Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 27 MINNINGAR ✝ Ævar Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 8. október 1939. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja að morgni 3. október síðastlið- ins. Hann var sonur hjónanna Guð- mundar Jónassonar, f. 21.9. 1915, d. 10.2. 2007, og Kristínar Magnúsdóttur, f. 7.1. 1920, d. 18.8. 2001. Ævar átti tvo bræður, Magnús, f. 21.8. 1938, og Jónas Magnús, f. 31.12. 1944, d. 20.10. 2002. Ævar kvæntist 21. apríl 1962 Guðrúnu Eyjólfsdóttur, f. 3.2. 1944. Foreldrar hennar eru Eyj- ólfur Þórarinsson, f. 26.11. 1918, d. 30.5. 1987, og María Her- mannsdóttir, f. 13.7. 1923. Börn Ævars og Guðrúnar eru 1) Sveinn, f. 15.5. 1962, kvæntur Guðrúnu Birnu Guðmundsdóttur, f. 1965, börn þeirra eru Ævar Örn, f. 1987, Hildur María, f. 1992, og Guðmundur Ármann, f. 2003. 2) Ragnhildur, f. 12.3. 1964, gift George Coutts, f. 1956, börn þeirra eru Skarphéðinn, f. 1987, og Elenora Rós, f. 2000, 3) Eiður, f. 5.3. 1971, sambýliskona Að- alheiður Nielsdóttir, f. 1974, börn þeirra eru Krist- björg Lind, f. 1995, Eyjólfur Andri, f. 1998, og Niels Atli, f. 2002. 4) Eyrún Helga, f. 23.6. 1979, dóttir hennar er Carmen Diljá, f. 2004 Ævar flutti þriggja ára til Keflavíkur og bjó þar alla sína tíð. Hann fór ungur til náms í Tulsa í Oklo- homa í Bandaríkj- unum, þar sem hann lærði flug- virkjun við Spartan School of Aeronautics. Hann starfaði sem flugvirki og flugvélstjóri m.a. hjá Flugmálastjórn, Loftleiðum og Air Viking. Ævar var einn af stofnendum Arnarflugs og vann hjá fyrirtækinu í mörg ár. Hann starfaði mikið erlendis og hafði farið víða. Árið 1987 fór hann að vinna hjá Toyota í Kópavogi, starfaði hann þar sem versl- unarstjóri, fór þaðan til Raf- magnsverktaka og vann þar í nokkur ár. Síðustu starfsár sín vann Ævar hjá Húsasmiðjunni í Keflavík. Ævar hætti störfum ár- ið 2004 sökum heilsubrests. Útför Ævars fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Ævar minn, ég hef engin orð til að lýsa mínum tilfinningum og þeim söknuði sem ég ber í hjarta mínu við þitt andlát sem bar svo brátt að. Ekki grunaði mig þegar við vorum á Spáni sl. ágúst að fjölskyldan stæði við kistulagningu þína á 69 ára afmæl- isdaginn þinn til að kveðja þig í hinsta sinn. Ég vil þakka alla þá umhyggju, skilning og ást sem þú sýndir mér alla tíð, eins og þegar þú sárveikur fórst út í búð og keyptir handa mér arm- bandsúr og hálsmen af því þú vildir gleðja mig. Það eitt segir meira en mörg orð. Allar mínar góðu endur- minningar geymi ég hjá mér, þær munu ylja mér um hjartarætur þar til við hittumst á ný. Ég kveð þig um stundarsakir með þessum fallega sálmi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Með ást og söknuði, þín eiginkona Guðrún Eyjólfsdóttir. Lífið er hverfult, eina stundina er gleði og glaumur en svo skellur brim- ið á. Baráttan var erfið en gaf okkur tíma til að kveðja og syrgja. Og nú er stóra kveðjustundin runnin upp. Hann pabbi var maður með sterkar skoðanir sem hann lá ekki á, en hann virti skoðanir annarra. Hann var þrjóskur en sanngjarn. Þegar ég var barn og unglingur var hann mikið er- lendis vegna vinnu sinnar en þegar hann var heima áttum við oft góðar stundir. Við dunduðum okkur í bíl- skúrnum og hann kenndi mér margt. Það lá allt vel fyrir honum pabba, hann lagaði bíla, gerði upp gamlan Willis, smíðaði kanó, skar út og margt fleira. Hann gat lagað allt. Hann var handlaginn og natinn við það sem hann tók sér fyrir hendur. Ferðirnar sem við fórum bæði inn- anlands og erlendis eru ógleymanleg- ar. Hann var veraldarvanur og sög- urnar sem hann sagði okkur af ferðum sínum voru oft líkt og úr skáldsögu. Pabbi var mikill veiðimað- ur hér áður fyrr og smitaði okkur bræðurna af veiðibakteríunni. Veiði- ferðirnar á Arnarvatnsheiði og fleiri staði og skotveiðiferðirnar á Mýrarn- ar skilja eftir góðar minningar. Hann kenndi okkur að virða og þekkja land- ið okkar og náttúruna. Hann var fróð- ur maður sem miðlaði til afkomenda sinna. Hann hafði oft tækifæri til að flytja með fjölskylduna til útlanda en hann var Íslendingur og Keflavíking- ur og hér vildi hann búa. Hann ól okk- ur systkinin upp í því að kunna að meta ættjörðina og vita hvar rætur okkar eru. Hann var snyrtilegur mað- ur sem vildi hafa hreint í kringum sig og skipulagður var hann með ein- dæmum. Að fara að finna verkfæri í bílskúrnum hjá pabba var ekki mikið mál, hann gat alltaf sagt hvar tiltek- inn hlutur var, því í bílskúrnum var öllu raðað, öllu haganlega fyrir komið. Nú hefur hann kvatt landið og fjöl- skylduna sem hann unni og farið yfir á veiðilendurnar miklu. Ég kveð kæran föður. Sveinn. Elsku, elsku pabbi minn. Ó, hvað þetta er ótrúlega erfitt. Hvernig er hægt að sætta sig við þetta. Hér sit ég og hugsa um allar þær frábæru minn- ingar sem ég á um okkur saman, ég get bara ekki skilið það að þú sért far- inn frá mér. Þú sem varst mér allt, ef mig vantaði hjálp, ráðleggingar, bara að tala við einhvern, gat ég alltaf leit- að til þín. Þú komst mér alltaf á rétta braut aftur með góðum ráðleggingum og hjálp. Ég er svo glöð vegna allra þeirra góðu minninga sem ég á um þig. Öll fríin sem þú, mamma og mín fjölskylda höfum farið saman í, ég geymi þessar minningar í mínu hjarta og þakka fyrir þær. Ein af mínum mörgu minningum er þegar ég bjó í Skotlandi og þú og mamma birtust óvænt og sátuð í stof- unni heima hjá mér þegar ég kom heim úr vinnunni og hrópuðuð „supr- ise“. Svona gátu uppátækin þín verið skemmtileg. Eftir að veikindin þín greindust varst þú fljótt mikið veikur og svo allt of snemma tekinn frá okk- ur. Elsku pabbi minn, ég veit að þér líður betur núna og ert hjá Guði og fjölskyldunni þinni á himnunum. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gefið mér í lífinu, ég er stolt að hafa átt þig fyrir föður. Guð veri með þér og geymi þig elsku besti pabbi minn. Elska þig af öllu hjarta. Þín dóttir, Ragnhildur. Elsku pabbi minn, ég kveð þig nú í hinsta sinn, ekkert hefði getað búið mig undir þá sorg að þurfa að kveðja þig. Veikindin þín bar svo snöggt að, ég hefði ekki getað trúað því, fyrir 2 mánuðum varst þú úti á Spáni að sóla þig og njóta lífsins. Ég mun alltaf geyma í brjósti mér samtalið sem við áttum sunnudaginn fyrir andlát þitt, við töluðum mikið saman þó þú ættir mjög erfitt með að tjá þig, þú sagðir mér eins og svo oft áður að þetta væri góður dagur. Elsku pabbi minn, veturinn er kom- inn eins og þú talaði um og við sáum það daginn, sem þú kvaddir okkur er fyrstu snjókornin féllu til jarðar. Ég elska þig meira en orð fá lýst en veit að þú ert á betri stað núna og þér líður betur. Þó að þú sért farinn frá okkur mun minning þín lifa með okkur um ókomna tíð. Hvíl í friði, pabbi minn. Ég kveð þig nú með orðum sem ég skrifaði til þín, elsku pabbi minn. Í kapellu vonarinnar kveð ég þig, elsku besti pabbi minn. Hvíl í friði, sofðu rótt. Far á fund feðra, vinur minn, þú varst minn faðir og vinur, stoð mín og stytta. Guð blessi þína ferð í ljósið fagra, kyrra. Eyrún Helga Ævarsdóttir og Car- men Diljá Guðbjarnardóttir Mikill er söknuður minn þegar elsku pabbi minn hefur kvatt þennan heim og allt er einhvern veginn í kyrr- stöðu. Allar góðu minningarnar flæða yfir mann um hversu hjartagóður og ráða- góður maður þú varst. Hjálpsemi þín var engu lík og ef einhvern í fjölskyld- unni vantaði hjálp varst þú yfirleitt sá fyrsti sem leitað var til og aldrei varstu of upptekinn til þess að hjálpa og ekkert var ómögulegt í þínum huga. Það stóð aldrei á því að hægt var að leita til þín ef eitthvað bjátaði á og voru þá ráðin þín oft góð, og það má segja að þú hafir verið einn sá besti kennari sem ég hef haft á lífsleiðinni. Þolinmæði þín hlýtur að hafa verið mikil þegar þú varst að kenna okkur að gera við bíla og tæki úti í bílskúr þegar ég var polli. Það má segja að þar hafi maður lært hvernig lífið gengur fyrir sig og ég lifi ennþá eftir lögmáli þínu sem er; „allt í lagi að gera mistök einu sinni og læra að þeim en ekki gera sömu mistökin aftur“. Stundirnar í bílskúrnum eru mér ógleymanlegar þó að maður hafi ekki alltaf farið viljugur með þér þangað en þegar maður var búinn að vera þar í tíu mínútur var fýlan farin úr manni og maður kominn á fullt í eitthvert skemmtilegt verkefni í jeppaviðgerð- um á Willys ’42. Á þeim bíl fórum við í allar jeppaferðirnar sem voru farnar upp á hálendið þar sem ýmislegt skemmtilegt gerðist og ég tala nú ekki um allar gæsaveiðiferðirnar sem farn- ar voru, sem mér eru ógleymanlegar. Eftir hverja einustu ferð var yfirleitt farið aftur í bílskúrinn til að gera við eitthvað sem fór úrskeiðis í þeirri ferð. Seinni árin þróaðist vinskapur okk- ar mikið og brölluðum við ýmislegt skemmtilegt saman og er ég stoltur yfir því að segja frá því að þú hafir verið einn besti vinur minn í gegnum tíðnina, allar kvöldstundirnar sem við eyddum saman og ræddum um heima og geima eru ógleymanlegar. Helg- arnar uppi í sumarbústað þar sem yf- irleitt var fundið eitthvað til þess að gera og þar notaðir þú stundum séns- inn til að kenna barnabörnunum sitt- hvað. Ekki má þá gleyma Kiwanis- fundunum þar sem þú hafðir alltaf eitthvað til málanna að leggja og leit- uðu félagar okkar oft ráða hjá þér. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa átt með þér góðar stundir síðustu mánuðina sem þú varst á meðal okkar og þegar litið er yfir farinn veg og horft aftur í tímann þá fyllist hjarta mitt gleði og stolti yfir því að hafa fengið að njóta þeirra forréttinda, því það voru forréttindi að eiga þig sem pabba. Ég kem alltaf til með að sakna þín, elsku pabbi minn, þú munt alltaf lifa í huga mér. Eiður Ævarsson, Aðalheiður Níelsdóttir og börn. Þú varst besti afi í öllum heiminum og þú munt lifa að eilífu í hjarta mínu. Ég mun aldrei gleyma öllum góðu stundunum sem við eyddum saman uppi í sumarbústað og þegar við fór- um í útilegur. Þú varst alltaf til staðar ef einhver þarfnaðist þín. Ég gleymi aldrei minni fyrstu ferð til útlanda því að þú fórst með mér, mér leið æð- islega úti á Spáni, öll fjölskyldan sam- an, ég, þú, amma, mamma, pabbi, Eyjólfur og Níels. Við fórum á ströndina og þið pabbi hentuð mér út í sjóinn, þið hlóguð svo mikið og á endanum hló ég líka. Ég mun aldrei gleyma þér afi, þú varst besti afi í öllum heiminum. Ég sakna þín svo mikið að orð fá því ekki lýst. Minning þín lifir í hjörtum okkar allra, þú varst alltaf svo góður við mig, Eyjólf og Níels og alla. Ég elska þig afi og mun alltaf gera það. Elsku afi minn ég sakna þín en ég veit að þú ert kominn á betri stað núna. Ég hugga mig með því að hugsa um að þú hafir ekki þjást og það er gott. Elsku afi, ég elska þig og sakna þín og ég mun minnast þín að eilífu. Kristbjörg Lind. Elsku afi minn, nú er komið að því að þú ert farinn frá okkur. Þú hefur alltaf verið svo góður við mig og hjálpaðir mér mjög mikið í gegnum tíðina. Ég veit að þetta verður ekki endirinn hjá okkur því þú munt alltaf lifa áfram í hjarta mínu og veit ég að við munum hittast á ný í eftirlífinu. Ég sé það með hverju ári hversu líkir við erum og hversu mikil áhrif þú hafðir á líf mitt bæði sem barn og al- veg til endaloka. Í gegnum ævi mína hef ég alltaf litið mjög mikið upp til þín og varst þú mitt átrúnaðargoð og fyrirmynd. Ég mun aldrei gleyma þér og þeim góðu stundum sem við eyddum saman. Guð geymi þig, afi minn. Þitt barnabarn, Skarphéðinn Njálsson. Í dag er lagður til hinstu hvílu vin- ur okkar og samferðamaður Ævar Guðmundsson. Hinn glaðbeitti og síkviki Ævar, sem allra vanda vildi leysa, hvarvetna lifandi og virkur og ævinlega tilbúinn að leggja sitt af mörkum til þess að gefa lífinu lit, var svo að segja á snöggu augabragði hrifinn á vit hins óræða og óskiljanlega, okkur, sem áttum með honum samfylgd og sam- leið. Við höfðum notið vináttu hans og Guðrúnar um nokkurt skeið sem hófst í tengslum við nám Guðrúnar og Steinunnar við Háskóla Íslands. Lítill hópur nemenda í bókasafnsfræðum varð smám saman að vinahópi sem hélt saman löngu eftir að námi lauk. Margs er að minnast frá ferðalög- um og samverustundum, m.a. frá Frakklandsferðinni sem við fórum saman og var eins konar útskriftar- ferð stallsystranna. Á slíkum sam- verustundum var Ævar, eins og hvar sem hann fór, hrókur alls fagnaðar og leiddi okkur inn í ævintýraheima en hann hafði vegna starfa sinna ferðast um allar álfur og heimsótt fjölmarga staði sem flestum voru á þeim tíma framandi og eru jafnvel enn í dag. Sumarbústaðurinn í Borgarfirði var oftar en ekki griðastaður þessara samvista og þar nutum við rausnar- skapar og gestrisni húsráðenda. Heimili þeirra í Vatnsholtinu stóð öll- um opið og það var notalegt að stinga úr einum kaffibolla eða svo á leið heim úr utanlandsferð um leið og bíllinn, sem þar hafði verið geymdur meðan á ferðinni stóð, var sóttur. Ævar var mikill gæfumaður í einkalífi sínu og fyrir okkur vini þeirra voru þau Guðrún eitt í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur í smáu og stóru. Þótt stundum liði langt á milli samverustunda var ávallt eins og við hefðum sést liðinn dag. Við áttum vináttu þeirra og fjölskyldunnar allr- ar sem aldrei bar skugga á. Síðasta skiptið sem við hittumst var á Ljósa- nótt nú fyrir nokkrum vikum og þá hafði sjúkdómurinn náð yfirhöndinni, þrek og kjarkur dvínandi. Þrátt fyrir það áttum við yndislegan dag og fundum oftar en ekki fyrir þeim við- brögðum sem við þekktum svo vel frá fyrri tíð. Þegar við kvöddumst í kvöld- kyrrðinni við endurskin flugelda há- tíðarinnar var handtakið jafn hlýtt og ævinlega. Nú er Ævar allur, lífssólin hnigin til viðar og handan móðunnar miklu víddir hins eilífa lífs. Góður drengur og vinur er genginn og minn- ingin merlar og fyllir hugann á þess- ari kveðjustundu. Megi algóður Guð vera Guðrúnu, fjölskyldunni og ást- vinum öllum stoð á sorgarstundu. Blessuð sé minning Ævars Guð- mundssonar. Steinunn og Magnús, Hvanneyri. Kiwanisklúbburinn Keilir í Kefla- vík kveður í dag kæran samferða- mann og vin, Ævar Guðmundsson. Ævar var einn af stofnendum klúbbs- ins okkar og var frá upphafi virkur fé- lagi, hann var drifkrafturinn á bak við mörg af þeim verkefnum sem fé- lagsskapur okkar stendur fyrir. Æv- ar var sérlega rökfastur maður og lagði mál sín þannig fram að eftir var tekið. Vegna þekkingar sinnar á mál- efnum Kiwanis voru honum falin mörg af helstu embættum Kiwanis- klúbbsins Keilis og má við bæta að fyrir nokkrum árum var hann sæmd- ur æðstu orðu Kiwanishreyfingarinn- ar. Fyrir nokkrum mánuðum, þegar Ævar kom úr fríi með fjölskyldu sinni, greindist hann með illkynja sjúkdóm. Þrátt fyrir að verulega væri af honum dregið kom hann á fyrsta fund okkar í september, eftir á að hyggja var hann að kveðja okkur. Að- faranótt föstudagsins 3. október hafði hinn illkynja sjúkdómur betur. Það er með mikilli sorg og söknuði sem við félagar hans fylgjum honum til grafar í dag. Við vottum Guðrúnu Eyjólfsdóttur, eiginkonu Ævars, og fjölskyldu þeirra okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning vinar okkar Ævars Guðmundssonar. Fyrir hönd Kiwanisklúbbsins Keil- is í Keflavík, Karl Taylor. Ævar Guðmundsson til afa. Nú liðin er hin þunga þraut og þreytta brjóstið rótt. Þinn andi svífur bjarta braut á bak við dauðans nótt. Þú tókst mig barn að brjósti þér með blíðu kærleikans. Þú vildir ungum vísa mér á veginn sannleikans Ég kveð með þökk, í traustri trú um tilverunnar geim, að sál þín örugg svífi nú til sigurlandsins heim. (I.Þ.) Ævar Örn, Hildur María og Guðmundur Ármann. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.