Morgunblaðið - 10.10.2008, Síða 16

Morgunblaðið - 10.10.2008, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is „FÓLK er mjög reitt og hissa, að fá hvergi upplýsingar um hvað verður um peningana þess,“ segir Jóna Hálfdánardóttir, sem búsett er í Amsterdam í Hollandi. Um 120 þús- und Icesave-reikningseigendur eru í Hollandi og segir Jóna að fjöldi þeirra ætli að höfða mál gegn Landsbankanum. Aðalefni sjónvarpsþáttar Fjallað var um málið í stórum fréttaskýringarþætti, Nova, í fyrra- kvöld. Þar talaði hagfræðingur nokkur um „casino“-samfélag á Ís- Þóra segir að hún og íslenskir vin- ir hennar hafi velt því fyrir sér hvort þau ættu að segjast vera frá öðru landi en Íslandi. „Við erum ekki vin- sæl í London núna,“ segir hún. Þá segir Þóra marga Íslendinga ósátta við gengi VISA og Mastercard sem síðustu daga hefur verið mun hærra en almenna gengið. Nefnir hún að í fyrradag hafi VISA-gengið á pund- inu verið tæpar 300 kr. Spurð um umfjöllun blaðanna nefnir Þóra eftirminnilega setningu sem birtist í blaðinu The Guardian: „The party is over for the little island who tried to buy the world“. (ísl. Gamanið búið hjá litlu eyjunni sem reyndi að kaupa heiminn). talið var. Ísland eitt sé ábyrgt fyrir upphæðinni og nú sé ekki víst að þeir geti borgað. Ekki vinsæl í London Þóra Hilmarsdóttir nemi er bú- sett í London í Bretlandi og segir að í sínum vinahópi sé vart talað um annað en ástandið hér á landi. „Það er mikið talað um þetta hérna og fjallað um ástandið í blöðum og sjón- varpi. Fyrir skömmu var Geir H. Haarde á Channel 4 hérna í Lond- on,“ segir Þóra og bætir við: „Ég var í tíma í dag [í gær] og kennarinn spurði hvaðan ég væri. Þegar ég svaraði Íslandi sagði hann „Æ, greyið þú núna.““ fjallað um Icesave og vitnað í Geir H. Haarde og sagt að af orðum hans að dæma væru hollenskir við- skiptavinir ekki nógu mikilvægir. Á forsíðu blaðsins var mynd af aðal- útibúi Landsbankans og undir henni fyrirsögnin: „Forsætisráðherra Ís- lands segir við Hollendinga: Sorrý.“ Jóna segir fjármálaráðherra Hol- lands hafa reynt að ná sambandi við íslensk stjórnvöld en það gangi illa. Hann segi að Íslendingar verði að taka ábyrgð á gjörðum sínum en mikið hefur verið fjallað um að ekki hafi verið um sameiginlega rík- isábyrgð að ræða á Icesave- reikningunum fyrir 20 þúsund evr- um á hvern sparifjáreiganda eins og landi sem ekki væri hægt að treysta. Í dagblaðinu Volkskrant (ísl. Al- þýðublaðið) var í gær fjallað um bága efnahagsstöðu landsins og sagt að Rússar réttu Íslendingum kannski hjálparhönd. Einnig var Mikið fjallað um Icesave erlendis Þóra Hilmarsdóttir Jóna Hálfdánardóttir  Úttekt á málinu í stórum hollenskum fréttaskýringarþætti þar sem sagt var að íslensku samfélagi væri ekki treystandi  Vinsælt fréttaefni í Bretlandi  „Ekki vinsæl í London núna,“ segir íslenskur nemi FÓLK ætti ekki að taka háar upphæðir í reiðufé út úr bönkunum, sagði Geir H. Haarde forsætis- ráðherra á fjölmennum blaðamannafundi í Iðnó í gær. „Það gerir málið erfiðara viðfangs og það er líka ákveðin áhætta sem felst í því fyrir al- menning að liggja með mikla peninga í lausu fé heima hjá sér eða annars staðar þar sem pening- arnir kunna að vera óvarðir,“ sagði Geir og hvatti fólk til að sýna stillingu á meðan efna- hagsvandræðin ganga yfir. Blaðamannafundir hafa verið haldnir daglega í þessari viku og þeir orðið fjölmennari með hverjum deginum. Morgunblaðið/RAX Ekki gott að geyma háar fjárhæðir heima Eftir Guðna Einarsson og Björn Jóhann Björnsson ÍSLENSK innflutningsfyrirtæki hafa undanfarna daga verið krafin um fyrirframgreiðslu við pöntun á vörum frá útlöndum. Knútur Signarsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra stór- kaupmanna, staðfesti að nokkrir af félagsmönnum FÍS hefðu verið krafðir staðgreiðslu hjá birgjum í Evrópu og Asíu. Hann heyrði fyrst af þessu í fyrradag. Knútur kvaðst vera sannfærður um að þetta væri tímabundið ástand. „Fréttir hafa flogið um allan heim um að Ísland sé komið á hausinn. Ég veit að félagsmenn mínir hafa verið í sambandi við sína erlendu birgja og útskýrt málin fyrir þeim,“ sagði Knútur. Hann sagði að þróun gengis krónunnar og látlausar yf- irlýsingar ráðamanna um að krónan muni styrkjast hafi valdið því að menn hafi frestað greiðslu reikn- inga. „Svo gott sem undantekningar- laust hafa þeir fengið lengri greiðslufrest hjá birgjum, enda flestir verið í viðskiptum við þá í áratugi. Nú eru innflytjendur farnir að fá tilkynningar um að væntanlega verði ekki vörur afgreiddar nema þær verði greiddar fyrirfram,“ sagði Knútur. Hann sagði að innflutningur væri alls ekki að hætta og skemmur heildsala væru fullar af vörum. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, staðfesti í samtali við mbl.is í gær að fyrirtækið hefði lent í þessu í viðskiptum við fyrirtæki í Þýska- landi og víðar. Hann sagðist vita um mörg önnur íslensk fyrirtæki sem hefðu lent í þessu sama og nefndi m.a. Norðurlöndin, Bretland og Bandaríkin í því sambandi. Hermann segir N1 ekki lenda í því að fá ekki olíu afgreidda, enda hafi ráðamenn lýst yfir að svo verði ekki, en hins vegar sé ljóst að borið geti á skorti á innfluttum vörum á einhverjum sviðum á næstunni. „Margir hafa verið að óska skýr- inga á ástandinu á Íslandi. Sumir hafa fengið um það fyrirmæli frá sínum tryggingafélögum, sem tryggja útflutning fyrirtækjanna, að Ísland sé komið í staðgreiðslu- viðskipti, bara heildin, og engin fyr- irtæki tekin sérstaklega út úr hvað það varðar. Þetta er ein af þeim af- leiðingum sem nú dynja yfir íslenskt viðskiptalíf þessa dagana. Lán birgja til íslenskra fyrirtækja al- mennt eru mikið til að hverfa, á meðan þessi óvissa ríkir um hvað tekur við,“ segir Hermann. Hann telur að um tímabundið ástand sé að ræða sem vonandi lagist á næstu dögum og vikum. „Fréttin um Ísland fer eins og eldur um heimsbyggðina, við erum forsíðufrétt alls staðar og skilj- anlega grípur um sig ótti hjá okkar viðskiptavinum. Ég tel þetta ekki vera stórmál til lengri tíma litið. Þetta er stundarhræðsla sem grípur um sig. Síðan munu birgjar og fyr- irtæki hér innanlands fara yfir stöð- una og tryggja aftur eðlileg fyr- irgreiðsluviðskipti.“ Staðgreiðslu krafist  Erlendir birgjar biðja nú íslensk innflutningsfyrirtæki um staðgreiðslu  Talið er að um tímabundið ástand sé að ræða meðan óvissa ríkir „Bankakerfið virkar ekki, greiðslur til og frá landinu virðast vera frystar. Við höf- um mörg dæmi um að greiðslur íslenskra fyr- irtækja til birgja erlendis hafi ekki skilað sér,“ sagði Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Hann segir að skjót við- brögð þurfi til þess að viðskiptin við útlönd stöðvist ekki algjörlega. „Það er meginverkefni að tryggja að það sé til gjaldeyrir til þess að versla á milli landa. Það er aðalverkefnið nú. Það er ekki virk- ur gjaldeyrismarkaður og enginn gjaldeyrir til að eiga viðskipti.“ Andrés sagði að ef þetta ástand lagaðist ekki þá myndu viðskipti við útlönd stöðvast. Það gæti gerst á skömmum tíma. Hann sagði að einhver brögð hefðu verið að því að aðildarfyrirtæki SVÞ hefðu verið krafin um staðgreiðslu í við- skiptum við erlend fyrirtæki und- anfarið. Eins hefði verið greinilegt að viðskipti við Ísland hefðu verið „sett á frost“ í Bretlandi í gær. Aðalmálið nú að tryggja gjaldeyri til viðskipta Andrés Magnússon VONIR standa til að hægt sé að finna sambærilega lausn á mál- efnum Icesave-reikningseigenda í Hollandi og nú er unnið að með Bretum, að því er fram kom í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra á blaðamannafundi í Iðnó í gær. Blaðamenn frá Hollandi og fleiri löndum spurðu Geir út í þetta og vildu skýr svör fyrir tugþúsundir hollenskra reikningseigenda. Geir sagði íslensk stjórnvöld gera sitt besta til að finna lausn á vandanum en að samstarf við bæði hollensk og bresk stjórnvöld væri nauðsynlegt. Hann svaraði játandi spurningunni um hvort samskipti væru milli íslenskra og hollenskra stjórnvalda og að það væri aðeins tilviljun að athyglin hefði beinst meira að Bretum. Bresk stjórnvöld hefðu einfaldlega haft samband fyrr. halla@mbl.is Hollenskir Icesave-eig- endur uggandi ÓLAFUR Jóhann- esson, þjálfari ís- lenska landsliðs- ins í knattspyrnu, segist ekki hafa fundið fyrir neinni andúð í garð íslensku landsliðsmann- anna af hálfu Hol- lendinga vegna Icesave-reikninga Landsbankans í Hollandi, sem eru í uppnámi. Íslenska landsliðið er í Rotterdam og mætir Hollendingum í undankeppni HM á morgun. ,,Við höfum verið spurðir út í þetta en við höfum ekki fundið fyrir neinni andúð. Íslenska þjóðin á ekki marga vini í útlöndum um þessar mundir að því er virðist en við höf- um alveg þorað að labba um göturn- ar hér í Rotterdam með merki Ís- lands á bakinu. Þetta hefur því ekkert truflað okkur.“ gummih@mbl.is Engin andúð í garð liðsins Ólafur Jóhannesson Bankakreppan ÁRNI Mathiesen fjármálaráðherra hélt í gær til Washington á ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Al- þjóðabankans. Mun Árni þar eiga tvíhliða fundi með fulltrúum banda- rískra og breskra stjórnvalda, auk þess sem hann mun hitta fulltrúa fjölmargra fjármálafyrirtækja sem átt hafa viðskipti við Ísland. Fundirnir hefjast í dag og standa fram á þriðjudag í næstu viku. Árni fer til Washington

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.