Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Saumaklúbbar landsins fjölmenni Fólk Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is NÝ plata Lay Low, Farewell Good Night’s Sleep, kemur út stafrænt á tonlist.is fimmtudaginn 16. október. Sama kvöld heldur tónlist- arkonan útgáfutónleika í Fríkirkjunni. Platan kemur svo út á iTunes í Bretlandi, öðrum Evrópulöndum og í Asíu mánudag- inn 20. október og daginn eftir á iTunes í Bandaríkjunum. Þann dag kemur hún einnig út í efnislegu formi hér á landi. Að sögn Kára Sturlusonar, umboðsmanns Lay Low, stóð ekki til að gefa plötuna út strax hjá bandaríska iTunes, en áhugi innanbúðarmanna þar hafi hins vegar flýtt fyrir ferlinu. „Það var Alex nokkur Luke sem tók af skarið. Hann er háttsettur þarna, ef mig misminnir ekki er hann á topp hundrað yfir áhrifamestu einstaklingana í tónlist- arheiminum,“ segir Kári. „Ég kannast aðeins við kauða og sendi honum hlekk með nokkrum lögum af nýju plötunni til hlustunar. Hann hafði samband tuttugu mínútum síðar og bauð okkur pláss í sérstöku singer/songwriter-kastljósi eða „spot- light“ ef við vildum kýla á útgáfu hjá þeim strax. Við urðum fúslega við þeirri beiðni.“ Ekkert hefur verið ákveðið með „hefðbundna“ útgáfu er- lendis, en grannt verður fylgst með viðtökum við stafrænu út- gáfunni áður en sú vinna fer í gang. Þá má geta þess að tit- illag síðustu plötu Lay Low, Please Don’t Hate Me, verður leikið í þriðja þætti nýrrar bandarískrar þátta- raðar, Crash, sem byggist á samnefndri ósk- arsverðlaunamynd frá 2006. Dennis Hopper fer þar með aðalhlutverk. iTunes vildi Lay Low  Íslenska hljómsveitin Amiina er ein þeirra sveita sem fram koma á plötu með endurútgáfu á lögunum úr söngva-teiknimyndinni A Night- mare Before Christmas eftir Tim Burton. Tónlistin í myndinni, sem fagnar um þessar mundir 15 ára af- mæli, er öll eftir undra-tónskáldið Danny Elfman en þess má geta að Elfman söng sjálfur hlutverk aðal- persónunnar Jacks auk þess sem Elfman á heiðurinn af söngljóðum myndarinnar. Að sögn Sólrúnar Sumarliðadótt- ur hafði Disney-fyrirtækið, sem gefur plötuna út, samband við sveitina á meðan hún var á tón- leikaferðalagi með Sigur Rós fyrr á þessu ári. Þrátt fyrir lítinn tíma og aðstöðu ákváðu stúlkurnar að slá til og endurgerðu lagið „Doctor Fink- elstein/In The Forest“. Platan er þegar komin út. Amiina endurgerir lag Dannys Elfmans  GusGus prufukeyrði nýtt efni á einum besta klúbbi heims um síð- ustu helgi. Að sögn sveitarinnar var stemningin á Hive rafmögnuð og engu líkara en svitinn perlaði af veggjum staðarins sem var valinn af tímaritinu Resident Advisor einn af fimmtán bestu klúbbum heims í dag. Næstu tónleikar GusGus eru á Makuhari Messe í Tokyo á laug- ardag og svo á Iceland Airwaves. Nýtt GusGus-efni prufukeyrt í Sviss Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ gerum okkur grein fyrir að landslagið er breytt þannig að okk- ur datt í hug að það gæti verið snið- ugt að leyfa fólki að hlusta á plöt- una í heild sinni á netinu í eina eða tvær vikur áður en hún kemur í verslanir. Ég held að þetta sé bara mjög skemmtileg kynning í breyttu umhverfi og auðvitað viljum við að sem flestir heyri tónlistina okkar,“ segir Jón Ólafsson, hljómborðsleik- ari í Nýdönsk, en Turninn, áttunda hljóðversplata sveitarinnar, kemur út í dag. Hægt hefur verið að hlusta á plötuna á tonlist.is að und- anförnu, en Jón er ekki viss um hvort aðrir tónlistarmenn hafi boð- ið upp á slíkt hér á landi áður. „Ég er búinn að fá töluvert af tölvupósti frá fólki sem hefur farið inn og hlustað á plötuna. Vitaskuld veit maður svo ekkert hvort hinir sömu kaupi plötuna síðar meir, en ég held samt að þetta hjálpi til frek- ar en hitt,“ segir hann. Gamli línumaðurinn Nafn plöturnnar, Turninn, vekur óneitanlega athygli, en líkt og venj- an er hjá Nýdönsk er platan nefnd í höfuðið á einu laga hennar. „Við vorum lengi að velkjast með nafnið. Yfirleitt hefur þetta ekki verið neitt vandamál því við höfum alltaf verið með lag sem virkar vel sem plötutitill líka, til dæmis De- luxe, Himnasendingu og Hús- mæðragarðinn. Að þessu sinni vor- um við í svartaþoku með nafnið þar til við sáum umslagið með myndinni af karlinum. Þá sáum við að þarna var bara kominn Turninn sjálfur – gamli línumaðurinn úr Val,“ segir Jón og hlær, en umslagið prýðir mynd af „manni“ sem er samsettur úr andlitum allra meðlima sveit- arinnar. En hvernig plata átti Turninn að verða? Hvað var lagt upp með? „Við vorum ákveðnir í því að hún ætti að vera fersk hvað það varðar að við ætluðum bara að kýla inn bæði söng og spil á skömmum tíma. Við tókum plötuna bara upp á fimm dögum, svipað og við gerðum með Deluxe í gamla daga. Við vildum vinna þetta hratt til að forðast fág- un og óþarfa dauðhreinsun sem hefur skemmt margt lagið,“ segir Jón, en til samanburðar má nefna að þeir félagar voru mun lengur að vinna síðustu plötu sveitarinnar – Pólfarir. „Við þurfum ekkert lengri tíma en þetta, hópurinn er það sam- stilltur. Eftir langt og gott samstarf er kannski ekkert ótrúlegt hvað við erum alltaf sammála þegar við er- um að vinna í tónlist. Það er aldrei neitt vesen.“ Sameina það besta Það vakti mikla gleði hjá Ný- dönsk-aðdáendum þegar Daníel Ágúst gekk aftur til liðs við sveitina fyrr á þessu ári. Aðspurður segir Jón frábært að fá hann aftur, þótt hann hafi vissulega breyst frá því hann sagði skilið við sveitina fyrir rúmum áratug. „Danni hefur þroskast gríðarlega sem tónlist- armaður. Hann er náttúrlega búinn að fara út um allan heim að syngja, og búinn að vera í danstónlist og hinu og þessu. Þannig að hann kom með mikinn kraft og margar hug- myndir inn í þennan hóp. Honum hefur líka farið mikið fram í söngn- um, þótt hann hafi alltaf verið frá- bær er hann bara orðinn ennþá betri. Og það sama finnst mér reyndar um Björn.“ Blaðamaður getur ekki stillt sig um að spyrja einnar klisjukenndrar spurningar að lokum: Er Turninn besta Nýdönsk-platan hingað til? „Ja – mér finnst þetta allavega fjári góð plata. Þótt ég sé búinn að vera í sveitinni mjög lengi þá byrjaði ég sem pródúser hljómsveitarinnar og fyrir vikið tel ég mig hafa átt nokk- uð auðvelt með að horfa á hljóm- sveitina dálítið hlutlaust, ef þannig má að orði komast. Ég hef mínar skoðanir á því hvað eldist vel og hvað ekki. En á þessari plötu finnst mér eins og við höfum náð að sam- eina ýmislegt af því besta af okkar vinsælustu plötum – þ.e.a.s. Himna- sendingu og Deluxe,“ segir Jón, og miðað við þau orð ættu aðdáendur ekki að verða fyrir vonbrigðum, enda frábærar plötur þar á ferð. Þess má loks geta að fyrstu út- gáfutónleikar plötunnar verða á Græna hattinum á Akureyri hinn 18. október. Tónleikar í Reykjavík verða svo haldnir í lok mánaðarins, en þeir verða auglýstir síðar. Hrátt og ferskt rokk  Nýdönsk sendir frá sér sína áttundu plötu í dag  Sameinar það besta af Deluxe og Himnasendingu  „Aldrei neitt vesen,“ segir Jón Ólafs um samstarfið Ljósmynd/Bjarni Grímsson Samstiga Jón segir Nýdanska alltaf sammála þegar kemur að tónlistinni. Lýstu eigin útliti. Svona dæmigerð- ur Íslendingur með áhyggjusvip. Hvaðan ertu? Íslandi. Stórasta landi í heimi. En kannski verð ég bráðum kominn með norskt vegabréf! Ef þú fengir 700 milljarða, hvað myndirðu gera við þá? (spyr síðasti aðalsmaður, Lilja Nótt Þórarins- dóttir) Hringja í Geir og segja: „Bú- inn að redda þessu kallinn minn.“ Styðurðu ríkisstjórnina? Verða ekki allir að standa saman og styðja hver annan? En ég er ekkert að deyja úr hamingju með hana. En stjórn Seðlabankans? Enginn sérstakur stuðningsmaður þessa dagana. Hver ber ábyrgð á kreppunni? Herra Græðgi, Herra Bjartsýnn og Herra Heimskur. Hvenær náði útrásarveislan há- marki? Ég hélt alltaf að útrás þýddi bara að vera fullur á balli og lenda í slag eða eitthvað svoleiðis. Svo varð þetta allt í einu voða fínt orð. En lágmarki? Þegar litli, feiti, sköll- ótti kallinn hann Elton John var orð- inn dinnerpíanóleikari hjá aurgoð- unum. Hvaða þrjú orð ná yfir núverandi ástand? Mun þetta reddast? Hvað rímar við „kreppa“? Á Íslandi er komin kreppa / Kaupmarkaðir saman skreppa / Hver mun núna hnossið hreppa? / Allt í hnút og ein- tóm teppa Hvenær varstu hamingjusamastur? Á laugardaginn þegar KR varð bik- armeistari. Er enn uppfullur af ham- ingjuhormónum. Takk fyrir mig! Hvenær varstu reiðastur? Ég var mjög reiður ungur maður en alltaf reiður út í fáránlega hluti. Það eina sem reitir mig nú til reiði er mann- vonska. En passið ykkur á reiðinni. Hún er lífshættuleg. Hver yrði titillinn á kvikmynd um ævi þína? Nokkur ógleymanleg blakkát. Ævisaga gleðimanns. Hvað leggurðu til að fólk geri í kreppunni til að létta lundina? Þetta er bara peningakreppa. Peningar eru bara hjóm. Það sem er best er ókeypis. Ást, fjölskylda og vinátta. „Make Love Not War.“ „Ríða en ekki stríða!“ Hvers viltu spyrja næsta við- mælanda? Trúir þú öllu sem þú lest í Morgunblaðinu? FREYR EYJÓLFSSON AÐALSMAÐUR VIKUNNAR ER ÞJÓÐKUNNUR ÚTVARPSMAÐUR OG MEÐ- LIMUR Í HLJÓMSVEITINNI GEIRFUGLUNUM. Í KVÖLD FRUMSÝNIR HANN Á STÓRA SVIÐI BORGARLEIKHÚSSINS SÖNGLEIKINN FÓLKIÐ Í BLOKKINNI EFTIR ÓLAF HAUK SÍMONARSON. Aðalsmað- urinn Freyr kann nokk- ur rímorð við kreppu.  Það verður sannkölluð sixt- íshátíð á Players nú á laugardaginn þegar Specials, með Óttari Felix í broddi fylkingar, fær til sín sér- staka heiðursgesti. Gömlu Tempó- stjörnurnar Halldór Kristinsson og Þorgeir Ástvaldsson. Dóri og Toggi taka aftur Peter & Gordon smellinn True Love Ways sem fékk æskulýð sjöunda áratugarins til að skjálfa í hnjánum af hrifningu. Allar konur þessa lands fá frítt inn til miðnættis svo saumaklúbbarnir geta sann- arlega notað tækifærið. Ítarlegt viðtal við Lay Low vegna plötunnar nýju verður að finna í sunnudagsblaðinu. Lay Low iTunes í Bandaríkjunum sóttist sérstaklega eftir nýrri plötu sveitarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.