Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur gudrung@mbl.is VORIÐ 2007 flutti Elísabet Iðunn Einarsdóttir frá Lúxemborg til Íslands og festi ásamt manni sínum kaup á raðhúsi í Mosfellsbæ. Þau voru þá með fjögur börn, það yngsta á fyrsta ári en það elsta 19 ára. Síðan hefur eitt barn bæst í hópinn. „Við höfðum búið í 17 ár í Lúxemborg en ákváðum að flytja heim vegna barnanna, vildum ekki að þau yrðu útlendingar,“ segir Elísabet. „Við keyptum raðhús á 35 milljónir króna og tókum 10 milljón króna lán í evrum, sem þá voru 100 þúsund evrur. Okkur fannst þetta eðli- legt því við höfðum þá um tíma tekjur í evrum og slík lán eru ekki verðtryggð og borgast því tiltölulega fljótt niður ef allt er eðlilegt með gengið. Við vissum að það gætu orðið geng- issveiflur en þetta leit eigi að síður mjög vel út. En það hefur nú breyst. Ég er heimavinnandi húsmóðir og maðurinn minn því eina fyr- irvinnan, slíkt þykir eðlilegt í Lúxemborg, og svo er ég nýlega búin að eignast telpu þannig að ég hef ekki haft tækifæri til að fara út á vinnumarkaðinn hér þótt ég vildi. Af láninu sem við tókum, 10 milljón krónunum íslensku sem við borguðum í upphafi um 107 þúsund krónur á mánuði af, þurftum við að borga 198 þúsund krónur um síðustu mánaðamót. Þetta er gíf- urleg breyting fyrir sjö manna fjölskyldu, það þrengir augljóslega mjög að lífskjörum okkar. Það munar raunar um hverja krónu þegar fyr- irvinnan er ein.“ Allt svo óljóst ennþá En hvað ætlið þið að gera? „Líklega verður lánið okkar tekið yfir af Íbúðalánasjóði en ég veit ekki hvernig það fer fram, þetta er allt svo óljóst ennþá. Við mynd- um vilja hafa myntkörfulánið ef íslenska krónan væri hagstæð gagnvart evrunni því þá myndum við borga það niður á næstu 13 árum. Við seld- um hús í Lúxemborg og eigum því talsvert í húsinu okkar en lausafjárstaðan er slæm um þessar mundir.“ Hvernig mætið þið þessari lífskjaraskerð- ingu? „Ef héldi svona áfram þá myndum við lenda í vandræðum en til þess hefur ekki komið ennþá þótt vissulega skoði maður verðið betur nú en nokkurn tíma áður. Maður veit ekki hvað gerist en Jóhanna Sigurðardóttir segir að þetta sé allt í vinnslu svo við vonum að þetta lagist. Raunar er ég svo bjartsýn að eðlisfari að ég trúi því að þetta fari allt vel hjá okkur.“ Sérðu eftir að hafa flutt heim? „Nei, ég er mjög glöð að vera á þessum krepputímum heldur hérna heima Íslandi en í Lúxemborg, ég held að ástandið hefði verið verra hefði maðurinn minn kannski misst vinnu, við setið uppi með húseign þar og ekki það góða fjölskyldunet sem við eigum hér. Okkur finnst við öruggari hér og líður betur að vera komin hingað en að vera í útlöndum í óvissunni.“ „Gífurleg breyting fyrir sjö manna fjölskyldu“ Morgunblaðið/Golli Örugg Þrátt fyrir allt vill Elísabet Iðunn Einarsdóttir, fimm barna móðir í Mosfellsbænum, hvergi annars staðar vera en á Íslandi. Hér sé fjölskyldan og öryggið sem því fylgir. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is STJÓRNARANDSTAÐAN var ekki sátt í upphafi þingfundar í gær og þótti hún illa upplýst um stöðuna á fjármálamarkaðnum. Efnahagsmálin væru ekki rædd á Alþingi og sögðu leiðtogar stjórnarandstöðunnar óhæft að ætla að ræða málin undir liðnum „óundirbúnar fyrirspurnir“ þar sem ræðu- tími væri mjög takmarkaður. Guðni Ágústsson, formaður Framsókn- arflokks, sagðist hafa óskað eftir fundi til að geta verið með í því að bjarga hagsmunum almennings á Íslandi. Ekki hefði verið orðið við því. Stein- grímur J. Sigfússon, formaður VG, kallaði eftir því að forsætisráðherra flytti þinginu skýrslu um ástandið og þingmenn gætu síð- an átt skoðanaskipti. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði sjálfsagt að flytja þinginu skýrslu um leið og allar þær upplýsingar sem rétt væri að bera opinberlega á borð lægju fyrir. Sagði hann þó mikilvægt fyrir leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðu að eiga trúnaðarsamtöl og að hann myndi beita sér fyrir því. Þar mætti fara yfir hvort heppilegt væri að ræða málin á Alþingi. „Þessir hlutir gerast mjög hratt. Það eru að verða hér miklar breytingar á mjög skömmum tíma og því miður mjög alvarlegar breytingar í okkar þjóðfélagi,“ sagði Geir. Svo fór að óundirbúnar fyrirspurnir voru teknar út af dagskrá og þingfundur mallaði áfram með umræðum um þingmannamál. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, mælti fyrir frumvarpi um að sérstakri efna- hagsstofnun Alþingis verði komið á fót, sambærilegri Þjóðhagsstofnun sem var lögð niður árið 2002. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, mælti fyrir þingsályktunartillögu um að aukið verði við þorskveiðiheimildir en Frjálslyndi flokk- urinn hefur talað fyrir því allt frá nið- urskurði á heimildunum og vísar nú til þess að efnahagsástandið kalli sérstaklega á það. Meðan Róm brennur Margir þingmenn höfðu orð á því að það væri undarlegt að ræða mismikilvæg mál meðan hverjum bankanum á fætur öðrum er lokað og fólk mjög uggandi um framtíð sína. „Auðvitað hefur þetta yfirbragð þess að við séum að spila hér á fiðlu meðan Róm brennur að við skulum vera að ræða hér ýmis þingmál með hefðbundnum hætti,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, þingmað- ur Samfylkingar, en tók þó undir með Pétri H. Blöndal, þingmanni Sjálfstæðisflokks, um mikilvægi þess að halda áfram dag- legum störfum þrátt fyrir erfiðleikana.  Stjórnarandstaðan er ósátt við að vera illa upplýst um aðgerðir vegna fjármálavandræða  Óundirbúnar fyrirspurnir teknar af dagskrá þar sem ótækt þótti að ræða málin undir þeim lið Efnahagsmálin ekki rædd á þingi Morgunblaðið/Kristinn Fámennt en góðmennt Þingsalur er frekar tómlegur þessa dagana. SÚ HUGMYND hefur komið upp hjá þingflokkun- um í tengslum við eign lífeyris- sjóðanna á bankabréfum að þau verði látin ganga upp í skuldir viðkom- andi sjóða og eða fyrirtækja við bankana. Bankabréf eru skulda- bréf, skráð á markaði, sem bank- arnir sjálfir gefa út og fyrirtæki og lífeyrissjóðir hafa keypt beint af bönkunum. Lífeyrissjóðirnir eiga talsvert safn slíkra bankabréfa. Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að hann geti lítið sagt um þetta á þessu stigi, en bendir á að spurn- ing sé hvert verðgildi bankabréf- anna er núna. „Að einhverju leyti geta lífeyr- issjóðirnir notað þessi bréf til að gera kröfu sem bankarnir eiga að fá,“ segir Vilhjálmur, en að öðru leyti sé það spurning hvort þessi bréf verða verðlaus eða ekki. Vilhjálmur játar því að reikna megi með að einhver fyrirtæki eigi slík skuldabréf. „Ef sömu fyr- irtæki skulda bönkunum gætu þessi bréf komið inn í skuldajöfn- unarmál.“ Samstaða um málið Hann segir að í umræðunni sé hvernig þetta geti komið út, en vill ekki tjá sig um það á þessu stigi hvort þetta er framkvæmanlegt. „Það er fullt af fólki að skoða þetta,“ segir hann. Hann telur að þverpólitísk samstaða sé um málið og tekur fram að „allir séu að hugsa“ um leiðir út úr þessum mikla vanda. Vilhjálmur telur jafnframt að Ísland eigi að biðja um aðstoð Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) til að koma í veg fyrir margra ára at- vinnuleysi hér á landi. Vilhjálmur, sem sat í stjórn sjóðsins fyrir nokkrum árum, lét þau orð falla í tíu fréttum Ríkis- sjónvarpsins í gær, að ef Íslend- ingar gengju inn í „prógramm“ hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þá gæti Ísland fengið alvöru gjald- eyrissjóð til að styrkja gengi krónunnar. sia@mbl.is/baldura@mbl.is Verðlaus bréf upp í skuldir? Vilhjálmur Egilsson Ísland taki lán hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum Bankakreppan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.