1977 og hefur alla tíð verið einn af okkar traustu félögum sem gott var að leita til. Hann gegndi þar ýmsum nefndarstörfum og sat í stjórn klúbbsins. Þegar unnið var við hin ýmsu verkefni tók hann þátt í þeim af lífi og sál. Minningar frá lionsstarfinu eru margar. Þegar börnin okkar voru að vaxa úr grasi fórum við oft með þau í dagsskemmtiferðir á vorin. Þar var Óskar hrókur alls fagnaðar, grillið gjarnan við höndina og pulsunum og öðru góðgæti raðað í liðið. Guð- mundur heitinn málari stjórnaði okkur í málningarvinnunni í Lundi. Hann ákvað að súlurnar í salnum væru verkefni sem Óskar gæti leyst. Og auðvitað gerði hann það og þær bera vandvirkni hans glöggt vitni. Það var gott að heimsækja Óskar ef við lögðum leið okkar í Skúffuna. Ófáa kaffibolla þáðum við þar með góðu meðlæti af umræðum um menn og málefni. Við fráfall Óskars er okkur félögunum í Lionsklúbbn- um Munin efst í huga þakklæti fyrir ánægjulega samvinnu og trausta vináttu. Hans verður sárt saknað í okkar hópi. En minning um góðan dreng, félaga og vin mun ávallt lifa með okkur. Lilju og fjölskyldu hans vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau og blessa í sorginni. F.h. Lionsklúbbsins Munins, Einar Long Siguroddsson, formaður. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spámanninum.) Í dag þegar við kveðjum góðan vin og félaga leitar hugurinn í minn- ingarsjóð liðinna ára. Það sem er efst í sjóðnum eru gleðistundirnar. Við sem þetta skrifum höfum öll þekkt Óskar og Lilju til fjölda ára. Það var svo að árið 2003 stofnuðum við nokkur hjón jeppaklúbbinn Gaman saman. Markmið okkar var að ferðast og hafa gaman af, farnar eru tvær ferðar á ári með mismun- andi áherslum. Það sem hefur ein- kennt þessar ferðir er gleðin. Því miður greindist Óskar með ill- vígan sjúkdóm sem varð til þess að hann gat ekki ferðast með okkur lengur, en hans síðasta ferð var árið 2006, hann þá komin í hjólastól en lét það ekki aftra sér frá að koma með enda hugurinn sterkari en lík- aminn var hann hrókur alls fagn- aðar og skemmti sér konunglega með í þessari ferð. Í veikindum sínum hafði hann góðan stuðning eiginkonu sinnar Lilju sem í gegnum veikindin hans sýndi það æðruleysi og styrk sem hún hefur til að bera. Kæri vinur, þar sem þín ferð er komin á endastöð þá kveðjum við í Jeppaklúbbnum þig með söknuði og þökkum þér samfylgdina og biðjum almættið að geyma þig. Eiginkonu þinni, henni Lilju, börnum, tengdabörnum og barna- börnum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum almættið um styrk þeim til handa. F.h. Jeppaklúbbsins Gaman saman, Daníel G. Björnsson. Óskar Pálmar Óskarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.