Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÉG HEF unnið að rannsókn- um að erfðameðferð á blindum hundum í einum þriggja alþjóð- legra rannsóknarhópa. Niður- stöðurnar hafa verið góðar og hundarnir fengið sjón,“ segir Ragnheiður Bragadóttir, yfir- maður sjónhimnuskurðlækn- ingadeildar háskólaskóla- sjúkrahússins í Ullevål í Ósló, um þátttöku sína í þróun nýrr- ar meðferðar gegn arfgengum sjúkdómi. „Núna er búið að meðhöndla fyrstu sjúklingana, þrjá sjúklinga við Moorfield-sjúkra- húsið í London og hjá stofnuninni Instistute of Ophthalmology í sömu borg, segir Ragnheiður. „Niðurstöðurnar voru kynntar á stærsta rann- sóknarþingi heims á sviði augnrannsókna, sem að smita frumur í sjónhimnu þeirra með frísku geni. Þá fer þetta ensím að virka og ljósnæma pró- teinið í sjónhimnunni endurnýjast eins og það á að gera. Niðurstöðurnar nú eru sönnun þess að meðferð- in virkar. Það eru margir erfðagallar sem valda sjúkdómum í sjónhimnu. Þetta verður fyrsti sjúk- dómurinn af mörgum sem hægt verður að með- höndla og þá fyrst og fremst í ungu fólki.“ haldið er á Flórída. Þar var skýrt frá því að yngsti sjúklingurinn, 19 ára strákur, hefði fengið sjónina að hluta til til baka.“ Ragnheiður hélt erindi um rannsóknir sínar við háskólann í Ósló og hjá blindrafélaginu í borginni á degi sjónarinnar í gær. Erindin vöktu athygli og má nefna að á vef Aftenposten birtist viðtal við Ragnheiði um rannsóknir hennar. Fæðast með skerta sjón eða nánast blind Ragnheiður segir meðferðina þróaða gegn arf- gengum sjónhimnusjúkdómi þar sem börn fæðast með skerta sjón eða nánast blind. Hún segir að til viðbótar við sjúklingana í Bretlandi hafi alls sex sjúklingar gengist undir meðferðina í Bandaríkj- unum, en að hjá þessu fólki sé að finna sama erfða- galla og í áðurnefndum hundum. „Þessir sjúklingar eru fæddir með erfðagalla sem þeir hafa erft frá báðum foreldrum. Það er ekki framleitt ákveðið ensím í sjónhimnu þeirra. Það sem er því gert er að það er notaður vírus til Fá hluta sjónar á ný Ragnheiður Bragadóttir sjónhimnufræðingur tekur þátt í þróun meðferðar sem ger- ir sjúklingum með arfgengan sjónhimnusjúkdóm kleift að fá hluta sjónarinnar á ný Ragnheiður Bragadóttir Í HNOTSKURN »Að loknu háskólanámi á Íslandi héltRagnheiður til sérfræðináms í augn- lækningum í Linköping í Svíþjóð. »Hún sinnti síðan rannsóknum í Svíþjóðog í Bandaríkjunum og er nú yfirmaður sjónhimnuskurðlækningadeildar háskóla- skólasjúkrahússins í Ullevål í Ósló. BLIKUR eru á lofti í efnahagsmálum þjóðarinnar. Síðustu daga hafa fá jákvæð tíðindi borist henni og margir reyna að rýna í framtíðina. Spáð er í draumaráðningar en skyldi það vita á gott að regnbogar endi ofan í reykháfum? Eða er regn- boginn kannski að rísa þaðan upp með þá von að við fáum áfram notið litadýrðarinnar sem lífið hefur upp á að bjóða? Regnbogar hafa a.m.k. ver- ið algeng sjón í Stykkishólmi síðustu daga. Regnbogi í reykháfi veit vonandi á gott Ljósmynd/BruceMcMillan LÖGMAÐUR Færeyja, Kaj Leo Johannesen, hef- ur sent Geir H. Haarde forsætis- ráðherra bréf þar sem hann lætur í ljós samhug með Íslendingum vegna banka- kreppunnar. „Í Færeyjum fylgjumst við vel með því sem er að gerast á Íslandi. Sem þjóð eruð þið nákomin okkur. Við gleðjumst með ykkur þegar vel gengur og sam- hryggjumst ykkur þegar illa gengur,“ segir í bréfinu. Þess megnug að leysa vandann Johannesen kveðst harma hversu hart alþjóðlega fjármálakreppan hef- ur leikið Íslendinga. „Þið hafið áður sýnt að þið getið sigrast á erfiðleikum sem þjóðin hefur orðið fyrir. Við vit- um að það býr mikill styrkur í fólkinu og erum sannfærð um að þið eruð þess megnug að leysa vandann. Ég vil að þið vitið að við erum alltaf tilbúin til að rétta ykkur vinarhönd. Landstjórn Færeyja sendir íslensku þjóðinni bestu óskir um bjartari tíð.“ Kaj Leo Johannesen er leiðtogi Sambandsflokksins og varð lögmaður Færeyja í liðnum mánuði þegar hann tók við af Jóannesi Eidesgaard, leið- toga Jafnaðarflokksins. Johannesen er 44 ára gamall og hefur setið á fær- eyska lögþinginu frá árinu 2001. bogi@mbl.is Vinar- kveðja frá Færeyjum Kaj Leo Johannesen Láta í ljós samhug með Íslendingum MAÐURINN sem slasaðist alvar- lega í bílslysinu á Þorlákshafnarvegi í fyrrdag liggur á gjörgæsludeild Landspítalans og er haldið sofandi í öndunarvél. Að sögn vakthafandi svæfingarlæknis er líðan hans óbreytt. Lögreglan á Selfossi rannsakar tildrög slyssins sem varð með þeim hætti að tveir bílar úr gagnstæðri átt rákust harkalega saman. Maðurinn hlaut alvarlega höfuðáverka en öku- maður hins bílsins slapp við alvarleg meiðsl. orsi@mbl.is Á gjörgæslu eftir bílslys ÍSLAND og Nýja-Sjáland eru ásamt Ástralíu og Bandaríkjunum, að hluta, nefnd sem dæmi um lönd þar sem ábyrgri fiskveiðistjórnun er framfylgt. Þar er þó enn hægt að gera betur. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá FAO, Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna. Fréttavefur BBC greindi frá þessu nýlega. Samkvæmt frétt BBC eru færð rök fyrir því í skýrslunni, að með því að endurskipuleggja stjórn fiskveiða mætti efla fiskistofna og auka arð- semi sjávarútvegs. Þannig mætti leggja helmingi þess flota sem nú er gerður út án þess að afli drægist saman. Árlega eru veiddar um 80 milljónir tonna af fiski í heiminum. Það magn hefur verið nánast óbreytt í heilan áratug. Í frétt BBC kemur einnig fram að Alþjóðabankinn og FAO áætli að tap af útgerð fiskiskipa í heiminum nemi árlega um 50 milljörðum Banda- ríkjadala. Í skýrslu frá árinu 2006 kemur fram að niðurgreiðslur til greinarinnar nemi 30 milljörðum dala. guna@mbl.is Ábyrgar fiskveiðar hér að mati FAO Morgunblaðið/Brynjar Gauti FAO telur Ísland framfylgja ábyrgri fiskveiðistjórnun. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Ríkissaksóknari hefur ákveðið að mæla fyrir um op- inbera rannsókn á Hafskipsmálinu, þ.e. ætluðum brotum ónafn- greindra dómara við skiptarétt Reykjavíkur, rík- islögmanns, ríkis- saksóknara, rannsóknarlögreglu- stjóra ríkisins og starfsmanna þeirra. Beiðni um opinbera rannsókn barst frá lögmönnum Björgólfs Guðmunds- sonar, Páls Braga Kristjónssonar, Helgu Thomsen, ekkju Ragnars Kjartanssonar, Þórðar H. Hilmars- sonar og Helga Magnússonar 2. októ- ber vegna meintra brota embættis- manna við rannsókn fyrir skiptarétti Reykjavíkur og þegar ákvörðun var tekin um og gerð var rannsókn á grundvelli skýrslu skiptaréttarins til ríkissaksóknara á ætlaðri refsiverðri háttsemi fólksins og annarra fyrrver- andi forsvarsmanna Hafskips. Segja dómana ekki standast Með skýrslu skiptaréttar hafi verið settar fram ávirðingar gegn tilgreind- um forsvarsmönnum Hafskips sem hafi þurft að sæta ýmsum þvingunar- ráðstöfunum, meðal annars gæslu- varðhaldi á sínum tíma. Hafi þeir ver- ið ákærðir en sýknaðir af flestum ákæruliðum. Þá telja rannsóknar- beiðendur að dómar í Hafskipsmálinu um sakfellingar fái ekki staðist. Ríkissaksóknari telur rétt að fallast á kröfu rannsóknarbeiðenda m.a. vegna þeirra einkahagsmuna sem þessir aðilar telja sig hafa og fordæm- is sem fyrir hendi er um rannsókn slíks máls og afstöðu tveggja aðila sem krafan tekur til og sem telja það í þeirra þágu að rannsóknin fari fram. Hafskipsmálið verði rannsakað Valtýr Sigurðsson FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, dvaldi á hjartadeild Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss mánu- dag og þriðjudag í þessari viku þar sem hann gekkst undir hjartaþræð- ingu og kransæða- víkkun. Aðgerðin tókst ágætlega en í framhaldi af henni hafa læknar ráðlagt forseta að vera ekki í fullu starfi næstu daga. Forseti Íslands á sjúkrahúsi Ólafur Ragnar Grímsson ÓLÍKT færri gestir voru í Viðey í gærkvöldi miðað við í fyrra þegar Friðarsúlan var tendruð. Aðeins átta manns fylgdust með atburðinum, en þar voru á ferð félagar úr Kayak- klúbbi Reykjavíkur sem létu sig hafa það að róa í rokinu út í Viðey og komu sér fyrir í brekkunni ofan við Virkisfjöru. Úti fyrir Virkishól lón- aði ferja með gestum sem fögnuðu tendrun súlunnar. orsi@mbl.is Friðarróður út í Viðey

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.