Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ • Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Margviðurkenndur stóll Swopper vinnustóllinn www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Eftir Önund Pál Ragnarsson og Höllu Gunnarsdóttur HARÐORÐAR yfirlýsingar Gord- ons Brown, forsætisráðherra Bret- lands, hljómuðu fram eftir degi í gær, m.a. á ensku fréttastöðinni Sky. Brown talaði um „fullkomlega óásættanlegt viðmót“ og lagði sér- staklega þunga áherslu á að ábyrgð- in væri öll íslenskra stjórnvalda. Bresk stjórnvöld sagði hann hins vegar reyna allt sem þau gætu til að greiða úr flækjunni. „Við tókum til þessara aðgerða,“ sagði hann um frystingu eigna Landsbankans. „Ég mun ekki biðjast afsökunar á því. Það var rétt í þessum kringumstæð- um. Við höfðum líka áhyggjur af pen- ingum sem var verið að flytja frá London, til Íslands, fyrir nokkrum dögum. Það er mikilvægt að segja frá því að það er eitthvað sem við er- um að rannsaka líka.“ Fyrr um daginn hafði Geir H. Haarde forsætisráðherra rætt við Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, og þá var tónninn ekki svona harður. Spurður af hverju Brown var svona harðorður sagðist Geir ekki geta sagt til um það nákvæmlega, eða í hvaða tímaröð einstök viðtöl við Brown væru birt. Geir kvaðst treysta því sem fram kom í bréfi frá Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, sem hann fékk afhent í gær, um að unnið verði saman að sameiginlegri lausn. Viðkvæmt mál í Bretlandi Geir vildi heldur ekki svara því hvort Brown væri að nota málið til að styrkja persónulega stöðu sína í Bretlandi. „Þeir þurfa að vernda sína borgara eins og aðrir. Ég tel að við höfum með þessu samtali [við Dar- ling í gær] komið í veg fyrir að úr þessu yrði einhver alvarleg deila. Ég tók það auðvitað mjög óstinnt upp að þeir skyldu beita þessu lagaákvæði gagnvart okkur. En þeir hafa hins vegar afturkallað það að hluta til hvað varðar venjuleg viðskipti við Ís- land.“ Geir segir málin viðkvæm í Bretlandi, t.d. út af stöðu sveitarfé- laga, sem áttu innlán í Icesave. „Við höfum breytt hér lögum til þess að setja innistæður í forgang og við telj- um að hægt sé að fara langt með að borga upp þessi lán með eignum Landsbankans. Svo geri ég mér von um að fjármálaráðherrarnir geti hist á árfundi IMF sem er að hefjast í Washington.“ Íslensk stjórnvöld voru í gær mjög óánægð og hneyksluð á að bresk stjórnvöld skyldu beita ákvæðum í lögum gegn hryðjuverkastarfsemi til að frysta starfsemi Landsbankans í Bretlandi. „Við teljum að slík aðgerð sé Íslandi mjög óvinveitt,“ sagði Geir og bætti við að Alistair Darling, fjár- málaráðherra Breta, hefði heitið að gera ráðstafanir til að tryggja að öll venjuleg viðskipti milli landanna geti farið fram með eðlilegum hætti. „Ég vona að þannig sé tryggt að venju- legir Íslendingar verði ekki fyrir barðinu á þessum óheppilegu að- stæðum,“ sagði Geir. Geir var spurður af erlendum blaðamönnum hvort hann hefði talið að milliríkjadeila væri í fæðingu og svaraði: „Ég hélt það um tíma í morgun þegar ég áttaði mig á því að hryðjuverkalög væru notuð gegn okkur. Það var ekki ánægjulegt,“ sagði Geir og bætti við að fáar rík- isstjórnir hefðu tekið því vel að hryðjuverkalögum væri beitt gegn þeim. Hann hafi gert Alistair Dar- ling grein fyrir því. „Og ég held hann hafi verið sammála,“ sagði Geir. Aðspurður neitaði Geir því alfarið að orð Davíðs Oddssonar í Kastljósi ríkissjónvarpins hefðu gert illt verra, né heldur að Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra hefði klúðrað sam- skiptum við Alistair Darling. „Ég hef lesið útskriftina af þeirra samtali og ég hef sjálfur talað tvívegis við Alist- air Darling, síðast núna í dag. Ég hef séð skýringar þeirra á þeirra afstöðu gagnvart Landsbankanum. Ég tel að það sé röð atvika sem leiddi til þess að breski fjármálaráðherrann dró þá ályktun að við ætluðum að hlaupast frá þessum ábyrgðum.“ Boðaði sendiherrann til sín Össur Skarphéðinsson, starfandi utanríkisráðherra, kvaðst einnig hissa á orðum Gordons Brown, sér- staklega í ljósi samtalanna við Alist- air Darling. Össur segir hugsanlegt að Darling og Brown hafi ekki verið búnir að ræða saman. „Í öllu falli er ljóst að í hvert skipti sem svona yf- irlýsingar koma frá breskum stjórn- völdum dregur það úr möguleikum okkar á að minnka þær viðsjár sem hafa risið í kringum íslenska fjár- málastarfsemi erlendis.“ Össur kvaddi breska sendiherr- ann á sinn fund strax eftir að fregnir bárust af orðum Brown. Sendirherr- ann ætlar að afla skýring á þeim. Að- spurður segist Össur ekki vita hvort innanríkismálefni Breta geti haft áhrif. Það kunni að vera. Gordon Brown harð- orður í garð Íslendinga  Langt er síðan Bretar og Íslendingar hafa deilt jafnhart opinberlega og í gær Morgunblaðið/RAX Fundar Geir H. Haarde kemur til blaðamannafundar í Iðnó í gær. Gordon Brown Alistair Darling Árni M. Mathiesen VIÐRÆÐUR eru nú milli stjórn- valda og Sparisjóðanna um leiðir til að styrkja stöðu þeirra að því er fram kom í máli Björgvins G. Sig- urðssonar viðskiptaráðherra á blaðamannafundi í Iðnó gær. Sam- kvæmt neyðarlögunum sem Alþingi samþykkti sl. mánudag má ríkissjóð- ur leggja sparisjóði til fjárhæð sem nemur allt að 20% af bókfærðu eigin fé hans. „Þeir eru að kynna okkur hug- myndir sínar sem beinast að að koma á frekari hagræðingu, hvort sem það er með sameiningu sjóða eða annað,“ sagði Björgvin og vonaðist til að það tækist að skjóta styrkari stoðum undir sjóðina. „Hins vegar er alveg ljóst að staða sumra þeirra er erfið og alvarleg og ekkert útséð með það ennþá hvernig fer fyrir þeim.“ Ræða stöðu sparisjóða Bankakreppan Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is EIGUR Landsbankans í Bretlandi sem í gær og fyrradag voru frystar, munu liggja óhreyfðar þar til bresk og íslensk stjórnvöld hafa komist að samkomulagi um hvað skuli gera við þær. Fjármálaráðherra Bretlands sendi Geir H. Haarde í gær bréf þar sem fram kemur að unnið verði sam- eiginlega að lausn þess máls. Ekki bara hryðjuverkalög Samkvæmt samtali við starfs- mann breska fjármálaráðuneytisins í gær eru lögin sem Bretar notuðu til þess að þess að frysta eignirnar ekki eingöngu ætluð til þess að takast á við hryðjuverkastarfsemi. „Það er einn tilgangur þeirra en þau taka yf- ir úrval af öðrum hlutum,“ sagði hann. Heiti laganna er „asset freez- ing regime“ eða lög um eignafryst- ingu. Þeim var beitt þar sem ástand- ið var metið svo að aðgerðir Ís- lendinga sköðuðu þarlendan efnahag, í gegnum Icesave-reikn- inga. Bresk stjórnvöld gáfu út tvær „lokaviðvaranir um refsiaðgerðir“ frá því að morgni fyrradags, gegn Landsbankanum einum. Undanþágur frá frystingunni Þriðja plaggið sem ráðuneytið hef- ur birt er almennt leyfi sem undan- skilur ákveðna starfsemi frá fryst- ingunni. Það leyfi var gefið út í gær. „Það er gert til þess að tryggja að aðgerðirnar skaði ekki saklausan þriðja aðila, fyrirtæki til dæmis, sem þurfa á þjónustu Landsbankans að halda,“ sagði starfsmaðurinn. „Það leyfir ákveðin viðskipti í Landsbank- anum í Bretlandi, þannig að ein- hverjir fjármunir mega flæða þaðan innan Bretlands. Hins vegar munu engir fjármunir fá að renna þaðan til Íslands,“ bætti hann við. Ekki bara hryðjuverkalög, en taka líka til hryðjuverka Í HNOTSKURN »Viðvaranir Breta má sjá áheimasíðu fjármálaráðu- neytisins: hm-treasury.gov.uk. »Þær flokkast sem „Fin-ancial Sanctions Notice“ og eru á tölvutæku formi und- ir nafninu „The Landsbanki Freezing Order 2008“. „BRETLAND er eina landið sem við höfum slitið stjórn- málasambandi við í átökum. Það var í þorskastríðinu snemma árs 1976. Það er í fyrsta og eina skiptið sem eitt Nató-ríki hefur slitið stjórnmála- sambandi við annað Nató-ríki. Auðvitað eru þorskastríðin við Breta langalvarlegustu milliríkjadeilur sem Íslendingar hafa átt í,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, inntur eftir samanburði á atburðum gærdagsins við stórviðburði í utanríkismálum lýðveldisins. Hann nefnir fiskveiðideilur við Norðmenn og deilur við Dani um hand- ritin, sem samanburðarhæfari atburði. „Það voru þó miklu kurteislegri deil- ur, sérstaklega við Dani, en það sem átti sér stað í gær. Þessi fjandsamlegi tónn á báða bóga, sem heyrðist í gær, var eitthvað sem við fengum að heyra í þorskastríðunum. Þau eru samanburðarhæfari við atburði gærdagsins hvað það varðar,“ segir Guðni. Ekkert kemst í hálf- kvisti við þorskastríðin Þorskastríð Íslensk varðskip máttu sín lítils gagnvart breskum freigátum á áttunda áratugnum. Guðni Th. Jóhannesson Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is GEIR Haarde for- sætisráðherra er um þessar mundir með tvo lífverði úr sérsveit ríkislög- reglustjóra sem fylgja honum á ferðum hans. Frumkvæðið að þessari ráðstöfun kom frá ríkislög- reglustjóra og var Björgvini G. Sig- urðssyni viðskiptaráðherra einnig boð- in sams konar gæsla sem hann þáði í einn dag en svo ekki meir. Sérsveit- armennirnir sem gæta Geirs eru óein- kennisklæddir en þar fyrir utan eru fleiri sérsveitarmenn sem gæta örygg- is í kringum þá staði sem hann fer á, m.a. reglulega blaðamannafundi sem hann kemur fram á með viðskiptaráð- herra. Frá embætti ríkislögreglustjóra fást engar upplýsingar um tilhögun eða eðli þessarar öryggisgæslu. Fréttir bárust af hótunum í garð starfsfólks Glitnis í byrjun vikunnar en þar hefur ekki verið gerð breyting á öryggismálum. Samkvæmt öryggis- stefnu tjá talsmenn Glitnis sig ekki um þau. Már Másson upplýsingastjóri Glitnis segir að almennt sé mikil áhersla lögð á öryggi í fjármálastofn- unum. Um það hvort reiðir viðskipta- vinir hafi komið að undanförnu segir Már svo ekki vera. Mikið hafi verið um heimsóknir viðskiptavina en hlutirnir hafi gengið mjög vel fyrir sig. „Starfs- fólk okkar hefur reynt að aðstoða við- skiptavinina eins vel og mögulegt er,“ segir hann og bætir við að ástandið hafi verið að róast upp á síðkastið. Lífverðir gæta Geirs Geir H. Haarde

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.