Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 0. O K T Ó B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 277. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Ferskur, svalur og til í allt! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 7 2 6 Leikhúsin í landinu >> 41 DAGLEGTLÍF BJARGVÆTTURINN FRÁ NÝJA-SJÁLANDI AF LISTUM Le Clézio er höf- undur upplifana Fall viðskiptabankanna þriggja gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir mörg fyrirtæki sem eru tengd stærstu hluthöfunum með einum eða öðrum hætti. »18 Þjóðnýting bankanna gæti haft dómínóáhrif Lífeyrissjóðir landsins vinna nú að því baki brotnu að meta stöðu sjóð- anna og hámarka eign hvers og eins sjóðfélaga, að sögn Tómasar Möller hjá Íslenska lífeyrissjóðnum. »11 Sparnaður fólks í líf- eyrissjóðum mun rýrna Í Atvinnuleysistryggingasjóði voru rúmlega 13,5 milljarðar króna 2007. Miðað við 3% atvinnuleysi myndi það duga í 19 mánuði. Þá er miðað við að ekkert bættist í sjóðinn. »15 Grunnatvinnuleysis- bætur eru 136.000 Ævisparnaður hjónanna Ómars og Sigurbjargar upp á 60 milljónir króna er nú í uppnámi vegna ein- dreginna ráðlegginga þjónustufull- trúa í Landsbankanum. »13 Hjón óttast um 60 millj- óna króna sparifé sitt NOKKUÐ hefur verið um að íslensk innflutningsfyrirtæki hafi verið beðin um að staðgreiða vörur við pöntun frá erlendum birgjum. Knútur Sigmarsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra stórkaup- manna, telur að um tímabundið ástand sé að ræða. Hann segir að inn- flutningur sé ekki í hættu og skemm- ur heildsala séu fullar af vörum. Hermann Guðjónsson, forstjóri N1, veit mörg dæmi þess að íslensk fyrirtæki hafi verið beðin um að stað- greiða vörur erlendis. Hann segir að sumir birgjar hafi fengið fyrirmæli frá félögum sem tryggja útflutning þeirra um að Ísland sé allt komið í staðgreiðsluviðskipti. Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir þess dæmi að greiðslur hafi ekki borist héðan til birgja. Nú ríði á að tryggja að til sé gjaldeyrir til versl- unar. » 16 Íslendingar staðgreiði Talið að um tímabundið ástand sé að ræða og enn eru vöru- skemmur heildsala hér á landi sagðar fullar af vörum Morgunblaðið/Sverrir Lager Nægar vörur eru til í landinu.  ÍSLENSK sjö manna fjöl- skylda, sem flutti frá Lúxemborg til Íslands vorið 2007, býr nú við þrengri kost eftir að mánaðarleg afborgun af hús- næðisláni var komin í 198 þús- und krónur. Í upphafi var afborgunin 107 þúsund krónur. Elísabet Iðunn Einarsdóttir hús- móðir segist þrátt fyrir kreppu- ástandið vera fegin að vera komin aftur heim til Íslands. » 12 Afborgunin fór úr 107 í 198 þúsund á mánuði Elísabet Iðunn Einarsdóttir  MIKIÐ er rætt um afdrif spari- fjár á Icesave-reikningum í Hol- landi og Englandi. Jóna Hálfdán- ardóttir, sem býr í Hollandi, segir að þar sé fólk bæði reitt og hissa yf- ir að fá ekki að vita hvað verði um peninga þess hjá Icesave. Þóra Hilmarsdóttir í Englandi sagði Íslendinga ekki vinsæla í London nú. Í vinahópi hennar er vart um annað talað en ástandið hér á landi og mikið sé fjallað um það í blöðum og sjónvarpi. » 16 Mikið rætt um Icesave í Englandi og Hollandi  „ÞAÐ er ekki búið að segja nein- um upp heldur er búið að tala við fullt af fólki og segja því að það fái ekki vinnu í nýja bankanum,“ segir Helga Jónsdóttir, formaður félags starfsmanna Landsbankans. Óljóst sé um greiðslur til þeirra sem ekki fá vinnu áfram. Helga segir ljóst að margir bíði enn örlaga sinna. Í sumum deildum hafi margir verið glaðir að fá vinnu áfram en síðan mátti finna grátandi fólk á göngum. » 17 Mikið uppnám meðal starfsmanna Landsbanka Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is WOUTER Bos, fjármálaráðherra Hollands, hefur hótað að draga ís- lenska ríkið fyrir dómstóla ef það stendur ekki við skuldbindingar sín- ar gagnvart hollenskum sparifjár- eigendum í Icesave-reikningum Landsbankans. Þeir eru um 120.000 talsins. „Ef í ljós kemur að rangar upplýs- ingar hafi verið veittar er ljóst að framundan eru málaferli við íslensk stjórnvöld,“ er haft eftir Bos, í tíma- ritinu Elsevier. Seðlabanki Hollands ábyrgist innistæðurnar gagnvart sparifjár- eigendum upp að 100.000 evrum, en varðandi fyrstu 20.887 evrurnar verða þeir fyrst að láta reyna á ábyrgð íslenskra yfirvalda. Bos ítrekaði að hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til þess að Ísland stæði við skuldbindingar sínar. Hon- um leist ekkert á tillögur um að hol- lenska ríkið ábyrgðist einnig þessar fyrstu tuttugu þúsund evrur. Dagblaðið Telegraaf birti í gær frétt með fyrirsögninni „Ísland vinn- ur ekki lengur með að lausn Icesave- málsins“. Haft var eftir Geir H. Haarde forsætisráðherra frá því á blaðamannafundinum í gær, að Hol- land yrði að ábyrgjast innistæður Hollendinga í íslenskum bönkum. Það myndi hjálpa ef Holland gæfi út slíka yfirlýsingu eins og Stóra- Bretland. Bos hefur ekki talað við Árna Þar segir blaðið að ráðherrann hafi í þingumræðum í gær sagt að vel kæmi til greina að Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn (IMF) spilaði hlut- verk í málefnum Íslands. Lagði hann áherslu á það að fyrir sitt leyti kæmi stuðningur IMF við íslensk stjórn- völd ekki til greina nema þau kæmu til móts við hollenska sparifjáreig- endur. Tal náðist af Árna Mathiesen á flugvelli í New York í gærkvöldi. Hann sagði Wouter Bos ekki hafa reynt að ná í sig. Hins vegar hefði ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu rætt við sendiherra Hollendinga og fleiri embættismenn. Vonast sé til þess að koma samskiptum við þá í formlegan farveg, eins og við Breta. Árni mun hitta bæði Bos og Darling og ræða við þá í Washington. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, er afar harðorður í garð Íslands og hótar enn lögsókn gegn íslenska ríkinu. Hollendingar hóta lögsókn  Ráðherra segist munu gera allt til að Ísland standi við skuldbindingarnar  Myndi berjast gegn aðstoð IMF við Ísland nema Icesave yrði tryggt fyrst  Gordon Brown | 6 „ÉG HEF merkt það mjög greinilega á þátttöku í helgihaldi að fólk kemur og þjappar sér saman í kirkjunni til þess að þakka lífið og efla með sér æðru- leysi við þessar aðstæður,“ sagði séra Bjarni Karlsson í Laugarneskirkju. Honum finnst fólk almennt vera yfirve gað og æðrulaust þessa dagana. Tvær bænastundir voru í Dómkirkjunni í gærkvöldi en kirkjan er opin frá kl. 20 til 22 á fimmtudagskvöldum. Séra Hjálmar Jónsson leiddi bænina þar sem fólk átti stund með sjálfu sér og Guði sínum. Morgunblaðið/Kristinn Fólk eflir með sér æðruleysi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.