Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 24
Framgangabreskrastjórnvalda í garð Íslendinga undanfarna tvo daga hefur verið með ólíkindum. Harkaleg viðbrögð Breta vegna Icesave-reikninga Landsbankans á Bretlandi vekja furðu, ekki síst vegna þess að þeir grípa til aðgerða í krafti laga, sem sett voru til að auðvelda baráttuna gegn hryðjuverkum eftir árás hryðjuverkamanna á Banda- ríkin 11. september 2001. Sam- kvæmt því er Ísland komið í hóp hryðjuverkaríkja – gott ef ekki orðið eitt af öxulveldum hins illa. Gordon Brown, forsætisráð- herra Breta, og Alistair Dar- ling, fjármálaráðherra Breta, hafa tekið höndum saman í at- lögu sinni. Eftir samtal við Árna M. Mathiesen fjár- málaráðherra beið Darling ekki boðanna að tilkynna að Ís- lendingar hygðust ekki standa við skuldbindingar sínar. Brown bætti um betur og hót- aði að draga Íslendinga fyrir dómstóla og nú hafa reyndar Hollendingar tekið í sama streng og sagt að þeir ætli einnig að leita til dómstóla. Darling hafði engan áhuga á að hlusta á skýringar Árna. Yf- irlýsingar Geirs H. Haarde forsætisráðherra höfðu heldur engin áhrif. Á blaðamanna- fundi með erlendum blaða- mönnum á þriðjudag - daginn áður en Brown og Darling létu til skarar skríða - sagði Geir að ef þörf væri á þá myndi ís- lenska ríkið styðja Trygging- arsjóð innistæðueigenda í að afla nauðsynlegs fjármagns svo sjóðurinn gæti staðið við lágmarksskuldbindingar sínar í kjölfar gjaldþrots eða greiðslustöðvunar íslensks banka. Þessi yfirlýsing fór einnig inn á vefsíðu Trygg- ingasjóðs á ensku. Þetta ítrek- aði Geir síðan á blaðamanna- fundi á miðvikudag. Heitstrengingar Browns í garð Íslendinga í viðtali á sjón- varpsstöðinni Sky í gær bera því vitni að forsætisráð- herrann vilji einfaldlega ekki skilja að Íslendingar hafi ekki sagt að þeir ætli ekki að standa við skuldbindingar sínar. Atlaga breska fjármálaeftir- litsins að Kaupþingi Singer & Friedlander í London sam- kvæmt fyrirskipunum Browns er hins vegar óafsakanleg. Kaupþing reri á miðvikudag lífróður og var að komast í var þegar Brown kom til skjal- anna. Höggið var of þungt til að Kaupþing hefði það af. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem snurða hleypur á þráðinn í samskiptum Breta og Íslend- inga. Í þorskastríðunum sendu Bretar sjóher sinn á Íslands- mið til þess að verja breska tog- ara á veiðum í ís- lenskri landhelgi. Það var ekki fyrr en Atlantshafs- bandalagið skarst í leikinn að Bretar drógu sig til baka. Í heimsstyrjöldinni síðari sigldu Íslendingar hins vegar með fisk til aðþrengdra Breta í skipalestum yfir Atlantshafið og buðu kafbátaflota Þjóð- verja byrginn. Á Bretlandi ríkir nú mikil reiði vegna reikninganna, sem Kaupþing og Landsbankinn buðu breskum sparifjáreig- endum og það er skiljanlegt. Staða Gordons Browns og Verkamannaflokksins hefur verið afleit og allt bent til þess að þeir hrökkluðust frá völd- um í næstu kosningum. Með því að veitast að Íslendingum gat Brown slegið sig til ridd- ara og gerst bjargvættur breskra sparifjáreigenda. Hefði Brown vogað sér að grípa til sambærilegra að- gerða hefði stærra ríki átt í hlut? Hefði hann brugðist svona við gegn öðru Evrópu- sambandsríki? Hefði verið gripið til hryðjuverkalaga gegn bandarískum eða þýsk- um banka? Brown vissi sem er að í al- þjóðlegu hagkerfi skiptir Ís- land ekki máli og því engin áhætta fólgin í að gera landið að skotspæni. Íslendingar gætu ekki svarað fyrir sig. Brown ákvað að nota Ísland líkt og Margaret Thatcher notaði Falklandseyjar á sínum tíma. Með aðgerðum sínum greiddi Brown íslensku fjár- málalífi náðarhöggið og var það stórmannlega gert. Þessi gjörningur kann að styrkja Brown pólitískt um stundar- sakir. Höggið gegn stærsta banka Íslands hittir hins vegar einnig Breta fyrir vegna þess að þeir munu þurfa að greiða bætur til þeirra sparifjáreig- enda, sem lögðu fé sitt inn á reikninga Kaupþings. Gjald- þrot Kaupþings lendir ekki bara á Íslendingum, það bitn- ar líka á ríkissjóði Breta og þar með breskum skattborg- urum. Íslendingar sáu sjálfir um að byggja upp fjármálakerfi, sem var margfalt stærra en ís- lenskt hagkerfi og skuldsett í botn. Á þeirri leið voru gerð mörg mistök, sem veiktu undirstöðurnar þótt kátt hafi verið í höllinni á meðan allt lék í lyndi. Það er ekki hægt að kenna neinum öðrum um hvernig komið er. Fjarað hef- ur undan íslensku bönkunum með ógnarhraða. Í fyrradag var Gordon Brown síðan svo vinsamlegur að veita þeim náðarhöggið. Hvers vegna gengu Bretar með slíkum krafti að íslensku bönkunum?} Vinargreiði Breta 24 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ N ú þegar einkavæðingarkapítal- isminn hefur runnið sitt skeið eru fram undan grundvall- arbreytingar á tilhögun sam- félaganna, sem raunar hefðu komið til fyrr eða síðar án atbeina yfirstand- andi kreppu. Ástæðan eru þær takmarkanir sem sjálf jörðin setur því sóunarsamfélagi sem hefur verið við lýði undanfarna tvo ára- tugi og ofbýður svo gersamlega lífsrýminu að þrotin voru fyrirsjáanleg í formi meng- unar og niðurbrots á umhverfi. Til þess að sjá í anda þá breytingu sem nú fer í hönd er hollt að rifja upp það sem var áður en einkavæðingarkapítalisminn fékk veiðileyfi á samfélagið. Víst munum við glórulausar fjárfestingar í fiskeldi og loð- dýrarækt, hið flokkspólitíska jötufyr- irkomulag bankanna og hvernig útgerðarmenn höfðu krónuna í gíslingu. En aðstæður buðu ekki upp á þá himinhrópandi mismunun sem viðgekkst síðar, útkom- an var meira í ætt við leiðinlegan, en fremur mein- lausan farsa. Nóg samt til að gera boðlega byltingu þar sem útvöldum var boðið að ganga í eigur sam- félagsins, í þeirri frómu trú að hömlulaus græðgisvæð- ing myndi á einhvern máta gagnast samfélaginu öllu. Gulldrengirnir tóku árslaun venjulegs manns á tveimur til þremur dögum. 20 milljónir á mánuði, 30 milljónir á mánuði, 40 milljónir á mánuði… Hvernig er þetta hægt? var spurt. Og svarið var: a) þér kemur það ekki við, b) þetta er markaðurinn. Og nú hefur reikningurinn verið sendur þeim hinum sama almenningi sem bar upp spurninguna og á eftir að birtast honum á raðgreiðslum eitthvað áleiðis inn í framtíðina. En sennilega hafa jafnframt skapast skil- yrði til þess að sjá í sæmilega skýru ljósi þá óumflýjanlegu staðreynd að 300 þúsund sál- ir er minnsta hugsanleg eining eins sam- félags. Við þurfum að eiga saman allt sem skiptir máli í gangverki samfélagsins: banka, póst og síma, útvarp, sjónvarp, flug- félag, skipafélag, heilbrigðisþjónustu, mennta- og menningarkerfi… Bjóða vita- skuld velkomna þá sem telja sig geta gert betur en heildin, en þá á eigin ábyrgð og reikning. Erum við þá komin aftur á sama reit og fyrir tuttugu árum? Taka flokksgæðingarnir yfir á ný? Það sem hefur breyst er upplýs- inga- og fjölmiðlunarstigið. Netvæðing almennings og óflokksstýrð fjölmiðlun á dagblöðum og útvarpi. Sú spilling sem fékk að búa um sig þá fengi aldrei næði og ráðrúm til að þrífast nú. Höfum hugfast að eitt það versta sem getur hent eina þjóð er stéttaskipting. Hún er átumein sem grefur um sig og sýkir allan þjóðarlíkamann. Ekki aðeins að hún holi að innan ræðu forsætisráðherra á 17. júní og forsetans á nýársdag, hún dæmir heilu þjóðfélagshóp- ana til niðurlægjandi fátæktar og smánar. Lóðbeint þangað stefndi það ástand sem við erum nú að kveðja. Viðmiðun markaðarins er hrunin. Við tekur það sem var þarna allan tímann: almenningur. Almennilegt líf. peturgun@centrum.is Pétur Gunnarsson Pistill Það sem nú tekur við Tap hlutabréfa bitnar á sjóðsfélögunum unum sem er 6,1% af heildareignum sjóðsins. Lífeyrissjóðurinn Gildi tap- aði á sama hátt um 18,5 milljörðum sem er um 8% af eignum. Sameinaði lífeyrissjóðurinn tapaði um 3 millj- örðum sem er rúm 3% af heildar- eignum. Ekki fékkst staðfest hvað stærsti lífeyrissjóðurinn, Lífeyr- issjóður starfsmanna ríkisins (LSR), tapaði á bönkunum. Lífeyrissjóðir Bankastræti, sem LSR er hrygg- stykkið í, var meðal stærstu hluthafa allra bankanna og hafa tapað um 24 milljörðum á bönkunum, ef marka má síðustu hluthafalista. Lífeyrissjóðirnir eiga einnig háar fjárhæðir í öðrum innlendum verð- bréfum, svo sem skuldabréf sem út- gefin eru af bönkum, fyrirtækjum og skuldabréfasjóðum, að ótöldum hlutabréfum í öðrum fyrirtækjum en bönkunum. Eignir eru á móti þessum fjárfestingum en ekki hefur skýrst hvert verðgildi þeirra er. Það getur ráðist af þróuninni á næstunni. Ber að geta þess að í þessum söfnum eru bæði fyrirtæki sem orðið hafa fyrir áföllum að undanförnu og fyrirtæki sem telja verður mjög örugg. Ríkisstarfsmenn í annarri stöðu Lífeyrissjóðirnir munu vinna sam- an úr stöðunni sem upp er komin og reyna að lágmarka tjónið, meðal ann- ars með viðræðum við ríkisvaldið. Þeir eru að koma sér upp starfs- hópum til að undirbúa framhaldið. Ekki verður hægt að meta til fulls áhrif erfiðleikanna á fjármálamark- aði á stöðu lífeyrissjóðanna fyrr en í árslok. Þá verður gerð trygg- ingafræðileg athugun sem leiðir í ljós hvað eignir þeirra hafa lækkað mikið niður fyrir lífeyrisskuldbindingar. Lög kveða á um það að ef munurinn fer yfir 10% verður stjórnum þeirra skylt að grípa til aðgerða. Þar kemur fátt annað til greina en að lækka líf- eyri og lífeyrisréttindi. Annað ráð er að hækka iðgjöld en um þau er samið í kjarasamningum. Þá hefur komið upp sú hugmynd að hækka vikmörk eigna og skuldbind- inga úr 10 í 15% og sjá hvernig sjóð- unum vegnar á næsta ári við að vinna upp í tapið. Það myndi milda höggið fyrir núverandi lífeyrisþega og að minnsta kosti fresta lækkun lífeyris þeirra. Lífeyrissjóður starfsmanna rík- isins, stærsti lífeyrissjóður landsins, er í annarri stöðu að þessu leyti en almennu sjóðirnir því kveðið er á um réttindi sjóðfélaga í lögum, þótt jafn- framt sé gert ráð fyrir því að iðgjöld og ávöxtun standi undir réttind- unum í nýrri deild sjóðsins. Hafa þarf í huga að lífeyrissjóð- irnir stóðu vel fyrir þessi áföll. Þeir hafa haft góða ávöxtun á umliðnum árum, meðal annars vegna hækk- unar á gengi bankanna, og margir þeirra hafa bætt verulega lífeyr- isréttindi sjóðsfélaga umfram verð- lagsþróun. Morgunblaðið/Kristinn Lífeyrir Lífeyrissjóðirnir hafa það hlutverk að tryggja lífeyri. FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is L jóst er að staðan á fjár- málamarkaðnum mun leiða til þess að almenn- ir lífeyrissjóðir þurfa að skerða lífeyri og lífeyr- isréttindi sjóðfélaga. Spurningin er aðeins um það hversu mikið og hvort hægt sé að draga úr högginu með einhverjum ráðum. Stjórnendur lífeyrissjóðanna voru í gær að meta áhrifin af þroti ís- lensku viðskiptabankanna á stöðu sjóðanna og reyna að spá í frekari afleiðingar þess á aðrar eignir þeirra. Framkvæmdastjórar sjóð- anna og stjórnarformenn gátu lítið fjallað um heildartap lífeyrissjóð- anna vegna þess að ekki eru öll kurl komin til grafar. Ljóst er að þeir hafa tapað hlutafé sínu í bönkunum. Meiri óvissa ríkir um verðgildi ann- arra hlutabréfa og skuldabréfa inn- lánsstofnana og fyrirtækja. Hlutabréfin gufa upp Sjóðirnir fjárfestu mikið í bönk- unum, sérstaklega Kaupþingi banka, og það fé er allt tapað. Í lok ágúst var verðgildi eignar lífeyr- issjóðanna í innlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum 182 milljarðar kr. Fjórir lífeyrissjóðir voru meðal tuttugu stærstu hluthafa Kaupþings og sumir þeirra áttu einnig mikið í Landsbanka og Glitni. Miðað við síðustu hluthafalista og gengið áður en bankarnir urðu verð- lausir má áætla að þeir sjóðir sem voru á þessum listum hafi tapað 65- 70 milljörðum. Þá eru hlutir annarra lífeyrissjóða ótaldir. Bankarnir voru stór hluti hlutafjármarkaðarins og má reikna með því að helmingur hlutafjáreignar lífeyrissjóðanna hafi gufað upp síðustu daga, að minnsta kosti. Töluna er ekki hægt að fá staðfesta nú. Þá er rétt að geta þess að hlutabréfin hafa verið keypt á mismunandi tíma og ekkert liggur fyrir um upphaflegt kaupverð þeirra og þar með raunverulegt tap af fjár- festingunni. Sem dæmi um tap einstakra sjóða nú má nefna að Lífeyrissjóður versl- unarmanna tapaði 16,5 milljarða króna hlutabréfaeign sinni í bönk- 182 milljarðar í innlendum hlutabréfum og hlutabréfa- sjóðum. Meira en helm- ingur tapast með bönk- unum. 145 milljarðar í skuldabréfum innlánsstofnana. Verðgildi óvíst. 193 milljarðar í verðbréfum fyrirtækja. Verðgildi óvíst. 171 milljarður í verðbréfa- sjóðum (skuldabréf o.fl.) Verðgildi óvíst. 1837 milljarðar eru heildareign lífeyrissjóðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.