Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 11
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
FLESTIR launþegar á Íslandi hafa kosið að
spara til elliáranna með svokölluðum viðbótarlíf-
eyrissparnaði sem kemur til viðbótar skyldulíf-
eyrissparnaði. Fram hefur komið hjá tals-
mönnum lífeyrissjóðanna, að þeir muni neyðast
til að skerða lífeyri úr skyldutryggingarsjóð-
unum. Því vakna eðlilega spurningar um það
hvernig viðbótarlífeyrissparnaðinum muni reiða
af í því umróti sem nú er í þjóðfélaginu.
Íslenski lífeyrissjóðurinn, sem er í umsjón
Landsbankans, birti í gær tilkynningu á heima-
síðu bankans. Þar kemur fram, að vegna þeirra
sérstöku aðstæðna sem nú eru á mörkuðum þurfi
séreignadeild sjóðsins að loka í nokkra daga fyrir
útgreiðslu úr sjóðnum og flutninga milli fjárfest-
ingaleiða sjóðsins og annarra vörsluaðila. Þar
sem viðskipti í Kauphöll séu ekki leyfð sé ekki
hægt að reikna gengi fjárfestingaleiða. Grípa
þurfi til ráðstafana til að gæta hagsmuna allra
sjóðfélaga.
Unnið sé að því að fá rétta mynd af verðmæti
eigna Íslenska lífeyrissjóðsins og grípa til þeirra
ráðstafana sem tækar eru til að hámarka verð-
mæti þeirra. Óskað hafi verið eftir því að endur-
skoðandi sjóðsins aðstoði við að meta eignir
sjóðsins. Lokunin sé tímabundin og verði tilkynn-
ing send út um leið og opnað verður fyrir út-
greiðslur og flutninga. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins er sama staða í öðrum sjóðum,
sem ávaxta viðbótarlífeyrissparnað.
Atburðarásin með ólíkindum
Tómas Möller, framkvæmdastjóri Íslenska líf-
eyrissjóðsins, segir að allir lífeyrissjóðir landsins
vinni að því baki brotnu að meta stöðu sjóðanna
og hámarka eign hvers og eins sjóðfélaga. Allir
sjóðir séu með sína bestu menn í þessari vinnu.
Viðbúið sé, að þessi sparnaðarleið verði fyrir ein-
hverri lækkun. Hversu mikil hún verði sé ekki
unnt að segja til um á þessari stundu.
Tómas segir að atburðarásin að undanförnu
hafi verið með ólíkindum. Skuldabréf, sem allir
töldu vera örugg, séu nú orðin hæpin. „Það sem
menn töldu útilokað að gæti gerst hefur gerst,“
segir Tómas. Starf sjóðanna, sem hafi verið
byggt á viðurkenndum kenningum, hafi allt geng-
ið úr skorðum.
Þeir sjóðir, sem ávaxta viðbótarlífeyrissparnað,
eru flestir byggðir upp með svipuðum hætti. Boð-
ið er upp á nokkrar mismunandi leiðir með mis-
munandi áhættu.
Til að varpa ljósi á þessar leiðir skal hér tekið
dæmi um uppbyggingu Frjálsa lífeyrissjóðsins.
Hann býður upp á fjórar leiðir. Frjálsi 1 er
ætlaður fólki á aldrinum 54 ára og yngra. Í þess-
ari leið er hlutfall hlutabréfa, innlendra og er-
lendra, 40%. Hlutfall skuldabréfa er 55% og sér-
hæfðar fjárfestingar 5%. Frjálsi 2 er ætlaður 55
ára og eldri. Þar er hlutfall hlutabréfa 15% og
hlutfall skuldabréfa 85%. Frjálsi 3 er ætlaður líf-
eyrisþegum og þar er hlutfall skuldabréfa 75% og
hlutfall innlána 25%. Loks er leið sem heitir
Frjáls áhætta, þar sem hlutabréf eru 55%,
skuldabréf 40% og sérhæfðar fjárfestingar 5%.
Sjóðirnir hafa sýnt mjög góða ávöxtun nokkur
undanfarin ár. Er það ekki síst því að þakka, að
sjóðirnir hafa fjárfest í hlutabréfum í íslenskum
fyrirtækjum og skuldabréfum sem þau hafa út-
gefið. Góð afkoma fyrirtækjanna hefur fært sjóð-
unum mikinn hagnað. Undanfarna mánuði hafa
allir sjóðirnir losað sig við hlutabréf og fjárfest í
skuldabréfum vegna þess hve hlutabréfamark-
aðir hafa lækkað mikið.
Sparnaður mun rýrna
Lífeyrissjóðirnir reyna
að hámarka viðbótar-
lífeyrissparnaðinn
Morgunblaðið/Frikki
Varnarbarátta Lífeyrissjóðirnir vinna að því baki brotnu að hámarka eign íslenskra launþega.
Samkvæmt upplýsingum Fjármálaeftirlitsins
nam viðbótarlífeyrissparnaður, einnig nefndur
séreignarsparnaður, alls 237,8 milljörðum króna
í lok ársins 2007, eða 14% af heildarinneignum
lífeyrissparnaðarkerfisins. Þessi sparnaður var
197,6 milljarðar í lok ársins 2006.
Langstærstur hluti uppsafnaðs séreign-
arsparnaðar í árslok 2007 var í vörslu lífeyr-
issjóða, sem voru hreinir séreignasjóðir fyrir
gildistöku laga um lífeyrissjóði 1997, eða 135,8
milljarðar króna.
Allir lífeyrissjóðir landsins, einnig þeir sem
ávaxta séreignarsparnað, lúta fyrrgreindum lög-
um um lífeyrissjóði frá árinu 1997. Þrír stórir
sjóðir eru í vörslu þeirra þriggja banka, sem nú
hafa verið yfirteknir af ríkinu. Frjálsi lífeyrissjóð-
urinn er í Kaupþingi, Íslenski lífeyrissjóðurinn er
í Landsbankanum og Almenni lífeyrissjóðurinn
er í Glitni.
Samkvæmt upplýsingum Fjármálaeftirlitsins
var hrein eign lífeyris 1.697 milljarðar króna í lok
ársins 2007 og hafði aukist um 13,2% milli ára.
Viðbótarlífeyrissparnaður er 237,8 milljarðar
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„ÉG ætla að vera hér á Íslandi
áfram í að minnsta kosti ár, því ég
er í góðri stöðu hjá einu stærsta
verktakafyrirtæki landsins. Auk
þess sem mig langar til þess að sjá
fyrir endann á byggingu tónlistar-
hússins. Að því loknu mun ég end-
urmeta stöðu mína,“ segir Piotr
Budny, byggingarverkfræðingur
sem starfar hjá Íslenskum að-
alverktökum. Hann vinnur við
byggingu tónlistarhússins við
Reykjavíkurhöfn þar sem hann er
m.a. umsjónarmaður pólskra
starfsmanna fyrirtækisins á bygg-
ingarsvæðinu.
Orðið miklu dýrara að lifa hér
Piotr Budny kom til Íslands frá
heimalandi sínu, Póllandi, fyrir
tveimur árum og um átta mánaða
skeið bjó Anna kona hans einnig
hérlendis og vann við ræstingar á
hóteli. Anna fór hins vegar heim í
mars sl. þar sem hún átti von á
barni þeirra hjóna og vildi vera ná-
lægt fjölskyldu sinni eftir að barnið
væri komið í heiminn.
Piotr Budny segist finna mikinn
mun á efnahagslífinu hérlendis síð-
asta hálfa árið. „Auðvitað heyrir
maður af efnahagsvandræðum í
heiminum öllum, þannig að það er
ekki bara á Íslandi sem staða mála
er erfið þó hún sé vissulega flóknari
hérlendis en víða annars staðar. En
á síðustu mánuðum hefur gengi
krónunnar verið á hraðri niðurleið
sem hefur haft áhrif á afkomu okk-
ar, á sama tíma hafa allar nauðsynj-
ar hækkað þannig að það er orðið
miklu dýrara að lifa hér,“ segir
Piotr og tekur fram að hann hafi á
síðustu dögum fengið fjölda fyr-
irspurna frá pólskum samstarfs-
mönnum sínum sem skilji ekki af
hverju ekki sé hægt að millifæra
peninga milli bankareikninga landa
í millum.
Hafa áhyggjur af inneignum
„Þeir hafa líka áhyggjur af því að
inneignir þeirra hérlendis verði
hugsanlega ekki tryggðar. Aðrir
vilja fara aftur til síns heima eins
fljótt og hægt er, en geta hvorki
sent peninga sína heim né tekið þá
út í evrum og eru því hræddir við
að fara af landi brott án þess að
hafa tryggt fjármuni sína,“ segir
Piotr og tekur fram að það myndi
ekki koma honum á óvart ef stór
hluti erlendra starfsmanna myndi
ekki snúa aftur til Íslands að loknu
jólaleyfi í heimalandi sínu.
Aðspurður segist Piotr reyna að
komast heim til Póllands 2-3 á ári
til þess að heimsækja konu sína og
barnunga dóttur. „Enda er fjöl-
skyldan öllu mikilvægari. Það get-
ur verið mjög erfitt að vera löngum
stundum fjarri henni,“ segir Piotr.
Spurður hvort hann sjái fram á að
hafa efni á að fara jafnoft til Pól-
lands og áður segist Piotr vonast til
þess en auðvitað ekki hafa neina
vissu í þeim efnum.
„Mig langar til að sjá fyrir endann
á byggingu tónlistarhússins“
Morgunblaðið/RAX
Fer hvergi Piotr Budny, pólskur byggingarverkfræðingur, ætlar að vera á
Íslandi í að minnsta kosti ár í viðbót. Þá mun hann endurmeta stöðuna.
„ÉG þekki nokk-
ur pör í kringum
okkur sem eru í
sömu stöðu, geta
ekki greitt húsa-
leiguna og eiga í
erfiðleikum með
að kaupa í mat-
inn,“ segir Arnar
Birgir Ólafsson,
íslenskur náms-
maður í Kaup-
mannahöfn. Hann hefur, eins og
fleiri, lent í vandræðum með að yf-
irfæra peninga frá Íslandi.
Arnar og kona hans eru bæði í
námi í Kaupmannahöfn og þau eru
með tvö börn. Þau hafa ekki getað
yfirfært peninga á danska reikninga,
ekki borgað húsaleiguna í gegnum
íslenskan heimabanka og lítið sem
ekkert getað tekið út úr hraðbönk-
um.
Arnar segir ótrúlegar breytingar
hafi orðið á aðstöðu námsmanna á
því eina ári sem þau hafa verið í námi
í Kaupmannahöfn. Leigan hafi til
dæmis hækkað úr hundrað í rúm tvö
hundruð þúsund, reiknað í íslensk-
um krónum. Til að vinna á móti mikl-
um gengissveiflum hafi þau óskað
eftir því við sparisjóðinn sem þau
skipta við að fá fyrirframgreiddu
námslánin í gjaldeyrisláni. Vegna
erfiðleika með gjaldeyri hafi staðið á
afgreiðslu þess. Þetta gerðist núna
um mánaðamótin og þau hafa enn
ekki getað greitt leiguna. „Leigusal-
inn er fljótur að losa sig við fólk sem
ekki borgar leiguna,“ segir Arnar.
helgi@mbl.is
Námsmenn
geta ekki
greitt
leiguna
Arnar Birgir
Ólafsson
ÞAÐ VORU
gríðarleg von-
brigði að Fjár-
málaeftirlitið
skyldi þurfa að
taka yfir rekstur
Kaupþings líkt
og hinna bank-
anna tveggja
enda stóðu vonir
til að bankinn
gæti gengið í
gegnum efnahagsólgusjóinn. Þetta
kom fram í máli Björgvins G. Sig-
urðssonar viðskiptaráðherra, á
blaðamannafundi í Iðnó í gær og
Geir H. Haarde forsætisráðherra
tók í sama streng.
Reynt að lágmarka skaðann
„Staða bankans var sterk,“ sagði
Björgvin og vísaði til láns frá Seðla-
bankanum. „En skjótt skipast veð-
ur í lofti,“ bætti Björgvin við og
sagði allt hafa gengið af göflunum í
Bretlandi í fyrradag. Áhlaup hefði
verið gert á íslensku bankana og
því haldið fram með röngu að Ís-
lendingar hygðust ekki standa við
sínar skuldbindingar. Sá misskiln-
ingur hefði verið leiðréttur
„Við erum að fara ítarlega yfir
hvernig hægt sé að lágmarka það
tjón sem almenningur verður óhjá-
kvæmilega fyrir í þessum fjármála-
hamförum sem skella nú á heims-
byggðinni og brotna svona harka-
lega á Íslandi,“ sagði Björgvin og
vísaði til mögulegrar frystingar á
afborgun gengistryggðra lána með-
an jafnvægi kemst á gengismark-
aðinn og athugana á hvort hægt sé
að lágmarka skaða þeirra sem áttu í
peningamarkaðssjóðum.
Vonbrigði
að fara inn
í Kaupþing
Vonuðu að bank-
inn þraukaði
Björgvin G.
Sigurðsson
Bankakreppan